Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 41 eee L.I.B. - TOPP5.IS eee H.J. - MBL eeee KVIKMYNDIR.IS VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA tv - kvikmyndir.is eee LIB, Topp5.is / AKUREYRI / KEFLAVÍK SHREK 3 m/ensku tali kl. 6 - 8 LEYFÐ SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 - 8 LEYFÐ SHREK 3 m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ FANTASTIC FOUR 2 kl. 8 LEYFÐ CODE NAME: THE CLEANER kl. 10 B.i. 10 ára HOSTEL 2 kl. 10 B.i. 7 ára FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS WWW.SAMBIO.IS NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee H.J. MBL. eeee F.G.G. FBL. + Nánari upplýsingar og bókaðu á www.icelandair.is Sölutímabil Special Offer tilboða: 22. júní–13. júlí. Ferðatímabil: 17. júlí–10. desember. Takmarkað sætaframboð. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 66 61 0 6 /0 7 9.9 00 kr . a ðr a l eið ina Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is ÞRIÐJA platan í Ferðalagaflokki Kristjáns Kristjáns- sonar og Magnúsar Eiríkssonar kemur út í byrjun næsta mánaðar. Fyrri plöturnar tvær hafa notið gríðarlegra vinsælda hér á landi enda er á þeim að finna nokkur af ástsælustu lögum þjóðarinnar í skemmtilegum flutningi KK og Magga. „Við gáfum fyrstu plötuna út 2003 og hún hét 22 ferða- lög. Svo kom önnur platan, Fleiri ferðalög, árið 2005. Þetta er svo lokaplatan í þessari trílógíu, það stóð alltaf til að þetta yrðu þrjár plötur. Hún heitir Langferðalög,“ segir Kristján. Þótt nafnið bendi ef til vill til annars er platan ekkert óeðlilega löng. „Við tókum hana að hluta til upp í Sjanghæ í Kína og þess vegna fékk hún þetta nafn,“ útskýrir Kristján, og bætir við að lögin á plötunni séu hins vegar ramm-íslensk. „Þarna eru tragí-kómískar perlur eins og Gunna var í sinni sveit og tregasöngvar eins og Á heimleið.“ Hálfgerðar lummur Aðspurður segir Kristján að vinnan við plöturnar hafi verið sérstaklega ánægjuleg. „Það er rosalega gaman að gera þetta og það er náttúrlega gaman að vinna með Magga. Þetta er líka mikil áskorun því það er búið að spila þessi lög svo mikið. Þau eru orðin hálfgerðar lumm- ur þegar maður fær þau í hendurnar, og fólk er jafnvel orðið þreytt á þeim. Þannig að við klæddum þau í nýjan búning og hresstum þau aðeins við,“ segir hann, en þeim félögum hefur klárlega tekist ætlunarverkið því plöt- urnar hafa selst eins og heitar lummur. „Síðustu tvær hafa farið yfir 25.000 eintök, ég held að fyrri platan hafi farið í 17 til 18 þúsund eintök en sú seinni í sjö til átta þúsund eintök,“ segir Kristján. „Þetta eru náttúrlega alþýðulög og fólk er mikið að spila þetta fyrir börnin sín því fólk vill að krakkarnir þekki þessi lög.“ KK og Maggi stefna að því að halda sex tónleika í til- efni af útkomu plötunnar, flesta á suðvesturhorninu. Tónleikarnir verða trúlega haldnir upp úr mán- aðamótum og verða nánar auglýstir þegar nær dregur. Allt er þegar þrennt er Morgunblaðið/RAX Tríó Kristján Kristjánsson, Magnús Eiríksson og Óttar Felix Hauksson, en sá síðastnefndi gefur plötuna út. KK og Maggi Eiríks senda frá sér þriðju og síðustu Ferðalagaplötuna LEIKLIST Brúðubíllinn Segðu mér söguna aftur Brúðugerð og handrit eftir Helgu Steffen- sen. Vísur: Sigríður Hannesdóttir o.fl. Brúðustjórnendur: Helga Steffensen og Aldís Davíðsdóttir. Leikstjóri: Sigrún Edda Björnsdóttir. Tónlistar- og upp- tökustjóri: Vilhjálmur Guðjónsson. Radd- ir: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Guðjón Dav- íð Karlsson, Helga Steffensen, Sigrún Edda Björnsdóttir og Þórhallur Sigurðs- son (Laddi). Í Ljósheimum, 19. júní 2007 kl. 14. PILTUR sem ég þekki hefur fengið inngöngu í ákaflega vel metinn leik- listarskóla í Lundúnum. Það væri svo sem ekki hér í frásögur færandi nema vegna þess að áhugi hans á leiklist kviknaði við að horfa á sýn- ingu Brúðubílsins. Varð hann svo hugfanginn að foreldrarnir máttu það árið og næstu elta Helgu Steffen- sen og bílinn hennar um alla borg. Helga ber því sennilega mikla ábyrgð á því að pilturinn fetar nú þennan veg. Ég rataði hins vegar í Ljósheimunum til Brúðubílsins með því að elta herskara af leik- skólabörnum, klædd í glansandi ör- yggisvesti frá Sjóvá. Þar settist ég í sólinni á iðgrænt tún ásamt þeim og fylgisveini mínum, tveggja ára, sem enn getur aðeins tjáð sig með stöku orði. Óttaðist ég nokkuð að erfitt yrði að hemja þann hraðskreiða snáða undir sýningunni en óttinn reyndist ástæðulaus. Allt frá því að Helga gekk fram fyrir skottið á brúðubíln- um þar sem rammanum utanum leik- húsið er haganlega fyrir komið, ávarpaði skarann og bauð hann vel- kominn, hélst athygli hans á sýning- unni eða hinum börnunum sem eru skemmtilega virkjuð með söngvum og í samtali. Handritið í liðlega hálftímalangri sýningunni fjallar um leit apans Lilla, brúðu sem fylgt hefur leikhús- inu í genum árin, að einhverjum sem vill segja honum sögu. Og get ég ekki beinlínis hrópað húrra yfir handrit- inu né frumleika sagnanna sem loks eru sagðar. En brúðurnar eru marg- ar ævintýralegar og fallegar, svo sem brúðan með tvö andlit, Halli hákarl og Bjartur bóndi á Bakka og öll hús- dýrin hans; raddir mjög góðar og vel leikstýrt og samhæfing góð milli brúðustjórnunar og hljóðkerfis. Börnin sátu stillt og prúð, full athygli og andaktar og tóku vel undir í söngvum. Í tuttugu og sjö ár hefur Helga Steffensen ekið um höf- uðborgarsvæðið og landsbyggðina og glatt yngstu börnin með brúðu- leikum sínum og vakið áhuga þeirra á leiklistinni. Sú spurning kviknaði því óhjákvæmilega þegar ég reis upp og horfði yfir glaðan barnaskarann: Hve mörg þeirra verða komin í leik- listarskóla eftir sextán eða sautján ár fyrir tilstilli Helgu? María Kristjánsdóttir Áhrif Brúðubílsins Morgunblaðið/G.Rúnar Brúðubíllinn „Í tuttugu og sjö ár hefur Helga Steffensen ekið um höf- uðborgarsvæðið og landsbyggðina og glatt yngstu börnin með brúðu- leikum sínum og vakið áhuga þeirra á leiklistinni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.