Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Þ ó að full ástæða sé til þess að ræða fiskveiðistjórnun og stofnstærð- armat ofan í kjölinn um þessar mundir kýs Bryggjuspjallari nú að breyta kúrsinum. Hart í bak. Fisk- urinn á sér ýmsar skemmtilegri hliðar. Brezki vefurinn sunwomanonline hefur upplýsingar um óvenjulegt notagildi fiskaflans. Þar kemur fram að hægt er að draga úr hrukkumyndun með fiskáti og jafnvel bæta útlitið verulega. Það gengur ekki að nota nýjustu hrukku- og fegr- unarsmyrslin, það eina sem blívur er að næra húðina innan frá. Það gerum við bezt með því að háma í okkur fisk. Það gerum við bezt með því að borða feitan fisk. Fyrir utan að vera í raun áhrifaríkt fegrunar„meðal“ er fiskurinn að sjálf- sögðu mikil hollustufæða sem getur unnið gegn hjartasjúkdómum, lækkað blóðfitu og blóð- þrýsting. Auk þess að borða fisk er avokadó og brokkólí nefnt sem fegrunarfæði. „Farið að ráð- um okkar og ástand húðarinnar mun batna, augun verða skærari og þú öðlast útgeislun sem ekki er hægt að fá með fegrunarsmyrslum ein- um saman,“ segir á sunwomanonline. En það er meira. Einn af þekktari og virtari sérfræðingum veraldarinnar í næringarfræði mannskepnunnar hefur fundið samsvörun milli minnkandi fiskneyzlu og aukinna geð- og hjartasjúkdóma. Prófessor Michael Crawford sagði þátttakendum á fiskeldisráðstefnunni Aquaculture today 2007 að það væru bein tengsl milli minnkandi fiskneyzlu í Skotlandi og auk- inna hjarta- og geðsjúkdóma. Heilinn þarf enn á að halda sömu næringunni úr sjávarafurðum til að vaxa og þróast. Þannig eru sjávarafurðir nauðsynlegar heilanum. Á 19. öldinni borðuðu Skotar mikið af síld og laxi. Hvarf síldarinnar úr fæðunni hefur leitt til þess að geðheilsa Skota er nú mun verri en þá. Þá eru hjarta- og æða- sjúkdómar algengari í Skotlandi en flestum öðr- um löndum. Tónhlaðan (Ipod) getur komið að ýmsum not- um. Brezkur matreiðslumeistari í bænum Bray í Berkshire býður nú gestum afnot af slíku tæki með fiskrétti sínum, sem heitir Sound of the Sea, eða seiður hafsins. Gestirnir hlýða á sjáv- arniðinn meðan þeir borða fiskmetið og taka um leið þátt í rannsóknum sem stýrt er frá Oxford- háskóla. Matreiðslumeistarinn er sannfærður um að sjávarniðurinn auki matarlyst fólks. Það hafi komið í ljós í rannsóknunum að þegar mað- ur borðar ostru og hlustar á sjávarniðinn verður bragðið af henni mun betra, hún verður bæði bragðsterkari og saltari. Þessi áhrif komi hins vegar ekki fram ef fólk hlustar á hljóð úr leik- skóla meðan ostran er etin. Það sannast hér enn og aftur að fiskur er ein- hver hollasta matvara sem til er. Við verðum falleg ef við borðum fiskinn, við verðum gáfuð, geðheilsan verður betri og hættan á hjarta- og æðasjúkdómum minnkar verulega. Borðum meira af fiski. Fiskur sem fegrunarlyf » Við verðum falleg ef viðborðum fiskinn, við verð- um gáfuð og geðheilsan verður betri. BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason hjgi@mbli.is ÞAÐ SEM af er árinu hefur ekki orðið vart við veiðar sjóræningja- skipa á Reykjaneshrygg en vertíð- inni þar lýkur innan skamms. Veiðar þessara skipa hafa verið viðvarandi vandamál undanfarin ár. Áætlað hef- ur verið að þau hafi veitt a.m.k. 20.000 tonn af úthafskarfa á Reykja- neshrygg á síðasta ári. Aðgerðir sem gripið hefur verið til á vettvangi svæðabundinna fisk- veiðistjórnunarstofnana, NEAFC (Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndin) og NAFO (Norðvestur-Atl- antshafsfiskveiðistofnunin), hafa þannig skilað umtalsverðum árangri. Þetta kom meðal annars fram á árlegum fundi sjávarútvegsráðherra Norður-Atlantshafssvæðisins sem haldinn var á Grænlandi. