Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 27 ✝ Jóhanna Krist-jánsdóttir fædd- ist í Ytra-Skóg- arnesi í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi 25. ágúst 1932. Hún andaðist á Hjúkr- unarheimilinu Eir aðfaranótt 19. júní síðastliðins. Foreldrar Jó- hönnu voru hjónin Sigríður Karitas Gísladóttir hús- móðir, f. 1891, d. 1988, og Kristján Ágúst Krist- jánsson, bóndi í Ytra-Skógarnesi og skjalavörður Alþingis, f. 1890, d. 1934. Foreldrar Sigríðar voru Jóhanna Ólafsdóttir frá Sviðnum á Breiðafirði og Gísli Krist- jánsson, bóndi og smiður í Ytra- Skógarnesi. Foreldrar Kristjáns voru Ágústína Halldóra Gísladótt- ir og Kristján Kristjánsson, bóndi á Rauðkollsstöðum. Systkini Jó- hönnu eru: Hanna, f. 1922, d. 1979, Baldur, f. 1923, d. 1994, Jens, f. 1925, Auður, f. 1926, Unn- ur, f. 1926, d. 2005, Arndís, f. 1929, d. 2007, Einar Haukur, f. 1930 og Kristjana Ágústa, f. 1934. 10. ágúst 1952 eignaðist Jó- hanna soninn Birgi Sigmundsson og var faðir hans Sigmundur Hagalín Finnsson, f. 22. janúar 1934, en hann fórst með togar- anum Júlí, 8. febrúar 1959. Birgir er kvæntur Ásdísi Guðmunds- dóttur og eiga þau börnin Helenu, f. 1975, d. 1975, Auði Björk, f. 1979, d. 1979, og Róbert Rafn, f. 1982. Árið 1964 kynntist Jóhanna eft- irlifandi eiginmanni sínum, Guð- mundi Rafni Ingimundarsyni, f. 20. júlí 1931, fyrrverandi verk- stjóra hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur. Þau giftu sig 28. desember 1968. Guðmundur er sonur hjónanna Ingibjarg- ar Guðmunds- dóttur, f. 1890, d. 1968 og Ingimundar N. Jónssonar, f. 1885, d. 1937. Jó- hanna og Guð- mundur eignuðust fjögur börn, sem eru: Hjördís, f. 10.2. 1965, gift Jónmundi Þór Eiríkssyni og eiga þau synina Bjarka Þór, Arnar Má og Elvar Örn. Ingibjörg, f. 20.11. 1968 gift Guðbrandi Gunnari Garðarssyni og eiga þau börnin Garðar Aron og Jóhönnu Karen. Sigurður Kristján, f. 22.9. 1970, kvæntur Jóhönnu Mörtu Sigurð- ardóttur og eiga þau börnin Andra Dag, Daníel Fannar, Mika- el Frey og Diljá Marín. Hermann Rafn, f. 22.9. 1970. Sambýliskona Hermanns er Hildigunnur S. Guð- laugsdóttir og eiga þau synina Rafn Atla og Erni Atla. Jóhanna var 16 ára þegar hún flutti frá Ytra-Skógarnesi til Reykjavíkur með móður sinni og þeim systkinum sem þá voru enn heima, árið 1948. Ekki var kostur á mikilli skólagöngu á þessum tímum, en Jóhanna starfaði í fyrstu við ýmis verslunarstörf, en hóf fljótlega störf við saumaskap í Vinnufatagerð Íslands, þar sem hún starfaði í mörg ár. Lengst af sinnti hún þó einkum störfum inn- an heimilis, en seinustu árin á vinnumarkaði starfaði hún á geð- deild Landsspítalans við Eiríks- götu. Jóhanna var ætíð mikil hannyrðakona, prjónaði mikið og saumaði gjarnan föt á sjálfa sig og börn sín, jafnt spariföt sem hversdagsklæðnað. Útför Jóhönnu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Hvað er hægt að segja, sem máli skiptir, þegar sú kona hefur kvatt sem fæddi mig í þennan heim fyrir nærri 55 árum og hefur stutt mig með ráð- um og dáð, alla tíð síðan? Að tjá til- finningar sem vakna á þessum tíma- mótum er hægara sagt en gert og sumt verður aldrei með orðum tjáð. Móðir mín var aðeins 19 ára gömul þegar hún eignaðist mig. Hún átti reyndar góða að, ömmu mína Sigríði og systkini sín, sem hlupu undir bagga með hinni einstæðu móður. Frá því ég fyrst man eftir var ég alltaf í öndvegi hafður og aldrei skorti mig neitt, þó