Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 28
heima hjá sér. Svo var hljómsveit- inni alltaf boðið upp á mjólk og snúða þegar við vorum orðnir þreyttir á að finna lög með engu F- gripi í. (Ég gat ekki spilað F-grip því puttarnir mínir voru of stuttir). Á efri unglingsárunum mínum helltum við amma okkur út í kvik- myndagláp saman (aðallega Woody Allen myndir). Ég fór út á leigu og náði í þær og svo bjó ég til popp. Ég hellti líka upp á kaffi og amma sagði alltaf að mitt kaffi væri best. Ég var alltaf velkomin heima hjá ömmu Siggu, alveg sama hvenær og í hvaða ástandi. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að gefa ömmu Siggu tvö af hennar þremur barna-barna-börn- um, það fyrsta og það þriðja. Þessi barnabörn dáði hún og elskaði af öllu hjarta. Konunni minni, Joanna, og ömmu Siggu kom líka afskap- lega vel saman. Þær eru líkar á margan hátt. Harðar konur með stór hjörtu sem vita hvað þær vilja og erfitt er að fá þær til að skipta um skoðun. Amma Sigga reykti filterslausan Camel frá því ég man eftir mér. Fyrir um tíu árum síðan var amma lögð inn á Landspítalann af ein- hverjum ástæðum. Á einhverjum tímapunkti fékk hún nóg og hrein- lega gekk út af spítalanum, með all- ar túbur og snúrur í eftirdragi. Börnin hennar fundu hana sitjandi í garðinum á Sjafnargötunni, „Mig langaði í sígarettu!“ var allt sem hún hafði um það mál að segja. Þetta var amma Sigga í hnotskurn. Að morgni 13. júní þessa árs, dó amma Sigga í svefni. Ég mun alltaf sakna hennar og þeirrar óendan- legu og skilyrðislausu ástar sem hún gaf mér. Brennandi áhugi hennar á þekkingu og sérstaklega á tónlist er eitthvað sem ég mun aldr- ei gleyma. Amma Sigga mun alltaf vera „amma mín, amma Sigga“. Þórarinn Freysson. Á uppvaxtarárunum þekkti ég ömmu sem Michelin-stjörnu- lummu-kokk sem átti búrskáp þar sem uxu bæði kókflöskur og Hraunsúkkulaði í kassavís. Í kring- um hana var alltaf líf og fjör. Á full- orðinsárunum kynntist ég hins veg- ar konu sem hafði sterkar skoðanir á nánast öllu sem við kom mannlíf- inu. Þegar við sátum og spjölluðum á Sjafnargötunni leiddist tal okkar oftar en ekki að pólitík sem var okkur báðum hugleikin. Amma var stolt, róttæk vinstrikona. Hún sýndi mér áhuga, þolinmæði og skilning þegar við vorum ósammála og þeg- ar við vorum sammála velti hún gjarnan upp öðrum hliðum málsins svo umræðan dytti ekki niður í gagnrýnislausan samhljóm. Amma var ástríðufull prinsipp-manneskja sem mér verður oft hugsað til þeg- ar valið stendur milli þess að láta ✝ Sigríður Theo-dórsdóttir fædd- ist í Reykjavík 25. apríl 1921. Hún lést í Reykjavík 13. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sveinbjörn Theodór Jakobsson, skipa- miðlari í Reykjavík, og Kristín Pálsdóttir kona hans. Sigríður átti sex yngri systk- ini: Soffía; Helga gift Albert Hanssyni, þau eru nú bæði lát- in; Björn, sem nú er látinn, kvæntur Gullborgu Theodórsson; Þórunn, gift Baldri Jónssyni; Páll, kvæntur Svandísi Skúladóttur og Steinunn, gift Gylfa Pálssyni. Sigríður giftist hinn 30. desem- ber 1944 Þórarni Guðnasyni lækni, f. 8.5. 1914, og áttu þau sex börn: Edda, f. 11.11. 