Morgunblaðið - 01.06.2007, Page 59

Morgunblaðið - 01.06.2007, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 59 Sýnd kl. 5 og 8 B.i. 10 ára eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is kl. 4 og 6 Ísl. tal - 450 kr. ÞAÐ ER NIÐURSKURÐUR Á SKRIFSTOFUNNI! ÓHUGNALEGA FYNDIN GRÍNHROLLVEKJA Í ANDA SHAUN OF THE DEAD www.laugarasbio.is eeee SV, MBL eee LIB Topp5.is www.haskolabio.is Sími - 530 1919 28 Weeks Later kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Annað líf Ástþórs kl. 6 Fracture kl. 8 - 10.30 B.i. 14 ára Lives of Others kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára Spider-Man 3 kl. 5.40 - 8.20 B.i. 10 ára Stærsta kvikmyndahús landsins Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á 450 k r. ROBERT CARLYLE ER VIÐURSTYGGILEGA GÓÐUR! STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA MISSIÐ EKKI AF ÞESSU BLÓÐUGA FRAMHALDI AF 28 DAYS LATER SEM HEFUR HLOTIÐ FRÁBÆRA DÓMA! eeee The Express eeee Daily Mail eee USA Today New York Daily News eee F.G.G. - FBL D.Ö.J. - Kvikmyndir.com og VBL eeee S.V. - MBL eeee  K. H. H., FBL eeeee  S.V., MBL eeee  KVIKMYNDIR.COM DAS LEBEN DER ANDERN / LÍF ANNARRA ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is eeee SV MBL -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 8 B.i. 16 ára SPRENGHLÆGILEG GRÍNMYND MEÐ LARRY THE CABLE GUY OG DJ QUALLS ÚR ROAD TRIP eee V.I.J. - Blaðið Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞETTA er að mörgu leyti mjög klassísk ís- lensk mynd eins og þær voru áður fyrr, svona vegamynd sem gerist úti á landi,“ segir Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður um mynd sína Heiðina sem hann er nú að taka upp á Vestfjörðum. „Öll myndin er tekin upp í Austur- Barðastrandarsýslu. Mig langaði að taka myndina upp hér því á vorin er landslagið svo fjölbreytt, skemmtileg blanda af hráu og grænu landi,“ segir Einar sem var staddur við tökur þegar blaðamaður náði í hann og í gegnum símtólið mátti heyra rokið blása og fuglana syngja. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri ramm- íslenska mynd en mig hafði lengi langað til að gera eina slíka sem væri að mestu leyti raunsæ. Heiðin er í léttum dúr og gerist á einum degi, hinn 12. maí 2007, þ.e. kosningadaginn seinasta, og fjallar um mann sem er beðinn að fara með kjörkassa út á flugvöll en missir af flugvélinni. Inn í það blandast fjölskyldusaga mannsins því þennan sama dag kemur sonur hans heim eftir langan tíma í burtu. Mig lang- aði líka að gera sögu um átök feðga á fjalli, í anda Abrahams og Ísaks, í nútímanum og dramatísera hana.“ Húka ekki á þúfu Einar býr í London og starfar þar en hefur m.a. gert íslensku myndirnar Villiljós og Þriðja nafnið. Heiðin er íslensk-ensk samframleiðsla og styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands en Einar telur að hún muni að lokum kosta um 90 millj- ónir. „Breskir aðilar sjá um hluta fjarmögn- unar, tónlist og eftirvinnslu. Framleiðslan hófst t.d. á því að við tókum upp mexíkanskt þjóðlag í Bretlandi sem Hafdís Huld syngur.“ Spurður hvernig mexíkanskt lag passi inn í íslenska mynd segir Einar það tengjast sög- unni. „Íslenskir sveitamenn húka ekki bara á þúfu heldur eru heimsborgarar í sér. Lagið fellur vel að sögunni, myndinni og umhverfinu auk þess sem tónlist er alþjóðleg,“ segir Einar kátur í bragði en önnur tónlist í Heiðinni er sérstaklega samin af Danny Chang, breskum tónlistarmanni sem hefur m.a. verið til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmynda- tónlist sína. Tökur á Heiðinni hófust 9. maí síðastliðinn og búist er við að hún verði frumsýnd í febr- úar á næsta ári en þegar er búið að tryggja dreifingu hennar á Norðurlöndunum. Aðal- leikari í myndinni er Jóhann Sigurðarson og aðrir leikendur eru m.a. Gísli Pétur Hinriks- son, Ólafur Þorvaldsson, Ísgerður Gunn- arsdóttir, Gunnar Eyjólfsson og Jón Sig- urbjörnsson. „Tökur eru á undan áætlun enda er ég með góða starfsmenn og hér fyrir vestan er gott fólk auk þess sem Vestfirðir henta vel fyrir kvikmyndatökur því það er stutt að fara á milli ólíkra tökustaða,“ segir Einar að lokum. Einar Þór Gunnlaugsson tekur upp rammíslensku kvikmyndina Heiðina á Vestfjörðum Um átök feðga á fjalli og kjörkassa Á tökustað Félagarnir Jón Sigurbjörnsson leikari, Einar Þór Gunnlaugsson leikstjóri og Sindri Páll Kjartansson aðstoðaleikstjóri ræða málin í góða veðrinu á Vestfjörðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.