veraldleg efni hafi stundum verið lítil. Fyrst man ég eftir mér þar sem við bjuggum á fjölskylduheimilinu, Laugavegi 171 í Reykjavík. Þar stóð amma Sigríður fyrir heimilishaldinu og með henni bjuggu mamma, nokkur systkina hennar og systkinabörn. Þetta var í sjálfu sér nokkur lúxus fyr- ir mig, ég átti þarna nokkrar mæður, frændur og frænkur, auk bestu ömmu í heimi. Ég er ekki frá því að ég hafi nýtt mér þetta stundum. Þarna bjuggum við mamma í litlu risherbergi, þar sem stundum var svo kalt á veturna að ekki sást út um gluggann fyrir þykkri íshélu. Keypt var þykk og hlý sæng fyrir strákinn, með ekta æðardúni, en mömmu dugði minna. Þegar ég var 12 ára fékk ég skyndi- lega samkeppni um mömmu, sem ég hafði fram til þess átt einn og talið víst að þannig yrði það um aldur og ævi. Samkeppnin harðnaði stöðugt þegar leið á árið 1964 og endaði með „ósigri“ mínum, þegar mamma hóf búskap með Guðmundi Rafni Ingimundar- syni, sem ég hef ætíð kallað Rabba. Það fór þó svo að ég lét af öllu andófi, enda ekki á öðru kostur, þegar þau tóku upp á því að eignast börn. Hjör- dís varð fyrst til að rjúfa einræði mitt, síðan Ingibjörg og loks tvíburarnir Sigurður og Hermann. Þó mamma hefði ærinn starfa við að hugsa um 4 krakka, sem ekki voru alltaf þægustu börn í heimi, átti þó frumburðurinn ætíð sitt stóra pláss í hjarta hennar, þannig að ekki þurfti að kvarta í þeim efnum. Öll hafa þessi systkini mín komið sér vel áfram í lífinu, eiga góða maka og efnileg börn, enda var mamma afar stolt af hópnum sínum. Mamma fylgdist ætíð vel með öllum mínum málum og stóð með mér, í gleði jafnt og sorg. Það tók mikið á hana þegar við Ásdís misstum stelp- urnar okkar, en hún gladdist mikið þegar við vorum svo lánsöm að geta ættleitt barn og tók Róbert Rafni með mikilli ást og umhyggju. Ekki var lífsbaráttan alltaf auðveld hjá mömmu, en erfiðust hefur hún þó verið síðustu árin. Fyrir nokkrum ár- um varð vart við heilabilun sem leiddi til þess að allra síðustu ár hefur hún ekki þekkt ástvini sína. Í upphafi veik- inda sinna var hún heima og Rabbi hugsaði frábærlega vel um hana, í raun lengur en stætt var, en þannig launaði hann langa og dygga sam- fylgd. Fyrir 3 árum var svo komið að Rabbi gat ekki lengur annast mömmu og þá vorum við svo heppin að hún komst til dvalar á Hjúkrunarheimilinu Eir, þar sem hún bjó síðan allt til loka. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllu því frábæra starfsfólki á Eir, sem annast hefur mömmu. Eftir kynni mín, sem mest voru síðustu dagana í lífi mömmu, af starfsmönn- um á Eir, tel ég ljóst að þar hefur ver- ið sérstaklega valið inn yndislegasta fólk sem til er, boðið og búið, með brosi á vör, að gera allt sem hugsast getur fyrir vistfólkið og þá ekki síður fyrir aðstandendur. Þessu fólki öllu sendi ég hjartans þakkir fyrir allt og allt. Birgir. Elsku mamma, þá ertu farin fyrir fullt og allt. Það má segja að þú hafir verið farin fyrir löngu. Sjúkdómurinn var búinn að taka þig frá okkur og mér finnst ég vera búin að kveðja þig í nokkur ár. Ég hélt að það yrði auð- veldara að kveðja því það hefur alltaf verið vitað í hvað stefndi, en þetta er erfitt – eitthvað svo endanlegt. Það er sárt til þess að hugsa að þegar þú hættir að vinna og ætlaðir að fara að njóta efri áranna þá veiktist þú. Pabbi hefur verið ótrúlega duglegur að hugsa um þig alveg fram á síðasta dag og fyrir það á hann á heiður skilið. Þegar