Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Garður | Góð stemning var á Sól- seturshátíð í Garði um helgina, enda þátttaka góð og veðrið ein- stakt. Hátíðin fór vel fram og eru mótshaldarar ánægðir með hvern- ig til tókst. Metþátttaka var í ár og á hátíðin eflaust eftir að vaxa á komandi árum. Sólseturshátíð í Garði var haldin í þriðja sinn um nýliðna helgi. Þrátt fyrir að helgin sé ein mesta ferða- helgi ársins lögðu margir leið sína í Garðinn, sumir með útilegubúnað. Jafnvel þeir sem búsettir eru í Garði bættust í hóp ferðafólks og tóku þátt í stemningunni á tjald- svæðinu á flötinni við Garðskaga- vita enda fóru flest skemmtiatriðin þar fram. Hátíðin hófst á föstudagskvöld með opnun myndlistarsýningar Braga Einarssonar í húsakynnum Byggðasafnsins. Tónlistarmaður- inn KK var með tónleika í Sam- komuhúsinu um kvöldið og að þeim loknum var unglingunum boðið í sundlaugarpartí. Laugardagurinn var aðaldagur hátíðarinnar og var margt í boði fyrir alla fjölskylduna. Börnin fóru í fjöruferð með Kristjönu Kjart- ansdóttur og sóttu meðal annars efnivið í Listasmiðju sem starfrækt var fram eftir degi. Sýnd var heim- ildamynd um Garðinn eftir Guð- mund Magnússon, tónlistarmaður- inn Vignir Bergmann flutti Sólseturslagið, skemmtiatriði voru framreidd allan daginn og ýmis keppni var í gangi, svo sem kassa- bílarall. Um kvöldið var tónlistar- flutningur á sviðinu og undir dag- skrárlok var kveikt í brennu og sungið. Hátíðinni lauk um miðjan dag á sunnudag eftir að verðlaunað hafði verið í samkeppni um bestu sólset- ursmyndina og í kassabílarallinu. Metþátttaka í Sólseturshátíð sem haldin var á Garðskaga um helgina Slógust í hóp ferðafólks Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Kassabílarall Börn og fullorðnir sameinuðu krafta sína í kassabílarall- inu þar sem allir bílarnir voru heimasmíðaðir. Guðjón Örn sigraði. Stór, stærri, stærstur Fjöllistahópur setti svip sinn á Sólseturshátíðina í Garði og Garðskagaviti var færður í hátíðarbúning. Reykjanesbær | Verið er að setja upp sýningu á nýj- um skipslíkönum eftir Grím Karls- son í íþrótta- miðstöðinni við Sunnubraut í Keflavík. Sýningin verður opnuð næst- komandi fimmtu- dag, klukkan 15. Sýningin heitir Hafið. Auk 30 skipslíkana verða ýmsir aðrir munir og myndir sem tengjast sjávarútvegi og eru í eigu Gríms Karls- sonar. Á sýningunni má meðal annars sjá Marsley, skip Hans Söbslad. Einnig Ónefnda skipið sem aldrei fékk nafn og aldrei var byggt. Sjá má Gránu, Helgu og Sophie Wheatly sem mörkuðu djúp spor í sjálfstæðisbaráttu og versl- unarsögu þjóðarinnar. Ellefu Sví- þjóðabátar eru á sýningunni, þar á með- al fyrsti og síðasti báturinn sem komu, Hafdís RE 66 og Otur RE 32, og sá eini sem eftir er í dag af 80 skipa flota sem kom frá Svíþjóð eftir stríðið, Þorsteinn GK 15. Einnig er fróðlegt að skoða ýmsa muni og handverkfæri sem notuð voru fyrir vélvæðinguna í fiskiðnaði. Sýn- ingin er haldin á vegum Félags áhuga- manna um Bátasafn Gríms Karlssonar með aðstoð Reykjanesbæjar. Í Duus- húsum er sem fyrr sýningin Bátafloti