Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2007 31 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Barnavörur Útsala 30-60% afsl., netverslunin Sjöberg. Útsala í netverslun Sjö- berg. 30-60% afsláttur af öllum vör- um. Gæða dönsk barnaföt. Kíkið á úrvalið á vefsíðu okkar: http://www.- sjoberg.is. Sjón er sögu ríkari. Spádómar Garðar Ódýr garðsláttur í sumar. Tek að mér garðslátt í sumar. Verð frá 5.000 krónur hvert skipti. Góð og snögg þjónusta. Hafðu samband í síma 847 5883. Heilsa Ristilvandamál Sló í gegn á Íslandi á 10 mánuðum www.leit.is. Smella á ristilvandamál. Mikið úrval fæðubótarefna Prótein - Kreatín - Glútamín - Gainer Ármúla 32. Sími 544 8000 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18. Heimilistæki Ryksuguvélmennið frábæra. Roomba SE. Líttu á heimasíðuna. Hreinasta snilld. Tekur upp allt sem hún fer yfir, þetta er tækið sem þú ættir að fá þér. Njóttu sumarsins. Upplýsingar í síma 848 7632. www.roomba.is Húsnæði í boði Falleg og björt 3-4 herbergja íbúð, 90 fm til leigu á Baldurs- götu frá 1. september. Íbúðin leigist með húsgögnum, tækjum, eldhús- búnaði o.fl. Leitað er að reglusömum, snyrtilegum og reyklausum leigjanda. Leiguverð: 120.000 kr. á mánuði. Bankaábyrgðar er krafist. Vinsam- legast hafið samband við Önnu, annaellen@torg.is. Húsnæði óskast Húsnæði óskast í Hveragerði. 6 manna fjölskyldu vantar húsnæði til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 699 3647 eða kahb@mi.is. Sumarhús Sumarhús - orlofshús . Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu Trampolin. Einfaldlega betri, veldu gæðin öryggisins vegna, örfá Trampolin eftir, fyrstir koma fyrstir fá. Upplýsingar: Trampolinsalan í síma 848 7632. Þjónusta Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Einangrunarplast - takkamottur Framleiðum einangrunarplast, takkamottur fyrir gólfhitann, fráveitu- brunna Ø 400, 600 og 1000 mm, vatnslásabrunna, vatnsgeyma, sand- föng, olíuskiljur, fituskiljur, rotþrær, vegatálma og sérsmíðum. Verslið beint við framleiðandann, þar er verð hagstætt. Einnig efni til fráveitulagna í jörð. Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími 561 2211, Borgarplast, Mosfellsbæ, sími 437 1370. Heimasíða: www.borgarplast.is Ýmislegt 580 7820 Bílar Til sölu glæsilegur VW Passat station 2002, ekinn 86.000, 2000 vél, sjálfskiptur, álfelgur, vetrardekk fylgja, fæst gegn yfirtöku láns kr. 1.197.000 þús. Upplýsingar í síma 669 1195. Til sölu glæsilegur Chrysler Crui- ser, 2.0 L, árg. ‘02, ek. 69 þús. með leðurinnr., beinskiptur o.fl. Ás. verð kr. 1.490 þús. Tilb. útb. kr. 450 þús. Yfir- taka á láni 780 þús. Sími 866 3456. Nissan Micra, árg. ´99, ek. 109 þ. Nýskoðaður, nýsmurður, beinskipt., 3ja dyra og vel með farinn. Verð 350 þús. Uppl. í síma 691 6859. Ford Escape Limited 4x4 4DR Árg. ‘06, ek. 12 þús. Bensín, 5 manna. Einn með öllu. Listaverð 3.150 þús. Tilboðsverð 2.990 þús. Upplýsingar í síma 864 5634. Daihatsu Sirion. Daihatsu Sirion, árg. 1998, ekinn aðeins 78 þús. Nagladekk fylgja. Verð 280 þús. Uppl. í síma 865 3499. Jeppar Ford Explorer, árg. 1992 til sölu. 2ja dyra, vetrardekk á felgum fylgja með. Verð 80.000. Upplýsingar í síma 824 8018. Ökukennsla Býð upp á ökukennslu Síminn er 663 3456. Tjaldvagnar Tjaldvagnaleiga KB. Er með nýja tjaldvagna til leigu. Er á Akureyri. Uppl. í síma 857 6010. Hjólhýsi Hjólhýsi til sölu! 2007. Hefurðu séð glæsilega Delta Euro- liner kojuhúsið hjá okkur? Svefnpláss fyrir 6. Verð 1.890.820 kr. Allt að 100% lán. Fortjald á hálfvirði. Sími 587 2200 og 898 4500. www.vagnasmidjan.is Kerrur Sumarútsala á kerrum Brenderup 3205 S – innanm. 