Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 23
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
Einu sinni var fiskurinn ísjónum óþrjótandi auðlindog hann var veiddur einsog sjómenn höfðu gert í
þúsund ár. Nú eru veiðiheimildirnar
einhver dýrustu verðmæti í samfélag-
inu. Við getum reiknað með því að los-
unarheimildir gróðurhúsalofttegunda
verði það líka.“
Þessi framtíðarsýn Karl Axelsson-
ar, hæstaréttarlögmanns hjá Lex,
þarf ekki að vera svo fjarlæg. Al-
þjóðamarkaður með losunarheimildir
mun hefja starfsemi um næstu ára-
mót og fljótlega mun sérstök nefnd
úthluta losunarheimildum til atvinnu-
rekstrar sem losar gróðurhúsaloft-
tegundir. Þetta nýja umhverfi er til
komið vegna Kyoto-bókunarinnar en
markmið hennar er að setja takmörk
við losun ákveðinna lofttegunda út í
andrúmsloftið til að stemma stigu við
gróðurhúsaáhrifum.
Mörg álitamál munu koma upp
Þegar bókunin verður að fullu kom-
in til framkvæmda er líklegt að mörg
lögfræðileg álitamál muni rísa. Lex,
lögmannsstofa Karls, hefur af þess-
um sökum gert samning við Laga-
stofnun Háskóla Íslands um að stofn-
unin standi fyrir umfangsmikilli
rannsókn á ýmsum lagalegum þáttum
sem tengjast Kyoto-bókuninni og inn-
leiðingu ákveðinna skuldbindinga
sem hún inniheldur í íslenskan rétt.
„Með umfangsmiklum rannsóknum
er fyrst og fremst átt við að margir
efnisþættir verða skoðaðir og mörg
réttarsambönd greind,“ segir Aðal-
heiður Jóhannsdóttir, dósent við laga-
deild Háskóla Íslands. Hún mun, í
samvinnu við Lex, hafa faglega verk-
stjórn með rannsókninni. Rannsóknin
mun standa yfir í tæp tvö ár og verða
niðurstöðurnar gefnar út í ritrýndum
fræðiritum auk þess sem stefnt er að
því að haldnar verði málstofur og
fræðafundir um þær. Lex er ein
stærsta lögmannsstofa á landinu og
segir Karl að stofan hafi verulega
reynslu á sviði umhverfis- og auð-
lindaréttar og þar starfi nú auk ann-
ars sérstakt orku- og auðlindateymi.
„Markmiðið er að reyna að tæma
þetta efni eins og það liggur fyrir
núna, jafn ótæmandi og það er. Nú er
hröð þróun á þessu sviði og við vitum
ekki alveg hvað á eftir að gerast á
næstu árum,“ segir Karl. „Áður fyrr
ræddu fræðimenn um andrúmsloftið
sem „res communes“ – svokallaðar
óþrjótandi auðlindir sem allir áttu
jafnan aðgang að. Núna er ekkert
óþrjótandi, a.m.k. getum við ekki gef-
ið okkur það.“
Bæði Aðalheiður og Karl hafa orðið
vör við það í störfum sínum að viðhorf
fólks hafi breyst og margir séu með-
vitaðir um þær takmarkanir sem
Kyoto-bókunin setur á losun gróður-
húsalofttegunda.
Umræðan á villigötum
Aðalheiður segir umræðuna að
vissu leyti vera á villigötum. „Menn
hafa eytt miklum tíma í að reikna út
þá hámarkslosun sem hér má fara
fram miðað við þær heimildir sem Ís-
landi eru úthlutaðar. Þá er hins vegar
litið fram hjá því að fyrirtæki geta
sjálf aflað sér heimilda eða keypt þær
á markaði sem mun skapast um þær.
Mér finnst oft gleymast í umræðunni
að fyrirtækin hafa svigrúm og geta
gripið til ýmiss konar ráðstafana.“
Nefnir hún að auk þess að kaupa
heimildir frá þeim fyrirtækjum sem
ekki nota sínar eigin þá geti fyrirtæk-
in lagt fé til land- og skógræktarverk-
efna eða þróunar tækni sem valdi
minni losun. Hún bendir á að þessi
hugsun sé í raun hluti af grundvelli
Kyoto-bókunarinnar. „Þegar ramma-
samningurinn um loftslagsmál var
samþykktur árið 1992 þá var eitt af
meginmarkmiðum samningsaðila að
sjá til þess að komið yrði til móts við
atvinnuvegina. Menn gerðu sér grein
fyrir því að það varð að finna einhver
úrræði sem gerði rammann aðlaðandi
fyrir starfsemi sem losar gróðurhúsa-
lofttegundir. Þótt það hafi tekið allan
þennan tíma þá gengur Kyoto-bókun-
in út á að setja fram ramma fyrir
lausnir sem markaðurinn getur not-
að. Þetta er nokkuð flókið og við
sjáum ekki alveg í okkar löggjöf
hvernig þetta mun virka.“ Markmiðið
er að fyrirtæki geti fundið starfsemi
sinni stað út frá hefðbundnum for-
sendum og að hluta til burtséð frá því
hvað viðkomandi ríki eigi miklar út-
streymisheimildir. Þau þurfi hins
vegar að standa straum af kostnaðin-
um við að verða sér úti um þessar
heimildir og er það í samræmi við svo-
kallaða greiðslureglu.
