Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 40
40 B SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Smith & Norland, Nóatúni 4, vill sem fyrst ráða sölumann til starfa í raftækjadeild fyrirtækisins. Starfið felur m.a. í sér kynningu og sölu heimilistækja, símtækja, lýsingarbúnaðar og önnur skyld störf. Leitað er að röskum einstaklingi með góða almenna menntun og áhuga á sölustörfum og mannlegum samskiptum. Góð framkoma, snyrtimennska og reglusemi eru skilyrði. Um er að ræða gott framtíðarstarf hjá traustu og framsæknu fyrirtæki á rafmagnssviði, sem selur gæðavörur frá Siemens og öðrum þekktum fyrirtækjum. Þeir sem áhuga hafa á þessu starfi eru beðnir að senda umsókn til Smith & Norland með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf fyrir þriðjudag 14. ágúst. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Smith & Norland og þau má einnig nálgast á heimasíðu fyrirtækisins, www.sminor.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Sölumaður Framkvæmdastjóri PharmArctica ehf. auglýsir eftir framkvæmdastjóra fyrir lyfja- og snyrtivörurfyrirtæki sem staðsett er á Grenivík. Grenivík er í Grýtubakkahreppi við austan- verðan Eyjafjörð 38 km frá Akureyri. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er opinn fyrir tækifærum og reiðubúinn til að sýna frumkvæði í störfum og samskiptum. Starfsemi fyritækisins er framleiðsla á snyrtivörum og svokölluðum „blautlyfjum“. Framkvæmdastjóri annast mótun og framkvæmd stefnu fyrirtækisins í umboði stjórnar. Hann annast stjórnun fjármála- og markaðsmála og gerir nauðsynlegar áætlanir. Framkvæmdastjóri vinnur náið með stjórn fyrirtækisins og framleiðslustjóra. Hæfniskröfur:  Skipulagshæfileikar, frumkvæði og metnaður.  Hæfni í mannlegum samskiptum.  Gott vald á ensku og helst einnig þýsku. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst 2007. Umsóknir sendist til Pharmarctica, Lundsbraut 2, 610 Grenivík merkt „Umsókn um starf“. Umsóknir má einnig senda með tölvupósti á netfangið: Pharma@pharma.is. KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is - www.job.is Íþróttafulltrúi • Laust er til umsóknar starf íþróttafulltrúa Kópavogsbæjar frá 1. september nk. til afleysinga í eitt ár. Krafa er gerð um háskólamenntun í íþrótta-, rekstrar- og/eða stjórnunarfræð- um eða aðra sambærilega menntun. Jafnframt er gerð krafa um að umsækjandi hafi reynslu í stjórnun og rekstri og mannlegum samskiptum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga f.h. Kópavogsbæjar og viðkomandi háskólafélags. Umsóknarfrestur er til 24. ágúst nk. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu íþrótta- og tómstundamála og hjá sviðsstjóra, Birni Þorsteinssyni, í síma 570-1600. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Starfsmannastjóri Náms- og starfsráðgjafi við Háskólann á Bifröst Helstu verkefni Náms- og starfsráðgjöf til nemenda skólans og væntanlegra nemenda; bæði er um einstaklingsráðgjöf og hópráðgjöf að ræða. Námskeiðahald tengt vinnulagi og viðhorfum í námi. Umsjón með sérúrræðum vegna fötlunar eða námsörðugleika. Hæfniskröfur Háskólamenntun á sviði náms- og starfsráðgjafar, meistaragráða æskileg. Reynsla af náms- og starfsráðgjöf til fullorðinna. Reynsla af námskeiðahaldi. Góð samstarfsfærni. Sjálfstæði og frumkvæði í starfi. Skipulögð og fagleg vinnubrögð. Möguleiki er á húsnæði á staðnum. Við háskólann eru starfandi þrjár deildir á grunn- og meistarastigi; viðskipta-, laga- og félagsvísinda- deild. Auk þess eru starfandi símenntunar- deild og frumgreinadeild sem er árs undirbúningur fyrir nám í háskólanum. Nemendur eru um 1000 talsins í stað- og fjarnámi. Í háskólaþorpinu búa nemendur og starfsfólk