Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í VIKUNNI kemur hingað til lands 40 manna samískur kór frá Kåfjord í Tromsfylki í Norður-Noregi, sem kallar sig Kynslóðakórinn en aldur með- lima spannar allt frá 20 til 80 ára. Kórinn heldur tónleika í Skálholti föstudaginn 29. júní kl. 11, í Ráðhúsinu laugardag- inn 30. júní kl. 16 og í Hall- grímskirkju sunnudaginn 1. júlí þar sem þau munu syngja í messunni, sem hefst kl. 11. Á efnisskránni eru bæði lög og sálmar á norsku og samísku. Kórtónleikar Samískur kór á leið til landsins Hallgrímskirkja FIMM erlendir gestalista- menn opna sýningu í SÍM, Sambandi íslenskra myndlist- armanna, að Seljavegi 32 í dag. Yfirskrift sýningarinnar er Leigjendurnir (The Lodgers). Listamennirnir eru Anne Kathrin Greiner frá Þýska- landi en hún er búsett í Lond- on, Celeste Roberge frá Bandaríkjunum, Lesley Davy frá Bretlandi, Inga Darguzyte frá Litháen og Sharyn Finnegan frá Bandaríkj- unum. Sýningin opnar í kvöld klukkan 20 og er öllum opin. Sýning Erlendir leigjendur á Seljavegi Aðsetur SÍM í Hafnarstræti. ÚT ER komin hjá Bjarti ítalska skáldsagan Hver er Lou Sciortino? eftir Ottavio Cappellani. „Hver er Lou Sciortino? er léttleikandi átakasaga um ítalsk-ættaðan Ameríkana sem er að feta sín fyrstu spor á glæpabrautinni. Eftir mis- heppnað upphlaup í Ameríku er Lou Sciortino sendur til Sikileyjar, þar sem hann á að sitja við fótskör mafíuforingja um- dæmisins,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Bjarti. Bókin er fertugasta og önnur bókin í neon-röð Bjarts og 236 blaðsíður. Bækur Hver er Lou Sciortino? „ÉG er að semja verk fyrir Kamm- ersveitina Ísafold, sem verður frum- flutt um verslunarmannahelgina. Ég stjórna sjálfur hljómsveitinni; við verðum með tvö prógrömm og nýja verkið verður á öðru þeirra,“ segir Daníel Bjarnason, en hann verður staðartónskáld í Skálholti í sumar. Og hvað á maður að titla Daníel; hann er píanóleikari, tónskáld, og nú fyrir nokkrum vikum var hann að ljúka námi í hljómsveitarstjórn í Freiburg í Þýskalandi. „Ég get ekk- ert sagt þér eins og er um nýja verk- ið, annað en að það er samið fyrir 17 manna kammersveit,“ segir Daníel; kveðst byrjaður að semja, en treysti sér ekki til að fabúlera um framvind- una. „Ég hef aldrei verið í hópi flytj- enda í Skálholti og hlakka mjög til. Núna verð ég þar tvisvar því ég stjórna líka verki Huga Guðmunds- sonar 8. júlí. Ég er búinn að vera í námi í Freiburg síðustu þrjú árin, en fyrir það fór ég oft á tónleika í Skál- holti.“ Buxtehude og Scarlatti fagnað Sumartónleikar í Skálholti eru nú haldnir í 33. sinn, og hefjast um næstu helgi. Í frétt frá Sumartón- leikum segir að fjölbreytni einkenni dagskrána í sumar. Meginþema Sumartónleika í Skálholti í ár mark- ast af því að í ár er minnst ártíðar tveggja af merkari tónskáldum bar- okktímans, þeirra Dietrichs Buxte- hude og Domenicos Scarlatti. Ítölsk og norður-þýsk barrokktónlist spinnur rauðan þráð gegnum tón- leikahelgarnar fimm. Eins og venju- lega kemur fjöldi flytjenda fram á hátíðinni, þar á meðal barokksveitin Nordic Affect, Bachsveitin í Skál- holti, sönghópurinn Gríma, Marta Hrafnsdóttir altsöngkona, Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari, Vi- beke Astner orgelleikari frá Dan- mörku, Margaret Irwin-Brandon orgelleikari frá Bandaríkjunum, Kati Debretzeni fiðluleikari frá Transylvaníu og Jaap Scröder fiðlu- leikari frá Hollandi. Hefð hefur skapast fyrir því að fyrir tónleika á laugardögum flytji fræðimenn og tónlistarmenn