Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FJÖLDI fólks fylgdist með dagskrá árlegrar flughelgar Flugsafns Íslands á Akureyri. Í gær stóð fólki til boða að kaupa sér far með vél sem fór útsýn- isflug en aðalhúllumhæið var á laugardaginn. Þá fór fram Íslandsmót í list- flugi og flug af ýmsu tagi var sýnt; „venjulegar“ flugvélar svifu um loftin blá, sem og svifflugur, mótorsvifdreki og þyrlur. Flughelgin er árlegur viðburður. Í fyrra komu um 4.000 manns á flug- vallarsvæðið til þess að fylgjast með og höfðu aldrei verið fleiri en að sögn Svanbjörns Sigurðssonar, forstöðumanns Flugsafns Íslands, er talið að um 5.000 manns hafi fylgst með dagskránni á laugardaginn. Unga stúlkan á myndinni var ein þeirra sem tóku sér far með sex sæta vél Mýflugs frá Ak- ureyrarflugvelli síðdegis í gær og horfði á bæinn sinn frá öðru sjónarhorni en hvunndags. Kirkjan er ekki síðri séð úr lofti en af jörðu niðri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mikill áhugi á flughelginni á Akureyri Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is HÓPUR hjúkrunarfræðinga, sjúkraflutn- ingamenn og slökkviliðsmenn munu á morg- un ganga milli tveggja sjúkrahúsa í Reykja- vík í því skyni að vekja fólk til vitundar um alvarleg umferðarslys sem verða á sumrin. Að sögn Bríetar Birgisdóttur hjúkrunarfræð- ings hefur fólk sýnt mikla samstöðu en eftir að frétt um gönguna birtist í Morgunblaðinu á föstudaginn höfðu hjúkrunarfræðingar á Akureyri samband og er nú verið að skipu- leggja göngu þar. Einnig munu sjúkraflutn- ingamenn frá Selfossi keyra í sjúkrabíl í göngunni í Reykjavík með starfsmann Rann- sóknarnefndar umferðarslysa innanborðs. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, fagnar þessu framtaki og hvetur starfsmenn til að taka þátt í því. Hann ætlar sjálfur að ganga þrátt fyrir að vera fót- brotinn og þurfa að styðjast við hækjur. „Ég held að þetta sýni það að starfsmönnum of- býður þessi mikli fjöldi slysa,“ segir Magnús. „Mér finnst það afar lofsvert hjá starfs- mönnum að taka þetta upp.“ Mun tvímælalaust skila árangri Einar Magnús Magnússon hjá Umferð- arstofu segir göngur sem slíkar og alla al- menna umræðu um alvarlegar afleiðingar áhættuhegðunar í umferðinni tvímælalaust skila árangri. „Þau eiga mikið hrós skilið fyr- ir að gera þetta. Þetta fólk kemur að og upp- lifir oft skelfilegustu afleiðingar umferð- arslysa og við höfum fundið fyrir því hjá Umferðarstofu í gegnum tíðina að starfsfólkið tekur þessa hluti skiljanlega mjög nærri sér.“ Að sögn Einars Magnúsar er margt sem bendir til þess að fleiri alvarleg slys hafi átti sér stað það sem af er þessu ári heldur en í fyrra. Hann segir að lokum: „Þótt það séu einstaka einstaklingar sem láta sér ekki segj- ast megum við ekki gefast upp og segja að þetta skili engum árangri því það verður því miður alltaf til fólk sem lætur sér ekki segj- ast.“ Bríet segir gönguna góða leið til að losa um tilfinningar. Mjög erfitt sé t.d. fyrir sjúkra- flutningamenn og lögregluþjóna að koma að alvarlegum umferðarslysum og eins sé erfitt fyrir þá sem vinni inni á stofnunum að mega ekki tjá sig um nein einstök tilfelli. Starfsfólk sé í raun oft lokað inni með miklar tilfinn- ingar sem tengist þessu. „Okkur finnst þetta vera ein leið til þess að sjást og heyrast án þess að þurfa að taka fyrir eitt tilfelli heldur minnast þeirra allra. Þarna sést fólkið sem þarf að takast á við þetta frá degi til dags.“ Í Reykjavík verður haldið af stað frá sjúkrabílamóttöku Landspítalans við Hring- braut klukkan 17. Gengið verður fram hjá Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og endað við þyrlupall LSH í Fossvogi. Á Akureyri mun gangan hefjast á sama tíma við þyrlupall við FSA. Gengið verður niður Þórunn- arstræti, suður Glerárgötu og endað á torg- inu þar sem Guðrún Eggertsdóttir sjúkra- húsprestur heldur stutta tölu. Að lokum verður 31 blöðru sleppt á báðum stöðum til minningar um þá sem létu lífið í umferðinni í fyrra.  