Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 32
32 B SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ - einn vinnustaður Mannauðsráðgjafar Vakin er athygli á stefnu Reykjavikurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Mannauðsskrifstofa Reykjavíkurborgar Leitum að öflugum ráðgjöfum til starfa Um þessar mundir erum við að endurskipuleggja alla starf- semina með það að markmiði að veita framúrskarandi ráðgjaf- arþjónustu við stjórnendur hjá Reykjavíkurborg. Við stefnum að því að efla ráðgjafarþjónustu okkar m.a. við val og ráðn- ingu nýrra starfsmanna, stjórnendaþjálfun og ráðgjöf á sviði vinnuréttar. Mörg spennandi verkefni í mannauðsmálum eru í þróun hjá Reykjavíkurborg. Við bjóðum uppá fjölbreytt og krefjandi störf í metnaðarfullu starfsumhverfi, þar sem hæfileikar starfsmanna fá notið sín. Við bjóðum uppá þátttöku í þróun starfsumhverfis og verk- efna, og tækifæri til símenntunar og starfsþróunar. Við leitum að einstaklingum sem búa yfir mikilli samskipta- hæfni, sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á þátttöku í öflugum ráðgjafahópi. Við leitum að ein- staklingum með reynslu og þekkingu á mannauðsmálum. Um er að ræða störf mannauðsráðgjafa. Æskilegt er að mannauðsráðgjafi hafi háskólapróf í mannauðsfræðum og reynslu á sviði starfsmannamála. Við leitum að starfsmönnum í fullt starf sem geta hafið störf sem fyrst. Laun eru skv. kjarasamningi viðkomandi stéttar- félags. Nánari upplýsingar um störfin veita Hallur Páll Jónsson, deildarstjóri, (hallur.pall.jonsson@reykjavik.is) og Árni Ragnar Stefánsson, starfsmannastjóri Ráðhúss (arni.ragnar.stefansson@reykjavik.is). Umsóknir skulu berast í síðasta lagi 17. ágúst n.k. til mann- auðsskrifstofu Reykjavíkurborgar, Ráðhúsi Reykjavíkur, eða á ofangreind netföng, merktar „Umsókn um starf ráðgjafa við Mannauðsskrifstofu“ Óska eftir bókara Framsækið hugbúnaðarfyrirtæki óskar eftir bókara í ½ starf. Hlutastarf kemur til greina. Viðkomandi verður að vera vanur bókari. Reynsla á DK-bókhaldskerfi æskileg. Áhugasamir sendi ferilskrá á auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is merkt: P-1007. Stóru-Vogaskóli Sveitarfélagið Vogar Stóru-Vogaskóli er ört vaxandi skóli í blómlegu sveitarfélagi og er þar unnið ötullega að skólaþróun. Einkunnarorð skólans eru Virðing – vinátta – velgengni. Kynnið ykkur skólann og skólastarfið á www.storuvogaskoli.is Kynnið ykkur Sveitarfélagið Voga á www.vogar.is Meðal kennslugreina eru: • Íslenska á unglingastigi • Bekkjakennsla á yngsta- og miðstigi • Sérkennsla • Textílkennsla Viltu ekki vera með í að byggja upp góðan skóla? Frekari upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 424-6655. Auk þess má hafa samband við skólastjóra í síma 862-8670. Netfang skólans er skoli@vogar.is. Umsóknir berist Stóru-Vogaskóla, Akurgerði 2, 190 Vogum. Kennarar óskast til starfa fyrir komandi skólaár Au-pair Cambridge - UK Áreiðanleg, barngóð, rösk, reyklaus og kisu- væn au-pair óskast í lok ágúst til barnagæslu (2,5 ára stelpa) og léttra heimilisstarfa. Uppl. í síma 824 4722, Ásdís eða aberandi@hotmail.com . Lausar stöður í tölvudeild Norvikur Starfsemi Norvikur hf. hófst árið 1962 með stofnun BYKO hf., sem nú er stærsta byggingavöruverslun Íslands og starfrækir 8 bygginga- vöruverslanir, timbursölur, leigumarkaði og lagnadeildir. Dótturfyrirtæki Norvikur hf. eru nú 14 talsins: BYKO, BYKO-LAT, BYKO-UK, Wayland Timber, Norwood, ELKO, Nóatún, Krónan, 11-11, Húsgagnahöllin, Intersport, AXENT, Smáragarður og EXPO. Kerfisstjóri Starfssvið: Rekstur og viðhald gagnaþjóna. Viðkomandi vinnur í umhverfi þar sem notkun er á SQL-server, DB2, Microsoft Exchange server, Windows server 2000/2003, Tivoli storage manager, iSeries (AS400), OS400 stýrikerfi og Linux. Kröfur um reynslu: Þekking og reynsla af iSeries og Windows serverum. Viðkomandi þarf að vera þjónustulundaður og eiga gott með að vinna í hóp. Starfsmaður í tölvudeild Starfssvið: Uppsetning og viðhald á PC-vélum og jaðarbúnaði. Þjónusta við notendur. Samskipti við starfsmenn og samstarfsaðila. Menntunarkröfur: Kerfisfræði, rafeindavirki eða sambærileg menntun. Önnur menntun ásamt víðtækri starfsreynslu kemur til álita. Kröfur um reynslu: Þekking og reynsla á Microsoft Windows stýrikerfi skilyrði. Viðkomandi þarf að vera þjónustulundaður og eiga gott með að vinna í hóp. Nánari upplýsingar veitir Gísli Jón Magnússon í síma 458 1000 eða með tölvupósti gjm@norvik.is. Umsóknir sendist á skrifstofu Norvikur, Bíldshöfða 20 - 4. hæð, 110 Reykjavík eða með tölvupósti á gjm@norvik.is fyrir 20. ágúst 2007. Félagsráðgjafi Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) óskar eftir að ráða félagsráðgjafa til starfa. Viðkomandi mun hafa starfsaðstöðu á skrif- stofu félagsins í Hlíðarsmára í Kópavogi og nýta þann búnað sem þar er. Um nýtt starf er að ræða sem viðkomandi tekur þátt í að móta. Starfshlutfall er 50% en verður endurskoðað á 6 mánaða fresti. Viðkomandi verður að geta unnið sveigjanlegan vinnutíma. Starfslýsing:  Ráðgjöf til félagsmanna um réttindamál þeirra.  Aðstoð við styrkumsóknir og eftirfylgni.  Ráðgjöf, ábendingar og aðstoð við stjórn SKB og framkvæmdastjóra.  Fyrirlestrar og fræðsla fyrir félagsmenn til sjálfshjálpar í réttindamálum. Hæfniskröfur:  Menntun á sviði félagsráðgjafar skilyrði.  A.m.k. 5 ára starfsreynsla nauðsynleg.  Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund.  Sjálfstæði í starfi. Nánari upplýsingar: Nánari upplýsingar veitir Óskar Örn Guð- brandsson, framkvæmdastjóri SKB, í síma 588 7555 eða í gegnum netfangið oskar@skb.is. Umsóknarfrestur er til 27. ágúst nk. og skulu umsóknir sendar með tölvupósti á oskar@skb.is. Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum svarað. Áhugasömum er bent á heimasíðu félagsins www.skb.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.