Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 44
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 176. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Brenndist við Strokk  Rúmlega tvítugur Pólverji hlaut í gær 2. stigs brunasár þegar sjóðandi vatn úr goshvernum Strokki skvett- ist yfir fætur hans. Fjórir félagar mannsins ætluðu að hjálpa honum en engin þjónustustarfsemi var opin. Fyrir tilstilli vegfaranda komst mað- urinn í kælingu á nærliggjandi bæ og í kjölfarið á slysadeild í Reykja- vík. »Forsíða Alvarlega slasaður  Karlmaður á fertugsaldri liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild LSH eftir hópslagsmál í samkvæmi í fyrrinótt. Hann gekkst undir aðgerð vegna höfuðkúpubrots og var haldið sofandi í öndunarvél í gær. Ekki er vitað hvaða barefli var notað við verknaðinn. »2 Hugsanlegt heimsmet  Bor 2 í Kárahnjúkavirkjun setti að öllum líkindum heimsmet í ganga- borun á laugardaginn þegar hann boraði 106,12 metra á einum sólar- hring. Ómar R. Valdimarsson, tals- maður Impregilo, segir málið vera í rannsókn en niðurstöður eigi að fást á hádegi í dag. »Forsíða Brown tekinn við  Nýr leiðtogi breska Verkamanna- flokksins, Gordon Brown, tók við af Tony Blair í gær og hét því að draga réttan lærdóm af Íraksstríðinu og deilunum um að mál. Einnig hét Brown að koma á víðtækum umbót- um í innanlandsmálum. Harriet Harman var kjörin varaleiðtogi flokksins í stað Johns Prescotts. »14 Eiður Smári rólegur  Eiður Smári Guðjohnsen er sallarólegur yfir stöðu sinni hjá Barcelona þrátt fyrir kaup félagsins á franska sóknarmanninum Thierry Henry. »Íþróttir SKOÐANIR» Staksteinar: Eitt orð skiptir máli Forystugreinar: Á skrið á ný | Ræða Gordon Brown Ljósvaki: Oprah, … draumur UMRÆÐAN» Öndvegissetur í kynjafræðirannsóknum Dúxaði í innanhússarkitektúr Spörum orku Birkismuga Mesta hækkun á húsnæðisverði … FASTEIGNIR » Heitast 18°C | Kaldast 10°C  Norðaustan 3-8 metrar á sekúndu. Léttskýjað sunnan- og vestanlands en skýjað og kólnar fyrir norðan. » 10 Flugan sveimaði um bæinn um helgina og hreiðraði um sig í gleðskap Samtak- anna ’78 í Iðnó á föstudaginn. » 36 FÓLK» Á ferð og flugi AF LISTUM» Michael Moore hlakkar til næstu helgar. » 37 Tómas R. á lag á al- þjóðlegri safnskífu. Hann er þar í fé- lagsskap með þekkt- um nöfnum eins og Eddie Palmieri. » 16 TÓNLIST» Í góðum félagsskap FÓLK» Paris Hilton losnar úr fangelsi á morgun. » 37 BÆKUR» Ævisaga Hillary Clinton eftir Carl Bernstein. » 39 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Óþekkt áhald notað í fjöldaátökum 2. Vilhjálmur og Kate saman á ný? 3. Einkadansinn líður undir lok 4. Þrír létu lífið í bílslysi í Danmörku „Á plötunni má finna lög eftir yngri höfunda en á þeim fyrri, með- al annars þá Rúnar Gunnarsson og Þóri Baldursson,“ segir Björgvin. „Við viljum halda við þessum fínu lögum sem við Íslendingar erum svo heppin að eiga. Þetta er líka viðleitni til að kynna lögin fyrir komandi kynslóðum. Svo er reynd- Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is ÞÓTT HVOR um sig hafi sungið dú- etta með fjölda íslenskra söngvara hafa leiðir þeirra aldrei legið sam- an í söngnum, fyrr en í gær. Þeir Björgvin Halldórsson og Ragnar Bjarnason hljóðrituðu sinn fyrsta dúett í gær. Lagið sem varð fyrir valinu