204x142x35 cm – burðarg. 600 kg – dekk 10“.Listaverð: 145.000 Til- boðsverð: 135.000. Lyfta.is, s. 421 4037, Njarðarbraut 3, Reykjanesbæ. Stórar kerrur á lágu verði til sölu. Fjölnota kerrur. Stærð á burðarfleti 3,7x1,5, kerra á mynd kr. 148.155. Sjá nánar á topdrive.is. Smiðju- vellir 3, 230 Kef. Sími 422 7722. Litlar og nettar kerrur til sölu, margar stærðir kerra, á mynd stærð 140x92 cm. Verð 49.669. Sjá nánar á topdrive.is. Uppl. í síma 422 7722. ✝ Guðlaug ÁgústaValdimars fæddist á Eskifirði 12. mars 1916. Hún lést í Sóltúni 2, 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaug Benjamínsdóttir og Ágúst Nikulásson. Móðir Guðlaugar lést frá henni viku gamalli og gengu þá frænka hennar Hildur Jónsdóttir ljósmóðir og Valdi- mar Sigurðsson henni í foreldra stað. Guðlaug Ágústa átti einn al- bróður, Kristin Ágústson og tvo hálfbræður samfeðra, Eirík og Ás- geir. Guðlaug flutti með móður og uppeldissystkinum til Reykjavíkur um fermingu. Hún stundaði nám við Kvennaskólann og lærði síðan tannsmíði hjá Halli Hallssyni tannlækni. Guðlaug Ágústa giftist árið 1940 Ein- ari Pálssyni tækni- fræðingi, f. 5. apríl 1914, d. 16. okt. 1973. Foreldrar Ein- ars voru Páll Magn- ússon, járn- smíðameistari og Guðfinna Ein- arsdóttir. Systkini hans voru sex og er Jóhann Pálsson einn á lífi. Guðlaug og Einar eignuðust þrjú börn, Valdimar, Einar Pál og Hildi og eru barnabörnin ellefu og barnabarnabörnin ellefu. Útför Guðlaugar Ágústu verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Fossvogs- kirkjugarði. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund hjá okkur í þessu jarðlífi. En sem betur fer höfum við átt alveg ótrúlega langan tíma saman. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig fyrstu sjö ár ævi minnar en þá bjuggu ég, mamma, pabbi og Einar bróðir hjá þér og afa á Lynghaganum, fyrst í kjallaranum og eftir að afi dó, uppi hjá þér. Eft- ir að ég fluttist í Mosfellsbæinn var ekki um annað að ræða en að fá að fara til þín um helgar og eiga nota- lega stund saman, ef enginn nennti að keyra mig þá var bara ekkert annað í stöðunni enn að fara að gráta og hætta ekki fyrr en lagt var af stað til ömmu. Ég man ekki betur en ég hafi alltaf haft vinning- inn þar. Það voru ótrúlegustu hlut- ir sem við gerðum, kúrðum upp í rúmi, og alltaf keyptir þú Síríus súkkulaði með hnetum og rúsínum og lakkrís, lásum saman bækur og dönsku blöðin sem þú hafðir mjög gaman af. Stundum fórum við og heimsóttum Kiddu og Kidda en þá var farið í strætó til Hafnarfjarðar eða hitta Maggý vinkonu þína. Það var ótrúlegt en þú virtist alltaf hafa endalausa þolinmæði gagnvart mér. Alltaf varstu alveg ótrúlega pjöttuð og þú vildir alltaf vera fín í fallegum fötum með festar um hálsinn og í hreinum og vel strauj- uðum fötum og vel lagt hárið. Við gerðum nú oft mikið grín að þessu. Þú bakaðir líka alltaf sérstaka köku þegar við áttum afmæli, sír- ópsköku og við hlökkuðum alltaf mjög mikið til þegar þú komst með hana. Þú varst búin að telja okkur trú um að enginn gæti bakað þessa köku nema þú, því þú ættir alveg sérstakan kraftmikinn þeytara til þess að búa til kremið á hana. En eftir að þú gast ekki bakað lengur höfum við nú reynt að fikra okkur áfram í þessari köku og hefur gengið á ýmsu, t.d. brætt úr einum þeytara, en við munum halda áfram að baka kökuna. Þegar ung- lingsárin gengu í garð hætti ég að koma en þá fórst þú að koma um helgar til okkar í sveitina og ég man enn hvernig taskan sem þú komst alltaf með leit út. Það var alltaf jafn notalegt að hafa þig hjá okkur. En þegar þú fórst að eldast hættir þú að vilja gista