maður sest niður og fer að hugsa til baka þá er svo margt sem mig hefði langað að segja við þig og þakka þér fyrir. Einhvern veginn hélt ég alltaf að það yrði nægur tími en svo allt í einu þá varstu orðin svo veik að það var ekki hægt. Við áttum fullt af góðum stundum saman og fyrir þær er ég ómetanlega þakklát. Í minningunni var alltaf nóg að gera hjá þér, fimm barna móður, þar af fjögur börn fædd á fimm árum. Aldrei heyrði maður þig barma þér eða kvarta, það var bara ekki þinn stíll. Þú hugsaðir vel um okkur systkinin og lagðir mikinn metnað í að við vær- um vel til fara. Flíkurnar sem þú saumaðir á okkur voru ófáar og skipti þá engu hvort um var að ræða ferm- ingarföt, jólaföt eða hversdagsföt, þú saumaðir allt. Þegar skoðaðar eru myndir í dag frá þeim tíma þá veltir maður því fyrir sér hvernig í ósköp- unum þú hafðir tíma í þetta, því fötin voru iðulega með allskonar blúndum og dúlleríi. Mér verður oft hugsað til Hollands- ferðarinnar sem við fórum í tvær sam- an árið 1988. Við áttum alveg frábær- an tíma saman þar. Versluðum eins og sönnum konum sæmir, fórum í fullt af skoðunarferðum, borðuðum góðan mat og hlógum mikið saman. Það er sterkt í minningunni hjá mér varðandi þá ferð hvað þú varst upptekin af því að versla á aðra og geymdir svo sjálfa þig þangað til síðast. Þetta finnst mér segja svo margt um þig. Í þessari ferð vorum við ekki bara mæðgur heldur góðar vinkonur. Það var svo gott að tala við þig og mér fannst alltaf eins og þú værir miklu nær mér í aldri en þú varst. Þú gast alltaf sett þig í mín spor og séð hlutina frá mínu sjónarhorni. Það var svo gott að geta fengið hjá þér ráð við hinu og þessu þegar strák- arnir voru litlir. Ekki má heldur gleyma að minnast á hvað þú varst óþreytandi við að passa strákana á meðan heilsan leyfði. Ef þú vissir að eitthvað var framundan hjá okkur Nonna sem þú hélst að kallaði á pöss- un þá hringdir þú og bauðst fram pössun. Þetta er ómetanlegt. Það var alltaf svo gott að leita til þín. Þið pabbi hvöttuð okkur alltaf áfram og höfðuð fulla trú á okkur hvort sem um var að ræða íbúðakaup, nám eða annað. Ég þakka starfsfólkinu á Eir fyrir að hugsa svona vel um mömmu. Einn- ig þakka ég starfsfólkinu þar fyrir alla þá hlýju og alúð sem okkur var sýnd síðustu daga mömmu. Elsku mamma, ég veit að þér líður betur þar sem þú ert núna. Takk fyrir allt. Hjördís. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. Ég flyt þér móðir þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt, er Íslands mestu mæður verða taldar, þá mun það hljóma fagurt nafnið þitt. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, Blessuð sé öll þín barátta og vinna. sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, - og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Elsku mamma, nú er komið að kveðjustund. Það er sárt að kveðja þig, en þó veit ég hversu heitt þú þráðir hvíldina, ég vildi bara að þú gætir verið hjá okkur áfram, það var svo gott að alast upp hjá þér og geta alltaf leitað til þín. Ég gat alltaf leitað til þín með hvers kyns mál, þú varst svo góður hlustandi sem leyfðir mér að buna út úr mér mis- gáfulegum vandamálum án þess að dæma mig. Alltaf leið mér betur eftir að hafa talað við þig. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur systkinin, alltaf að hugsa um okkur, við höfum verið mjög lánsöm að eiga móður eins og þig. Þegar ég læt hugann sveima aftur í tímann þá geri ég mér grein fyrir því að það voru forréttindi að alast upp hjá móður eins og þér, móður sem var heima þegar við krakkarnir komum heim úr skólanum, þar til við urðum unglingar, móður sem smurði besta brauð í heimi, því ekkert brauð er eins gott og það sem mamma smyr fyrir mann. Það er enginn eins og þú, elsku mamma, sú þolinmæði sem þú sýndir okkur systkinunum þegar við vorum að ærslast sem börn var engu lík. Ég hef reynt að temja mér þessa þolin- mæði sem þú hafðir, því hún kom okk- ur í gegnum súrt og sætt. Eina setn- ingu hef ég tekið með mér inn í fullorðinsárin frá þér, „hættið nú áður en þetta endar með ósköpum“ en þú hafðir oftast rétt fyrir þér, því þegar við hlýddum þessu ekki og héldum bara áfram að ærslast þá kom að því að einhver fór að gráta, þetta endaði sem sagt oft með ósköpum. Þegar ég hef leitað lengi að ein- hverju þá minnist ég þess sem þú sagðir svo oft þegar ég var að alast upp „þú finnur þetta þegar þú ferð að leita að einhverju öðru“ og það reynist enn rétt, best er að sýna þolinmæði, þá finnast hlutirnir oftast. Þú varst besta amma sem nokkur getur hugsað sér fyrir börnin sín, og ég þakka þér fyrir það, elsku mamma. Ég er stolt af því að hafa átt mömmu eins og þig, og ég vona að ég geti fetað í þín fótspor, ég er allavega að reyna mitt besta, því ég vil vera eins og þú, svona góð eins og þú varst alltaf. Mér verður hlýtt í hjartanu þegar ég hugsa um þig, elsku mamma, ég mun geyma minninguna um þig innra með mér alla ævi. Þín Ingibjörg. Elsku mamma, þá er komið að kveðjustund, þó erf- itt sé að kveðja þig er gott að vita að þér líði nú vel. Það eru svo margar góðar og skemmtilegar minningar sem ég á um þig og svo ótal margt sem mig langar að þakka þér fyrir. Alltaf varstu til staðar fyrir okkur og þol- inmæðin óþrjótandi gagnvart allri vit- leysunni sem við systkinin tókum uppá og ófáum ferðum a slysó eftir uppátæki okkar bræðra. Alltaf gastu gefið þér tíma til að spjalla og á ég margar góðar minningar úr eldhúsinu þar sem við töluðum um svo margt. Það var alltaf gott að koma til ykkar pabba í Stórholtið og oft var fjörugt um helgar þegar við systkinin komum með fjölskyldur okkar. Elsku mamma, þín verður sárt saknað og mun ég ætíð minnast þín með ástúð og þakklæti. Sigurður. Við andlát móður minnar líða gegn- um hugann ótal góðar minningar. Það sem þær eiga þó allar sammerkt er þessi sterka minning um hvernig hún í orði og verki helgaði líf sitt okkur systkinunum. Það þarf í raun ekki að hafa um það fleiri orð. Hvernig getur nokkur þakkað nógsamlega fyrir slíkt? Á æskuárum okkar systkinanna í Breiðholtinu var oft úr litlu að spila á heimilinu en mamma sá ætíð til þess að okkur skorti aldrei neitt. Enda var hún snillingur að gera mikið úr litlu. Hvort sem um var að ræða að halda heimili, útbúa alvöru heimilismat eða sauma föt á okkur systkinin. Og þá vafðist ekki fyrir henni þó að tískan væri oft einkennileg eða bæri með sér strauma sem allir þyrftu nauðsynlega að fylgja. Ég man sem dæmi eftir því þegar allar gallabuxur hreinlega urðu að líta út fyrir að vera margþvegnar og nánast druslulegar, ekki ósvipað því sem tíðkast í dag, – hún bjargaði því með einum undraþvotti í bað- karinu heima. Öðrum minningum fylgir angan af dýrindis mat, eins og hryggurinn í hádeginu á sunnudög- um, mmmm …, og heita súkkulaðið á jóladag. Þegar vel er gert og ekkert bregst eiga