Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 4
Ósammála um samstarfsaðila í Hitaveitu Suðurnesja Ljósmynd/VíkurfréttirNýta forkaupsrétt Atkvæði greidd á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gærkvöldi. Eigendastaða í hitaveitunni tekur sífelldum breytingum Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is EKKI verður af sölu ríkisins á hlut þess í Hitaveitu Suðurnesja til Geysis Green Energy. Þrjú sveitarfélaganna sem hlut eiga í hitaveitunni, Reykja- nesbær, Hafnarfjörður og Grindavík, lýstu því yfir í gær að þau hygðust nota forkaupsrétt sinn til hlutarins. Upphaflega var samið um sölu á eignarhlut ríkisins í byrjun maímán- aðar. Samkvæmt tilboði Geysis Green Energy átti ríkið að fá 7,6 milljarða króna fyrir hlutinn. Sam- kvæmt samþykkt Hitaveitu Suður- nesja hafa sveitarfélögin á Suðvest- urhorni landsins, hluthafarnir, 60 daga frest til að nota forkaupsrétt að þeim eignarhlutum sem seldir eru. Þessi frestur vegna sölu ríkisins rennur út í dag. Á fundi bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar sem haldinn var í gærkveldi rifjaði Árni Sigfússon bæjarstjóri upp að stjórn Hitaveitu Suðurnesja hefði komið saman og ákveðið að nota ekki þann forkaupsrétt sem fyrirtæk- ið á sjálft en jafnframt hefðu fulltrúar sveitarfélaganna sjálfra komið saman hinn 12. júní og rætt þann möguleika að þau notuðu forkaupsrétt sinn. „Þá kom ekkert fram sem gaf ástæðu til að sveitarfélögin ætluðu að nota for- kaupsréttinn,“ sagði Árni á bæjar- stjórnarfundinum í gærkvöldi. Ákváðu öll að beita forkaupsrétti Nú fyrir helgi dró síðan til tíðinda þegar fram kom að nokkur sveitarfé- laganna hefðu óskað eftir því við Orkuveitu Reykjavíkur að hún keypti þeirra hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Stjórnendur Geysis brugðust fljótt við og keyptu rúmlega 28% hlut sem sjö sveitarfélög áttu hvert um sig í hitaveitunni. Eftir stóðu því Reykja- nesbær með tæplega 40% hlut og Hafnarfjarðarbær með rúmlega 15% hlut auk 1,25% hlutar sem sveitar- félög á Suðurnesjum héldu eftir. Hefðu allar þessar sölur náð fram að ganga hefði Geysir Green Energy átt um 44% hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Í gær ákváðu hins vegar Hafnar- fjarðarbær og Grindavíkurkaupstað- ur að nota forkaupsrétt sinn í hlut rík- isins sem seldur var til Geysis í upphafi maí. Ganga sveitarstjórnirn- ar því inn í tilboð Geysis og bæta við sig sama hlutfalli af eignarhlut rík- isins og sveitarfélögin eiga í Hitaveitu Suðurnesja. Í gær var síðan jafn- framt tilkynnt að Orkuveita Reykja- víkur hefði samið við sveitarfélögin bæði um að þau seldu Orkuveitunni þá eignarhluti sem þau keyptu með forkaupsréttinum. Jafnframt að Grindavíkurkaupstaður seldi Orku- veitunni 8% af þeim 8,51% sem kaup- staðurinn á í Hitaveitu Suðurnesja. Á bæjarstjórnarfundi Reykjanes- bæjar í gærkvöldi kom fram að fulltrúar bæði D-lista og A-lista eru ósáttir við þá þróun sem orðið hefur í eigendahópi Hitaveitu Suðurnesja. Þeir sem til máls tóku voru almennt á því að atburðarásin hefði skaðað sam- skipti sveitarfélaganna í eigenda- hópnum, þótt ekki væru bæjarfull- trúarnir sammála um við hvaða sveitarfélög væri þar að sakast. Sam- þykkt var að sveitarfélagið beitti for- kaupsrétti sínum á hluta ríkisins sem seldur hefði verið til Geysis Green Energy í samræmi við sinn eignar- hlut. Árni Sigfússon og samflokksmaður hans Böðvar Jónsson bentu á að markmið ríkisins með sölu síns hlutar hefði verið að koma í veg fyrir að Orkuveita Reykjavíkur og Lands- virkjun eignuðust hlutinn vegna sam- keppnissjónarmiða. Töldu þeir ýmis- legt mæla gegn því að Orkuveitan eignaðist hlut í fyrirtækinu. Benti Árni m.a. á að erfitt yrði fyrir Hita- veituna að vera í samkeppni við Orku- veituna ef maður