Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2007 41 / AKUREYRI / KEFLAVÍK NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA BLIND DATING kl. 8 - 10:10 B.i. 10 ára SHREK 3 m/ensku tali kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIE HARD 4 kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára SHREK 3 m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ HOSTEL 2 kl. 10 B.i. 7 ára FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS WWW.SAMBIO.IS eeee F.G.G. FBL. eeee H.J. MBL. eeee B.B.A. PANAMA.IS eeeee V.J.V. TOPP5.IS eee L.I.B. - TOPP5.IS eee H.J. - MBL eeee KVIKMYNDIR.IS tv - kvikmyndir.is eee LIB, Topp5.is STEFNUMÓTAMYND SUMARSINS ÁSTIN ER BLIND HEFURÐU UPPLIFAÐ HIÐ FULLKOMNA STEFNUMÓT? 30.06.2007 1 2 13 16 27 8 2 1 8 4 3 0 3 1 4 12 27.06.2007 3 13 28 31 37 42 3829 34            Ljósmyndari: Þórhallur Jónsson Nafn myndar: Félagar Verðlaun fyrir mynd vikunnar eru: 50 fríar 10 x 15 myndir << 1.verðlaun Kodak EasyShare Z712 IS 2.verðlaun Kodak EasyShare V610 3.verðlaun Samsung Digimax i6 PMP Annar diskur Rodent er kominn út en kannski muna ýmsir eftir fyrsta diski þeirra Beautiful Monster er leit dagsins ljós fyrir tveimur árum. Það eru þeir Haukur Gröndal og finnski trompetleikarinn Jarrko Hakala sem fara fyrir sveitinni sem fyrr, en á þessari nýju skífu blæs Haukur í altóinn fyrst og fremst en einnig basset-horn, en klarinettið er víðs fjarri. Þó hafa balkantónarnir ekki yfirgefið sveitina einsog í upphafsópusnum ,,Dedalus“ eftir Gröndal, sem sem- ur megnið af tónlistinni er þeir fé- lagar leika. Hakala á einnig góða ópusa á skífunni, svo sem hina frjálslyndu Fölu meyju og balkanættuðu sögu; „Campbells Legacy.“ Hrynsvein- arnir, norski bassaleikarinn með hadeníska tóninn, Lars Tormod Jensen, og íslenski Flístromm- arinn Helgi Svavar Helgason, eru kjölfesta kvartettsins og samspuni fjórmenninganna sem ber nafn með rentu, „Improv“, býr yfir glettilega góðri sveiflu. Magnaðir sólóar Jarkko Hakala eru punkt- urinn yfir i-ið á þessum diski; nefna má breiðtóna hálftakkaleik- inn í hinum seiðandi ópus Grön- dals ,,Requiem for a Cat.“ Ég hef ekki heyrt marga unga trompetleikara sem hafa náð hin- um magnaða tóni Red Allens, tengiliðnum milli Armstrongs og Roy Eldridges, jafnvel og Hakala, þó kannski hafi hann aldrei hlust- að á Allen – frekar en ýmsir aðrir sem hafa fengið vítamínsprautur meistaranna gegnum milliliði. Skífa sem vert er að hlusta oft á. Ljósmynd/Ola E. Hofshagen Nagdýr Rodent skemmta á jazzhátíð í norsku borginni Bergen. Gröndal og Hakala jazza TÓNLIST Geisladiskur Rodent 0601/12 tónar. Rodent: Herbert  Vernharður Linnet FRÁ því var sagt á dögunum að Michael Jackson hygðist setja á laggirnar Jackson-sýningu í einu hinna stóru hótela í Las Vegas. Nú virðist sem þessi sérstaki listamað- ur hafi horfið frá hugmyndinni og eftir því sem næst verður komist, án nokkurra útskýringa. Áður höfðu þær sögur gengið að fram- leiðslan á sýningunni væri komin langt á leið og þar á meðal væri hönnun á risastórri styttu af Jack- son, komin á teikniborðið en stytt- an átti að standa í miðri eyðimörk- inni og skjóta leysigeislum út í loftið. Þá var einnig uppi sá orð- rómur að sérstakir Jackson- spilakassar yrðu framleiddir og settir upp í því spilavíti sem hreppti Jackson. Þá hefur tals- maður tónlistarmannsins við- urkennt að Jackson muni ekki end- urnýja leigusamning á tíu herbergja villu í úthverfi Vegas. Sagði hann ástæðuna vera þá að öryggisgæslan hefði ekki verið nægilega góð. Michael Jackson hættir við Vegas Reuters Óákveðinn Michael er óákveðinn um fleira en litarraftið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.