Gríms Karlssonar með tæplega 90 bátalíkönum og ýmsum öðrum munum. Sýningin í íþróttahúsinu við Sunnu- braut verður orðin alla daga vikunnar frá 13 til 17 og stendur fram yfir versl- unarmannahelgi. Marsley er meðal nýrra líkana Gríms Karlssonar Kárahnjúkar | Botnrásarlokur Kárahnjúkastíflu verða opnaðar í dag og eykst því verulega rennsli í farvegi Jökulsár á Dal. Byrjað verð- ur að hleypa vatni úr lóninu klukkan 10 og verða lokurnar opnaðar í áföngum þangað til þær verða opn- aðar til fulls síðdegis. Þær verða síð- an opnar í fjóra sólarhringa. Markmiðið með því að opna botn- rásina er öðrum þræði að prófa og láta reyna á tækni, búnað og kerfi eftirlits og umsjónar. Einnig er verið að tappa af lóninu vegna þess að það fyllist fyrr en æskilegt er. Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Kára- hnjúkavirkjunar, segir að þetta sé gert að ráði hönnuða stíflunnar. Útlit sé fyrir að lónið fyllist í haust þótt nokkrum sinnum verði tappað af því næstu vikurnar. Ekki er búist við að vatnsborð lónsins lækki því rennsli í það er svipað eða meira á góðum dögum en sem nemur aftöppuninni, að sögn Sigurðar. Á meðan botnlokurnar verða opn- ar mun vatnsmagn í farvegi Jökulsár á Dal aukast um 135 til 310 rúm- metra sekúndu. Við fulla opnun verður rennsli árinnar við Hjarðar- haga örlítið yfir meðalrennsli í Jöklu á sama árstíma fyrir virkjun. Vatni tappað af Háls- lóni í Jökulsá á Dal AUSTURLAND Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Breiðdalur | Minnisvarði hefur ver- ið reistur á bökkum Breiðdalsár til heiðurs Sigurði heitnum Lárussyni frá Gilsá. Sigurður var fyrsti for- maður Veiðifélags Breiðdalsár og frumkvöðull að laxarækt þar og gerð laxastiga við Beljanda. Sigurður lést fyrr á þessu ári, 85 ára að aldri. Hann beitti sér fyrir stofnun Veiðifélags Breiðdalsár og var formaður þess fyrstu 27 árin. „Breiðdalsá var Sigurði Lárussyni afar hjartfólgin. Sannarlega setur hún sterkan svip á allt náttúrufar hér í sveitinni og ekki síður sá Sig- urður fyrir sér að áin geymdi gjöful tækifæri fyrir mannlíf og búsetu hér í Breiðdal. Þau fólust meðal annars í því að rækta ána upp í að verða fengsæl fiskveiðiá til stang- veiði. Þær væntingar hafa ræst og því fögnum við,“ sagði séra Gunn- laugur Stefánsson í Heydölum, for- maður Veiðifélagsins við athöfn sem félagið efndi til á opnunardegi árinnar, síðastliðinn sunnudag vegna afhnjúpunar minnisvarðans um Sigurð. Athöfnin fór fram við fossinn Beljanda og var það vel við hæfi að fyrsti lax sumarsins veidd- ist þar skammt frá fyrr um daginn. Forysta um laxarækt Þegar Gunnlaugur rifaði upp óeigingjörn störf Sigurðar í þágu veiðifélagsins gat hann sérstaklega um forystu hans við laxaræktina og gerð laxastigans við Beljanda. „Það þurfti djörfung og stórhug frá orð- um til athafna. Við njótum góðs af því í dag og byggjum áfram á þeim grunni sem frumkvöðlarnir lögðu,“ sagði Gunnlaugur og gat einnig framlags samstarfsmanna Sigurð- ar, þeirra Péturs Sigurðssonar á Ósi og Ingólfs Reimarssonar á Kleif. Breiðdalsá er komin í hóp betri