Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 B 31 Tannlæknastofa Aðstoðarmaður óskast á tannlæknastofu allan daginn. Umsóknir sendist á auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is merktar: ,,T - 20390”. Sérfræðingur á skrifstofu vísinda og háskóla Menntamálaráðuneyti auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu vísinda og háskóla. Um er að ræða fullt starf. Skrifstofa vísinda og háskóla fjallar um málefni háskólastigsins og annast almenna stjórnsýslu á sviði vísinda, rannsókna og nýsköpunar innan ráðuneytisins. Hún undirbýr mótun stefnu í málefnum háskólastigsins og hefur umsjón með framkvæmd hennar. Skrif- stofan liðsinnir vísindanefnd í störfum hennar og annast samþættingu málefna sem lúta að vísinda- og rannsóknastarfsemi við mótun og framkvæmd menntastefnu. Leitað er að háskólamenntuðum einstaklingi með reynslu og þekkingu á starfssviði skrifsto- funnar. Góð þekking á atvinnulífinu er kostur. Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli auk þekkingar á nýtingu upplýsingatækni eru nauðsynlegir kostir ásamt ritfærni og hæfni í mannlegum samskiptum. Boðið er upp á krefjandi starf í spennandi starf- sumhverfi skipuðu öflugum sérfræðingum á sviði vísinda- og háskólamála. Nýr sérfræðingur mun, ásamt öðrum starfsmönnum skrifstofunnar, taka þátt í enn frekari eflingu og samþættingu á starfsemi vísinda- og háskólamála í samvinnu við aðrar skrifstofur og svið menntamálaráðuneytis. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun greiðast samkvæmt launakerfi Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar veitir Kristín Jónsdóttir skrifstofustjóri upplýsinga- og þjónustusviðs. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 27. ágúst 2007. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf hjá menntamálaráðuneytinu er tekið mið af jafnréttisáætlun ráðuneytis. Menntamálaráðuneyti, 9. ágúst 2007. menntamalaraduneyti.is Leikskólar Kópavogs Í leikskóla er gaman......... .. Fræðsluskrifstofa Kópavogs Kópavogsbær óskar að ráða leikskólakennara og fl. starfsfólk í leikskóla Kópavogs. Um er að ræða heilar stöður og hlutastöður. Kópavogsbær rekur 16 leikskóla og nýr leikskóli tekur til starfa nú í ágúst. Leitast er við að búa sem best að leikskólunum og þeim sem þar dvelja, börnum og starfsmönnum. Leitað er að fólki sem er tilbúið til að taka þátt í metnaðarfullu og skemmtilegu leikskólastarfi og fjölbreyttu þróunarstarfi þar sem starfsgleði er í fyrirrúmi. Fólk á öllum aldri og af báðum kynjum er velkomið til starfa og leikskólar kópavogs bjóða þroskaða einstaklinga sérstaklega velkomna. Leikskólakennarar! Kynnið ykkur nýjar samþykktir Kópavogsbæjar í tengslum við bókanir í kjarasamningar Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga. Kynnið ykkur leikskóla Kópavogs á heimasíðu Kópavogs www.kopavogur.is þar sem jafnframt er hægt að sækja um störfin í gegnum job.is. Upplýsingar um störfin og sérkjör gefur leikskólafulltrúi í síma 570-1600 eða netfang: sesselja@kopavogur.is og leikskólastjórar hvers leikskóla. Fólk á öllum aldri óskast til starfa VERSLUNARSTJÓRI INTERSPORT Vegna aukinna umsvifa og spennandi verkefna framundan hjá Intersport bjóðum við starf verslunarstjóra laust til umsóknar. STARFSSVIÐ VERSLUNARSTJÓRA • Daglegur rekstur verslunar • Starfsmannastjórnun • Þjónusta við viðskiptavini • Ábyrgð á vöruúrvali og vöruframsetningu MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR • Menntun eða reynsla á sviði rekstrar- og/eða stjórnunar • Reynsla af verslunarstjórnun nauðsynleg • Þekking á íþróttavörumarkaði er kostur • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Lipurð, gleði og drifkraftur til að ná árangri Í boði er krefjandi starf í líflegu og skemmtilegu umhverfi. Nánari upplýsingar veitir Elfa, starfsþróunarstóri, í símum 5154161 og 8214161 og með tölvupósti, elfa@byko.is Umsóknir berist fyrir þriðjudaginn 21. ágúst til Elfu B. Hreinsdóttur, Skemmuvegi 2, 200 Kópavogi eða með tölvupósti elfa@byko.is Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. SPENNANDI TÆKIFÆRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.