Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 38
38 B SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sölumaður fasteigna Draumahús ehf. óskar að ráða sölumann fasteigna Í boði eru mjög góð árangurstengd laun. Opnunartími skrifstofu er frá kl. 9-17. Vinnuaðstaðan er góð. Starfsfólkið er hresst og starfsandinn góður. Vinnustaðurinn er reyklaus. Kröfur til starfsmanns:  Reynsla af sölustarfi á fasteignasölu kostur.  Stúdentspróf æskilegt.  Duglegur og skipulagður.  Góð þjónustulund og góð samskiptahæfni.  Gott vald á rituðu og töluðu máli.  Bílpróf. Ef þú telur þig uppfylla ofangreind skilyrði sendu okkur þá ferilskrá með mynd á tölvupósti á bergur@draumahus.is. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 20. ágúst nk. Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum í Fossvogi og á Hringbraut, skrifstofu starfsmannamála á Eiríksgötu 5 og á heimasíðu www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali - háskólasjúkrahús er reyklaus vinnustaður. Sjúkraþjálfarar Lausar eru stöður sjúkraþjálfara við sjúkraþjálfun Hringbraut frá 1. september 2007 í eitt ár eða lengur eftir samkomu- lagi. Sjúkraþjálfun sinnir öllum legudeildum spítalans s.s. barna-, hjarta-, nýrna-, þvagfæra-, krabbameins-, skurð- og kvennadeildum. Umsóknir berist fyrir 27. ágúst nk. til Örnu Harðardóttur, yfirsjúkraþjálfara og veitir hún jafnframt upplýsingar í síma 825 3552, netfang arnah@landspitali.is. Skrifstofumaður - Apótek LSH óskast sem fyrst í apótek LSH í Fossvogi. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. Apótek LSH er staðsett bæði á Hringbraut og í Fossvogi. Í Fossvogi starfa 15 manns, lyfjafræðingar, lyfjatæknar, ritari og birgðavörður. Um er að ræða fjölbreytt starf í góðu starfsumhverfi. Starfssvið: Utanumhald og uppáskrift lyfjareikninga, samantekt rekstrarreikninga, skráning bókhaldslykla og samskipti við fjármálafulltrúa. Símasvörun, innkaup á skrif- stofu- og rekstrarvörum, samskipti við þjónustuaðila innan og utan LSH, ýmiss konar tölvuvinna og almenn skrifstofu- og ritarastörf. Hæfniskröfur: Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum, góð þjónustulund, tölvukunnátta og sjálfstæð vinnubrögð. Umsóknir berist fyrir 27. ágúst nk. til Ingu J. Arnardóttur, yfirlyfjafræðings Sjúkrahúsapóteks LSH og veitir hún upplýsingar í síma 543 8246, netfang ingaja@landspitali.is. Launafulltrúi Launafulltrúi óskast sem fyrst til starfa á barnasviði, Barnaspítala Hringsins. Starfshlutfall 80%. Starfið felst fyrst og fremst í skráningu launagagna, útreikningi, leiðbeiningum og eftirliti með launaskráningu, úrvinnslu og skýrslugerð ásamt öðrum verkefnum í starfsmannahaldi. Stúdentspróf eða sambærileg menntun er æskileg. Hæfniskröfur: Starfsmaður þarf að vera töluglöggur og hafa haldgóða þekkingu og reynslu af tölvuvinnslu í Oracle. Hann þarf að vera vel skipulagður, nákvæmur og sjálf- stæður í vinnubrögðum, samviskusamur og hafa góða samskiptahæfileika og ríka þjónustulund. Reynsla af launavinnslu er æskileg. Umsóknir berist fyrir 20. ágúst nk. til Auðar Ragnarsdóttur, deildarstjóra 21E, Barnaspítala Hringsins, netfang audurr@landspitali.is. Upplýsingar veitir Eva Baldvina Árnadóttir, verkefnastjóri launabókhalds í síma 543 1357. Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir Auglýst er eftir hjúkrunarfræðingi/ljósmóður í 80-100% starf á göngudeild kvenna. Deildin er dagdeild og sinnir konum með bráðavandamál í grindarholi. Staðan gefur auk þess möguleika á að sinna meðgönguvernd fyrir konur sem þurfa sérhæft eftirlit á meðgöngu. Fjölbreytt starf í góðu umhverfi. Umsóknir berist fyrir 27. ágúst nk. til Elísabetar Ólafsdóttur, deildarstjóra móttökudeildar 21A og veitir hún upplýsingar í síma 543 3290, netfang elisolaf@landspitali.is. Félagsráðgjafi óskast í 50% starf á deild félagsráðgjafar við vefrænar deildir LSH. Starfsvettvangur er öldrunarlækningadeildir á Landakoti. Ráðið verður í starfið frá 1. okt. 2007 eða eftir samkomulagi. Á Landakoti er veitt þjónusta við aldraða og aðstandendur þeirra. Unnið er í nánu samstarfi við aðra heilbrigðisstarfsmenn. Krafist er háskólaprófs í félagsráðgjöf ásamt starfsleyfi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu frá félags- og/eða heilbrigðisþjón- ustu. Framhaldsmenntun í félagsráðgjöf og sérþekking á málaflokknum er eftirsóknarverð. Starfið krefst sjálfstæðra vinnubragða og góðra samskiptahæfileika. Valið verður úr hópi umsækjenda á grundvelli viðtala og framlagðra gagna. Umsóknir berist fyrir 20. ágúst nk. til Önnu Dóru Sigurðardóttur, setts forstöðufélagsráðgjafa, Eiríksgötu 21, netfang annadora@landspitali.is, sími 543 9514 og veitir hún upplýsingar ásamt Steinunni K. Jónsdóttur, yfirfélags- ráðgjafa, Landakoti, netfang steinkj@landspitali.is, sími 543 9824. Viðskiptafræðingur/hagfræðingur