Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 13
K ristinn Jónasson, bæjar- stjóri Snæfellsbæjar, segir atvinnuástand gott á Snæ- fellsnesi. Hann segir að Hafró hafi farið um landið og boðað váleg tíðindi um kvótann og ástandið í sjónum. „Í kjöl- far þessa fóru fjórir trillukarlar hér á Hellissandi og seldu kvótann sinn því þeir ætluðu ekki að bíða með það svo þetta yrði að engu eða tekið af þeim,“ segir Kristinn. Hann segir að þetta sé vandamálið í hnotskurn og hann sem sveitarstjórn- armaður hafi af því miklar áhyggjur. „Ef við værum að byrja með kvóta- kerfið í dag myndum við ugglaust fara öðru vísi að. En það er búið að búa til ákveðið kerfi um fiskveiðistjórnunina. Á meðan þessi umræða um breytingar frá stjórnmálamönnum og fjölmiðlum heldur áfram skapar hún ótta og dreg- ur tennurnar úr byggðunum. Þeir einu sem þora að kaupa eru stóru aðilarnir. Ég held að það sé betra fyrir ís- lenskt samfélag að fara að viðurkenna að fiskvinnsla og útgerð verði bara að vera eins og hvert annað fyrirtæki. Ef það gerist verður þetta heilbrigt.“ Kristinn gagnrýnir hvernig staðið er að úthlutun byggðakvóta. „Það er ver- ið að láta okkur fá einhver 100 tonn; 20 tonn hér og 30 tonn þar. Samtals eru sett 12 þúsund tonn í byggðakvóta. Væri nú ekki nær að gera eins og gert var á Þingeyri þegar hún fékk 400 tonn af byggðakvóta og Vísir kom með eins á móti? Í dag eiga þeir 1.200 tonn í kvóta og eru hættir að fá byggða- kvóta. Ég er á móti byggðakvóta en ef menn ætla að halda áfram að notast við hann eiga þeir að gera það með myndarlegum hætti; eitt, tvö þúsund tonn á stað, og bjóða svo útgerðarfyr- irtækjum til samstarfs eins og gerðist á Þingeyri. Þannig virkar þetta.“ Kristinn er mjög gagnrýninn á fisk- veiðiráðgjöf Hafró: „Það er staðreynd að fiskur á grunnslóð hefur verið að stóraukast mörg undanfarin ár. Ég er ekkert að rengja mælingarnar hjá Hafró en þeir taka ekkert tillit til þess að kannski hefur sjávarhitinn breyst og sömuleiðis straumar. Eftir því sem mér er sagt mældist enginn fiskur í Faxaflóa og Breiðafirði í togararallinu hjá Hafró í vetur. Ég er búinn að láta taka saman fyrir mig hvað hefur verið fiskað í Breiðafirðinum í vetur og nið- urstaðan er sú að þetta er ein besta DREGUR TENNUR ÚR BYGGÐUNUM Bæjarstjóri Kristinn Jónasson segir Hafró alltaf mæla á sömu togslóðum. vertíðin í 40 ár. Þá spyr maður sig: Hvers vegna er svona mikill fiskur hér á svæðinu ef Hafró finnur hann ekki? Þeir segja við okkur að fiskurinn sem verið er að veiða hér sé að deyja út og nýliðunin sem kemur á móti verði svo léleg. Ég held að þetta sé ekki svona, vegna þess að flestir dragnótabátar hérna hafa frá áramótum einbeitt sér að öllu öðru en þorski. En vandamálið er að það hefur verið svo mikil þorsk- gengd að bátarnir hafa verið í vand- ræðum með að veiða hinar tegund- irnar. Segjum að við förum eftir tillögu Hafró. Hvernig á að vera hægt að veiða 90 þúsund tonn af ýsu með 130 þúsund tonn af þorski? Ég fullyrði að þú finnur engan skipstjórnarmann sem segir að það sé hægt. Þá gerist það sem enginn vill því menn verða að bjarga sér. Þá fer þorskurinn bara aft- ur til baka í sjóinn.“ Upplifum ekki það sama og Hafró Kristinn segir að ef notuð væri sama aðferðafræði við að mæla síldina og notuð er við að mæla þorskinn væri engin síld við Ísland. Hafró mæli alltaf á sömu togslóðum. „Það er auðvitað í lagi að styðjast við togararallið en ég spyr á móti: Af hverju hunsa þeir hjá Hafró netarallið? Af hverju taka þeir ekki afladagbækurnar hjá bátunum og skoða hvert fiskeríið er? Hvað fá menn í hverja trossu? Ef þú talar við vinnsl- una hér á Snæfellsnesi kemur í ljós að það hefur aldrei verið betra holdafar á fiskinum. Við erum einfaldlega ekki að upplifa hið sama og þeir hjá Hafró og þess vegna viljum við stórauka hafrann- sóknir til þess að fá botn í þessi mál.