hlutir það til að verða sjálfsagðir í huga manns. Mamma gat setið langdvölum ein með sjálfri sér, ýmist við hannyrðir eða annað. Þannig hefur aftur og aftur skotið upp í huga mér síðustu daga, mynd af mömmu að leggja spilakapal við stóra eldhúsborðið sem stóð við eldhúsgluggann í Breiðholtinu. Þetta var síðla kvölds þegar allt var komið í ró. Úti barði vindurinn og regnið gluggann og myrkrið var kalt. Mér verður hugsað til þessa nú, þegar lífið þýtur hjá á leifturhraða nútímans og sjaldnast er kyrrð til að staldra við og njóta augnabliksins. Það var gott að leita til mömmu á þessum stundum og öðlast frið og ró. Það var ávísun á góð- an nætursvefn. Það teljast forréttindi í dag að koma heim til sín að loknum skóladegi í faðm móður sinnar eins og við systk- inin upplifðum. Það var ekki fyrr en við vorum öll orðin nokkuð stálpuð að hún fór að vinna utan heimilisins. Mamma líktist þannig um margt móð- ur sinni heitinni sem hafði þessa sömu mannkosti og helgaði líf sitt börnun- um sínum níu. Mamma kenndi mér að þakka fyrir hvern dag sem ég lifi í þessu lífi. Hún var sem klettur í hafi og alltaf til stað- ar, ljósið sem í lífinu lýsir leiðina greiða. Hún var fyrst og síðast öruggt skjól, og í hugann kemur samnefnt kvæði eftir Bubba Morthens: Litli strákur með sorg í auga, mamma hrekur burtu drauga sem í draumi um dimmar nætur vekja lítinn strák sem grætur, fölur flýr í mömmu ból, finnur þar sitt hlýja skjól. Öruggt skjól allir þurfa öruggt skjól Litli strákur með blóðugt sárið, mamma strýkur burtu tárið. Kossinn gerir kraftaverk, mamma er bæði mjúk og sterk. Pabbi er góður en mamma er mest af öllu sem er gott og gott er best. Öruggt skjól allir þurfa öruggt skjól Heilsu mömmu tók að hraka fyrir nokkrum árum og dvaldist hún síð- ustu árin á Hjúkrunarheimilinu Eiri og naut þar góðrar umönnunar starfs- fólks sem ber að þakka. Hvíl í friði. Hermann Rafn. Elsku amma Jóhanna Við bræðurnir eigum fullt af minn- ingum um þig. Þetta eru allt góðar minningar og má þar nefna t.d. allar sumarbústaðarferðirnar að Úlfljóts- vatni þar sem við veiddum, grilluðum, lékum okkur og spjölluðum öll fjöl- skyldan. Og líka þegar þú passaðir okkur sem gerðist mjög oft. Þetta þótti þér mjög gaman. Alltaf þegar við komum í heimsókn í Stórholt tókst þú á móti okkur með bros á vör og bauðst okkur kræsingar. Okkur strákana langar að þakka þér fyrir þessi ár. Það var okkur heið- ur að vera barnabörn þín og við vitum að þú fylgist alltaf með okkur og pass- ar. Þínir ömmustrákar, Bjarki Þór, Arnar Már og Elvar Örn. Við lífsins stiga ætlum að þramma og þar með okkur verður þú okkar elsku besta amma. Okkur þykir lífið svo skrýtið og margt er svo flókið í heiminum nú. Þá er alltaf gott að vita að okkur getur hjálpað þú. Þú alltaf í huga okkar ert. Þú hjörtu okkar hefur snert með góðmennsku og hjartavernd. Hér og nú ertu heimsins besta amma nefnd. Þú ert sem af himnum send. (Katrín Ruth.) Elsku amma, nú ertu farin til guðs, ég mun sakna þín alla mína daga. Það var alltaf svo gott að koma til þín, þú varst alltaf svo góð við mig. Ég man þegar við fórum saman í bæinn að kaupa stelpudót, það var alltaf svo skemmtilegt hjá okkur. Ég ætla að geyma þessar minning- ar í hjarta mínu, mér þykir svo vænt um þig. Þín Jóhanna Karen. Jóhanna Kristjánsdóttir  Fleiri minningargreinar um Jó- hannuKristjánsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.