nefnist Barn og er eftir Ragnar sjálfan, við ljóð Steins Steinars. Lagið er eitt fjölmargra sem prýða munu væntanlega plötu í flokki Íslandslaga, þá sjöundu í röð- inni. „Við Raggi höfum aldrei áður sungið saman á plötu og í raun bara aldrei sungið saman sem er í raun alveg ótrúlegt. Það má því segja að þetta hafi verið söguleg stund í gær,“ sagði Björgvin í samtali við Morgunblaðið. Og hann varð ekki fyrir vonbrigðum með dúettinn. „Það var auðvitað bara æðislega gaman að syngja með Ragga. Við vorum einmitt að furða okkur á því hvers vegna við hefðum ekki gert þetta fyrr.“ Plata með landsliðinu „Upptökurnar ganga annars rosalega vel,“ svarar Björgvin spurður um Íslandslagaplötuna sjö- undu. „Ég er með landsliðið í undir- leik og landsliðið í flytjendum og það er gaman að vinna með svona hæfileikaríku fólki.“ Meðal þeirra sem syngja á plöt- unni eru Megas, Stefán Hilmarsson, Garðar Thór Cortes, Regína Ósk, Friðrik Ómar og Ragnar Bjarna- son. ar líka að finna lög eftir erlenda höfunda. Lagið sem Megas syngur er danskt að uppruna en við þekkj- um það sem Ég hef elskað þig frá okkar fyrstu kynnum. Það er skemmst frá því að segja að Megas fer gjörsamlega á kostum í þessu lagi,“ upplýsir Björgvin. Áætlað er að gefa plötuna út í næsta mánuði en þá verður jafn- framt gefin út askja sem inniheldur allar Íslandslagaplöturnar sjö. „Það er gaman að fást við þetta verkefni þó að við séum búin að húka á þriðju viku inni í hljóðveri, í allri sólinni. En það eru sól- argeislar í tónlistinni,“ bætir hann við að lokum. Söguleg söngstund Björgvin Halldórsson og Ragnar Bjarnason syngja saman í fyrsta sinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Dúett Björgvin Halldórsson og Raggi Bjarna þöndu raddböndin saman í fyrsta sinn í gær. ÍSLENSK alþýðulög fá nýjan bún- ing í meðförum KK og Magga Ei- ríks á þriðju ferðalagaplötunni. „[Lögin] eru orðin hálfgerðar lummur þegar maður fær þau í hendurnar og fólk er jafnvel orðið þreytt á þeim. Þannig að við klædd- um þau í nýjan búning og hresstum þau aðeins við,“ segir KK í viðtali við Morgunblaðið í dag. | 41 Fleiri ferðalög Ferðaglaðir Maggi Eiríks og KK gefa út Langferðalög. LÚNIR ferðalangar héldu heim á leið í gær eftir blíðviðrishelgi. Mikl- ar bílaraðir mynduðust við helstu umferðaræðar höfuðborgarinnar og að sögn lögreglu var bíll við bíl frá Hveradölum og Hvalfjarðargöngum til Reykjavíkur. Umferðin náði há- marki á sjötta tímanum og það var ekki fyrr en á þeim níunda sem greina mátti minnkandi umferð. Um tíma þurftu starfsmenn Spalar í Hvalfjarðargöngum að hleypa bílum í hollum í gegnum göngin og segja vegfarendur að það hafi tekið þá hálfa þriðju klukkustund að keyra frá Borgarnesi til Reykjavíkur. Umferðin gekk þó stórslysalaust enda gáfu yfirfullir vegirnir ekki til- efni til hraðaksturs og glannaskap- ar. Tvær bifreiðir rákust saman á Reykjanesbraut við Straumsvík í gærkvöld og hlaut farþegi annarrar bifreiðarinnar nokkra höfuðáverka þegar hann slóst í framrúðu hennar. Mikil ferðahelgi að baki Morgunblaðið/Sverrir Umferð Þungur straumur bifreiða lá til Reykjavíkur í gær og þegar verst lét tók hálfa þriðju klukkustund að keyra frá Borgarnesi til Reykjavíkur. Hleypt í hollum í gegnum göngin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.