Gengið verður samtímis í Reykjavík og á Akureyri  Fulltrúi frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa fylgir annarri göngunni í sjúkrabíl  Lofsvert framtak, segir forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss Fleiri bætast í göngu gegn bílslysum Hvatning Allir eru hvattir til að mæta; vinir, kunningjar og aðrir sem láta sig málið varða. NÝLEGA var opnuð sýning á akrýlmálverkum Óla G. Jóhanns- sonar í Opera- galleríinu í Lund- únum. Öll verkin seldust á opnun- ardeginum, 14 talsins. Jean- David Malat, stjórnandi gallerísins, segir Óla rís- andi stjörnu og ákveðið hefur verið að gera samning við hann um kynn- ingu og sölu á verkum hans víða um heim. „Fólki líkar verk hans út af við- fangsefninu og litunum og af því að hann er mikilvægur listamaður og á uppleið. […] Á næstu fimm til tíu ár- um verður hann einn mikilvægasti samtímalistamaður Norðurlanda,“ sagði Malat m.a. um Óla í samtali við Morgunblaðið. Óli staðfesti að til stæði að hann skrifaði undir samning við Opera þó að af því hefði ekki orðið enn. „Þetta er dálítill naívismi,“ sagði hann um verkin sem hann sýnir nú í Opera- galleríinu í Lundúnum. | 16 Semur við Opera- galleríið Óli G. Jóhannsson Öll verk Óla G. seld- ust á opnunardegi MIKIÐ er um að hvers kyns varn- ingur sem framleiddur er í Kína og fluttur til Bandaríkjanna reynist gall- aður eða beinlínis hættulegur. Bandarískt fyrirtæki innkallaði á dögunum 1,5 milljónir járnbrautar- lesta úr tré, kenndar við Thomas and Friends eða Tomma togvagn eins og þessi vinsæli sjónvarpsþáttur og vörulína heitir. Var talið að málning á lestunum gæti innihaldið hættulega mikið magn af blýi. Eftir því sem næst verður komist eru umræddar trélestir ekki á boð- stólum hér á landi. Framkvæmda- stjóri Leikco, sem selur vörulínu frá leikfangaframleiðandanum Tomy kennda við Tomma togvagn, segir að- eins um öruggar plastvörur að ræða og kveðst ekki hafa heyrt um sölu málaðra trélesta hér á landi. | 14 Kínversk leik- föng varasöm ♦♦♦ LITHÁI á fertugsaldri liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss eftir að hópslagsmál brutust út í samkvæmi í Bakkahverfinu í Breiðholti. Sex Litháar voru handteknir í gær og yfirheyrðir vegna málsins. Það var um klukkan fjögur í fyrrinótt sem lög- reglu barst tilkynning um að slegist væri í íbúð- inni. Nokkur fjöldi fólks var saman kominn í íbúð- inni en þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að tveir menn höfðu meiðst. Voru þeir fluttir á slysa- deild í Fossvogi. Annar mannanna reyndist hafa einhvers konar stungusár á baki en þegar þau voru könnuð reyndust þau ekki mjög alvarleg. Var hann því útskrifaður eftir að búið hafði verið um sárin. Hinn maðurinn gekkst hins vegar undir að- gerð vegna höfuðkúpubrots og var haldið sofandi í öndunarvél í gær. Hafði hann verið barinn í höf- uðið með einhvers konar barefli. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að málið væri í rannsókn og að sex karlmenn væru í haldi vegna málsins. Voru þeir yfirheyrðir í gær með aðstoð túlks en málsatvik voru þó enn á huldu. Ekki verið tekin ákvörðun um gæsluvarðhald Teknar voru skýrslur af öðrum samkvæmis- gestum í gær og var ekki útilokað að aðrir kynnu að hafa komið að slagsmálunum en þeir sem eru í haldi. Ómar Smári sagði að ekki væri búið að ákveða hvort krafist yrði gæsluvarðhalds yfir mönnunum en það þyrfti þó að gera fljótlega. Ekki væri vitað hvers konar bareflum hefði verið beitt gegn mönnunum en ákveðnar grunsemdir væru þó um það. Allir eru mennirnir búsettir hér á landi. Einn alvarlega slasaður á gjörgæslu eftir hópslagsmál Málsatvik óljós en sex karlmenn í haldi lögreglu vegna málsins Í HNOTSKURN » Tilkynning barst lögreglu rétt fyrirklukkan fjögur í fyrrinótt um að slegist væri í íbúð í Bökkunum. » Þegar að var komið reyndust tveir mennslasaðir. Við nánari skoðun reyndist annar alvarlega slasaður með höf- uðkúpubrot en hinn hafði sloppið betur þótt hann hefði stungusár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.