á næturnar því þér fannst betra að sofa í þínu rúmi. Þegar ég átti elstu börnin mín þá spurðir þú mig hvort þú mættir strauja barnafötin fyrir mig áður en þau fæddust og var það auðsótt mál. Einnig komstu nokkr- um sinnum og straujaðir fyrir mig eftir að þau voru fædd því þér fannst þetta svo gaman. Eftir að þú fluttist á Sóltún hafðir þú líka gaman af að fá börnin mín í heim- sókn til þín. Stundum nenntir þú ekki að vakna þegar við komum en um leið og þú sást börnin brostir þú út að eyrum. En elsku amma mín, takk fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir mig og hugsa svona vel um mig og ætla ég að kveðja þig með orðunum sem þú kvaddir mig svo oft með – og ég nota þegar ég býð mínum börnum góða nótt: „Góður Guð og englarnir passi þig,“ elsku amma mín, þín Guðlaug. „Lauga litla er í Kvennaskólan- um og stendur sig vel, hún er sin- nug og myndarleg stúlka.“ Þessa umsögn um kæra frænku, sem nú er nýlátin, las ég í sendibréfi dag- settu 9. desember 1930. Bréfið skrifaði fósturmóðir Laugu, ljós- móðirin Hildur Jónsdóttir systur- dóttur sinni Guðrúnu Karlsdóttur móður minni. Ljósmóðirin, sem fór með hvítvoðunginn heim frá dán- arbeði móðurinnar. Í Brekkukotsannál stendur: „Vit- ur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn“ þó ég muni aldrei samþykkja það, þá hlýt ég að viðurkenna að í Laugu tilfelli var um undantekn- ingu að ræða. Hjá Hildi ömmusyst- ur minni og Valdimar afabróður mínum átti Lauga farsæl bernsku- og æskuár austur á Eskifirði og í Reykjavík, varð yngsta systir fimm barna þeirra. Leiðir okkar Laugu hafa legið saman óslitið frá haustinu 1937. Þá voru fósturforeldrar hennar látnir og þær systur Steinunn og Margrét, sem þá ráku Hótel Skjaldbreið í Reykjavík, teknar við uppeldishlut- verki foreldra sinna. Hótel Skjald- breið var fyrsti viðkomustaður minn- ar fjölskyldu við flutning til Reykjavíkur. Þá var Lauga ung og falleg, geislandi af lífsorku, gæðum og vellíðan og hafði ekki aðeins lokið við Kvennaskólann heldur var að ljúka námi sem tannsmiður. Tíminn líður hratt og margar myndrænar minningar fara í gegn- um hugann. Eskifjarðarfrændfólkið mitt var afar samrýmt, mér er óhætt að segja að haldið var upp á alla afmælisdaga stórfjölskyldunn- ar, þar sem var spilað og spjallað og dýrindis veitingar fram bornar. Þá mátti fólk vera að því að hittast og talast við, en vann þó engu að síður ekki minna en í dag. Heimili Laugu og eiginmanns hennar Einars mótaðist því einnig af sama myndarskap og gestrisni og Lauga hafði vanist í uppvext- inum. Lauga var fyrirmyndar hús- móðir, samviskusöm og vandvirk, góð eiginkona og mikil móðir. Ég minnist margra skemmtilegra heimsókna á Hverfisgötuna, Berg- staðastrætið, í Brekkubæ, Dala- kofa, á Lynghagann, Reynimelinn og ekki síst á Sléttuveginn, þar sem við báðar á efri árum eign- uðumst íbúðir í húsi fyrir eldri borgara. Laugu leið vel hér á Sléttuveginum, hún var félagslynd, tók þátt í því sem á boðstólum var, eignaðist marga góða vini, borðaði í þjónustuselinu og naut umhyggju og aðstoðar Helgu forstöðukonu þar og hennar aðstoðarkvenna. Við vorum því mörg hér sem söknuðum Laugu, þegar hún missti heilsuna og varð að fara á hjúkrunarheimili. Hjúkrunarheimilið Sóltún varð því síðasta heimili Laugu. Þar naut hún góðrar umönnunar sem virki- lega ber að þakka. Að leiðarlokum þakka ég hinni elskulegu „sinnugu“ frænku minni einstaka samfylgd og votta börnum hennar og fjölskyld- um þeirra samúð mína í söknuði þeirra. Guð blessi Laugu og fólkið hennar. Ingibjörg Jónsdóttir. Guðlaug Ágústa Valdimars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.