erindi um eitthvað það er tengist tón- leikum helgarinnar. Fyrir fyrstu tónleikana um helgina, eða á laug- ardag kl. 14, mun Helga Ingólfs- dóttir minnast samstarfs síns við Manuelu Wiesler flautuleikara sem lést í lok síðasta árs. Manuela átti gríðarstóran þátt í mótun Sum- artónleika í Skálholtskirkju fyrstu árin ásamt Helgu. Sumartónleikar að hefjast í Skálholti Daníel Bjarnason er staðartónskáld Staðartónskáldið Daníel Bjarnason er í senn píanóleikari, tónskáld og nýútskrifaður hljómsveitarstjóri og hlakkar til vinnunnar í Skálholti. TENGLAR .............................................. www.sumartonleikar.is Í HNOTSKURN » Sumartónleikar í Skál-holti hafa verið fastur lið- ur í menningarlífinu frá stofn- un þeirra sumarið 1975. » Stofnandi hátíðarinnar oglistrænn stjórnandi fyrstu 30 sumrin var Helga Ingólfs- dóttir semballeikari. » Núverandi listrænnstjórnandi er Sigurður Halldórsson sellóleikari. » Sumartónleikar í Skál-holti eru elsta starfrækta tónlistarhátíð landsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir Bergljótu Leifsdóttur Mensuali begga@inwind.it SKÁLHOLTSKVARTETTINN sem er skipaður Jaap Schröder fiðluleik- ara, Rut Ingólfsdóttur fiðluleikara, Svövu Bernharðsdóttur víóluleikara og Sigurði Halldórssyni sellóleikara hélt tvenna tónleika á Ítalíu í júní. Fyrri tónleikarnir fóru fram í San Marcellino kirkjunni hjá Háskól- anum í Napolí 20. júní og voru tón- leikarnir haldnir til minningar um að 10 ár eru liðin frá því að prófessor Gaetano Salvatore lést, en hann var forseti læknadeildar Háskólans í Na- polí og forseti sjávarlíffræðistofn- unarinnar Anton Dohrn – einnar af mikilvægustu stofnunum í sjáv- arlíffræði. Síðari tónleikarnir voru á eyjunni Capri, í hinni frægu Villa San Mic- hele í bænum Anacapri en sænski læknirinn Axel Munthe lét byggja Villa San Michele á rústum róm- versks húss. Bygging villunnar hófst árið 1896. Frá árinu 1910 þurfti Axel Munthe að búa í Materita-turninum á Anacaprí vegna þess að hann var með skerta sjón og skrifaði hann þar bókina Saga Villa San Michele en hann þjáðist einnig af svefnleysi og skrifaði hann bókina á nóttunni. Í Villa San Michele er herbergi sem er tileinkað bókinni en bókin hefur komið út á 52 tungumálum og er þar íslensk útgáfa af henni og er hún sú eina í skinnbandi. Saga Villa San Michele er þriðja mest lesna bókin í heiminum á eftir Biblíunni og Kór- aninum. Bókin kom fyrst út í London árið 1929. Villa San Michele hefur verið opin almenningi frá árinu 1930. Axel Munthe lést í Stokkhólmi árið 1949 en hann arfleiddi sænska ríkið að 6 af 7 húsum sínum á Ana- capri en ítalska ríkið að einu. Tón- leikarnir voru haldnir í garðinum í Villa San Michele 22. júní. Skálholtskvartettinn Skálholtskvartettinn var stofn- aður af hollenska fiðluleikaranum Jaap Schröder. Hann er sérhæfður í klassískum strengjakvartettum og á hann að baki yfir 50 ára starfsferil í strengjakvartettum. Jaap Schröder hefur verið í Bachsveit Skál- holtshátíðarinnar í 14 ár. Flestir meðlimir Skálholtskvartettsins komu fyrst saman í Skálholti árið 1996 þegar þar var flutt verkið Síð- ustu orð Krists eftir Haydn og var verkið síðan flutt árið 1997 í Frakk- landi. Árið 2003 fékk kvartettinn nafnið Skálholtskvartettinn. Kvart- ettinn hefur oft spilað barokkmúsík eftir Bach á Skálholtshátíð. Kvart- ettinum var boðið árið 2004 að flytja verk eftir Haydn á Eszterháza- hátíðinni í Ungverjalandi og þá spil- aði kvartettinn einnig í Ráðhúsi Lju- bliana. Skálholtskvartettinn