“ Kristinn segir að útgerðarmenn og fiskvinnslumenn á Snæfellsnesi eigi mjög erfitt með að skilja vinnubrögð Hafró í sambandi við loðnuveiðiráðgjöf. „Þeir fara af stað og finna enga loðnu. Þá segja þeir bara: Verið rólegir. Við finnum loðnuna. Svo finna þeir eitt- hvert lítilræði af loðnu og leyft er að veiða allt sem finnst. Hvað á þá fisk- urinn að éta? Af hverju hefur mönnum ekki dottið í hug að það gæti verið skynsamlegt að veiða minna af loðnu og vita hvort það er ekki það sem hrjáir okkur; ætisskortur. Þá segja þeir að við eigum að vita að loðnan drepst en staðreynd málsins er sú að loðnan drepst ekkert öll. Það er bara hluti hennar sem drepst eftir hrygn- ingu. Auðvitað kemur þessi ráðgjöf kvóta- kerfinu sem slíku ekkert við. Það er alveg sama hvort við erum með sókn- ardagakerfi eða hvaða kerfi sem er. Líffræðin er hin sama.“ Kristinn segir að vissulega sé staðan sem kom upp á Flateyri erfið fyrir samfélagið þegar kvótinn var seldur burt úr byggðarlaginu. Hann geti á hinn bóginn ekki gagnrýnt þá ákvörð- un Hinriks Kristinssonar að selja, því hann hafi einfaldlega staðið frammi fyrir þeirri staðreynd að það stefndi í þrot hjá Kambi. – Hver yrði staðan hjá ykkur hér á Snæfellsnesi ef útgerðarmenn í pláss- unum ákvæðu að hætta rekstri og selja kvótann, jafnvel burt úr byggð- arlaginu? „Ég fullyrði að það er ekkert sam- félag á Íslandi sem nýtur jafnmikils góðs af því að hafa þessi sjávarútvegs- fyrirtæki og Snæfellsbær. Þessir menn, alveg sama hvort þeir heita Ólafur Rögnvaldsson, Guðmundur Kristjánsson eða Hjálmar Krist- jánsson, eru svo samfélagslega meðvit- aðir að það er til fyrirmyndar. Hver og einn þeirra setur milljónir inn í sam- félagið á hverju einasta ári til íþrótta- félaga, líknarfélaga, menningarmála og svo framvegis. Ef þú ferð hérna um færðu ekki einn einasta mann til þess að tala illa um þessa menn. Þeir hafa alltaf skilið hver samfélagsleg ábyrgð þeirra er. Ég vil því segja um þessa útgerðarmenn okkar að þeir kunna að eiga kvóta.“ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2007 13 Ó lafur Rögnvaldsson, forstjóri Harð- frystihúss Hellissands, segist lengi hafa verið andvígur kvótakerfinu en hann hafi séð að sér. Kvótakerf- ið hafi skilað gífurlegri hagræðingu og muni halda áfram að gera það. „Ég geri út tvo beitningavélabáta sem annast hráefnisöflun fyrir frystihúsið. Kvótinn á bát- unum mínum, 2.100 tonn af þorski, er kvóti af átta hefðbundnum vertíðarbátum, sem segir allt sem segja þarf um þá hagræðingu sem orðin er í kerfinu. Ef ég væri að gera út átta báta væri af- koman hroðaleg, bæði hjá sjómönnum og út- gerð. Það sér hver heilvita maður hversu mikið hagræði er í því fólgið að gera út tvo báta en ekki átta,“ segir Ólafur. Hann segir að fyrirtæki hans hafi verið stofn- að 1942. Tilgangurinn hafi verið sá að skaffa at- vinnu á þessu svæði og það sé enn tilgangur fyr- irtækisins. „Þetta fyrirtæki hefur verið að styrkjast frá ári til árs. Það hefur aldrei verið neinn barlómur héðan, það held ég að þú vitir. En það verður að segjast eins og er að ég tel það ekki sjálfgefið að það sé sjávarútvegur á hverj- um einasta stað á landinu. Miðað við það umhverfi sem við erum í núna, þar sem gengi krónunnar er mjög sterkt, þá lifa ekki nema sterkustu sjávarútvegsfyrirtækin af. Það að ætla sér að koma með fiskvinnslu hér og þar á veikum grunni, er alveg dæmt til að mis- heppnast.