Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 9 FRÉTTIR 15% afsláttur Pils - Peysur - Bolir Sumartilboð Álfabakka 14, sími 557 5900 Við erum fluttar! Í nýtt og glæsilegt húsnæði að Álfabakka 14. 20% afsláttur af öllum vörum Í versluninni í tilefni dagsins. Hlökkum til að sjá ykkur Nýbýlavegi 12, Kóp. Sími 554 3533. Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16. Jakkadagar 25% afsláttur Gæði og glæsileiki Skagaströnd | Frímann Guðbrandsson úr golf- klúbbnum á Sauðárkróki varð fyrstur til að fara holu í höggi á Háagerðisvelli á Skaga- strönd á 20 ára sögu vallarins. Þetta var jafn- framt í fyrsta sinn sem Frímann fer holu í höggi. Frímann náði draumahögginu á opna TM- mótinu sem haldið er árlega á Hágerðisvelli. Höggið sló hann á 7. braut vallarins en hún er par 3 braut 111 metra löng. Hafa margir reynt að fara brautina á einu höggi en engum tekist fram að þessu. Það skemmtilega við brautina er að vegna brots í henni sést holan ekki frá teignum held- ur bara flaggið og efsti hluti stangarinnar. Frímann, sem sagði sig alltaf hafa dreymt um að fara holu í höggi, notaði járn númer 8 til að ná draumahögginu. Verðlaun fyrir að fara næst holu á 7. braut var nýr pútter og nokkrar merktar kúlur. „Við erum svo oft búnir að vera með glæsileg verð- laun í boði fyrir að fara holu í höggi á 7. braut- inni en það hefur engum tekist fram að þessu. Við vorum því orðnir úrkula vonar og vorum bara með verðlaun fyrir að fara næst holunni,“ sagði Ingibergur Guðmundsson mótsstjóri hálfsvekktur yfir að hafa ekki veglegri verð- laun til að veita nýja einherjanum. Náði draumahögginu á Háagerðisvelli Morgunblaðið/ÓB Ánægður Frímann var ánægður með draumahöggið sem hann hefur beðið eftir í mörg ár. ÖNNUR umferð Íslandsmeist- aramótsins í torfæruakstri var ekin á Egilsstöðum á laugardaginn og var þar hart barist um hvert stig. Framganga heimamanna var sér- lega vaskleg og þeir nutu þess að vera á „heimavelli“, hvattir óspart af áhorfendum. Mikill uppgangur er í torfærunni á Austurlandi og sem merki um það voru sex kepp- endur að austan. Þar fór fremstur í flokki Ólafur Bragi Jónsson frá Eg- ilsstöðum en Ólafi tókst með harð- fylgi að ná 2. sæti í flokki sér- útbúinna jeppa. Réð þar úrslitum frábær akstur hans í lokabraut keppninnar, tímabrautinni, þar sem hann náði langbesta tímanum. Það var hins vegar Gunnar Gunnarsson á Trúðnum sem sigraði í keppninni og hefur hann með því tekið fjögurra stiga forystu á næsta mann, Ólaf Braga, í keppninni til Ís- landsmeistaratitils. Sigurður Þór Jónsson á Tröllinu varð þriðji og er jafnframt þriðji í stigakeppninni. Erfiðar brautir Ragnar Róbertsson á N1 Willysn- um sigraði enn og aftur í flokki breyttra götubíla og sýndi þar nokkra yfirburði. Dalamaðurinn Bjarki Reynisson varð annar og Vignir Rúnar Vignisson þriðji en hann keppti á sama bíl og Ragnar Róbertsson. Í götubílaflokki var keppnin hörð og erfið en brautirnar sem lagðar voru fyrir götubílaflokkinn voru mjög erfiðar. Hið sama má reyndar segja um hina flokkana og til marks um það var einungis einn bíll í keppninni sem tókst að ljúka braut. Var ótrúlegt að sjá hversu langt götubílarnir komust í erfiðum þrautunum. Páll Pálsson á Willys CJ5 sigraði í götubílaflokki og er í forystu Íslandsmeistaramótsins með mjög vænlega stöðu þar sem Steingrímur Bjarnason, helsti keppinautur hans, keppti ekki að þessu sinni. Hannes Berg Þór- arinsson varð annar og Hlynur B. Sigurðsson á Toyota HiLux þriðji. Keppt í torfæru á Egilsstöðum Morgunblaðið/Jóhann A. Kristjánsson Lagni Gunnar Gunnarsson á Trúðnum sigraði í torfærukeppninni á Egils- stöðum eftir harða keppni þar sem keppnisbrautirnar voru sérlega erfiðar. Morgunblaðið/Jóhann A. Kristjánsson Hraði Ólafur Bragi Jónsson á Refnum tryggði sér annað sætið í flokki sérútbúinna jeppa með fantagóðum og hröðum akstri í tímabrautinni. Heimamenn í ham Eyjafjarðarsveit | Heyskapur hefur gengið afar vel að undanförnu í Eyjafjarðarsveit. Er nú svo komið að nokkrir bændur hafa lokið fyrri slætti og komið öllu í plast. Það er ekki síst að þakka hinum öflugu verktökum frá Garðsbúinu sem leggja nánast nótt við dag og rúlla og binda allt hvað af tekur. Tíð- arfarið hefur verið einstakt til hey- skapar og nánast ekki komið dropi úr lofti síðan sláttur hófst. Aðalsteinn Hallgrímsson verk- taki sagðist ekki muna eftir svo samfelldum kafla þar sem vélarnar hefðu gengið frá morgni og fram á nótt án nokkurs hiks vegna veðurs. Grasspretta er í góðu meðallagi þrátt fyrir þurrkana. Rigning væri þó vel þegin, að minnsta kosti fyrir þá sem eru búnir að ljúka fyrri slætti. Hafa lokið fyrri slætti Ljósmynd/Benjamín Baldursson Hey Garðar Hallgrímsson verktaki frá Garðsbúinu bindur sílgræna töðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.