laxveiðiáa landsins. Veiðifélagið á nú í samstarfi við Þröst Elliðason sem hefur ána á leigu. Gunnlaugur segir að það samstarf hafi reynst vel. Nefnir hann að laxaræktin sem Þröstur hefur staðið fyrir í sam- vinnu við veiðifélagið hafi gefið góð- an árangur og geri vonandi áfram. Þá hafi veiðihúsið sem Þröstur byggði í Eyjum reynst ánni mikill styrkur. Steininn sem minningarskjöldur um Sigurð er festur á völdu hjónin á Gilsá, Lárus Sigurðsson og Helga Pálína Harðardóttir. Steinninn er ættaður innan úr Norðurdal, í ná- grenni við ævislóðir Sigurðar. Sag- an segir að þessi steinn hafi komið fram þegar unnið var við vegagerð við Norðurdalsveginn og Jónas Jónsson vegavinnuverkstjóri hafi látið taka hann til hliðar og geyma skammt innan við heimreiðina að Gilsárstekk. Minnisvarði um frum- kvöðul við Breiðdalsá Minningar Hrafnkell Lárusson flutti frásögn afa síns af stofnun veiði- félagsins og þrjú afabörn Sigurðar afhjúpuðu minnisvarðann, Erla Vikt- oría og Elís Alexander Hrafnkelsbörn og Rebekka Rán Björnsdóttir. Heiðra minningu Sigurðar á Gilsá Í HNOTSKURN »Sigurður Lárusson á Gilsáfæddist 23. mars 1921 og lést 23. febrúar 2007. »Sigurður var frumkvöðullað stofnun Veiðifélags Breiðdalsár 1963 og formaður frá upphafi til ársins 1990. Hann stóð fyrir laxarækt í ánni og gerð laxastiga við fossinn Beljanda. Kárahnjúkar | Starfsmenn verk- takafyrirtækisins Arnarfells sprengdu um helgina síðasta haftið í þeim hluta aðrennslisganga úr Ufsa- lóni sem fyrirtækið hefur verið að grafa frá því í nóvember 2004. Hlaut Guðmundur Pétursson, verkefn- isstjóri Kárahnjúkavirkjunar hjá Landsvirkjun, þann heiður að leysa lokabombuna úr læðingi. Aðrennslisgöngin úr væntanlegu Ufsalóni tengjast stóru aðrennsl- isgöngunum milli Hálslóns og Fljótsdals. Þau verða alls um 13 km að lengd og 6,5 metrar að þvermáli. Bor 2 borar um 8,5 kílómetra af göngunum en Arnarfell sér um af- ganginn með hefðbundnari aðferð- um jarðgangagerðar. Arnarfellsmenn hófust handa við að bora og sprengja síðla árs 2004 og í apríl 2005 byrjuðu þeir hinum meg- in frá og unnu lengi vel að ganga- gerðinni á tvennum vígstöðvum. Þessi áfangi er hátt í þrír og hálfur kílómetri að lengd. Þegar kom að síðasta haftinu var boruð könn- unarhola í gegn og reyndist það vera tæplega 10 metra þykkt. Þá var haftið sprengt í tveimur færum, sú síðari á laugardagskvöldið og voru forsvarsmenn fyrirtækisins og fulltrúar Landsvirkjunar viðstaddir til að fagna áfanganum. Fram kemur á vef Kára- hnjúkavirkjunar að Arnarfellsmenn hafa, þrátt fyrir þennan góða áfanga, ekki sagt skilið við aðrennsl- isgöngin því þeir hafa tekið að sér viðbótarverk, að grafa og sprengja einn kílómetra til móts við Bor 2, til að flýta fyrir verkinu. Fyrirtækið hefur nú lokið tæplega hálfum kíló- metra af því. Borinn malar í stafninum hinum megin frá og gengur vel, að því er fram kemur á vefnum, reyndar svo vel að eftir hann liggur vikugamalt heimsmet í borun á einum sólar- hring. Sprengdu sig í gegn- um síðasta haftið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.