ásamt fjölskyldum sínum. Þar er ört vaxandi samfélag fólks á öllum aldri. Háskólinn á Bifröst er vinnustaður sem heldur jafnréttissjónarmið í heiðri og því hvetjum við bæði karla og konur til að sækja um starfið. Laust er til umsóknar starf náms- og starfsráðgjafa við Háskólann á Bifröst. Um 80% stöðu er að ræða og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Erla Hrönn Vilhjálmsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og sálfræðingur við skólann, s: 433 3000 eða netfang: erla@bifrost.is. Umsóknir berist á sama netfang. Tæknistörf hjá Sveitarfélaginu Árborg VERK- EÐA TÆKNIFRÆÐINGUR BYGGINGATÆKNIFRÆÐINGUR EÐA BYGGINGAFRÆÐINGUR Framkvæmda- og veitusvið Árborgar óskar eftir að ráða byggingatæknifræðing eða byggingafræðing til starfa sem fyrst. Starfið heyrir beint undir skipulags- og byggingafulltrúa. Meðal verkefna eru: • Ýmis fagleg úrvinnsla vegna byggingareftirlits í samræmi við lög og reglugerðir • Undirbúa og hafa umsjón með framkvæmd úttekta • Skráning fasteignaupplýsinga • Yfirferð sérteikninga og annarra hönnunargagna • Vinna við áætlunargerð og eftirfylgni áætlana • Vinna að eflingu innri gæðakerfa og þjónustu sviðsins Æskileg menntun og reynsla: • BS-tæknifræði/verkfræðinám á byggingasviði eða nám í byggingafræði • Reynsla af áætlunargerð, úrlausn verkefna og verkstýringu á byggingasviði • Þekking á og reynsla af notkun Windows-Office og CAD- hugbúnaðar • Reynsla og/eða áhugi á upplýsingakerfum og rafrænum lausnum í nútíma stjórnsýslu VERK- EÐA TÆKNIFRÆÐINGUR Framkvæmda- og veitusvið Árborgar óskar eftir að ráða tæknifræðing eða verkfræðing til starfa sem fyrst. Starfið heyrir beint undir framkvæmdastjóra. Meðal verkefna eru: • Ýmis verkfræðileg úrvinnsla á sviði gatnagerðar, veitna og mannvirkjagerðar • Umsjón og eftirlit með framkvæmdum • Vinna að eflingu innri gæðakerfa og þjónustu sviðsins • Hagnýta kosti verkefnisstjórnunar í verkefnum rekstrarsviðsins Æskileg menntun og reynsla: • BS-tæknifræði/verkfræðinám • Reynsla af áætlunargerð, úrlausn verkefna og verkstýringu á verkefnasviðinu • Þekking á og reynsla af notkun Windows-Office hugbúnaðar og Auto-Cad teiknikerfisins • Reynsla og/eða áhugi á upplýsingakerfum og rafrænum lausnum í nútíma stjórnsýslu Áhersla er lögð á að umsækjandi sé duglegur og hafi áhuga á að veita skjóta og trausta þjónustu. Umsókn skal skila fyrir 23. ágúst annað hvort með tölvupósti eða með póstsendingu til Framkvæmda- og veitusviðs Árborgar í umslagi merktu: Framkvæmda- og veitusvið, c/o Ásbjörn Ó. Blöndal, Austurvegi 67, 800 Selfossi. Allar upplýsingar um störfin veitir Ásbjörn Ó. Blöndal, framkvæmdastjóri, í síma 480 1500 á skrifstofutíma eða á netfanginu asbl@selfossveitur.is Kennara vantar til starfa í Ingunnarskóla Um er að ræða: Kennara í 1. bekk. Kennara á miðstigi. Sérkennara á mið- og unglingastigi. Stærðfræðikennara á unglingastigi. Tónmenntakennara í hlutastarf. Áhugasamir hafi samband við Þuríði Sigurjónsdóttur skólastjóra thuridur@ingunnarskoli.is eða í síma 411 7828. Tökum vel á móti góðu fólki. Ingunnarskóli er framsækinn skóli með áherslu á sveigjanlega starfshætti, einstaklingsmiðað nám, samkennslu árganga og teymisvinnu kennara. List- og verkgreinar skipa stóran sess og eru meðal annars samþættar samfélags- og raungreinum í gegnum þemavinnu. Markvisst er unnið að því að styrkja jákvæða hegðun nemenda. Skólinn er móðurskóli í einstaklings- miðuðu námsmati en auk þess er unnið að mörgum þróunarverkefnum. Skólahúsið er hannað með hliðsjón af hugmyndafræði skólans og styður því vel við starfið sem þar fer fram. Í skólanum er mjög góður starfsandi og vel búið að kennurum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.