Óskað er eftir starfsmanni með háskólamenntun á sviði viðskipta- eða hagfræði á hag- og upplýsingasvið. Viðkomandi þarf að hafa góða bókhalds- og tölvuþekkingu. Reynsla af áætlanagerð er æskileg. Lögð er áhersla á sjálf- stæð og skipulögð vinnubrögð, jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum. Starfshlutfall er 100%. Hag- og upplýsingasvið starfar samkvæmt verkefnastýrðu skipulagi. Það er leiðandi í öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga um starfsemi og rekstur LSH. Takmark okkar er að gera góðar upplýsingar betri og auðvelda með þeim hætti upplýsta ákvarðanatöku stjórnenda. Á sviðinu starfar samhentur og metnaðarfullur hópur. Umsóknir berist fyrir 27. ágúst nk. til Maríu Heimisdóttur, sviðsstjóra LSH, Eiríksgötu 5 og veitir hún upplýsingar í síma 543 1251, netfang mariahei@landspitali.is. Verkefnastjóri birgðahalds á skurðstofum Óskað er eftir starfsmanni í fullt starf á svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusvið (SGS). Í starfinu felst umsjón og samræming birgðahalds á skurðstofum LSH, ábyrgð á skráningu og uppfærslu gagna í birgðakerfi, umsjón með innkaupapöntunum, verðeftirlit, skýrslugerð og fleira er lítur að skilvirku birgðahaldi. Starfað er í nánum tengslum við innkaupa- og vörustjórnunarsvið og fjármálasvið og verður starfsmaðurinn tengiliður SGS við birgja. Leitað er að einstaklingi með menntun á sviði viðskipta- eða rekstrarfræði og reynsla á sviði vörustjórnunar er æski- leg. Starfið gerir kröfur um að viðkomandi sé skipulagður og geti unnið sjálfstætt, hafi ríka ábyrgðartilfinningu og góða samskiptahæfileika. Umsóknir berist fyrir 27. ágúst nk. til Helgu Kristínar Einarsdóttur, sviðsstjóra skrifstofu svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviðs 13A við Hringbraut, netfang helgakei@landspitali.is sími 824 5273 og veitir hún upplýsingar ásamt Valgerði Bjarnadóttur, sviðsstjóra á innkaupa- og vörustjórnunarsviði, sími 543 1505, netfang valgbjar@landspitali.is. Skólaskrifstofa S E L T J A R N A R N E S B Æ R A ug l. Þó rh ild ar 22 00 .3 73 Grunnskóli Seltjarnarness Mýrarhúsaskóli Starfsfólk vantar í Skólaskjól • Almenn störf • Vinna með börnum með sérþarfir Skólaskjól er lengd viðvera fyrir nemendur í 1. til 4. bekk í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Við óskum að ráða fólk til almennra starfa og til vinnu með börnum með sérþarfir. Þetta eru skemmtileg og gefandi störf á góðum vinnustað. Upplýsingar veitir Rut Bjarna forstöðu- maður Skólaskjóls í síma 5959 200 eða 822 9123, rutbj@seltjarnarnes.is The EFTA Secretariat provides services to the EFTA States (Iceland, Liechtenstein, Norway and Switzerland). In Geneva the Member States have established and are further developing preferential trade relations in the form of free trade agreements. In Brussels the Secretariat provides support in the management of the EEA Agreement. The European Free Trade Association is currently seeking a (m/f) Director VA 1 0 / 2 0 0 7 ( T R D ) f o r i t s Tr a d e R e l a t i o n s D i v i s i o n , l o c a t e d i n G e n e v a . The Trade Relations Division of the EFTA Secretariat supplies services for the negotiation, upgrading and administration of free trade agreements and declarations on co-operation relating to this dynamically growing external policy area. The successful candidate will lead and co-ordinate a team of 12 and will be responsible for the services of the TRD. S/he will work in close collaboration with the national administrations of the EFTA States and the competent services in the EFTA partner countries. Those interested should consult the full ad at: http://secretariat.efta.int (current vacancies). Please use the EFTA e-recruitment tool to complete and send in your application. Deadline for application: 26 August 2007. Varmárskóli auglýsir Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar: Kennsla á unglingastigi: Kennslugreinar stærðfræði og enska Í skólanum fer fram öflugt þróunarstarf í þessum greinum. Kennsla á yngsta stigi: 1. og 2. bekkur Í skólanum fer fram áhugavert þróunarstarf sem m.a. felst í því að tengja betur saman 5 og 6 ára deildir sem og að móta sveigjanlegt skólastarf á yngsta stiginu. Tónmenntakennari: Við óskum eftir að ráða tónmenntakennara í ca 50% stöðu. Námsráðgjafi: Staða námsráðgjafa er laus til umsóknar. Um er að ræða afleysingarstöðu skólaárið 2007-2008. Skólaliðar: Skólaliða vantar í hlutastarf, bæði í yngri og eldri deild. Ritari: Ritara vantar í yngri deildina. Viðkomandi þarf að hafa góða tölvukunnáttu og vera leikinn í samskiptum við börn og fullorðna. Nánari upplýsingar gefa Þórhildur Elfarsdóttir, skólastjóra í síma 863 3297 og Þóranna Rósa Ólafsdóttir í síma 899 8465.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.