Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 38
38 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000 Premonition kl. 8 - 10 B.i. 12 ára Fantastic Four 2 kl. 6 - 8 - 10 The Last Mimzy kl. 6 Premonition kl. 5.45 - 8 - 10.15 B.i. 12 ára Fantastic Four 2 kl. 6 - 8.20 - 10.30 The Hoax kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 12 ára 28 Weeks Later kl. 5.50 - 8 - 10.10 B.i. 16 ára Shrek 3 m. ensku tali kl. 3 - 5 - 7 - 9.10 - 11.10 Shrek 3 m. ensku tali kl. 3 - 5 - 7 - 9.10 - 11.10 LÚXUS Shrek 3 m. ísl. tali kl. 3 - 5 - 7 - 9.10 - 11.10 Fantastic Four 2 kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 Hostel 2 kl. 8 - 10:10 B.i. 18 ára The Last Mimzy kl. 3 Spider-Man 3 kl. 5 B.i. 10 ára - Kauptu bíómiðann á netinu Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * “...besta sumar- afþreyingin til þessa.” eee MBL - SV SHREK, FÍÓNA,ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTILEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. STÆRSTA OPNUN Á TEIKNIMYND FYRR OG SÍÐAR. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SANDRA BULLOCK MARTRÖÐ EÐA RAUNVERULEIKI? eee Ó.H.T - Rás 2eeee L.I.B. - Topp5.is eeee H.J. - MBL QUENTIN TARANTINO KYNNIR eee D.V. GABBIÐ ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST eeee - H.J., Mbl eeee - Blaðið eeee - L.I.B., Topp5.is eeee - K.H.H., FBL MÖGNUÐ SPENNUMYND UM KONU SEM MISSIR EIGIN- MANN SINN Í BÍLSLYSI... EÐA EKKI? “Grípandi atburðarás og vönduð umgjörð, hentar öllum” eee Ó.H.T. - Rás 2 PUTAMAYO er plötufyrirtæki sem hefur getið sér orð fyrir það að fara eigin leiðir. Plötur fyrirtækisins eru þannig ekki bara seldar í plötubúðum heldur fást þær gjarnan á kaffihúsum, í blómabúðum og öðrum þeim stöðum þar sem líklegt er að hugsanlegir kaup- endur rekist á þær. Flestar af útgáfum Putamayo, sem er býsna um- svifamikið um heim allan, eru safnplötur og þykir gott að komast að á einni slíkri, eins og henti Tómas R. Einarsson, bassaleikara og lagasmið. Tómas segir að upphaf þessarar útgáfu megi rekja til þess er hann hélt á Midem á síðasta ári í fyrsta sinn í lok janúar sl. Þar gekk hann á milli fyrirtækja að kynna latíndjassplötur sínar, en sú síð- asta, Romm Tomm Tomm, kom út fyrir síðustu jól. „Síðan benti gamall spilafélagi minn, Friðrik Karlsson slökunartónlistarsérfræð- ingur, mér á að ég skyldi líta inn á básinn hjá Putamayo-útgáfunni sem ég gerði. Þar var mér vel tekið, menn tóku við diskum en ég átti svo sem ekki von á neinu sérstöku, það eru allir svo kurteisir þarna úti.“ Fínn dómur og samningur Næst gerist það í þessari útgáfusögu að Romm Tomm Tomm fær fínan dóm í vefritinu descarga.com í febrúar og skömmu síðar bár- ust til Tómasar samningsdrög vegna lags af plötunni Havana frá 2003 sem Putamayo-menn vildu endilega nota á safnskífu, sína fyrstu djassskífu, en á henni vildu þeir leggja áherslu á latíndjass. Að sögn Tómasar hefur verið mjög gaman að fylgjast með því hvernig Putamayo vinnur því þar er allt í föstum skorðum og vel skipulagt. Fyrirtækið sé til að mynda löngu byrjað að vinna að kynningu á plötunni, byrjaði á því fyrir hálfu ári þó hún sé ekki komin út, kemur út á þriðjudaginn. Í góðum félagsskap Þegar platan er skoðuð sést að Tómas er í góðum félagsskap, með honum á henni eru ekki minni menn en Machito, Tito Puente, Ray Barretto og Eddie Palmieri. Tomas segir líka að sér hafi brugðið nokkuð við að sjá hverjir ættu lög á plötunni, en ekki síst hafi það komið honum þægilega á óvart að hann er eini listamaðurinn á henni sem ekki er af suður-amerískum uppruna. Hvaða áhrif það eigi síðan eftir að hafa fyrir hann sem tónlistar- mann segir hann erfitt að meta. Putamayo sé einkar duglegt við að kynna útgáfur sínar og það þýði að um leið sé líka verið að kynna hann sem listamann, en fyrsta upplag plötunnar er 30.000 eintök. Putamayo gefur aðeins út dægilega músik og þægilega að hlusta á; „mild tónlist“ segir Tómas og bendir á að hans tónlist sé nú yfirleitt öllu átakameiri en Putamayo-bændur virðist kunna að meta, svo ekki veit hann hvort fyrirtækið myndi vilja gefa meira út með hon- um. „Svona útgáfa léttir kynninguna fyrir mig, þetta er á við tíu góða dóma,“ segir hann. „Platan verður spiluð út um allt og svo sjáum við bara til, kannski gerist eitthvað, kannski ekki,“ segir hann æðrulaus. Á lag á alþjóðlegri safnskífu Tómas R. í góðum félagsskap Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Æðrulaus Tómas R. Einarsson í latindjasssveiflu á Akureyri. EDDIE Murphy er barnsfaðir Mel B, er haft eftir talsmanni fyrrum kryddstúlkunnar á vefsíðu tíma- ritsins People. Murphy var fyrr í mánuðinum skikkaður í blóð- prufu til að kom- ast að því hvort hann sé faðir rúm- lega tveggja mánaða gamallar dóttur Mel B, sem ber nafnið Angel Iris Murphy Brown. Murphy og Mel voru kærustupar um tíma á síðasta ári en Murphy hefur hingað til þó ekki vilja kannast við að vera barnsfaðir hennar. Nú er hinsvegar komið að honum að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Murphy er pabbinn Eddie Murphy LEIKSTJÓRINN Woody Allen ætl- ar að taka sér örstutt frí frá kvik- myndagerð og hyggst leikstýra óp- eru í Los Angeles. Allen sagðist í viðtali við BBC sjálfur ekki hafa hugmynd um hvað hann væri að fara út í en bætti við að hann væri ekki vanur að setja það fyrir sig. Hið nýja starf Allens kom til fyrir tilstilli spænska óperusöngvarans Placido Domingo sem er listrænn stjórnandi óperunnar í Los Angeles. Verkið sem Allen kemur til með að leikstýra er þriðji þáttur óperu eftir Giacomo Puccini sem nefnist Gianni Shicchi. Leikstjórn fyrstu hlutanna tveggja verður í höndum kvik- myndaleikstjórans William Friedkin sem gert hefur myndir á borð við The Exorcist og The French Con- nection. Allen í óperuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.