Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ STÆRSTA OPNUN Á TEIKNIMYND FYRR OG SÍÐAR. / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SHREK, FÍÓNA,ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTILEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. BLIND DATING kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i.10.ára SHREK 3 m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ SHREK 3 VIP m/ensku tali kl. 8 - 10:10 SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ ZODIAC kl. 9 B.i.16.ára OCEAN'S 13 kl. 6 - 8 - 10:30 B.i.7.ára OCEAN'S 13 VIP kl. 5:30 PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 5:30 - 9 B.i.10.ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ SHREK 3 m/ensku tali kl. 8:15 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6:15 LEYFÐ DIGITAL CODE NAME: THE CLEANER kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:30 B.i. 7 ára DIGITAL PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 5 B.i. 10 ára DIGITAL VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS eee S.V. MBL. "LÍFLEG SUMAR- SKEMMTUN" eee L.I.B. TOPP5.IS Fjölmiðlar heimsbyggðarinnarfjölluðu eðlilega töluvert umbrotthvarf Tony Blairs úr forsætisráðherrastóli í Bretlandi í síðustu viku. Keppst var við að skrifa um feril hans út frá ýmsum sjónarmiðum þar sem valdatíð hans var gerð upp. Einna forvitnilegustu eftirmælin – ef svo má að orði kom- ast þrátt fyrir að Blair sé hreint ekki dauður úr öllum æðum – var ef til vill að finna í blaðinu International Herald Tribune. Þar birtist grein undir fyrirsögninni „Ónæmur fyrir menningu, blés Blair lífi í hana“. Höfundur greinarinnar, Alan Rid- ing, bendir þar á að „listamenn hafi iðulega síðasta orðið varðandi það hvernig orðspor leiðtogar fá í heims- sögunni“, og spyr hvort Blair verði kannski minnst í framtíðinni fyrir stórvirki sín á sviði lista.    Ekki er það nú samt svo að Rid-ing telji Blair hafa verið helsta hugsuðinn á bak við endurreisn bresks menningarlífs – langt því frá. Það telur hann John Major, eft- irmanni Margaret Thatcher, fremur til tekna. Hann segir Major hafa „rétt fram lykilinn að aðsópsmikilli endurnýjun breskra menning- arstofnana með því að úthluta þeim stórum hluta hagnaðar þjóðarlotter- ísins“, rétt áður en hann fór úr emb- ætti. Það var „einungis heppni“ Blairs að vera í forsætisráð- herrastóli þegar þessi aðgerð fór að bera ávöxt. Þótt aðeins sé litið til höfuðborgarinnar, Lundúna, voru stofnanir á borð við British Museum, Royal Opera House, Sadler’s Wells Theater, National Portrait Gallery og Tate Britain allar teknar í gegn, nútímavæddar og efldar snemma á embættisferli Blairs.    Í pistlinum hrósar höfundurreyndar Blair fyrir að hafa í stjórnartíð sinni margfaldað fjár- framlög til breska listráðsins (Arts Council), með þeim hætti að þaðan tók að streyma langþráð næring er hleypti lífi í fjársvelt menning- arsetur, leikhús og klassískar hljóm- sveitir utan Lundúna. Eftir þau 18 ár sem íhaldsmenn voru við völd voru nefnilega innviðir bresks menningarlífs sem rjúkandi rúst. Jafnframt fær Blair rós í hnappa- gatið fyrir að hafa tryggt almenn- ingi frítt inn á 24 þjóðarsöfn. Sú að- gerð ein og sér hefur orðið til þess að heimsóknir á þessi söfn hafa auk- ist um 53% síðan 1997, en sér- staklega er tekið til þess hversu Tate Modern-safninu tekst að laða marga til sín – ekki síst þá sem ekki lögðu leið sína á söfn eða menningarstofn- anir fyrr en það varð ókeypis. Með þessari aðgerð ríkisstjórnar Blairs var auðvitað höfðað sterkt til vel- vilja almennings – vinsældir voru m.