Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á SKRIÐ Á NÝ Leiðtogum aðildarríkja Evrópu-sambandsins tókst í bítið álaugardag að landa samkomu- lagi sem felur í sér drög að sáttmála um framtíðarskipan mála í ESB. Sátt- málanum er ætlað að leysa af hólmi stjórnarskrána sem Frakkar og Hol- lendingar felldu í þjóðaratkvæði 2005. Á ýmsu gekk í viðræðum leiðtog- anna og ljóst að litlu munaði að þær færu út um þúfur. Pólverjar voru tregir til að fallast á samkomulagið en einnig settu Bretar ákveðin skilyrði varðandi atriði sem þeir töldu varða sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, leiddi viðræðurnar og var það henni mikið metnaðarmál að samkomulag næðist. Hún getur vel við unað. Nú tekur við ríkjaráðstefna sem hefur tíma til áramóta til að setja sam- an sáttmála byggðan á samkomulag- inu frá Brussel. Gert er ráð fyrir að sá sáttmáli taki gildi árið 2009. Í samkomulaginu frá því um helgina er meðal annars gert ráð fyrir því að reglum um ákvarðanatöku verði breytt þannig að fjölmennari ríki fái aukið vægi. Verður fyrirkomu- lagið í stuttu máli þannig að samþykki 55% aðildarríkjanna þarf að liggja fyrir og í þeim þurfa minnst 65% íbú- anna að búa. Gert er ráð fyrir að einstök ríki geti sagt sig frá ákvörðunum ESB um nán- ari samvinnu í dóms- og lögreglumál- um. Það sama mun eiga við í fé- lagsmálum. Þannig gætu ríki innan ESB ferðast hvert á sínum hraða. Draga á úr skrifræðinu í Evrópu- sambandinu. Hingað til hefur hvert aðildarríki átt sinn fulltrúa í fram- kvæmdastjórninni og hefur hann farið með tiltekið svið. Nú eru þeir því 27, en frá 2014 á að fækka þeim í 15. Þjóðþingum verður einnig veitt aukið vald. Munu þau hafa átta vikur til að gera athugasemdir við lög Evr- ópusambandsins telji þau að hin nýju lög stangist á við þau lög sem fyrir eru í viðkomandi ríki. Afdrif stjórnarskrár Evrópusam- bandsins fyrir tveimur árum sýndu að leiðtogar aðildarríkjanna hugðust ganga lengra en umbjóðendur þeirra voru tilbúnir að ganga. Nú á greini- lega ekki að endurtaka þau mistök. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sem á sínum tíma boðaði breytta afstöðu Breta í Evrópumálum hefur verið gagnrýndur fyrir að vera nú orðinn dragbítur í Evrópusam- starfinu. En það má einnig færa rök að því að hann hafi með málflutningi sínum um að verja þurfi rétt þjóðríkj- anna greitt götu þess sáttmála sem nú á að setja saman. Ekki er ljóst hvort hann verður borinn undir þjóðarat- kvæði í öllum aðildarríkjunum en ein- hver þeirra hljóta að láta kjósa um hann. Evrópusambandið hefur verið í kreppu í þau tvö ár sem liðin eru frá því að stjórnarskráin var felld en er nú komið á skrið á ný. Samkomulagið frá Brussel sýnir að sambandið virkar enn þótt fjölgað hafi í röðum þess og aðildarríkin séu orðin 27. RÆÐA GORDON BROWN Ræða sú sem Gordon Brown, ný-kjörinn leiðtogi brezka Verka- mannaflokksins og verðandi forsætis- ráðherra Breta, flutti í gær lofar góðu. Brown boðaði baráttu gegn fá- tækt og þá ekki sízt fátækt barna. Það er ekki algengt nú til dags, að stjórn- málamenn á Vesturlöndum lýsi því yf- ir, að þeir vilji berjast gegn fátækt. Í stjórnmálaumræðum hér liggur við að orðið fátækt hafi verið bannorð um nokkuð langt árabil, þótt öllum sé ljóst að hér er fátækt að finna. Ástæðan fyrir því, að stjórnmála- menn hafa svo takmarkaðan áhuga á baráttu gegn fátækt er sennilega sú, að núorðið eru það tiltölulega fá- mennir hópar, sem búa við fátækt. Skýringin á því, að Gordon Brown tekur þetta mál upp nú er sennilega sú, að hann kveðst vera stjórnmála- maður með sannfæringu og að brezki Verkamannaflokkurinn verði að hafa sál. Allt er þetta til eftirbreytni fyrir aðra stjórnmálamenn á tímum stanz- lausrar og stöðugrar markaðssetn- ingar. Það er lítið pláss fyrir baráttu gegn fátækt í veröld markaðssetning- arinnar. Verðandi forsætisráðherra Breta leggur mikla áherzlu á bætta heil- brigðisþjónustu. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim nýjungum, sem Brown kann að beita sér fyrir á því sviði. Að mörgu leyti standa Bretar framarlega í heilbrigðisþjónustu eins og m.a. má lesa um í viðtali í Morg- unblaðinu sl. laugardag við Pál Matthíasson geðlækni, sem er ný- fluttur heim frá Bretlandi, en þar lýs- ir hann nýjungum í geðlækningum þar í landi. Yfirlýsingar Brown í ræðu hans í gær um alþjóðamál vekja ekki síður athygli. Hann minnti á, að ekki væri hægt að vinna sigur á öfgahópum með hernaðarmættinum einum saman. Þetta er rétt og hefur komið skýrt í ljós í baráttu Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkamönnum síðustu ár. Loks benti Brown á að lykilinn að lausn þeirra vandamála, sem að steðja vegna starfsemi hryðjuverka- manna, væri að finna í Miðaustur- löndum. Það er líka rétt. Sættir á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna um tvö ríki þessara tveggja þjóða eru for- senda fyrir því að vinna megi bug á hryðjuverkum í heiminum. Vandi Tony Blair, fráfarandi for- sætisráðherra, hefur verið sá, að þrátt fyrir góða tækni, sem stjórn- málamaður, hefur hann verið maður yfirborðsins og markaðssetningar- innar. Gordon Brown er þyngri á brún og ólíklegur til að ná sömu vin- sældum og Blair en er hins vegar lík- legur til að taka ákvarðanir, sem geta skipt sköpum, þegar til lengri tíma er litið. Það verður fróðlegt að sjá, hvernig þeim kemur saman, Brown og Bush og hvaða áhrif Brown kemur til með að hafa á stefnuna í Íraksmálum. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is Íslensku þátttakendurnir stóðu sig meðprýði og fengu fjölmörg verðlaun.Handboltastelpur frá Reykjavík,Garðabæ og Seltjarnarnesi röðuðu sér til dæmis í þrjú efstu sætin í sinni grein og boðhlaupssveit strákanna frá Reykjavík og hástökkvarinn María Rún Gunnlaugs- dóttir náðu báðar þriðja sæti. Eiður Smári Guðjohnsen var verndari leikanna og flutti ávarp á lokahátíðinni í gær. Hann sagði að í íþróttastarfi tileink- uðu börn sér jákvæð gildi eins og dreng- skap og að rækta liðsanda. Hann sagðist sjálfur hafa eignast marga vini sem strákur í gegnum fótboltann, sem sumir hverjir væru ennþá hans bestu vinir. Að lokum hvatti hann þau hundruð barna sem við- stödd voru til þess að hafa trú á sjálfum sér og setja markið hátt og hlaut áköf fagn- aðarlæti að launum. Anna Margrét Marinósdóttir, fram- kvæmdastjóri leikanna, er mjög ánægð með hvernig til tókst. „Það gekk allt alveg svakalega vel. Krakkarnir voru svo ánægðir og veðrið svo gott og skemmtileg stemning hérna í Laugardalnum. Góða veðrið hjálpar heilmikið til því dalurinn hefur upp á svo margt að bjóða sem nýtur sín ekki þegar veðrið er ómögulegt.“ Ná mjög vel saman Aðspurð hvað væri minnisstæðast frá því um helgina sagði Anna Margrét: „Mér finnst það standa upp úr frá leikunum að sjá þessa kr inum og Margrét lagslegt þannig a þau ekk Verndari Fulltrúar þeirra 64 borga sem tóku þátt fengu afhentan skjöld til minningar um leikana. Eiðu „Sameinast í íþ Fánaber athöfn. N Alþjóðaleikum ungmenna lauk í gær með veglegu lokahófi í Laugardalshöll. Tæplega þúsund börn og unglingar á aldrinum tólf til fimmtán ára frá 64 borgum víðsvegar um heim tóku þátt í leikunum og halda flest til síns heima í dag eftir vel heppnaða leika. UPPHAFSMAÐUR Alþjóðaleik- anna er slóvenski kennarinn Met- od Klemenc. Markmiðið með fyrstu leikunum var að hvetja börn og unglinga til að taka þátt í íþróttastarfi. Nú rúmum fjörutíu árum síðar hafa mörg þúsund börn keppt á leikunum víðsvegar um heim. Hann fæddist árið 1934 í höf- uðborginni Ljubliana, en flutti til héraðsins Celje í norðausturhluta Slóveníu þegar hann kvæntist barnalækni sem bjó þar. „Þegar ég fékk hugmyndina að leikunum var ég að vinna hjá frjálsíþróttafélagi í Celje og við vissum ekki hvað við áttum að gera með krakkana þar, hvernig við ættum að fá þau til að taka þátt í íþróttum. Það var undir mér komið að leysa þetta mál og eina nóttina kom lausnin til mín í draumi.“ Hann fékk fleira fólk í lið með sér og gerði drauminn að veru- leika. „Við héldum fyrstu leikana í Celje árið 1968, en þá tóku bara nokkrar þjóðir þátt í þeim. Tékkóslóvakísku börnin fengu „Ef börnin eru ánægð er ég glaður“ Brautryðjandi Slóveninn M en þeir voru nú haldnir 41.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.