1945, sambýlis- maður Gísli Gestsson, hún átti son- inn Fróða, sem nú er látinn, með Finni Torfa Stefánssyni, en þau slitu samvistum, ömmubarn hennar Árið 1968 hóf hún nám jarðfræði og líffræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan B.Sc. prófi með jarð- fræði sem aðalgrein árið 1972. Frá 1970 starfaði hún sem kennari í jarðfræði og efnafræði, lengst af við Menntaskólann við Hamrahlíð, uns hún lét af störfum um sjötugt. Hún tók mikinn þátt í félagsstörf- um í sínum faggreinum, bæði á sviði raungreinakennslu og jarð- fræði, og var mjög áhugasöm um allt sem að því laut. Sigríður var bókelsk manneskja og vel ritfær sjálf. Hún skrifaði í gegnum tíðina nokkrar greinar í blöð og tímarit um ýmis málefni auk þess sem hún samdi talsvert kennsluefni í raungreinum, meðal annars kennslubók í efnafræði í þremur bindum sem hún skrifaði með samkennara sínum Sigurgeiri Jónssyni og enn er notuð. Sigríður og Þórarinn maður hennar voru alla tíð samtaka í áhuga sínum á lífi og listum og sér í lagi voru þau miklir unnendur klassískrar tónlistar, sóttu tónleika hvar sem þau komu og tóku virkan þátt í tónlistarlífinu í Reykjavík, meðal annars í stjórn Kammermús- íkklúbbsins. Útför Sigríðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. er Gísli Garðar Bergsson; Freyr, f. 25.6. 1950, kvæntur Kristínu Geirsdóttur, þau eiga Þórarin, sem er kvæntur Joanna Burton og þau eiga synina Jolyon Noah og Elijah Benedikt, og Geir kvæntan Sif Sigmarsdóttur; Krist- ín, f. 6.2. 1952; Bjarki, f. 2.2. 1954, á Egil, kvæntan Ania Tom- aszewska, og Theó- dóru með Lucindu Hjálmtýsdóttur, en þau slitu sam- vistum; Helga, f. 18.7. 1955, á Þór- arin með Sigurði I. Björnssyni; Nanna, f. 7.5. 1958, á Þór og Sigríði Margréti með Þorbergi Þórssyni, en þau slitu samvistum. Sigríður lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík 1940 og starfaði eftir það um árabil hjá Níelsi Dungal á Rannsóknastofu Háskólans og seinna á læknastofu Þórarins, auk þess að reka mannmargt heimili. Ég er elsta barnabarn ömmu Siggu. Ég man ennþá eftir heim- sóknum á Sjafnargötuna sem barn. Ég hljóp inn í eldhúsið til hennar þar sem hún tók mig í fangið og kallaði mig litla lambið sitt. Stund- um faldi ég mig á bak við sófann í forstofunni þegar heimsókninni til ömmu Siggu var lokið því ég vildi ekki fara. Amma Sigga vakti mig aldrei þegar ég gisti og ég gat legið í rúminu eins lengi og mig lysti. Amma Sigga leyfði okkur barna- börnunum að leika okkur í eldhús- inu þar sem við helltum eggjum og hveiti um allt. Eftir á dró amma ryksuguna út úr skápnum og ryk- sugaði hveitið af fötunum okkar. Amma Sigga bakaði líka bestu pönnukökur í heimi. Í mörg ár fór ég í sund með pabba og afa á nán- ast hverjum einasta laugardegi og eftir sundið var farið á Sjafnó í pul- supartí. Amma bjó líka til bestu pulsur í heimi. Sem þrettán ára verðandi tónlist- armaður leyfði amma Sigga mér og vinum mínum að æfa í kjallaranum undan eða standa fast á sínu. Eftir að ég flutti til Englands smitaðist ég af bakteríu sem amma hafði lengi verið haldin; áhuga á bresku dagblöðunum. Þegar ég heimsótti hana í Íslandsferðum mínum ræddum við þetta hugðar- efni okkar fram og til baka. Ekki þýddi að færa henni hefðbundinn glaðning á borð við blóm eða kon- fekt þegar litið var við hjá henni á Sjafnargötunni. Ég hafði ávallt á tilfinningunni að slíkt þætti henni óþarfa prjál. Í staðinn pakkaði ég í ferðatöskuna nokkrum af nýjustu dagblöðunum og færði henni í stað- inn fyrir blómvöndinn. Amma hafði lengið verið dyggur lesandi Sunday Times. Þrátt fyrir að hafa ítrekað rökrætt við hana um ágæti hinna mismunandi blaða og á tíðum reynt að sannfæra hana um að til væru betri blöð en Times hélt hún ávallt tryggð við þetta tiltekna sunnu- dagsblað. Auk þess má segja að hún hafi borið sigur úr býtum í þeim rökræðum því í dag er það fyrsta verk mitt hvern sunnudags- morgun að skjótast út í sjoppu til að krækja í eintak af Sunday Tim- es. Ég mun sakna þess að sitja og spjalla við ömmu, konuna sem veitti mér og öðrum barnabörnum sínum umhyggju og hlýju sem börnum og innblástur