Morgunblaðið - 03.07.2007, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 03.07.2007, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2007 37 SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 5/7 kl 20 uppselt, 13/7 kl. 20 uppselt, 14/7 kl 15 laus sæti, 14/7 kl. 20 uppselt, 11/8 kl. 20 laus sæti, 12/8 kl. 20 laus sæti, 18/8 kl. 20 laus sæti, 19/8 kl. 20 laus sæti, 25/8 kl. 20 laus sæti, 26/8 kl. 20, 30/8 kl. 20 laus sæti, 31/8 kl. 20 laus sæti Miðaverð kr. 2900 - ATH! Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningu Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is         ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem okkur Íslendingum býðst að líta eins mikil heljarmenni og dauðarokk- arana í Cannibal Corpse. Þessi hljómsveit var stofnuð í Bandaríkj- unum árið 1988 og hefur spilað sleitulaust síðan. Hljóðversplöt- urnar eru orðnar 10 og sú síðasta, Kill, kom út árið 2006. Það var virki- lega erfitt fyrir mig að ákveða hvora tónleika sveitarinnar ég vildi fara á, því Cannibal Corpse spilaði á laug- ardagskvöld með Mínus og Changer sér til halds og trausts en á sunnu- dag voru Severed Crotch, Moment- um og Forgarður helvítis í upphit- uninni. Eftir miklar bollaleggingar ákvað ég að Forgarður helvítis væri líklegur til að hita vel upp, þó að ekki væri nema út af nafninu. Auð- vitað þekki ég þó vel til Forgarðsins en þar fer fremstur Sigurður nokk- ur kenndur við Pönk, sem er auk þess hjúkka og búfræðingur. Þessa sveit hef ég aldrei séð leika á svona stóru sviði og var tilhlökkunin því töluverð. Fyrstir á sviðið á sunnudagskvöld voru ungmennin í Severed Crotch. Þeir náðu upp gífurlegri stemningu og allt dansgólfið á Nasa var hrein- lega einn dansandi hrærigrautur af fólki sem stundaði hinn sívinsæla og langt því frá útdauða slammdans. Þar skiptast á áflog og dans, en end- ar þó langoftast með faðmlögum og bræðralagi. Það var frábært að sjá hvað Severed Crotch gáfu sig vel í tónlistina og spiluðu greinilega með fullum þunga og af mikilli einbeit- ingu. Stórfín frammistaða þar, og þá tók við tilraunametal frá Moment- um. Heldur fannst mér nú vanta líf- legri sviðsframkomu þar, allavega í framhaldi af stuðinu í Severed Crotch, en tónlist Momentum var hreinlega frábær. Hún gerði það að verkum að fólk staldraði nú við og hlustaði á oft stórskrítna takta Stjána trommara og enn furðulegri gítar- og bassakafla í verulega spennandi tónsmíðum. Það er helst hægt að setja aðeins út á hljóminn, sem virkaði frekar dempaður og virtist betri hjá Severed Crotch. Það er hins vegar alveg stórkostlegt að fylgjast með trommuleikara Mo- mentum spila, því hann framkallar allt að því galdur á trommusettið sitt. Forgarður helvítis tók nú við og Siggi Pönk verður að teljast stór- stjarna kvöldsins. Hann virðist ekk- ert eldast né þreytast þótt For- garður helvítis sé orðin 16 ára gömul hljómsveit. Hann er ótrúleg- ur performer og túlkar hratt og brjálað grindcore-ið afskaplega vel með líkamanum og svipbrigðum. Það er ómögulegt að skilja orð af því sem hann syngur um, en einhvern veginn kemur það ekki að sök því krafturinn og útrásin er þannig. Hann fékk áhorfendaskarann allan til að syngja, dansa og sleppa sér og það er gífurleg leikgleði í tónlist Forgarðsins. Ég fór