ö.o. keyptar að sumra mati. Tvennt til viðbótar er nefnt í grein Riding sem lóð á vogarskálar menn- ingarinnar í stjórnartíð Blairs; ann- ars vegar það hversu stöðugur efna- hagsvöxtur hefur leitt marga til efna og hins vegar að Lundúnir hafa á tímum þessa efnahagsvaxtar orðið að einni alþjóðlegustu borg Evrópu. Hvað þessar staðreyndir varðar er ljóst að „þykk seðlaveski“ eins og Al- an Riding orðar það hafa alltaf leitt gott af sér á sviði lista. Og það eru ekki einungis einstakir listamenn á borð við Damien Hirst og Tracy Em- in sem hafa hagnast á þessum kring- umstæðum – þrátt fyrir hátt miða- verð streymir fólk í leikhúsin í West End og í óperuna. Síðarnefnda atrið- ið – alþjóðavæðingin borgarinnar – hefur orðið til þess að víkka út sjón- deildarhring þeirra sem vinna að menningu í Bretlandi; þar eru er- lendir gestalistamenn nú aufúsu- gestir, ekki síst í Tate Modern- safninu, í Barbican Center og á sviði danslista.    Það sem Alan Riding kemur þóspánskt fyrir sjónir í greiningu sinni á uppgangi menningarlífsins í stjórnartíð Tony Blairs, er hversu feiminn forsætisráðherrann fyrrver- andi hefur verið við að hreykja sér af þessum framförum. Hann bendir t.d. á að stjórn Blairs hafi „alltof oft kosið að færa stuðning sinn við listir í felubúning“, yfirleitt sem efna- hagslegar aðgerðir.    Ef til vill er þetta þó klókari leiðfrá Blairs hálfu en Riding læt- ur í veðri vaka, því frá sjónarhóli menningarinnar er auðvitað mik- ilvægt að hún sé metin sem ákjós- anlegt tæki til þjóðhagslegrar stjórnunar en ekki fyrst og fremst sem skemmtun eða afþreying sem leggja má af þegar harðnar í ári. Það breytir þó ekki þeirri stað- reynd að Blair kaus að sleppa menn- ingunni á lista yfir þau 17 málefni sem hann taldi varða mestu í stjórn- artíð sinni. Það sem kemur undirritaðri mest á óvart við lestur pistilsins er hins vegar ekki hversu hógvær Blair virðist hafa verið yfir árangri sínum á þessu sviði, heldur hversu auðvelt honum virðist hafa reynst að afla menningu og listum almennrar vel- vildar. Hvernig stendur til að mynda á því að þeir Íslendingar sem hafa efnast með áþekkum hætti og nýrík- ir Bretar kaupa ekki framsækna ís- lenska samtímalist í stórum stíl? (Hirst og Emin hafa ekki beinlínis þótt „stofuvæn“.) Hvernig stendur á því að þetta fólk streymir ekki í óp- eruna í Ingólfsstræti, Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið? Það er þó huggun í harmi að Ís- lendingar hegða sér eins og Bretar þegar ekki þarf að borga, í það minnsta hefur orðið helmings aukn- ing í aðsókn á Listasafni Íslands frá því hætt var að greiða þar aðgangs- eyri. Fyrir það uppeldi á þjóðinni má vissulega þakka. Það er þó ekki rík- ið sem tryggði íslenskum almenn- ingi þann aðgang að þjóðargersem- unum heldur eignarhaldsfélagið Samson. Og nú er bara að sjá hvern- ig sá ókeypis aðgangur verði tryggður til frambúðar og hvort ekki sjá sér fleiri leik á borði [ríki, borg, atvinnulífið?] við að bjóða ókeypis inn á öll helstu söfnin. Væri ekki gaman að fylla Þjóðminjasafn- ið, Listasafn Reykjavíkur og Árbæj- arsafnið út úr dyrum sem flesta daga? Studdi listir staðfastlega – óvart? » Og nú er bara að sjáhvernig sá ókeypis aðgangur verði tryggð- ur til frambúðar og hvort fleiri sjá sér ekki leik á borði [ríki, borg, atvinnulífið?] við að bjóða ókeypis inn á öll helstu söfnin. Reuters Ókeypis Eftir að aðgangur að lykilsöfnum í Bretlandi varð ókeypis, hefur aðsókn á þau aukist um 53%. Tate Mod- ern er einna vinsælast þessara safna og hér standa gestir í hóp og njóta listar Gilberts og George – ókeypis. fbi@mbl.is AF LISTUM Fríða Björk Ingvarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.