frá síðarnefnda fyr- irtækinu sæti í stjórn þess fyrrnefnda. Gagnrýndu bæjarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins að Orkuveitan hefði ekkert samráð haft við Reykja- nesbæ, sem stærsta eiganda Hita- veitu Suðurnesja, um framtíð fyrir- tækisins. Hitaveitan væri afar mikilvæg fyrir Reykjanesbæ og því eðlilegt að sveitarfélagið leitaði eftir samstarfsaðila um rekstur hitaveit- unnar sem hefði svipaða framtíðar- sýn. „Þar er enginn útilokaður. Orku- veita Reykjavíkur hefur í engu leitað til viðræðna vði Reykjanesbæ og það boðar ekki jákvætt samstarf,“ sagði Árni í bæjarstjórn í gær. Sagði hann að Reykjanesbær gæti um leið og slíkir kaupsamningar kæmu upp á borð stjórnar Hitaveitu Suðurnesja tekið afstöðu til þess hvort forkaups- rétti yrði beitt eða ekki. „Slík kaup verða þá ekki til þess að eiga þá hluti, enda er slíkt ekki á færi neins sveitar- félags. Ætlun okkur hlyti þá að vera að finna góðan samstarfsaðila.“ Í ræðu Árna kom fram að gott samráð hefði verið á milli Reykjanes- bæjar og Geysis Green Energy og samstarf þessara aðila í stjórn hita- veitunnar byði upp á mörg framtíð- artækifæri. Reykjanesbær myndi annars missa stjórn á atburðarásinni Aðspurður um það eftir fundinn hvers vegna Reykjanesbær sæi sig nú knúinn til að beita forkaupsrétti sínum sagði Árni að ef bærinn nýtti ekki réttinn þá myndu aðrir eigendur Hitaveitu Suðurnesja nota sinn for- kaupsrétt. „Þá stjórnum við ekki lengur atburðarásinni og aðrir aðilar geta komist inn sem við vitum ekki hvað vilja gera með framtíð fyrirtæk- isins.“ Guðbrandur Einarsson, fulltrúi A-lista í bæjarstjórn Reykjanesbæj- ar, gagnrýndi hins vegar þau sveit- arfélög sem seldu eignarhlut sinn til Geysis nú fyrir helgi. Það að svo stór hluti Hitaveitu Suðurnesja væri nú kominn í hendur einkaaðila væri veruleiki sem ekki þóknaðist honum. Sagðist hann skilja sjónarmið Hafn- firðinga sem óttuðust að standa eftir með óvirkan eignarhlut í hitaveitunni en gagnrýndi einnig hversu fráhverf- ir sjálfstæðismenn væru samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur. „Er Orkuveita Reykjavíkur ekki sam- boðin okkur í samstarfi? Orkuveitan er fyrirtæki eins og Hitaveita Suð- urnesja og að minni hyggju fyrirtæki sem hentar vel til samstarfs,“ sagði Guðbrandur. 4 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GUNNAR Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, seg- ir út í bláinn þá útreikninga Geysis Greens að Hafnar- fjörður muni tapa á annað hundrað milljónum króna ef bærinn selji OR hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja á genginu 7,0 sem Geysir Green hafði áður boðið í á genginu 7,1. Gunnar minnir á þær yfirlýsingar Hafn- arfjarðarbæjar að svo gæti farið að bærinn þyrfti að selja ef hann lokaðist inni með hluti sína. „En menn geta ekki verið að búa til mismunaverð á einhverju sem var ekki til sölu,“ segir hann. „Hafnarfjarðarbær er nú að fara að kaupa hluti í HS á genginu 6,72 og mismunur þess og á umræddu sölu- virði og markaðsvirði er um 400 milljónir króna. Það verður að koma í ljós hvað Hafnarfjarðarbær getur keypt mikið af því. Það er alveg eins hægt að reikna það til baka. Það er því ekki hægt að reikna tap af ein- hverju sem ekki er til sölu.“ Gunnar segir að koma verði í ljós í dag, þriðjudag, hverjir beiti forkaupsrétti. „Það sem við höfum einfald- lega verið að gera er að reyna að ná samkomulagi við stærsta hluthafann [Reykjanesbæ] og það náðist ekki. Þess vegna var farið í þær varnaraðgerðir sem við töldum að þyrfti að fara í. En ég horfi björtum augum til þess að eftir þennan áfanga geti menn sest niður og rætt málið út frá nýjum for- sendum. Það er mjög sérstakt að vera næst- stærsti hluthafinn í HS og hafa ekki verið gefinn kostur á því á sínum tíma að geta náð þriðjungshlut líkt og stærsti hluthaf- inn ætlaði að gefa Geysi Green tækifæri á. Það vilja allir fyrirtækinu vel, bæði þeir sem eiga í því og þeir sem eru að reyna að kaupa í því, ekki hvað síst neytendur sem vilja að fyrirtækið vaxi og dafni þannig að það geti þjónað neytendum á hagkvæman hátt.