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tók þátt í fundinum og auk Íslend- inga og Grænlendinga sóttu Færey- ingar, Norðmenn, Kanadamenn, Rússar og fulltrúar Evrópusam- bandsins fundinn. Ánægja með árangurinn Aðalefni fundarins var aðgerðir gegn ólöglegum og óábyrgum fisk- veiðum. Á fundinum lýstu ráðherr- arnir sérstakri ánægju með þann ár- angur sem náðst hefði í baráttunni gegn ólöglegum fiskveiðum í Norð- ur-Atlantshafi síðustu misseri. Fela þær m.a. í sér að banna skipum sem stundað hafa ólöglegar veiðar að koma til hafnar aðildarríkjanna auk þess sem eftirlit með löndunum hef- ur verið hert. Staðfest er að sex af þeim skipum sem stunduðu ólögleg- ar veiðar á Reykjaneshrygg á síð- asta ári verða rifin í brotajárn. Níu önnur veiði- og flutningaskip sem hafa átt hlut að máli hafa verið kyrr- sett í höfnum aðildarríkja NEAFC. Einar K. Guðfinnsson lagði ríka áherslu á að til að sporna enn frekar við ólöglegum veiðum og viðskiptum með ólöglegan afla, vinni ríkin sér- staklega að því að skip þeirra fari í einu og öllu eftir settum reglum um veiðar og tilkynningar um afla. Var þetta áréttað með tilliti til veiða í út- hafinu sem lúta stjórn svæðisbund- inna fiskveiðistjórnunarstofnana líkt og NEAFC og voru ráðherrarnir sammála um mikilvægi þessa. Jafnframt voru ráðherrarnir sam- mála um að mikilsvert væri að skoða hvernig hægt væri að sporna við við- skiptum með afla af ólöglegum upp- runa. Í því sambandi væri gagnlegt að skoða ferli viðskiptanna, hvort sem lyti að veiðunum sjálfum, versl- un með aflann eða fjármögnun þess- arar ólöglegu starfsemi. Einar lagði sérstaka áherslu á að á vettvangi fiskimálanefndar FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ) yrðu metin og þróuð viðmið til að leggja dóm á hvernig ríki framfylgdu skyldum sínum gagnvart skipum sem sigldu undir fána þeirra. Upp- fylltu fánaríki ekki þessi viðmið yrði hugsanlega heimilt að grípa til að- gerða gegn viðkomandi skipum á út- hafinu. Ráðstefna framundan Fundurinn samþykkti að ríkin beittu sér fyrir að þessi vinna hæfist og bauðst Kanada til að halda slíka ráðstefnu. Einnig lýsti fundurinn ánægju með þá vinnu sem fyrirhug- uð er á vettvangi FAO og lýtur að samræmdum alþjóðlegum hafnríkis- reglum, sem miða m.a. að því að koma í veg fyrir löndun afla af ólög- legum uppruna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fiskveiðar Svo virðist sem tekist hafi að stemma stigu við veiðum svokall- aðra sjóræningjaskipa á Reykjaneshrygg. Engir sjóræningjar á Reykjaneshrygg Aðgerðir gegn slíkum veiðum hafa skilað miklum árangri Í HNOTSKURN »Staðfest er að sex af þeimskipum sem stunduðu ólöglegar veiðar á Reykjanes- hrygg á síðasta ári verða rifin í brotajárn. »Níu önnur veiði- og flutn-ingaskip sem hafa átt hlut að máli hafa verið kyrrsett í höfnum aðildarríkja NEAFC. »Jafnframt voru ráðherr-arnir sammála um að mik- ilsvert væri að skoða hvernig hægt væri að sporna við við- skiptum með afla af ólögleg- um uppruna. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is ENGIN ástæða er til þess að hafa áhyggjur af stöðu síldarstofnsins í Norðursjó. Ráðgjafarnefnd Alþjóða hafrannsóknaráðsins, ICES, notar gömul gögn og varúðarnálgun sem gengur of lagt. Því er niðurskurður eins og hún leggur til, 48%, óþarf- ur. Þetta er mat Ad Corten fisk- veiðiráðgjafa, en hann starfaði áður fyrir ICES. Hann skrifaði grein um þetta í Fishing News hinn 15. júní síðastliðinn. Hann segir að ICES noti úrelt gögn við mat sitt á því hve stór síldarstofninn þurfi að vera að lág- marki til að tryggja viðunandi ný- liðun. Frá árinu 1976 hafi það verið metið að hrygningarstofninn þyrfti að vera að minnsta kosti 800.000 tonn. Það mat var byggt á upplýs- ingum frá árunum 1952 til 