Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 B 15 KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is - www.job.is Nýr leikskóli – Baugur við Baugakór • Leikskólinn verður opnaður nú í haust. Einkunnarorð skólans eru: skynjun, uppgötv- un og þekking og höfð verður að leiðarljósi starfsaðferð sem kennd er við Reggio Emilia. Frábært tækifæri fyrir áhugasama kennara til að móta starf í nýjum leikskóla í t.d. tónlist, myndlist, tölvum, hreyfingu og útivist. • Laus er staða deildarstjóra og kennara á deildum og í sérkennslu, heilar stöður og hlutastöður. Ef ekki fást leikskólakennarar verða ráðnir starfsmenn með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinendur. Karlar jafnt og konur eru hvött til að sækja um. Laun skv. samningi Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara eða Starfsmanna- félags Kópavogs. Leikskólakennarar eru sérstaklega hvattir til að kynna sér nýjar samþykktir Kópavogsbæjar um kjör og starfsumhverfi í leikskólum. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Margrét Magnúsdóttir í síma: 570-1600 og 862-4060. Einnig gefur leikskólafulltrúi upplýsingar í síma: 570-1600. Óskum eftir að ráða starfsmann til starfa aðra hverja helgi, samtals 25-30 tíma í mánuði. Starfið felst fyrst og fremst í alúðlegri móttöku gesta veitingasalar og fjöldastýringu í samráði við vaktstjóra. Umsækjendur þurfa að búa yfir eftirfarandi:  Vera mjög vel íslenskumælandi.  Vera a.m.k. 25 ára.  Hafa jákvæða, fágaða framkomu. Athugið að starfið hentar jafnt konum sem körlum. Áhugasamir sendi umsókn á kolbrun@101hotel.is fyrir 17. ágúst nk. Aðeins er tekið við umsóknum sem berast með tölvupósti. Grandaskóli óskar eftir starfsfólki í eftirfarandi störf Þroskaþjálfi eða kennari sem sinnir einstökum nemendum, 70-100 % starfshlutfall. Stuðningsfulltrúi, 50-100 % starfshlutfall. Skólaliðar, 50-100 % starfshlutafall. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst nk. Nánari upplýsingar gefa Börkur skólastjóri borkur@grandaskoli.is og Inga aðstoðar- skólastjóri inga@grandaskoli.is, sími 561 1400. Grandaskóli stendur við sjávarsíðuna í Vest- urbæ Reykjavíkur. Nemendur eru um 310 tals- ins í 1.-7. bekk og við skólann starfa um 50 starfsmenn. Mikill stöðugleiki hefur verið í starfsmannahaldi skólans og í hópnum ríkir fagmennska og metnaður. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 24 ágúst n.k. til framkvæmdastjóra Sólheima, Guðmundar Ármanns á netfangið gap@solheimar.is, sem veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 480 4412. Menntun á sviði garðyrkju/skógræktar er nauðsynleg. Kostur er að viðkomandi hafi þekkingu og/eða reynslu af lífrænni ræktun. Reynsla af stjórnun æskileg. Í boði er áhugavert og krefjandi starf fyrir metnaðarfullan einstakling. Laun eru samkomulagsatriði. Sólheimar óska eftir að ráða forstöðumann skógræktarstöðvarinnar Ölurs. Skógræktarstöðin Ölur er sjálfstætt fyrirtæki í eigu Sólheima ses. Öll ræktun Ölurs er lífrænt vottuð. Ölur framleiðir skógar- og garðplöntur auk sumarblóma. Forstöðumaður ber ábyrgð á rekstri skógræktarstöðvarinnar þ.m.t. framleiðslu og sölu. FORSTÖÐUMAÐUR SKÓGRÆKTARSTÖÐVARINNAR ÖLURS Sólheimar ses. - 801 Selfoss - www.solheimar.is TÆKNIMAÐUR ÞJÓNUSTUDEILDAR Ísland Illumina þróar nýja kynslóð verkfæra fyrir umfangsmikla greiningu erfðafræðilegrar fjölbreytni og virkni. Niðurstöðurnar verða lagðar til grundvallar persónubundnum lækningum, en það er eitt meginmarkmið genamengjarannsókna og próteinfræða - undirstöðu læknisfræði framtíðarinnar. Vinna með búnað hjá viðskiptavinum, skipuleggja og sjá um fyrirbyggjandi viðhald, villuleit og umsjón með því að haft sé fljótt samband við viðskiptavini og að mál séu leyst tímanlega. Umsjón með íhlutum, verkfærum ásamt rekstrarstörfum, skipulagning/ útfærsla uppfærslu búnaðar og nýrra uppsetninga svo og ritun og endurskoðun þjónustu-/þjálfunarhandbóka, dagbóka fyrir þjónustu á staðnum og staðlaðra verklagsreglna. Krafist er reynslu af villuleit og viðgerð á flóknum ljósrafeindatækjum og vélbúnaði, hæfni í meðferð rafeindabúnaðar svo sem stafrænna spennumæla, sveiflusjáa o.s.frv. Staðfest þekking á tölvuvélbúnaði, Windows OS og netsamstarfi, góðir samskiptahæfileikar í síma, riti og máli, verður að tala reiprennandi ensku og hafa mjög góða hæfileika til skipulagningar, áætlanagerðar og forgangsröðunar. Verður að geta lyft 20 kg, vera tiltækur á allar vaktir og um helgar, hafa gilt ökuskírteini og farartæki, mikla hæfni til að leysa vandamál, geta unnið sjálfstætt og í teymi, gerð er krafa um tveggja ára starfsnám (A.S. degree) í rafmagnsfræði/rafeindafræði, vélfræði eða sambærilega gráðu með þekkingu í líftækni-/líflækningaiðnaði eða viðeigandi reynslu í hernum. Ef þú vilt fá að vita meira skaltu fara á: www.illumina.com Nortek leggur áherslu á: • Góða framkomu og stundvísi • Frumkvæði í starfi • Getu til að vinna sjálfstætt og skipulega undir álagi. Starfskjör eru samkomulagsatriði. Björgvin gefur nánari upplýsingar um störfin í síma 587-7390 á skrifstofutíma. Vegna mikilla umsvifa leitar Nortek ehf að starfsfólki Eirhöfða 13, 110 Reykjavík Sími 587 73 90 Hjalteyrargata 6, 600 Akureyri Sími 461 39 90 nortek@nortek.is www.nortek.is RAFVIRKI Við leitum að rafvirkja með sveinspróf. Starfið felst í lagnavinnu, uppsetningu á búnaði og forritun. RAFEINDAVIRKI Við leitum að rafeinda- virkja með sveinspróf. Starfið felst í lagnavinnu, uppsetningu á búnaði og forritun. Við leitum að vélstjóra eða vélvirkja. Starfið felst í uppsetningu og þjónustu með hlið, bómur og slökkvikerfi. SÖLUMAÐUR Við leitum að dugmiklum sölumanni með áhuga á öryggiskerfum og búnaði tengdum þeim. Starfið felst í beinum samskiptum við viðskiptavini. VÉLSTJÓRI EÐA VÉLVIRKI Við leitum að öflugum starfsmanni í verkefna- stjórnun, hönnun, tilboðs- gerð og sölu RAFMAGNSIÐN- FRÆÐINGUR EÐA RAFMAGNSTÆKNI- FRÆÐINGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.