Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2007 9 FRÉTTIR Laugavegi 82, sími 551 4473 Póstsendum Það nýjasta í undirfötum frá París Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Úrval af nýjum bolum Stutterma - langerma Kanaríeyjahátíð 2007 Kanaríflakkarar í Árnesi, Gnúpverjahreppi, 6.-8. júlí Harmónikuball föstudagskvöld Hljómsveit Ingvars Hólmgeirssonar og Sigurðar Hannessonar ásamt söngvaranum Þorvaldi Skaptasyni Laugardagur: Hátíðarhlaðborð hjá Begga kl. 19.00. Hinn frábæri Örn Árnason skemmtir matargestum kl. 20.30 Happdrætti - Glæsilegir vinningar. Danshljómsveit Geirmundar Valtýssonar kl. 23.00. Góð tjaldstæði - Allir velkomnir Takið með ykkur gesti í Kanarístuðið! Stjórnin. Útsala Erum flutt í nýtt húsnæði að Faxafeni 10 Nú er hægt að gera mjög góð kaup. Allt að 75% afsáttur. Dæmi um verð: Áður Nú Bolur 2.400 1.500 Buxur 7.900 3.900 Toppur 3.900 990 Kjóll 5.400 2.000 Peysa 6.900 2.900 Skór 5.900 2.900 Herrapeysa 7.600 2.900 Mikið úrval af eldri fatnaði á 990 kr. kaupir tvær færð þriðju fría með. Opið kl. 10.00–18.00 virka daga, lokað á laugardögum www.friendtex.is Faxafen 10 sími 568 2870 Upplýsingar í síma 899 5863 Laust í sumar. Í höfuðborginni, Mahón á Menorca og á Valladolid. Laust í sept. Barcelona og Playa de Aro á Costa Brava. www.helenjonsson.ws • www.spainapartments.ws Gisting á Spáni Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Útsala Útsala Opið mán.-fös. kl. 10-18, laugard. í Bæjarlind kl. 10-15, í Eddufelli kl. 10-14. Eftir Kristin Benediktsson JARÐGÖNGIN Siglufjarðarmegin sem kennd eru við Héðinsfjörð eru komin tvo kílómetra inn í fjallið en Ólafsfjarðarmegin um 1.300 metra og lengjast göngin um 20 metra á sólar- hring. Efnismassinn sem keyrður er út úr fjöllunum á þeim tíma er um þúsund tonn og nýtist til vegagerðar vegna ganganna og fleiri verkefna. Tékkneska verktakafyrirtækið Metrostav vinnur við jarðgangagerð- ina en Háfell ehf. við vegagerðina bæði utan sem innan ganganna. Borvélin að allan sólarhringinn Borvél Tékkanna er að allan sólar- hringinn og er þar unnið á vöktum. Vélin borar með þremur borörmum og ef einum bornum gengur betur að bora en öðrum þá metur tölvustýring tækisins áframhaldandi borun svo há- marksafköst náist. Þannig eru borað- ar fjögurra metra langar holur og sprengt tvisvar á hverjum sólarhring. Magnið sem flutt er út á búkollum eft- ir hverja sprengingu er gríðarlegt og lætur nærri að samtals sé það um þúsund tonn á sólarhring báðum megin ganganna. Reknar eru fjög- urra metra langar járnstangir upp í hvelfinguna og steypt með til að binda bergið og styrkja þannig loftið. Öll fóðrun við göngin bíður betri tíma. Göngin Siglufjarðarmegin eru bor- uð í gegnum Staðarhólsfjall gegnt bænum og er gangamunninn undir Hestskarðshnjúki. Borað er á ská í suðaustur, er nú verið að bora undir Pallahnjúk en áætlað er að eftir séu um 1.500 hundruð metrar inn í Héð- insfjörð. Göngin Ólafsfjarðarmegin eru boruð inn í Ósbrekkufjall gegnt bænum. Vinna þar hefur gengið verr þar sem vatnsagi hefur tafið fyrir bor- uninni. Göngin þar verða 6,7 km að lengd þannig að samtals verða göngin um 11 km löng og eru verklok áætluð í desember 2009. Alls koma um hundr- að manns að verkinu en vegna vinn- unnar í göngunum sem unnin er á hlaupandi vöktum sem kallað er, tveir mánuðir unnir og einn í frí, þarf tölu- verða mönnun við verkefnið. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Inni í göngunum Myrkrið væri alltumlykjandi inni í göngunum ef menn hefðu ekki yfir að ráða öflugri lýsingu. Þúsund tonn á sólar- hring út úr fjöllunum Vinna við gerð Héðinsfjarðarganga gengur vel                     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.