1974. Síðustu árin hafi það almennt verið viðurkennt að þetta mat hafi verið ónákvæmt. Árin 2003 og 2007 hafi vinnunefndir ICES reiknað stofn- stærðarþörfina út á ný og að þessu sinni byggt á nýrri og betri gögn- um. Þá hafi komið í ljós að stofninn þyrfti ekki að vera nema 500.000 til 560.000 tonn til að tryggja viðun- andi nýliðun. Þrátt fyrir það hafi stofnunin kosið að byggja á gamla viðmiðinu og því hljóði ráðleggingin upp á verulegan niðurskurð. Corten bendir á að á síðustu 30 árin hafi hrygningarstofn á stærð- arbilinu 500.000 til 800.000 tonn gefið beztu nýliðunina. Þrátt fyrir þetta telji ICES nauðsynlegt að miða við 800.000 tonnin og í var- úðarskyni að hækka sig um 500.000 tonn upp í 1,3 milljónir tonna sem varúðarmörk. Á árunum 1980 til 2000 hafi hrygningarstofninn alltaf verið undir þessum mörkum en engu að síður gefið af sér sterka ár- ganga. Hann segir að ICES taki ekki tillit til þeirrar staðreyndar að nýliðun minnki með stækkandi stofni. Sú staðreynd að stofn síldar hafi verið yfir 1,3 milljónum tonna síðasta ár hafi svo leitt til lélegrar nýliðunar. Óþarfi að hafa áhyggjur af síldinni í Norðursjó ICES notar gömul gögn og varúðarnálgun sem gengur of langt að mati Ad Cortens, fyrrverandi starfsmanns ICES Í HNOTSKURN »Corten bendir á að síðustu30 árin hafi hrygning- arstofn á stærðarbilinu 500.000 til 800.000 tonn gefið beztu nýliðunina. »Hann segir að ICES takiekki tillit til þeirrar stað- reyndar að nýliðun minnki með stækkandi stofni. ÚTFLUTNINGUR á botnfiski frá Færeyjum dróst saman um 15% fyrstu fjóra mánuði þessa árs, mælt í verðmætum. Sam- drátturinn í þorski, ýsu og ufsa nemur 8.500 tonnum, 28%, og í verðmætum um 1,2 milljörðum króna. Sjávarafurðir eru uppi- staðan í vöruútflutningi Færeyja, en á þessu ári hefur hann aukizt um 6% í heildina í verðmætum talið. Það er vegna aukningar í út- flutningi á öðrum fisktegundum en þorski, ýsu og ufsa og marg- földunar í útflutningi fiskiskipa í verðmætum talið. Minna af þorski frá Færeyjum                                ! " ! # !      $% % " ## # !  #               !   "  #   (    ) # $    $ SAMÞYKKT var á aukafundi Norð- austur-Atlantshafsfiskveiðinefndar- innar, NEAFC að heimila 15.000 tonna karfaveiði í Síldarsmugunni. Að mati Alþjóða hafrannsóknaráðs- ins, ICES er stofninn í slæmu ástandi og lagt hefur verið til af þess hálfu að engar beinar veiðar verði stundaðar, en á síðasta ári voru veidd 27.000 tonn af úthafskarfa í Síldarsmug- unni. Á fundinum lögðu Norðmenn fram tillögu um að engar veiðar á úthafs- karfa í Síldarsmugunni yrðu stund- aðar í ár og að meðafli við aðrar veið- ar færi ekki yfir 1%. Norðmenn hyggjast fara í mælingu á stofninum í ágúst og september. Studdu Íslend- ingar tillögu Norðmanna um bann við beinum veiðum þar til mælingar hafa farið fram. Fulltrúar Rúss- lands, Færeyinga og Evrópusam- bandsins vildu aftur á móti heimila veiðar og varð niðurstaðan sú að leyfa veiðar á 15.000 tonnum á tíma- bilinu 1. september-15. nóvember 2007 og að meðafli við aðrar veiðar mætti ekki fara upp yfir 5%. Ekki verður um skiptingu á veiðiheimild- unum milli þjóðanna að ræða og verða veiðar stöðvaðar þegar 15.000 tonn af úthafskarfa hafa veiðst. Á síðasta ársfundi NEAFC í nóv- ember 2006 var ákveðið að könnuð yrði með erfðafræðirannsóknum stofngerð karfans sem veiddist í Síldarsmugunni í fyrra. Niðurstöður erfðafræðirannsókna benda til að ekki sé munur á þeim karfa sem veiðist í Síldarsmugunni og karfan- um sem veiðist á landgrunninu við Noreg og á Svalbarðasvæðinu og einnig virðist vera um sama stofn að ræða á þessum svæðum og í Irmin- gerhafinu. Karfakvóti í Síldarsmugunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.