Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 29
hann svo ánægður með notkun skál- ans og viðhald sem og kraft Aðal- steins árum saman að hann fékk sam- þykki félagsins fyrir því að afhenda Arnarsetur sem gjöf til Ægisbúa. Skálinn hefur komið sér vel fyrir úti- líf Ægisbúa og hefur verið í fullri notkun í 37 ár. Á einu af stórafmælum Skátafé- lags Reykjavíkur afhenti þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur, Gunnar Thoroddsen, félaginu lóð undir skáta- heimili við Nesveg, en hverfið þar var þá í mikilli uppbyggingu. Skátar áttu aldrei fé til bygginga en þegar Haga- skóla vantaði lóð fyrir íþróttahús varð að samkomulagi við Reykjavík- urborg að skátar fengju yfirráðarétt á hæðinni ofan á búningsherbergjun- um og inngöngum á jarðhæð, gegn því að láta eftir téða lóð. Aðalsamn- ingamaður við borgina var Aðalseinn Júlíusson og vann hann í því máli gott verk fyrir skátana. Aðstaðan er góð, staðsetning í hverfinu hentaði vel og þúsundir unglinga úr vesturbæ Reykjavíkur hafa gengið um þessi húsakynni í rúma þrjá áratugi. Að- alsteinn var ávallt viðbúinn að taka að sér verkefni sem þurfti að leysa og vinna að. Hann sá oft spaugilegu hlið- ina á málum og flýtti það oft fyrir lausnum. Það má segja að hann hafi látið verkin tala. Aðalsteinn og Áslaug voru sam- hent hjón. Fjölskyldan og samvera með sonum sínum Júlíusi og Birni og fjölskyldum þeirra var þeim mikils virði. Síðustu árin bjó Aðalsteinn í húsi sínu í skjóli Júlíusar og Helgu tengdadóttur sinnar. Þar birtist sama nærgætnin og umhyggjan gagnvart honum sem hann sjálfur hafði sýnt fjölskyldu sinni. Fjölskyldunni og vinum votta ég samúð við fráfall trausts vinar. Kæri vinur – hvíl þú í friði. Tómas Grétar Ólason. Aðalsteinn Júlíusson var um langt skeið í forystu fyrir skátastarfi hér í borg enda í forystusveit skátafélags- ins Ægisbúa í Vesturborginni um langt árabil. Aðalsteinn var að uppruna Akur- eyringur og sem skáti alinn upp undir handarjaðri hins ötula og dugandi skátaforingja Tryggva Þorsteinsson- ar, sem stjórnaði skátastarfi á Akur- eyri svo enn er minnst. Ég kynntist Aðalsteini fyrst 1946, þegar hann réðst til starfa hjá Banda- lagi íslenskra skáta sem erindreki sem vann að eflingu skátastarfs í fé- lögum um allt land. Þar eins og alltaf vann Aðalsteinn starf sitt af alefli og samviskusemi. Árið 1948 var hann í miðstjórn stærsta skátamóts sem þá hafði verið haldið á Íslandi. Þegar Aðalsteinn kom heim frá verkfræðinámi í Danmörku tók hann við starfi á Vita- og hafnarmálaskrif- stofu. Þar naut hann mikils trausts og tók við starfi forstjóra þeirrar skrif- stofu innan fárra ára. Aðalsteinn og fjölskylda hans tóku strax við forystustörfum í skátafélag- inu Ægisbúum sem stóð fyrir fjöl- þættu skátastarfi um langt árabil. Nú þegar leiðir skilur er ánægju- legt að minnast þess hve mikinn ár- angur störf Aðalsteins sem erindreka og ferðir hans til flestra skátafélaga á landinu báru. Vinátta einkennir gott skátastarf og það á svo sannarlega við um Aðalstein, Áslaugu og fjöl- skylduna alla. Slík vinátta er mikils virði og er ómetanleg. Ég vil færa sonum Aðalsteins og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur um leið og ég þakka langt og farsælt samstarf og vináttu um 60 ára skeið. Páll Gíslason.  