og fordæmi þegar við uxum úr grasi. Geir Freysson. Sigríður Theodórsdóttir föður- systir mín, eða Sigga The eins og hún var gjarnan kölluð, er fallin frá. Í mínum huga hefur Sigga verið í hlutverki ættmóður í föðurfjöl- skyldu minni. Ef til vill ekki hin dæmigerða ættmóðir í orði né æði, en fremst í sínum hópi og hún hugsaði vel um sína. Sigga var elst sjö systkina sem ung misstu for- eldra sína. Systkinin ólust upp á fjölskylduheimilinu að Sjafnargötu 11. Það varð seinna heimili Siggu og Þórarins mannsins hennar ásamt sex börnum þeirra. Mínar fyrstu minningar um Siggu eru frá jólaböllum sem hún hélt fyrir stór- fjölskylduna þar heima. Þá var mik- ið fjör hjá okkur frændsystkinun- um. Sama á við um barnaafmælin á Sjafnargötunni sem voru afar skemmtileg. Eftir að börnin voru orðin stór hóf Sigga nám við Háskóla Íslands í jarðfræði. Ein minning mín um hana tengist því. Ég var á heimleið úr sundi í Sundhöllinni að nýloknu landsprófi. Ætlaði að heimsækja Helgu frænku, dóttur Siggu, en hún var ekki heima. Í staðinn staldraði ég við hjá Siggu og við ræddum um prófin, ekki bara mín heldur hennar líka. Hún sagði mér af miklum áhuga frá því sem hún var að fást við. Þarna upplifði ég okkur sem jafnöldrur að bera saman reynslu okkar sem mér fannst býsna merki- legt. Síðar hef ég séð að þetta lýsir Siggu vel, áhuga hennar og hvernig hún náði sambandi við fólk á öllum aldri. Að loknu prófi í háskólanum fór Sigga að kenna við Menntaskólann í Hamrahlíð. Hún kenndi mörgum jafnöldrum mínum og öðrum sem ég hef kynnst síðar. Nemendur hennar fyrrverandi tala um hana af einstakri hlýju og dást að því hvernig hún miðlaði af einlægum áhuga þeim fögum sem hún kenndi. Sigga og Þórarinn reyndust föður mínum og fjölskyldu alltaf einstak- lega vel. Þórarinn var heimilislækn- irinn okkar og oft var farið í heim- sókn á Sjafnargötuna þegar einhverjir kvillar herjuðu. Sigga tók alltaf fagnandi á móti okkur. Síðar þegar mig vantaði ábyrgðarmann fyrir námslánum þá leitaði ég til Siggu og ekkert var sjálfsagðara en að ganga í ábyrgð. Á seinni árum hefur mér orðið ljóst að ég á Siggu fleira að þakka þó að það sé kannski óbeint. Sigga stóra systir fylgdist grannt með litla bróður, föður mínum, í upp- vextinum. Það á ekki síst við að því er varðar skólanámið. Einn vetur dvaldi hann hjá þeim á Siglufirði, þar sem Þórarinn starfaði sem læknir. Önnur hlið á ræktarsemi Siggu við bróður sinn eru afmæli pabba. Alltaf komu Sigga og Þór- arinn ásamt Soffu, næstelstu syst- urinni, í heimsókn. Þá eins og ávallt minnist ég þeirra fyrir líflegar og skemmtilegar umræður sem sner- ust gjarnan um pólitík, listir og menningarmál. Sigga var hress í viðmóti og bar sorgir sínar ekki á torg. Hún mætti mótlæti, það voru veikindi í fjöl- skyldu hennar og Fróði, elsta barnabarnið, lést árið 1994 nítján ára gamall. Sigga og Þórarinn voru samhent hjón og fráfall hans fyrir tólf árum var henni mikill missir. Nú við fráfall Siggu votta ég börn- um hennar og öðrum aðstandendum samúð mína. Eftir eigum við minn- ingar um góða og sjarmerandi konu sem var okkur kær. Sigrún Pálsdóttir. Ég var ungur drengur þegar hringt var dyrabjöllunni að heimili foreldra minna í Bergstaðastræti. Ég svaraði og úti stóð annar ungur drengur, jafnaldri minn. „Ég átti að að ná í hattinn hans pabba,“ sagði hann. Þetta var Páll, bróðir Sigríðar Theódórsdóttur, sem nú er kvödd. 