Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 36
Ef forgarðurinn að helvíti er svona heitur er helvítið sjálft óbærilegt … 37 » reykjavíkreykjavík „ÉG HELD að aldrei áður hafi jafnmargar íslenskar myndir verið sýndar á erlendri kvikmyndahátíð í einu eins og nú,“ segir Christof Wehmeier hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Þar á hann við þær fjórar íslensku myndir sem valdar hafa verið til sýninga á árlegu kvik- myndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi. „Mýrin keppir í aðalflokknum á hátíðinni en þeir Baltasar Kor- mákur, Ingvar E. Sigurðsson og Atli Rafn Sigurðarson hafa verið afar duglegir að kynna myndina hérna. Þeir hafa veitt fjölda við- tala, meðal annars í tékkneska ríkissjónvarpinu,“ upplýsir Chri- stof. Mýrin var frumsýnd síðastliðið sunnudagskvöld og var að sögn Christof afar vel tekið. „Það mættu yfir 1200 manns á sýninguna og í kjölfarið hafa okk- ur borist fyrirspurnir frá öðrum kvikmyndahátíðum sem vilja fá Mýrina og Baltasar á sínar hátíð- ir,“ bætir hann við. „Tvær aðrar myndir sem eru búnar að ferðast afar víða er sýndar hérna en það eru For- eldrar og Börn Ragnars Braga- sonar og Vesturports. Gísli Örn Garðarsson hefur staðið sig vel í að kynna myndina sem og Ingvar en þeir svöruðu spurningum áhorfenda að sýningu myndanna lokinni,“ segir Christof. Fjórða ís- lenska myndin á hátíðinni er stutt- myndin „Anna“ eftir Helenu Stef- ánsdóttur. „Það sem gerir þessa kvik- myndahátíð frábrugðna öðrum svipuðum er áhugi ungs fólks á hátíðinni,“ segir Christof að lok- um. „Hér tjaldar fjöldi ungmenna allt í kring og reynir að komast á sýningar.“ Mýrin mærð í Tékklandi Mýrin Vekur athygli í Tékklandi og kemur til greina sem verðlaunamynd á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary. Íslensku myndirnar vekja athygli á Karlovy Vary  Björk lék á fimmtudag á Rock Werchter- festivalinu í Belg- íu sem væri svo sem ekki í frásög- ur færandi nema fyrir skemmtilega sögu Valdísar Þorkelsdóttur, brassgellu og of- urbloggara. Hún segir meðal ann- ars frá því að hópurinn hafi horft á tónleika Marilyn Manson, sem lék á undan þeim, og að hún hafi orðið hálfsmeyk við það „skrípi“ eins og hún orðar það. „[Manson] var með öfluga sviðsstæla, en hann lét hljóð- nemann fljúga í átt að eymingja hljóðmönnunum þegar hann vant- aði nýjan. Á miðjum tónleikunum settist hann síðan bak við settið og fékk sér vænan slurk af súrefni úr súrefniskút og bætti aðeins á vara- litinn. Frekar spes,“ segir Valdís sem er nú á leið frá Póllandi þar sem Björk kom fram á sunnudag. Næstu tónleikar hennar verða á Hróarskeldu á fimmtudag. Marilyn Manson með súrefniskút á sviðinu  Þrátt fyrir að kvikmyndagerð- armenn séu rómaðir vinnuþjarkar komast fáir með tærnar þar sem Ólafur Jóhannesson hefur hælana. Ekki bara að hann sé með mörg járn í eldinum samtímis heldur starfrækir hann eina skemmtileg- ustu bloggsíðu kvikmyndagerð- armanns á Íslandi. Meðal þess sem er nýtt þar eru viðtöl við leikarana Eggert Þorleifsson og Pétur Jó- hann Sigfússon þar sem þeir kom- menta á nýju myndina, Stóra plan- ið, sem og leikstjórnarhæfileika Ólafs. Vekur athygli að Eggert tel- ur Stóra Planið vera næstbestu mynd allra tíma. Bloggið ómissandi hluti af Stóra planinu poppoli.blog.is Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is „VIÐ erum staddir á miðju tónleikaferðalagi,“ segir Rögnvaldur gáfaði, einnig þekktur sem Rögnvaldur Hvanndal. „Við tökum einn dag á Akureyri í að safna kröftum, en höldum svo áfram að flakka á milli staða hér á Norðurlandi.“ Næstu tónleikar Hvanndalsbræðra verða í kvöld á Húsavík, en á morgun verða þeir á Sauð- árkróki. „Hringnum verður svo lokað á fimmtu- dagskvöld á Akureyri,“ segir Rögnvaldur. Þessi mínítúr er farinn um helstu sveitarfélög Norðurlands til að kynna plötuna Skást of, sem inniheldur vel valda smelli af fyrri plötum hljóm- sveitarinnar. „Titillinn er þannig til kominn að við söfnuðum saman efni af hinum plötunum, Út úr kú, Hrútleiðinlegir og Ríða feitum hesti, því skásta sem við áttum,“ segir Rögnvaldur kíminn. „Á plötunni eru lögin sem oftast er beðið um á tónleikum, efnið sem fallið hefur hvað best í kramið.“ Alltaf vel tekið á Sauðárkróki Að sögn Rögnvaldar hefur túrinn gengið fram úr hófi vel hingað til: „Þetta er búið að vera al- veg svakalega gaman, fínasta mæting og mikið stuð. Það var til dæmis góð mæting á Grenivík og rosalega gaman að spila þar. Á Siglufirði var líka fjölmennt. Svo er gríðarleg tilhlökkun fyrir tónleikana sem eftir eru á Akureyri, Húsavík og Sauðárkróki. Við erum alltaf með fullt hús á Króknum og heilmikið fjör.“ Rögnvaldur segir tónleikana hingað til hafa gengið snurðulaust fyrir sig að mestu leyti: „Já, þetta hefur gengið stóráfallalaust. Ég lenti reyndar í því að týna vini mínum sem ætlaði að ná í mig á gúmmíbát og ferja mig út í Hrísey eft- ir Siglufjarðardæmið. Það gerði nefnilega svartaþoku og hann villtist. Hann skilaði sér á endanum en við treystum okkur ekki aftur, gist- um á Akureyri og fórum heim daginn eftir.“ Hringurinn er að sögn Rögnvaldar enda- punktur á ákveðnum kafla í sögu hljómsveit- arinnar. Framundan eru breytingar hjá Hvann- dalsbræðrum. Nýir menn verða teknir inn, músíkin stokkuð upp og nýir hljómsveitarbún- ingar notaðir: „Nú ætlum við að stokka þetta upp. Við ætlum að bæta í hljómsveitina, í það minnsta mandólíni og fiðlu. Svo verður meira um rafmagnsgítar, við munum rokka þetta meira upp. Við verðum að mestu leyti í frumsömdu efni og erum komnir með nýtt efni sem verður tilbúið öðrum hvoru megin við áramótin.“ Mest eftirsjá í breytingunum framundan verð- ur hins vegar í lopapeysunum og húfunum sem verður lagt: „Það var meira í þessu sveitadæmi. Við erum ekki búnir að negla hvað tekur við, en það gæti orðið erótískt leðurdress. Það er verið að skoða þann möguleika.“ Þræða norðrið bjarta Hvanndalsbræður ríða feitum hestum um Norðurland og kynna plötuna Skást of Uppstokkun Á Húsavík, Sauðárkróki og Akureyri verða síðustu forvöð að sjá Hvanndalsbræður áður en þeir skipta yfir í erótísk leðurdress.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.