Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 B 43
- Einn vinnustaður
Sviðsstjóri Umhverfissviðs
Borgarstjórinn í Reykjavík auglýsir stöðu sviðsstjóra
Umhverfissviðs lausa til umsóknar.
Hlutverk og ábyrgðarsvið:
• Ber ábyrgð á stjórnun, rekstri, daglegri yfirstjórn og samhæfingu
starfskrafta Umhverfissviðs.
• Hefur frumkvæði og stýrir stefnumótunarvinnu í
málaflokknum.
• Veitir forystu í þróun nýrra hugmynda og verkefna og innleiðinga
þeirra í málaflokknum.
• Er framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og umhverfisráðs.
• Undirbýr mál fyrir umhverfisráð og ber ábyrgð á eftirfylgni
með ákvörðunum ráðsins.
• Ber ábyrgð á starfs- og fjárhagsáætlunum Umhverfissviðs.
• Tekur þátt í samstarfi yfirstjórnar borgarinnar.
• Leiðir samstarf við aðra opinbera aðila í málefnum sviðsins
innanlands og utan.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun sem nýtist í
starfi æskileg.
• Þekking og reynsla af stefnumótunarvinnu.
• Leiðtogahæfileikar, skipulagshæfni og frumkvæði.
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Staðgóð þekking á heilbrigðiseftirliti og öðrum verkefnum
Umhverfissviðs.
• Þekking og reynsla af stjórnun, rekstri og mannaforráðum.
• Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu, einkum
sveitarfélaga.
• Hæfni til að koma fram og tjá sig í tali og rituðu máli á íslensku,
ensku og einu norrænu tungumáli.
Borgarráð ræður í starfið að fenginni tillögu umhverfisráðs og bor-
garstjóra. Borgarstjóri er yfirmaður sviðsstjóra Umhverfissviðs. Um
laun og starfskjör sviðsstjóra fer samkvæmt reglum um réttindi og
skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg og ákvörðun kjaranefndar
Reykjavíkurborgar.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu borgarstjóra eigi síðar en
28. ágúst nk.
Upplýsingar um starfið veita Magnús Þór Gylfason, skrifstofustjóri
borgarstjóra, Birgir Björn Sigurjónsson, mannauðsstjóri, og
Kristbjörg Stephensen, borgarlögmaður.
Borgarstjórinn í Reykjavík
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni.
Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf.
Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í.
Hlutverk Umhverfissviðs er að tryggja borgarbúum fallegt og heilnæmt
umhverfi með því að standa vörð um þau lífsskilyrði sem felast í ómenguðu
innra sem ytra umhverfi og stuðla að fegurri ásýnd borgarinnar, greiðum og
vistvænum samgöngum og sjálfbærri þróun í anda Staðardagskrá 21.
Helstu verkefni Umhverfissviðs eru: stefnumótun í umhverfismálum, þ.m.t.
umsjón með framkvæmd og endurskoðun Staðardagskrár 21, stefnumótun í
samgöngumálum og eftirlit með innleiðingu hennar, heilbrigðis- og men-
gunareftirlit í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, náttúruvernd og garðyrkja í bor-
garlandinu, rekstur Vinnuskóla Reykjavíkur, sorphirða frá heimilum í borginni,
dýraeftirlit, þ.e. meindýravarnir, hundaeftirlit, varsla borgarlandsins og
búfjáreftirlit.
www.nb.is
Netbankinn leitar að áhugasömum þjónustufulltrúa með góða
skipulagshæfileika, frumkvæði, ríka þjónustulund og hæfni í
mannlegum samskiptum.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Viðskiptafræðimenntun eða sambærileg menntun
• Góð tölvukunnátta og góð þekking á Internetinu
• Góð íslenskukunnátta
• Góð þekking á einstaklingsfjármálum
• Reynsla af bankastörfum æskileg
Nánari upplýsingar veitir starfsmannaþjónusta SPRON og
Geir Þórðarson, framkvæmdastjóri Netbankans, í síma 550 1200.
Umsóknir óskast sendar til starfsmannaþjónustu SPRON,
Ármúla 13a, fyrir 27. ágúst næstkomandi. Einnig er hægt að
senda umsóknir á: starfsmannathjonusta@spron.is.
Þjónustufulltrúi
Netbankinn er starfræktur á
Netinu og hefur það á stefnuskrá
sinni að vera frumkvöðull í þróun
fjármálaþjónustu á Internetinu,
veita viðskiptavinum sínum ávallt
hagstæðustu kjör í bankaviðskiptum
og framúrskarandi þjónustu.
Netbankinn er dótturfélag SPRON.
H
im
in
n
o
g
h
a
f
/S
ÍA
9
0
7
1
0
1
7
Upplýsingar um starfið og umsóknareyðublöð eru á
skrifstofu ÍSTAKS, Engjateigi 7, 105 Reykjavík og í
síma 530 2700 milli 8:15 og 17:00. Einnig er hægt er
að senda inn umsókn á heimasíðu okkar www.istak.is.
SENDILL
ÍSTAK óskar eftir að ráða starfsmann til sendiferða
og lagerstarfa. Lyftararéttindi æskileg.
Starf ritara á skrifstofu yfirstjórnar
Menntamálaráðuneyti auglýsir laust til
umsóknar starf ritara á skrifstofu yfirstjórnar.
Starfið er mjög fjölþætt og felst í almennum
ritara- og skrifstofustörfum auk sérhæfðra
verkefna. Um er að ræða fullt starf.
Leitað er að einstaklingi með háskólamenntun
eða sambærilega menntun. Frumkvæði,
sjálfstæð vinnubrögð, góð kunnátta í ensku og
einu Norðurlandamáli eru nauðsynlegir kostir
ásamt ritfærni og hæfni í mannlegum
samskiptum.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem
fyrst. Laun greiðast samkvæmt gildandi kjara-
samningum starfsmanna Stjórnarráðsins.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Jónsdóttir
skrifstofustjóri upplýsinga- og þjónustusviðs.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
starfsferil sendist menntamálaráðuneyti,
Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 27. ágúst 2007.
Menntamálaráðuneyti, 12. ágúst 2007.
menntamalaraduneyti.is
Kirkjuvörður
Hallgrímskirkja í Reykjavík óskar eftir að ráða
kirkjuvörð í fullt starf frá 1. september nk.
Í starfinu felst þátttaka í helgihaldi, dagleg
umsjón með kirkju, móttaka á fólki, þrif o.fl.
skv. nánari starfslýsingu.
Viðkomandi þarf að hafa góða almenna
menntun ásamt tölvu- og tungumálakunnáttu.
Umsóknir skulu sendar til sóknarnefndar
Hallgrímskirkju, pósthólf 651, 101 Reykjavík eigi
síðar en 17. ágúst nk.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu
kirkjunnar www.hallgrimskirkja.is og í síma
510 1030 kl. 10-12 á virkum dögum.
Íslensk fjölskylda með 5 ára strák í Englandi óskar eftir
barngóðri Au Pair frá og með september nk.
Mjög gott tækifæri fyrir viðkomandi til að læra ensku.
Við búum 1,5 klst suður af London.
Vinsamlegast hringið í síma 863 1982
eða sendið skilaboð á netfangið esthrogn@khi.is.
Au Pair óskast í Englandi