1942 var okkur Páli raðað saman í 1. bekk Gagnfræðaskóla Reykvík- inga. Varð það upphaf vináttu sem varir og lágu gagnvegir milli okkar, títt farnir yfir steinvegg og lóð í einkaeign en eigendur létu gott heita og er það örugglega fyrirgefið í dag. Sigríður var elst margra systkina en þegar ég kynnist þeim voru for- eldrar þeirra látnir. Hver aldur átti sinn vinahóp og var því oft margt um manninn á Sjafnargötu 11. Hver hópur ræddi sín mál eftir eðli og þroska síns aldurs en í eldri aldurs- hópunum var umræðan á háu menningarlegu plani sem hafði áhrif á yngri hópana enda borin virðing fyrir þeim eldri. Ég á marg- ar hlýjar minningar frá tíðum heim- sóknum um reisn þessa heimilis og samstöðu þeirra systkina. Var oft glatt á hjalla þegar tilefni var til. Mikill aldursmunur var milli Sig- ríðar og mín og gætti þess að sjálf- sögðu þegar við vorum yngri. Síðar lágu leiðir okkar hjóna og þeirra Sigríðar og eiginmanns hennar, Þórarins Guðnasonar læknis, oft saman á tónleikum, enda var þeirra von á öllum menningarlegum við- burðum. Sátum við m.a. öll saman á tónleikum sinfóníunnar þar sem tónheyrð var sú besta sem hér hef- ur verið en það var á efri svölum Þjóðleikhússins. Náin vinátta varð þó fyrst milli okkar árið 1986 þegar gerð var úr- slitatilraun til að halda Kammer- músíkklúbbnum starfandi. Boðaði ég þá til lokafundar og þar mættu þau hjónin, Sigríður og Þórarinn, Einar B. Pálsson, Jakob Benedikts- son og ég. Í kjölfar þess fundar var slakur fáni Kammermúsíkklúbbsins dreginn að húni á ný og er það við- brögðum þessara einstaklinga að þakka að Kammermúsíkklúbburinn gat fagnað 50 ára afmæli á þessu ári þó margir hafi að sjálfsögðu komið að því verki eftir endurreisn- ina. Það var okkur hjónum mikið lán að kynnast þeim Sigríði og Þór- arni og mega telja þau til vina. Þau voru fjölfróð og hámenningarlega sinnuð. Því olli einlægt verðmæta- val. Hjartað réð för í daglegri önn. Þegar ég nú kveð Sigríði Theó- dórsdóttur geri ég mér grein fyrir að erfitt er að greina milli þeirra hjóna. Svo samstiga voru þau. Eig- inmann sinn, Þórarin, missti Sigríð- ur 1995. Það var sár harmur en Sigríður rækti áfram áhugamál sín meðan heilsa entist. Hún var ræðin heim að sækja og minningarnar djúpur og auðugur brunnur. Ég þakka þeim fyrir að auðga garð okkar hjóna og við sendum systkinum Sigríðar, börnum þeirra Þórarins og niðjum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur W. Vilhjálmsson. Sigríður Theodórsdóttir 28 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR  Fleiri minningargreinar um Sig- ríði Theodórsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRIÐFINNUR ANNÓ B. ÁGÚSTSSON, Mávahlíð 24, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 26. júní kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Helga Hafberg, Engilbert Ólafur Friðfinnsson, Guðbjörg Gísladóttir Hafsteinn Ágúst Friðfinnsson, Kolbrún Birna Halldórsdóttir Ari Friðfinnsson, Þuríður Kristín Sigurðardóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, HULDA KRISTJANA LEIFSDÓTTIR, Giljaseli 11, Reykjavík, er lést þann 17. júní, verður jarðsungin frá Selja- kirkju, þriðjudaginn 26. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð hjúkrunarþjónustu Karitas í síma 551 5606 á milli kl. 9 og 10. Stefán Jón Sigurðsson, Steinunn Bóel Stefánsdóttir, Leifur Geir Stefánsson, Steinunn Jónína Ólafsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir, tengdasonur og afi, EINAR S. ÓLAFSSON framkvæmdarstjóri, Háholti 6, Garðabær, andaðist á heimili sínu aðfaranótt föstudagsins 22. júní. Inga Jóna Andrésdóttir, Ásta Sigríður Einarsdóttir Finnbogi V. Finnbogason, Elínborg Einarsdóttir, Örn Þórðarson, Ólafur J. Einarsson Sjöfn Ólafsdóttir, Eyjólfur Sigurðsdóttir, Sigríður Williamsdóttir, Andrés Guðmundsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.