Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 37 SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 29/6 kl 20 uppselt, 1/7 kl 15, 1/7 kl 20, 5/7 kl 20, 13/7 kl. 20 uppselt, 14/7 kl 15, 14/7 kl. 20, 11/8 kl. 20, 12/8 kl. 20, 18/8 kl. 20, 19/8 kl. 20, 25/8 kl. 20, 26/8 kl. 20, 30/8 kl. 20, 31/8 kl. 20 Miðaverð kr. 2900 - ATH! Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningu Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR LADDI 6-TUGUR Fim 28/6 kl. 20 UPPS. Síðasta sýning LJÓTU HÁLFVITARNIR ÚTGÁFUTÓNLEIKAR LAU 30/6 KL. 21 MIÐAVERÐ KR. 1.800 Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is Gamanmynd um 45 milljónirmanna án heilsugæslu í rík-asta samfélagi veraldar“. Á þessa leið hljómar lýsing á nýj- ustu mynd Michael Moore. Myndin ber heitið Sicko og er hörð ádeila á heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum. Hún verður frum- sýnd í Bandaríkjunum um næstu helgi.    Í upphafi myndarinnar segistMoore ekki ætla að fjalla um þær tæplega 50 milljónir Banda- ríkjamanna sem séu ekki með sjúkratryggingu. Þeir eigi einfald- lega ekki séns í lífsbaráttunni. Myndin er hinsvegar helguð hinum 250 milljónum Bandaríkjamanna sem greiða sína sjúkratryggingu mánaðarlega en eru samt æði rétt- lausar þegar kemur að umönnun í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðiskerfið í Bandaríkj- unum er nefnilega einkarekið og fólk kaupir sjúkratryggingar hjá tryggingafélögum sem virðast, sé að marka Moore, hafa það eitt að leiðarljósi að reyna í lengstu lög að sleppa við að greiða skjólstæð- ingum sínum peninga þegar þeir lenda í veikindum eða slysum.    Fjöldi fólks kemur fram í mynd-inni og segir hverja hryllings- söguna á fætur annarri sem fá mann til að missa trúna á orðið náungakærleikur. Ekki verður fjöl- yrt um þessar hörmungarsögur en þess má geta að Sicko verður frum- sýnd hér á landi um miðjan ág- ustmánuð.    Margt má örugglega segja umaðferðir Moore við að koma skoðunum sínum á framfæri. Hann má kannski frekar kalla því þjála nafni áróðurskvikmyndagerð- armann í stað heimildamyndagerð- armanns. En þó að maður taki upp- lýsingum frá honum með vissum fyrirvara er það staðreynd að sé einungis helmingur þess sem fram kemur í myndinni sannur, er ástandið samt hræðilegt á sviði heilbrigðismála í Bandaríkjunum.    Eins og gefur að skilja hafastjórnvöld í Bandaríkjunum ekki verið á eitt sátt við myndir Moore. Nú er meira að segja búið að höfða mál gegn honum. Í Sicko fer Moore í ferðalag með hóp öryrkja sem misstu heilsuna við uppgröft í rústum Tvíburaturn- anna í kjölfar 11. september. Til- gangurinn er reyndar upphaflega að fara með fólkið til aðhlynningar í Guantanamo-fangelsinu, en heil- brigðisaðstoð þar ku vera sú besta sem völ er á í gjörvöllum Banda- ríkjunum. Þegar hópurinn kemst ekki að landi við Guantanamo er stefnan tekin til Kúbu þar sem fólk- ið fær bót meina sinna. Og þar ligg- ur hundurinn grafinn. Bandaríska fjármálaráðuneytið segir Moore nefnilega ekki hafa fengið leyfi til að heimsækja Kúbu. Bandarískir ríkisborgarar hafa almennt ekki leyfi til þess að sækja Kúbu heim nema með samþykki ríkisins vegna viðskiptabanns sem komið var á ár- ið 1962. Moore segist að sjálfsögðu taka þessar ásakanir mjög alvarlega. Svo alvarlega að þegar honum var tilkynnt um kæruna ákvað hann að senda lokaútgáfu Sicko úr landi til að koma í veg fyrir að hún yrði gerð upptæk. Þegar kæran lá fyrir voru aðeins nokkrar vikur í að myndin yrði heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí síðastliðnum. Moore átti þá ósk heita að Faren- heit 9/11 hefði þau áhrif á forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum ár- ið 2004 að Bush næði ekki endurkjöri. Honum varð því miður ekki að ósk sinni í það skiptið. Moore hefur sagt í viðtölum að hann vonist til að Sicko komi til með að hafa þau áhrif að forseta- kandídatar eigi eftir að þurfa að gefa skýr svör um breytingar á heilbrigðiskerfinu í komandi kosn- ingum, á næsta ári. Það er vonandi að honum verði að ósk sinni því það er skömm að sjá hve hið stríðsglaða ríkasta þjóð- félag heims hugsar illa um þegna sína, allt vegna peningagræðgi stórfyrirtækjanna. Óvinur bandarískra stjórnavalda númer eitt » Fjöldi fólks kemurfram í myndinni og segir hverja hryllings- sögunna á fætur annarri sem fá mann til að missa trúna á orðið náunga- kærleikur. Reuters Umdeildur Moore horfir gagnrýnum augum á bandarískt samfélag. birta@mbl.is AF LISTUM Birta Björnsdóttir SHREK kom með ferska vinda í teiknimyndageirann árið 2001, myndin var í engu lík því sem áður hafði birst á tjaldinu. Aðalpersónan af