hefur gefið út geisladiska í Frakklandi, Hollandi og á Íslandi og hefur hann komið fram til dæmis á Haydn- Hoboken-hátíðinni í Rhoon nálægt Rotterdam í Hollandi og ĺIslande -Provence hljómlistarhátíðinni í Esparron de Verdon í Frakklandi. Skálholtskvartettinn hefur sérhæft sig í tónlist frá seinni hluta 18. aldar en núna bætir hann við verkum frá 19. öld eftir Franz Schubert og Ant- on Bruckner. Skálholtskvartettinn mun flytja fjögur verk á tónleik- unum og eru þau eftir Joseph Haydn, 2 verk eftir Schubert og að lokum verk eftir Luigi Boccherini. Á Capri Villa San Michele. Skálholts- kvartettinn á Ítalíu TENGLAR .............................................. www.sanmichele.org ÓLI G. Jóhannsson listmálari gerir það heldur bet- ur gott þess dagana. Fyrir skömmu var opnuð sýn- ing á akrýlmálverkum hans í Opera-galleríinu í Lundúnum og seldust öll verkin, 14 talsins, á opn- unardegi. Opera rekur gallerí í París, Lundúnum, Feneyjum, New York, Miami, Singapúr og Hong Kong. Galleríið í Lundúnum stendur við Bond- stræti og selur m.a. verk eftir marga helstu meist- ara listasögunnar, t.d. Chagall og Picasso, auk nú- tímalistamanna. Nokkur slík gallerí er að finna á þessu svæði borgarinnar, og óhætt er að segja að þar séu engar útsölur. Óli sagði í samtali við Morgunblaðið sl. miðviku- dag að hann hefði um árabil horft vonaraugum á galleríið, og má því segja að draumur hans hafi ræst og rúmlega það. Til stendur að gera samning við hann um frekari sýningar á vegum gallerísins, að sögn Jean-David Malat, stjórnanda Opera- gallerísins í Lundúnum. Rísandi stjarna Malat er afar hrifinn af verkum Óla og segir hann rísandi stjörnu. Stjórnendur Opera hafi ákveðið að gera samning við hann um kynningu og sölu á verkum hans víða um heim, í galleríum Opera. „Hann er yndislegur myndlistarmaður, fyr- ir okkur er hann mjög mikilvægur, með einstakan stíl og litríkur,“ sagði Malat í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hann sagði að viðfangsefni Óla á sýningunni í Lundúnum, hestar, væri athyglisvert og þeir safn- arar sem sóttu sýninguna hefðu verið hrifnir, enda hefðu öll verkin selst á opnunarkvöldinu. Kaup- endur hefðu komið víða að, meðal þeirra væru Ís- lendingar og banki í Lúxemborg. „Fólki líkar verk hans út af viðfangsefninu og litunum og af því að hann er mikilvægur listamaður og á uppleið. Verðið er líka sanngjarnt núna. Á næstu fimm til tíu árum verður hann einn mikilvægasti samtímalistamaður Norðurlanda,“ sagði Malat. Fyrirhuguð er sýning á verkum Óla í galleríinu í Hong Kong á næsta ári. Fljúgandi start Óli var staddur í Lundúnum þegar blaðamaður hafði samband við hann. „Það var fljúgandi start,“ sagði Óli um viðbrögð við sýningunni. Hann væri ekki búinn að skrifa undir samning við Opera enn, en það stæði til. Nokkrar borgir hefðu verið nefnd- ar sem næstu sýningarstaðir. „Ég vinn bara eins og ég hef alltaf unnið, þetta er ekkert sem ýtir mér í meiri vinnu en ég hef verið í,“ svaraði Óli þegar hann var spurður hvort hann þyrfti ekki að mála grimmt á næstunni til að anna eftirspurn. „Þessi sýning er meira fígúratíf, ég laumaði inn í þetta ab- strakt fiskum og hestum og öllu mögulegu, þetta er dálítill naívismi,“ sagði Óli um verkin í Opera. Hann væri hæstánægður með störf Malat og bjartsýnn á framhaldið. Opera-galleríið í Lundúnum hyggst gera samning við Óla G. Jóhannsson Öll verk Óla seldust á opnunardegi Vorkoma Ein mynda Óla, Soon it will be spring.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.