“ Ekki náðist í forsvarsmenn Grindavíkurbæjar í gær- kvöldi til að bera undir þá yfirlýsingu Geysis Green. Segir tapútreikninga út í bláinn Gunnar Svavarsson MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá fyrirtækinu Geysi Green Energy: „Sl. föstudag undirritaði Geysir Green Energy sam- komulag við sjö sveitarfélög um kaup á hlutum þeirra í Hitaveitu Suðurnesja (HS): Vestmannaeyjabæ, Árborg, Kópavog, Voga, Sandgerði, Grindavík og Garð. Um var að ræða allan hlut þessara sveitarfélaga í HS nema hvað sveitarfélögin á Suðurnesjum héldu eftir um 1,25% hlut. Formaður bæjarráðs Grindavíkur undirritaði sam- komulagið við Geysi Green Energy föstudaginn 29. júní fyrir hönd Grindavíkurbæjar. Geysir Green Energy lítur að sjálfsögðu svo á að í gildi sé samningur milli Grindvíkur og Geysis og mun leita réttar síns um að staðið verði við þann samning. Formað- ur bæjarráðs Grindavíkur samþykkti skriflega tilboð Geysis Green Energy en í þeirri samþykkt felst bæði að Grindavíkurbær fellur frá forkaupsrétti sínum að hlut- um í HS, og að hann selji Geysi Green Energy hlut sinn án nokkurra kvaða eða skuldbindinga. Í þeim samningi sem gerður var við Grindavík á föstu- daginn var verð á hlut 7,1 króna. Samkvæmt fréttum í dag af meintum samningi sem Grindavík telur sig hafa gert við annan aðila um sölu á sama hlut er gengið 7,0 og væri tap íbúa Grindavíkur ef selt væri við þessu lægra verði, um 62 milljónir króna. Þá er rétt að halda því til haga að Hafnarfjarðarbæ stóð til boða að selja Geysi Green Energy bréf sín í HS á genginu 7,1 en hefur ákveðið að selja öðrum á genginu 7,0 ef af sölu verður. Geysir mun áfram vinna af fullum heilindum að við- skiptum sínum. Hitaveita Suðurnesja er mikilvægt og gott fyrirtæki sem ber að efla með hagsmuni hluthafa og viðskiptavina í fyrirrúmi.“ Segjast hafa samið við Grindavíkurbæ RAMMT kvað að gróðureldum á höfuð- borgarsvæðinu í gær og þurfti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að sinna fimm út- köllum vegna þeirra. Er varað við hættu á gróðureldum vegna þurrka og er því beint til fólks að fara varlega með eld á víðavangi. Í gær voru slökkviliðsmenn kallaðir út vegna mosabruna í nágrenni við skíðaskálann í Bláfjöllum en þar log- aði í skraufþurrum mosa á 30-40 fermetra svæði. Slökkvistarf tók klukkustund en vandinn sem við er að etja þegar eldar af þessu tagi kvikna er að ekki er hægt að nota svonefndar klöppur til að berja eld- inn niður, eins og tíðkast við sinuelda, heldur þarf að nota vatn á mosann. Tank- bíll var sendur á eftir dælubílum slökkvi- liðsins og var nóg vatn til ráðstöfunar. Varðstjóri slökkviliðsins segir mosann í brunahættu þegar aðrir eins þurrkar ríkja og nú er. Í gær var slökkviliðið einn- ig kallað út vegna sinubruna við Keldna- holt í gærkvöldi þótt komið sé vel fram á sumar. Loks var slökkviliðið kallað út seint í gærkvöldi vegna elda í gróðri við Rauðavatn. Slökkviliðið sem annast einnig sjúkra- flutninga á höfuðborgarsvæðinu þurfti þá að sinna óvenjumörgum flutningum í gær, eða 80, en vanalega eru sjúkraflutningar á milli 40 og 60 á hverjum degi. Um er að ræða sjúkrabílaflutninga milli sjúkra- stofnana, af heimilum á sjúkrahús eða af slysavettvangi. Gróður í eldhættu í borginni Morgunblaðið/Sverrir Eldhætta Slökkviliðsmenn slökkva í skraufþurru spreki við Rauðavatn seint í gærkvöldi. Fólk er varað við hættu á gróðureldum í þurrkunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.