Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
Falleg 3ja herbergja íbúð í Grafarvoginum til sölu. Íbúðin skiptist í 2
svefnherbergi, baðherbergi með sturtu og baðkari, eldhús, stóra stofu og
þvottahús inn í íbúð. Góðir skólar, dagheimili og Spöngin í næsta ná-
greni. Verð 25,5 m.
Breiðavík
3ja herbergja íbúð með bílskúr til sölu
Sími 533 4200
eða 892 0667
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar:
Ársalir ehf. - fasteignamiðlun
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG ER
KATTARHÁR
ÉG ER
KÖTTUR
ÞÚ ERT
GAGNSLAUS
ÉG ÞORI AÐ VEÐJA
AÐ ÞÉR HEFUR EKKI
ALLTAF FUNDIST ÞAÐ
HÆTTU
ÞESSU!
FÆRÐU ÞIG!
ÉG ER Í VONDU
SKAPI!
ÉG ER VISS
UM AÐ EF ÉG
ÆTTI HUND ÞÁ
HEFÐI HANN
FÆRT SIG
FÓLK SEGIR AÐ
MÓÐURÁSTIN GETI HALDIÐ
FJÖLSKYLDUNNI SAMAN
EN EF
ÞAÐ GENGUR
EKKI...
ÞÁ
SKALTU
PRÓFA AÐ
BAKA
EPLAKÖKU
ÞEGAR HANN
ER BÚINN AÐ
SKILJA HLUTI AÐ
ÞÁ Á HANN
STUNDUM
Í ERFIÐLEIKUM
MEÐ AÐ SAMEINA
ÞÁ AFTUR
ÞAÐ TEKUR
ALLT OF LANGAN
TÍMA AÐ FYLLA
ÚT ÞETTA
EYÐUBLAÐ!
KANNSKI ERTU AÐ
GEFA ÞEIM OF MIKIÐ AF
UPPLÝSINGUM
ÉG VIL
EKKI
LJÚGA
AÐ ÞEIM
ÞÚ HAKAÐIR VIÐ
„JÁ“ ÞAR SEM ÞEIR
SPURJA HVORT ÞÚ
HAFIR FENGIÐ ÓLÆKN-
ANDI SÝKINGAR
HVENÆR FÉKKST ÞÚ
ÓLÆKNANDI SÝKINGU?
ÞEGAR ÉG VAR
TÓLF ÞÁ VAR ÉG
MEÐ SÝKT SÁR Á
HNÉNU Á MÉR Í
ÞRJÁ MÁNUÐI
ÉG FER EKKI NÆR
SKOTBARDAGA EN
ÞETTA FÉLAGI
ÉG VERÐ AÐ VITA HVORT
AÐ MAÐUINN SEM FANN
BÚINGINN LÆTUR SJÁ SIG
RÉTT HJÁ...
KÓNGULÓARMAÐUR
VESTURSINS SÉR UM
ÞESSA ÞRJÓTA
EKKERT MÁL...
KEYRÐU KONUNA
MÍNA HEIM
dagbók|velvakandi
Útvarpssagan
Á FÖSTUDAGINN var síðasti lest-
ur útvarpssögunnar Lífsjátningar,
um ævi Guðmundu Elíasdóttur söng-
konu, eftir Ingólf Margeirsson. Ég
hef hlakkað til hvers lestrar og veit
að svo er um fleiri. Mig langar að
koma á framfæri bestu þökkum til
Ríkisútvarpsins fyrir flutning þess-
arar frábæru sögu. Einnig vil ég
koma bestu þökkum til Vilborgar
Halldórsdóttur fyrir einstaklega
góðan og líflegan lestur.
Kristín.
Lýðræði eða bananalýðveldi?
VARÐANDI kosningar í Hafnarfirði
vegna deiliskipulags, ég og flestir
sem ég hef talað við vorum að kjósa
um stækkun álvers. Nú er leitað log-
andi ljósi að hjáleið þar sem niður-
stöður kosninganna voru ekki á þann
veg sem hagsmunaaðilar vildu. Hvað
um þá sem kusu gegn mengun og
unnu kosningarnar á að falbjóða sig
hæstbjóðanda í skjóli kapítalisma?
Ræður meirihlutinn í lýðræðislegum
kosningum í lýðræðislegu landi eða
er bananalýðveldi á Íslandi?
Lýðræðissinni í Hafnarfirði.
Leitar að íslenskukennslu
SVISSNESK kona sem er að læra
íslensku leitar að Íslendingi (helst
kennara) sem gæti hjálpað henni að
bæta íslenskukunnáttu sína. Hún vill
bjóða honum að dvelja á Spáni í tvær
vikur í september nk. Hún býður
húsnæði í einkaeign, um 35 km frá
Malaga í Andalúsíu, með sundlaug. Í
staðinn biður hún um þriggja tíma ís-
lenskukennslu á morgnana. Frekari
upplýsingar fást í síma 004141-740-
6912 eða í gegnum tölvupóst: borka-
maria@yahoo.de.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
ÞRÖSTURINN hvíldi sig á steini í örstutta stund áður en hann hélt flug-
ferð sinni áfram í Mývatnssveit.
Morgunblaðið/Ómar
Flugþreyta
FRÉTTIR
VEGNA fréttar í blaðinu sl. sunnu-
dag um legu Álftanesvegar vill Ar-
inbjörn Vilhjálmsson, skipulags-
stjóri Garðabæjar, koma
eftirfarandi leiðréttingu á fram-
færi: „Aðalskipulag Garðabæjar
hefur gert ráð fyrir Álftanesvegi á
þeim stað sem hann verður lagður í
meir en áratug. Núgildandi að-
alskipulag sem staðfest var 12. júlí
á síðasta ári gerir ráð fyrir legu eft-
ir ferli mats á umhverfisáhrifum.
Þess vegna er ekki nauðsynlegt að
breyta Aðalskipulaginu vegna nýja
vegarins. Breytingin sem ég var að
tala um og við erum að skoða nær
hinsvegar aðeins til nyrsta hluta
vegarins, þ.e. frá hraunjaðri Gálga-
hrauns að Selskarði við bæj-
armörkin að Álftanesi. Þar með
færist vegurinn lengra frá strönd-
inni við Lambhúsatjörn og kemur
það til móts við umræðuna um
verndun strandlengju Skerja-
fjarðar,“ segir Arnbjörn. Hann
bendir einnig á að nú er ráðgert, að
ósk Garðabæjar, að lækka veginn á
móts við nýju byggðina í Garða-
hrauni og á móts við Ásahverfi frá
því sem forhönnun hefur gert ráð
fyrir. Það er gert til að bæta hljóð-
vist í aðliggjandi byggð og til þess
að minnka rask í hrauninu vegna
hljóðmana.
Ekki nauðsynlegt
að breyta aðalskipulagi