að hugsa um Sigga sem nokkurs konar skemmti- kraft þungarokkaranna, og vinur minn vildi þá kalla hann Ladda me- talsins. Geiflurnar og gretturnar eru ekkert minna en frábærar og passa svona svakalega vel og skemmtilega við næstum teiknimyndalega og æv- intýralega hraða tónlistina. Nú veit ég af hverju talað er um upphitun en hitinn í salnum hækk- aði allverulega meðan Forgarður helvítis spilaði, enda væri nátt- úrulega ekkert annað við hæfi. ,,Ef forgarðurinn að helvíti er svona heitur er helvítið sjálft óbærilegt og því þarf Cannibal Corpse að kynda ansi vel undir mannskapnum eftir þessa frammistöðu,“ hugsaði ég þegar ég beið eftir aðalbandi kvölds- ins. Þeir létu reyndar bíða aðeins eftir sér eins og sönnum stjörnum sæmir og við tók lengsta sándtékk sögunnar. Tveir aðstoðarmenn Cannibal Corpse heyhey-uðu og one-two-uðu í hljóðnema eins og þeir fengju borgað fyrir það (sem þeir nú líklega fengu), en að lokum var allt eins og það átti að vera og inn á sviðið stigu síðhærðu prúð- mennin í Cannibal Corpse. Við tók heilmikil keyrsla með tilheyrandi hausaskaki frá áhorfendum í saln- um. Stór hluti áhorfendaskarans var síðhærður og engin leið að þekkja kynin í sundur, og því má segja að í hausaskaki (head-bangi) ríki hið fullkomna jafnrétti kynjanna. Allir geta hrist höfuðið í takt, það eina sem þarf er smáhár. Söngvari Cannibal Corpse, George Fisher, er snillingur í að hrista haus sinn eins og hann sé fastur í þvottavél á ferð og manni finnst í raun skrýtið að höfuðið skrúfist ekki af á ein- hverjum tímapunkti. Hann hvatti áhorfendur til enn meira hausas- kaks og það kólnaði hreinlega í saln- um er allir tóku þátt. Strákarnir sem stóðu næst mér voru með ilm- andi nýþvegið hárið og því fékk ég loftkælingu og arómaþerapíu- meðferð á meðan ég naut níðþungra takta og tóna Cannibal Corpse. Hljómsveitin tók 18 lög sem spönn- uðu allan ferilinn og í nokkrum þeirra sýndist mér meiri hluti áhorf- endaskarans syngja með fullum hálsi, enda greinilega mjög margir aðdáendur mættir. Slagarar eins og ,,I Cum Blood“, ,,I Will Kill You“ og ,,Hammer Smashed Face“ féllu vel í kramið en ólíkt þessum lagatitlum virtust hljómsveitarmeðlimir Canni- bal Corpse vera hin mestu snyrti- menni. Þeir tóku sér tíma í að þurrka af sér svitann milli laga og fá sér vatn og orkudrykki. Söngvarinn sagði fátt en öskraði þeim mun meira og í raun voru þeir allir eins og vel æfðir íþróttamenn. Það er eitt að spila svo hraða tónlist að varla sjáist í fingur hljóðfæraleikara, og annað að gera það og hrista haus og alla skanka linnulaust á meðan sterk og heit ljós lýsa beint á mann. Þetta er bara hetjuskapur og hann feng- um við að sjá um síðustu helgi á Nasa! Óhugguleg snyrtimenni TÓNLEIKAR NASA Um upphitum sáu Severed Crotch, Mo- mentum og Forgarður helvítis. Sunnudag 1. júlí 2007 kl. 19. Cannibal Corpse  Stuð Stemningin á tónleikunum var mögnuð og áheyrendur tóku vel undir með Cannibal Corpse. Morgunblaðið/Ómar Hausaskak „Söngvari Cannibal Corpse er snillingur í að hrista haus sinn eins og hann sé fastur í þvottavél ...“ Cannibal Corpse Sveitin sveik ekki nokkurn mann á sunnudag og skilaði tónlist- inni faglega til áhorfenda sem fjölmenntu á tónleikana. Ragnheiður Eiríksdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.