“ Ólafur kveðst ekki líta á sig sem sægreifa. „Ég skal segja þér hvaða skilning ég legg í orðið sægreifi. Ég lít á þann sem sægreifa sem hefur selt sig út úr greininni. Gleggsta dæmið um sæ- greifa er prófessor Ágúst Einarsson. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylking- arinnar, hann er sægreifasonur. Ég er útgerð- armaður og vinnslumaður.“ Ólafur segir að sú aðferð að bæta alltaf við byggðakvótann til þess að reyna að bjarga ein- hverjum sjávarbyggðum sé úrelt aðferð. Miklu nær væri að láta sveitarstjórnir á viðkomandi stöðum fá eitthvert fjármagn til þess að leita nýrra atvinnutækifæra. „Sjávarútvegurinn bjargar þessu ekki lengur. Það er alveg deg- inum ljósara.“ Leigan bætir afkomuna Hjá Hraðfrystihúsi Hellissands starfa um 50 manns, meirihluti þeirra útlendingar, og sjó- menn fyrirtækisins eru 30 talsins. Ólafur segir að bátar hans veiði allan kvótann og hann leigi til sín nokkur hundruð tonn á ári bæði af þorski og ýsu. „Það er einn af kostunum við kerfið að geta leigt til sín viðbótarkvóta því ég þarf 2.400 tonn af þorski á bátana mína en á bara 2.100 tonn af þorski. Það að geta leigt til sín viðbót- arkvóta bætir afkomuna og eykur hagræðið. Það er alveg rétt hjá Árna Mathiesen að Ein- ar Oddur og fleiri hafa staðið fyrir því að bora göt á kvótakerfið. En hver gaf það eftir? Það var einmitt þessi sami Árni Mathiesen sem gaf eftir sem sjávarútvegsráðherra,“ segir Ólafur. Ólafur fullyrðir að brottkast heyri sögunni til. „Það hendir enginn fiski. Það tímir enginn að henda fiski því hann er svo dýrmætur. Þeir sem eru að sverta kvótakerfið henda fiski og þeir sem hafa ekki kvóta. Eru búnir að selja sig út úr kerfinu en vilja komast inn í það aftur. Það stendur enginn alvöru útgerðarmaður í svindli, hvorki brottkasti né að landa framhjá vigt. Hjá okkur í útgerðinni er þetta bara eins og í náttúrunni. Sterkustu einstaklingarnir hafa það af og þeir veikari detta út.“ Ólafur segir að síðustu 12 árin hafi eingöngu verið unninn þorskur í fyrirtækinu. „Við erum búin að sérhæfa okkur algjörlega í þorskvinnsl- unni. Við vinnum um 3.500 tonn af þorski á ári. Við erum alltaf að auka okkar hlutdeild í út- flutningi á ferskum fiski á erlenda markaði. Við erum með gott hráefni. Þess vegna eru tillögur Hafró um þennan mikla niðurskurð í þorsk- veiðum okkur mjög mikið áhyggjuefni. Gæti það verið að pólitíkusarnir sem taka undir með Hafró og segja að fara verði að þeirra ráðgjöf væru að freistast til þess að nota kvóta- kerfið sem hagstjórnartæki? Ég spyr hvort það vaki fyrir þeim að ná megi fram kælingu í hag- kerfinu og draga úr þenslu með því að skera þorskveiðar niður úr 190 þúsund tonnum í 130 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun hefur ekki verið trú- verðug stofnun í gegnum árin því miður. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem efast um þeirra vís- indi. Ég efast ekki um að útreikningar þeirra séu réttir miðað við forsendurnar sem þeir gefa sér. En forsendurnar sem þeir hafa eru löngu úreltar. Það verður að setja miklu meira fjármagn í hafrannsóknir og þær á að framkvæma hjá óháðri sjálfstæðri stofnun, sem Hafró er því miður ekki.“ Ólafur segist mundu verða fyrstur til þess að segja að vá væri fyrir dyrum hvað varðar stöðu þorskstofnsins ef hann heyrði slíkt frá skip- stjórnarmönnum sínum. „Ef skipstjórarnir væru hræddir um að ná ekki kvótanum þá hefði ég áhyggjur. Auðvitað kærum við okkur ekki um að ofveiða þorskstofninn.