Tengsl við atvinnulíf mikilvæg
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
einkaaðili styrkir rannsóknarstarf
Lagastofnunar með þessum hætti.
nokkrir samningar hafa þegar verið
gerðir og hefur þetta form gefist
mjög vel segir Aðalheiður. „Þetta er
líka hluti af því að auka tengsl Há-
skóla Íslands og atvinnulífsins sem ég
tel nauðsynlegt í háskólaumhverfi á
Íslandi. Það er líka að gerast í vaxandi
mæli að við sem störfum í atvinnulíf-
inu komum inn í háskólana í hluta-
störf,“ segir Karl en sjálfur er hann
lektor við lagadeild Háskóla Íslands.
„Atvinnulífið getur ekki lifað af án
upplýsinga frá akademíunni og aka-
demían einangrast ef hún hefur ekki
góða tengingu við það sem gerist utan
hennar,“ bætir Aðalheiður við.
Rannsóknin er nú þegar hafin og
segir Aðalheiður að safna þurfi saman
miklu magni gagna enda er efnið víð-
feðmt. „Hægt er að skipta þeim þátt-
um sem skoðaðir verða gróflega í
tvennt. Annars vegar eru þættir sem
varða þjóðréttarlega stöðu Íslands
vegna bókunarinnar og atriði er varða
Evrópurétt og EES-rétt. Hins vegar
verða skoðuð ýmis atriði er varða
stöðuna hér innanlands.“ Karl segir
umfang viðfangsefnisins birtast m.a. í
því að það snerti mörg grundvallar-
svið lögfræðinnar og nefnir t.d. auð-
lindarétt, eignarétt, þjóðarétt, stjórn-
sýslurétt og skaðabótarétt. „Það er
mikilvægt að við öflum þessarar vitn-
eskju og markmiðið hlýtur að vera að
upplýsa og fræða. Því betur sem það
gengur, þeim mun betur gengur að
innleiða þessar reglur og það er það
sem skiptir máli.“
Reuters
Áhrifamikil Kyoto-bókunin mun að fullu komast til framkvæmda á næstu árum og má búast við að hún muni hafa
mikil áhrif á lagalegt umhverfi stóriðjufyrirtækja. Markmiðið er að minnka gróðurhúsaáhrif á jörðinni.
Varla nokkuð til leng-
ur sem er óþrjótandi
Morgunblaðið/Eyþór
Rannsóknasamningur Karl Axelsson er lögmaður hjá LEX sem fjár-
magna mun rannsókn sem Aðalheiður Jóhannsdóttir mun stýra.
rakka koma alls staðar að úr heim-
g sameinast í íþróttunum.“ Anna
t tekur undir með Eiði Smára um fé-
gildi íþrótta. „Þessir krakkar eru á
aldri að þegar þau koma fyrst eru
ert sérlega skrafhreifin. En þau ná
mjög vel saman í gegnum íþróttirnar.“
Krakkarnir kvöddu nýja vini á risastóru
diskóteki í Laugardalshöll í gærkvöld þar
sem Páll Óskar þeytti skífum. Einhver
þeirra hittast aftur að ári á næstu leikum,
en þeir verða haldnir í San Francisco.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ur Smári, verndari leikanna, afhenti fulltrúa San Francisco fyrsta skjöldinn.
þróttunum“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
rar Reykvísk börn afhentu fulltrúum San Francisco fána leikanna við hátíðlega
Næstu Alþjóðaleikar ungmenna fara fram þar á næsta ári.
þarna svolitla nasasjón af frelsi
því þau voru ekki fyrr komin
heim til Brno en rússneski herinn
réðst inn í Tékkóslóvakíu.
Mikið vatn hefur runnið til sjáv-
ar síðan og á þeim rúmu 40 árum
sem liðin eru hafa 27.000 börn og
unglingar á aldrinum tólf til
fimmtán ára tekið þátt. Þetta eru
nú stærstu íþróttaleikar barna í
heiminum.
Klemenc er ánægður með
hvernig til hefur tekist að þessu
sinni. „Það er gaman að því
hvernig leikarnir ferðast um
heiminn til stórra og smárra
borga, en mér finnst oft eins og
litlu borgirnar leggi meira í leik-
ana og hafi mikinn metnað til þess
að þeir heppnist vel.“ En hann vill
ekki gera mikið úr sínu hlutverki.
„Ef börnin eru ánægð er ég glað-
ur,“ segir Klemenc.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Metod Klemenc er upphafsmaður leikanna,
. árið í röð.