Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 21
gæludýr MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 21                      !!"! #$%&' ()  ( *+,&' -.' /0 1((  222"34,33"'  5 5 6 Traustur aðili hefur falið Eignamiðluninni að leita eftir góðu 1300 til 2000 fm skrifstofuhúsæði undir eigin starfsemi á góðum stað miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Æskilegt er að skrifstofur séu sem mest á einni hæð og að húsnæðinu fylgi góðar geymslur og bílastæði. Afhending má vera 2008 eða 2009. Helst er leitað eftir eign til kaups en leiga kemur til greina. Nánari upplýsingar veita Sverrir og Hákon á skrifstofu Eignamiðlunarinnar. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI ÓSKAST Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Þegar yngri sonurinn Haf-þór Breki, sem nú er orð-inn fimmtán ára, var íleikskóla héldu fóstrurnar hans að við ættum fullt af hundum því Hafþór var duglegur við að búa til sögur og teikna myndir af öllum ímynduðu hundunum á heimilinu. Hann talaði mjög frjáls- lega um „hundana“ sína eins og þeir væru hluti af hans daglegu til- veru og heimilislífi. Hundahaldið var því búið að vera draumur hans lengi þegar við ákváðum að taka íslenskan sveitablending inn á heimilið sem var yndislegur og frá- bær í alla staði. Við áttum Brúnó í fjögur ár, en þá veiktist hann og dó og á eftir fylgdi ægileg sorg í fjölskyldunni,“ segir Hrönn Arn- arsdóttir, framhaldsskólakennari og húsmóðir í Garðabæ, um upphaf hundaáhuga fjölskyldunnar. Heillaði alla upp úr skónum Húsbóndinn á heimilinu, Bergur Gunnarsson húsasmiður, fregnaði í miðju sorgarferli af sætum ný- fæddum hvolpi með fína ætt- arsögu. Hann ákvað að festa kaup á gripnum, kom með hann heim í faðm fjölskyldunnar og sagðist hafa verið beðinn um að passa hvuttann unga í nokkra daga. „Við kolféllum auðvitað öll fyrir honum á einni helgi svo það var nánast óhugsandi að skila honum aftur. Þá kom sannleikurinn loks í ljós þegar Bergur viðurkenndi að vera löglegur eigandi hundsins, sem fékk nafnið Tolli, eins og myndlist- armaðurinn, og hefur síðan lifað eins og blóm í eggi enda hafa hon- um hlotnast verðlaun á hundasýn- ingu. Tolli tilheyrir hundakyninu pa- pillon og fékk íslenski ræktandinn, Kristín Halla Sveinbjarnardóttir, sem er með svokallaða Royal Ice- ræktun, pabbann sérstaklega lán- aðan frá Svíþjóð í heilt ár í því skyni að geta af sér afkvæmi. Tolli kom í heiminn ásamt tveimur öðr- um systkinum sínum í sama goti, en það eru þau Erró og Embla, sem valin var annar besti hundur síðustu sýningar Hundarækt- arfélags Íslands. Nú er Tolli orð- inn tveggja ára og hefur nú fengið félagsskap í bróðursyni sínum, sem nú er níu mánaða og hefur fengið nafnið Seigur. „Honum var nefni- lega ekki hugað líf við fæðingu, en þótti ákaflega lífseigur og þess vegna er nafnið Seigur komið til,“ segir Hrönn. Skemmtilegir heimilishundar „Þeir frændur Tolli og Seigur eru ákaflega ólíkir í geðslagi, en ofsalega glaðir og skemmtilegir báðir tveir. Tolli elskar mig út af lífinu, mænir á mig og fylgir mér eftir hvert fótmál. Hann er mikill höfð- ingi, en lætur Seig frænda sinn al- veg vita hvar forréttindin liggja. Tolli má þó ekki af Seig litla sjá og er alveg miður sín ef þeir eru að- skildir. Á meðan ég er í uppáhaldi hjá Tolla, er Seigur allra, en báð- um finnst afskaplega gaman að láta leika við sig. Tolli verður pínu óöruggur innan um ókunnuga á meðan sá litli er ánægðastur ef hann fær að vera innan um alla unglingana, sem eru að heimsækja Hafþór. Þeir eru miklar fé- lagsverur, mannblendnir og ægi- lega góðir vinir. Þeir eru ákaflega þægilegir heimilishundar og þó ég hafi ekki verið mikið fyrir hundahald í byrj- un, finnst mér þeir vera ómissandi núna. Þeir vakna bara þegar við vöknum, hvort sem það er eld- snemma á morgnana eða um há- degi um helgar. Ef við viljum vera löt fyrir framan sjónvarpið, liggja þeir í leti líka og ef maður er í fjöri, þá eru þeir líka í stuði fyrir það. Þeir éta einu sinni á dag og eru bara á þurrfóðri og vatni og fá útrás í spretthlaupum á túninu hér fyrir neðan,“ segir Hrönn og bætir við að hún skynji vel hvernig hundunum hennar líði frá degi til dags. „Ef hundarnir eru eitthvað pirraðir eða lasnir veit maður ná- kvæmlega hvernig þeim líður, þessum litlu ferfætlingum.“ Tolli og Seigur eru miklar félagsverur og góðir vinir Morgunblaðið/Árni Sæberg Frændurnir Tolli er ívið stærri og stæðilegri en fyrirburinn Seigur, sem vart var hugað líf, en leikur nú á alls oddi. Hundamamman Tolli fylgir mér eftir hvert fótmál á meðan Seigur er mikið partýljón, segir Hrönn Arnarsdóttir. TENGLAR ..................................................... www.papillonhundar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.