“ Enn meiri grisjun í greininni Ólafur segir að ef farið verði að tillögum Hafró þá verði það geigvænlegt áfall fyrir hans fyrirtæki. „Þetta jafngildir í raun 30% tekju- skerðingu. Við erum með 10 mánaða úthald hérna, sem væntanlega færi þá niður í sjö mán- uði. Ef við þurfum að borga laun allan þann tíma sem skipin eru ekki á sjó, bæði sjómönnum og fiskverkafólki, þá er framlegðin einfaldlega horfin út úr árinu. Það gefur augaleið að þau fyrirtæki sem eru veik fyrir þola þetta aldrei og það verður ennþá meiri grisjun í greininni.“ Ólafur segir þá umræðu sem verið hefur að undanförnu um sjávarútveg og fiskveiðistjórn- unarkerfið mjög ósanngjarna. „Við rekum mjög öflug sjávarútvegsfyrirtæki hér á Snæfellsnesi með það að markmiði að halda uppi atvinnu. Þau fyrirtæki sem ætla sér að vera áfram í greininni, ætla sér að vera trúverðug, þau keyra ekki framhjá vigt, það eru alveg hreinar línur með það. Maður er alltaf að heyra einhverjar sögur um að ekið sé með afla framhjá vigt en þær sögur heyrir þú ekki hér á Snæfellsnesi enda fullyrði ég að slíkt svindl þekkist ekki á þessu svæði,“ segir Ólafur. GÍFURLEG HAGRÆÐING ORÐIN Útgerðarmaður Ólafur Rögnvaldsson segir þá sterkustu hafa það af. B jarni Gunnarsson, skipstjóri á Rifsnesi 134, öðr- um bát Hraðfrystihúss Hellissands, segir að ef menn geti bent á eitthvað betra en kvótakerfið til þess að stjórna fiskveiðum þá sé kvótakerfið komið í þrot. „Það hefur hins vegar enginn get- að bent á neitt betra. Á meðan auðlindin er tak- mörkuð, eins og á við um fiskinn í sjónum, verður fisk- veiðistjórnunarkerfið alltaf umdeilt og alltaf einhverjir sem hagnast á því og aðrir sem tapa á því,“ segir Bjarni. Bjarni segir að það sé svo önnur spurning hvort kvóta- kerfið hafi skilað árangri í uppbyggingu fiskstofnanna. „Það er ekkert víst að það sé kvótakerfinu að kenna hversu illa hefur gengið að byggja upp fiskstofnana. Það getur vel verið að það séu þættir í lífríkinu sem valda því og eins þessar endalausu uppsjávarveiðar sem taka æti frá fiskinum,“ segir Bjarni. Bjarni segir að mjög góð línuveiði hafi verið í vetur, í janúar, febrúar og fram í mars. „Það var óvenjulega góður fiskur og lítið sem ekkert af smáfiski þar sem við vorum að taka þetta á Flákanum. Undanfarin tvö, þrjú ár hefur verið mjög lítið af undirmálsfiski og smáum fiski, sem var mun meira af hér áður. Fyrir norðan var mun lakari fiskur og miklu minna fiskerí síðastliðið haust en haustið þar á und- an.“ Hann segir að ugglaust megi sníða ýmsa vankanta af kvótakerfinu. „Í mínum huga er höfuðgallinn á kvótakerf- inu sá að menn geta tekið ákvörðun um að selja kvótaeign sína og skilja þannig jafnvel heilu byggðarlögin eftir í sár- um. Menn hafa þennan möguleika, að labba út með allt heila klabbið. En við höfum aldrei upplifað slíkt hér á Snæ- fellsnesi og þess vegna erum við kannski ekkert að velta okkur upp úr þeim möguleika,“ segir Bjarni. Hann telur að kanna mætti hvort skerða ætti þá sem ekki veiða sínar heimildir að fullu frekar en aðra. „Núna eru 32 þúsund tonn af þorski óveidd og það má nú veiðast vel fram á 1. september ef það á að nást. Hvaða ástæða er til þess að skerða hjá okkur þegar einhverjir aðrir eru að brenna inni með veiðiheimildir?“ spyr Bjarni. Skipstjóri Bjarni Gunnarsson segir endalausar upp- sjávarveiðar taka æti frá þorskinum. VERÐUR ALLTAF UMDEILT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.