Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 57 Heldur undarlegt mál komupp í Póllandi á dögunumþegar umboðsmaður barna þar í landi, Ewa Sowinska, lét hafa eftir sér í blaðaviðtali að hún teldi fjólubláa Stubbinn Tinky Winky vera samkynhneigðan og að mál væri að láta sálfræðinga rannsaka hvaða áhrif sú staðreynd gæti haft á unga áhorfendur þáttanna. Áhyggjuefnið var að væri Tinky Winky samkynhneigður væri þar með verið að „ýta undir óviðeigandi viðhorf“ og að hætt væri við að börn væru hvött til samkynhneigðrar hegðunar með því að horfa á Stubb- ana! Nokkrum dögum síðar dró Sow- inska í land og sagði að „sérfræð- ingar hefðu sannfært sig um að ekk- ert við Tinky Winky vísaði til samkynhneigðar og því þurfi ekki að grípa til aðgerða“.    Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ýj-að er að samkynhneigð Tinky Winky. Sú staðreynd að hann sé karlkyns en burðist samt um með handtösku virðist sannfæra marga um að hann sé hommi. Auk þess ber hann á höfði fjólubláan þríhyrning sem vísar niður, merki sem notað hefur verið af samkynhneigðum í baráttu þeirra frá því að samkyn- hneigðir fangar nasista voru merkt- ir á þann hátt.    Það var kristilegi leiðtoginn JerryFalwell sem fyrst vakti máls á þessu þegar Stubbarnir voru frum- sýndir í Bandaríkjunum árið 1999. Eins og margir strangkristnir menn fann Falwell sig knúinn til að vara samborgara sína við mögulegri út- breiðslu samkynhneigðar og er þá væntanlega þeirrar skoðunar að samkynhneigð sé bæði smitandi og lærð hegðun sem verði að sporna við.    Öll er þessi hræðsla nefnilegatengd þeirri undarlegu mýtu að samkynhneigð sé smitandi fyr- irbæri. Að blessuð börnin læri að verða hommar við það að horfa á fjólubláan Tinky Winky með veskið sitt. Og hvaða skilaboð eru það? Að ef strákar leiki sér með stelpudót verði þeir hommar? Maður vonar sífellt að umræða um samkynhneigð sé komin á hærra plan en þetta en án árang- urs.    Þessi undarlega áhersla á kynlífsamkynhneigðra ýtir einnig undir hræðsluáróðurinn. Sé Tinky Winky samkynhneigður gerum við þá ráð fyrir því að þau Dipsy, La-La og Po séu öll gagnkynhneigð? Er það í lagi eða er það bara í tilfelli samkyn- hneigðra að fólk fer ósjálfrátt að velta fyrir sér einhverju kynferð- islegu. Þessu hafa talsmenn hjá Bitsy En- tertainment Co, sem dreifa þáttunum í Bandaríkjunum, meðal annars svar- að: „Það er fáránlegt að halda því fram að við myndum setja einhverjar kynferðislegar tilvísanir í barnaefni!“    Sé Tinky Winky svo í raun sam-kynhneigður veltir maður fyrir sér hvað sé í raun svona hræðilegt við það. Er ekki eftirsóknarvert að börn læri frá unga aldri um fjöl- breytileika samfélagsins, að sumir strákar séu skotnir í strákum, að sumir séu fæddir í öðrum heims- álfum og að sumum finnist blóðmör góður? Meint samkynhneigð Tinky Winky AF LISTUM Birta Björnsdóttir » Að blessuð börninlæri að verða hommar við það að horfa á fjólubláan Tinky Winky með veskið sitt. birta@mbl.is Stubbarnir Kynverurnar ógurlegu! Smitandi! Tinky Winky með fína veskið sitt. Módel: María Ólöf Sigurðardóttir sjóntækjafræðingur. Sólgleraugu: Dolce&Gabbana. Notaðu eigin umgjörð eða við bjóðum þér nýja á hagstæðu verði. Styrkleiki 0 til –6/0 til +4, sjón­ skekkja til 1,00 KAUPAUKI Þegar þú pantar þér ný gleraugu hjá Optical Studio, fylgir frítt par af sólglerjum með þínum fjærstyrkleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.