tröllakyni, forljótur, skítugur, óheflaður til orðs og æðis, en vita- skuld drengur góður undir skrápn- um. Aukapersónur flestar hálfgert pakk. Vinsældirnar létu ekki á sér standa og tvær framhaldsmyndir hafa fylgt eftir með þriggja ára milli- bili. Einhversstaðar las ég að komið væri að lokakaflanum, það væri hið besta mál, Shrek þriðji ber með sér að hugmyndirnar, þó góðar séu, eru ekki lengur jafnferskar, rútínan far- in að stimpla sig inn – eins og lög gera ráð fyrir. Hitt kæmi heldur engum á óvart að þessi ófrýnilegi gaur með sína frú og forljótu krakkagrislinga, ætti eftir að fylgja okkur næstu áratugina. Hvað með það, þriðji kaflinn er veikari en sá næsti á undan, sem er besta mynd þrennunnar. Haraldur kóngur og tengdapabbi Shreks, er við dauðans dyr og óskar þess á banasænginni að tengdasonurinn taki við ríkinu. Reyndar komi einn annar til greina, Artúr, sem enginn veit hvar er niðurkominn. Shrek bregst fár við, er lítið um ábyrgð gefið og heldur í dauðaleit að Túra. Á meðan hrifsar ómerkilegur lodd- ari völdin. Menn eiga að axla sína ábyrgð og rækta garðinn sinn af natni og um- hyggjusemi er boðskapur dagsins, en nýja myndin virðist eiga að höfða til feðra og mæðra, ekki síður en barnanna. Það heppnast bærilega, hvað sem boðskapnum líður eru að- al- sem aukapersónurnar í mynda- flokknum bráðskemmtilegar, hann væri mun flatari ef ekki nyti við t.d. asnans og stígvélaða kattarins. Þá koma við sögu óteljandi karakterar úr ævintýrabókum bernskunnar og poppið dunar undir. Hress og hrekk- laus fjölskylduskemmtun sem er löngu lokið áður en gesturinn svo mikið sem hugsar út í hvað sýning- artímanum líður. Leikararnir sem raddsetja fígúr- urnar eru komnir í æfingu, eins og heyra má, hinsvegar var hljóðið loðið á stöku stað Shrek hinn hrekklausi KVIKMYNDIR Sambíóin, Smárabíó, Laugarásbíó Leikstjóri: Chris Miller og Raman Hui. Teiknimynd með enskri og íslenskri tal- setningu. 93 mín. Bandaríkin 2007. Shrek þriðji/Shrek the Third  Sæbjörn Valdimarsson Hrekklaus Þriðji kaflinn er veikari en sá næsti á undan. EINN af frumkvöðlum íslenska hipphoppsins, Sesar A, leiðir nú fjölþjóða rappsveit í Barcelona sem nefnist IFS – eða International Fa- mily of Sound. Sveitina skipa átta rapparar og einn plötusnúður, en alls er rappað á tíu tungu- málum. Tungumálakunnátta þessa gagnrýnanda er ekki meiri en svo að í flestum tilfellum verð ég að láta hrynjandi, flæði og raddnotkun rapparanna ráða skoðunum mínum en láta innihaldið liggja kyrrt. Ef rímur Sesars A eru lýsandi fyrir heildina („Sesar A representing Iceland / The beat from my man / DJ Magic / God damn“) er það kannski fyrir bestu. Yfirleitt er Worldwide skemmti- leg, sérstaklega í titillaginu þar sem Gísli Galdur hefur útbúið svalan takt sem hefði ekki farið illa á Wall of Sound-safnplötu frá miðjum tí- unda áratugnum og rappararnir átta leggja allir í púkk. „Styles“ er einnig flott – gríðarafslappað í anda Fünf Sterne Deluxe, enda takt- smíðin þýsk. „IFS“ er í minna uppáhaldi – viðlagið fer í taugarnar á mér og innlegg hinnar suður- afrísku Tumi sömuleiðis. Rapp- ararnir Shinya frá Japan og pHiL- sEn frá Þýskalandi eiga bestu sprettina á þessari plötu, ég skil ekki orð, en flutningurinn er sann- kallað eyrnakonfekt. Þessi skífa er lýsandi fyrir fjöl- þjóðasamfélagið og ein leið til að bregðast við hnattvæðingunni. Áherslan er á sameiginlegri ást flytjendanna á hipphoppi og hún skín vissulega í gegn. Orð segja ekki alla söguna og hér er hlustand- inn neyddur til að lesa á milli lín- anna, enda er þar oft að finna feit- ustu bitana. Orð segja ekki allt Atli Bollason TÓNLIST IFS – Worldwide  HÓTELERFINGINN París Hilton verður látin laus úr fangelsi á morg- un eftir þriggja og hálfrar viku vist. París var dæmd í 45 daga fangelsi 3. júní síðastliðinn en vegna yfirfullra fangelsisstofnana og góðrar hegð- unar verður henni sleppt eftir aðeins 24 daga. Hilton segist þjást af innilok- unarkennd en að tíminn í fangelsi hafi endurvakið þakklæti hennar fyrir einfalda hluta lífsins. „Ég er svo þakklát fyrir allt sem ég á, jafn- vel bara að eiga kodda eða mat,“ sagði hún í símaviðtali við sjónvarps- þáttinn E! á föstudaginn. Hægt er að nálgast símaviðtal á heimasíðu E! Þá hefur verið tilkynnt hver það verður sem fær að taka fyrsta við- talið við Hilton eftir að hún getur um frjálst höfuð strokið á morgun. Sá heppni er enginn annar en Larry King og fer viðtalið fram næstkom- andi miðvikudag. Reuters Paris Lætur sér refsivistina vonandi að kenningu verða. Larry King fær fyrsta viðtalið Paris laus úr prísundinni á morgun Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.