Fleiri minningargreinar um Aðalstein Júlíusson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2007 29 Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800                          Fallegir legsteinar á góðu verði í sýningarsal okkar Englasteinar Helluhrauni 10 220 Hafnarfjörður Sími 565 2566 www.englasteinar.is ✝ Útför elskulegs eiginmanns míns og föður okkar, ÓLAFS GUNNLAUGSSONAR læknis, Sólheimum 23, verður gerð frá Dómkirkjunni, föstudaginn 6. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans eru vinsamlegast beðnir að láta líknarfélög njóta þess. Sigríður Ásgeirsdóttir, Ásgeir K. Ólafsson, Ása M. Ólafsdóttir, Ágústa Ólafsdóttir, Anna Katrín Ólafsdóttir. ✝ Við þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, HREIÐARS SVAVARSSONAR, Æsufelli 4, Reykjavík. Erla Bjarnadóttir, Arndís Hreiðarsdóttir, Haleem Dabedoub, Smári Hreiðarsson, Margrét Ásta Guðjónsdóttir, Sverrir Hreiðarsson, Margrét Ragnarsdóttir, Anna Lind, Halldóra Rannveig, Hreiðar, Ragnar Steinn, Guðjón, Erla, Adam og Dagur afabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN HEIÐAR JÓNSSON úrsmíðameistari, Byggðarenda 21, andaðist laugardaginn 30. júní á gjörgæsludeild landspítala í Fossvogi. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sjöfn Bjarnadóttir, Sigríður Hermannsdóttir, Árni H. Róbertsson, Guðmundur B. Hermannsson, Guðrún Bjarnþórsdóttir, Sváfnir Hermannsson, Katrín Jónsdóttir, Jón Ágúst Hermannsson, Birna S. Björgvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON, lést á hjartadeild landspítalans við Hringbraut, sunnudaginn 1. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Svanhildur Th. Valdimarsdóttir, Margrét Inga Karlsdóttir, Helga Jóhanna Karlsdóttir, Rúnar Sólberg Þorvaldsson, Bjarni Karlsson, Svanhildur A. Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HALLDÓR SVEINBJÖRN ÞÓRÐARSON skipstjóri, Krossholti 11, Keflavík er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Bergþóra Hulda Ólafsdóttir, Guðlaug Hulda Halldórsdóttir, Örn Sævar Eiríksson, Sveinbjörg Halldórsdóttir, Eyjólfur Agnar Gunnarsson, Halldór Halldórsson, Þorgerður Ásdís Viðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskulegur sonur okkar, faðir, bróðir og dóttursonur, HARALDUR GRÉTAR GUÐMUNDSSON, Fannafold 60A, Reykjavík, lést 1. júlí. Guðmundur Haraldsson, Sigrún Geirsdóttir, Hafdís Lilja Haraldsdóttir Guðmundur Haraldsson, Berglind, Bergrós og Gerður Guðmundsdætur, Sigurbjörg Sigfinnsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir mín, BRYNHILDUR KJARTANSDÓTTIR fyrrum stærðfræðikennari, Skúlagötu 44, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir, mánudaginn 25. júní, verður jarðsett frá Hallgrímskirkju í Reykja- vík á morgun, miðvikudaginn 4. júlí, kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á UNICEF Ísland (Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna) eða Orgelsjóð Hallgrímskirkju. Erla Elín Hansdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, PÉTUR KR. BJARNASON skipstjóri frá Ísafirði, er látinn. Útförin verður frá Lágafellskirku í Mosfellsbæ, þriðjudaginn 10. júlí kl. 13.00. Helga Ebenezersdóttir, Ebba G. Pétursdóttir, Herdís Pétursdóttir, Elín Þ. Pétursdóttir. ✝ Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, HJALTI ÓLAFSSON skipstjóri, til heimilis á Skúlagöu 20, áður Þinghólsbraut 55, Kópavogi, sem lést 18. júní verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju, miðvikudaginn 4. júní kl. 13.00. Jón Hjaltason, Ólöf Halldórsdóttir, Guðrún Björk Jónsdóttir, Anna Marie Arnold, Guðmann Friðgeirsson, Jennifer Ágústa Arnold, Þorsteinn Kristmundsson og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.