Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 36
36 B SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Samhjálp óskar að ráða stuðningsfulltrúa í
vaktavinnu. Áhugasamir hafi samband við
Halldór eða Þóri í síma 561 1000 eða
halldor@samhjalp.is og thorir@samhjalp.is.
Heimilishjálp
Óskum eftir góðri konu til að taka á móti tveim-
ur 7 og 9 ára gömlum stúlkum eftir skóla.
Vinntími: 14 - 17 fjóra daga í viku. Við erum
búsett í Staðarhverfi í Grafarvogi. Uppl. í síma
663 9270.
Starfsfólk óskast í
Yndisauka ehf.
Um er að ræða fjölbreytt og skemmtileg störf í
ört vaxandi fyrirtæki á sviði framleiðslu á ýmiss
konar sælkeravörum. Okkur vantar vana mann-
eskju í eldhús, fagmenntun ekki skilyrði en
reynsla nauðsynleg.
Einnig vantar okkur aðstoðarmanneskju í
eldhús og framleiðslu matvæla, þ.m.t. upp-
vask, þrif, pökkun o.fl.
Umsækjendur þurfa að hafa til að bera:
Metnað og áhuga.
Samviskusemi.
Stundvísi.
Þjónustulund.
Sjálfstæði í vinnubrögðum.
Gott vald á íslensku.
Umsóknir sendist á auglýsingadeild
Mbl. eða á box@mbl.is merkt: „20410“.
Menningar- og ferðamálasvið
Verkefnastjóri
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni.
Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf.
Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar
og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í.
Starfssvið: Umsjón með starfsemi og rekstri í Viðey
ásamt umsjón og eftirfylgd sérverkefna á Menningar-
og ferðamálasviði.
Starfið krefst:
• Háskólamenntunar og a.m.k. tveggja ára starfs-
reynslu sem nýtist í starfi.
• Mikillar færni í íslensku og ensku, talaðri og ritaðri.
Gott vald á þriðja tungumáli er kostur.
• Frumkvæðis og sjálfstæðis í vinnubrögðum,
nákvæmni og góðra skipulagshæfileika.
• Reynslu af verkefnastjórnun og áætlanagerð.
• Góðrar almennrar tölvukunnáttu, s.s. þekking á Word
og Excel.
• Getu til að vinna undir álagi og sinna mörgum
viðfangsefnum í einu.
• Góðrar færni í mannlegum samskiptum og sveigjan-
leika þar sem vinnutíminn getur verið óreglulegur.
Vakin er athygli á að starfið er mjög fjölbreytt og getur
krafist vinnu við ýmsar verklegar framkvæmdir, m.a.
vegna umsjónar með eignum Reykjavíkurborgar í
Viðey. Áhersla er lögð á frumkvæði, metnað og
jákvæðni.
Kjör eru samkvæmt kjarasamningi
Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að
geta hafið störf sem fyrst.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun
og starfsferil sendist sviðsstjóra Menningar- og
ferðamálasviðs, Ingólfsnausti - Vesturgötu 1,
101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir: Berglind Ólafsdóttir
berglind.olafsdottir@reykjavik.is og Svanhildur
Konráðsdóttir svanhildur.konradsdottir@reykjavik.is.
Vakin er sérstök athygli á markmiðum starfsmanna-
og jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar sem er að
finna á www.rvk.is.
Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst nk.
Laus er til umsóknar staða verkefnastjóra á
skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs
Reykjavíkurborgar.
Hlutverk Menningar- og ferðamálasviðs er að fara með
framkvæmd menningar- og ferðamála hjá Reykjavíkurborg.
Sviðinu tilheyra menningarstofnanir Reykjavíkurborgar,
Borgarbóksafn Reykjavíkur, Listasafn Reykjavíkur, Minjasafn
Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og
Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Höfuðborgarstofa sinnir ferða-
og markaðsmálum og sér um framkvæmd ýmissa stórra
hátíða.
Yfirskrift Menningar- og ferðamálasviðs árið 2007 er Kraftmikil
menning - skapandi borg. Yfirskriftin vísar til þess krafts sem
býr í menningarlífi höfuðborgarinnar og starfsmönnum alls
sviðsins.
Framkvæmdastjóri • Ríki Vatnajökuls ehf.
Ríki Vatnajökuls ehf. auglýsir eftir framkvæmdastjóra til starfa á Höfn
í Hornafirði. Um er að ræða nýtt og spennandi starf með aðstöðu í
þekkingarsetrinu Nýheimum.
Ríki Vatnajökuls ehf er Ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasi
Suðausturlands. Markmið fyrirtækisins er að gera Ríki Vatnajökuls að einu
þekktasta ferðaþjónustusvæði Íslands, með áherslu á einstakt umhverfi
Vatnajökuls, auðuga menningu og mannlíf og sérstöðu í matvælum.
Hlutverk:
• Framkvæmdastjóri tekur þátt í stefnumótun og sér um daglegan
rekstur félagsins. Í starfinu felst einnig að leiða vöruþróunarverkefni,
bera ábyrgð á gerð og eftirfylgni markaðsáætlana og öðru því sem
stjórn félagsins ákveður.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Framkvæmdastjóri þarf að hafa háskólamenntun á sviði viðskipta- og
markaðsfræða eða aðra sambærilega menntun. Æskilegt er að
viðkomandi hafi reynslu af sölu og markaðsstarfi.
• Framkvæmdastjórinn þarf að vera hvetjandi og gæddur eiginleikum til
að byggja upp traust og góð samskipti meðal þátttakenda og skapa
klasahugmyndinni gott orðspor út á við.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu auk meðmæla
sendist til Frumkvöðlaseturs Austurlands, Nýheimum, 780 Höfn Hornafirði.
Umsóknafrestur er til 24. ágúst 2007. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið
störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Ari Þorsteinsson, ari@fruma.is,
sími 470 8080
Velferðarsvið
Forstöðumaður heimilis fyrir heimilislausa
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni.
Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf.
Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi
borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í.
Velferðarsvið Reykjavíkur auglýsir laust til umsóknar starf
forstöðumanns heimilis fyrir heimilislausa. Um er að ræða
heimili fyrir átta heimilislausa karlmenn.
Helstu verkefni:
• Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á starfsemi og rekstri heimilisins.
Menntun og hæfni:
• Háskólamenntun á sviði félags- eða heilbrigðisvísinda.
• Reynsla af starfi með einstaklingum sem eiga við marg-
háttaða félagslega erfiðleika að stríða með sérstakri áherslu
á fíknivanda æskileg.
• Æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu og reynslu af
störfum í félagslegri þjónustu.
• Jákvætt viðmót, samstarfs- og skipulagshæfni, frumkvæði og
sjálfstæði í vinnubrögðum.
Um er að ræða fullt starf. Viðkomandi þarf að geta hafið
störf sem fyrst.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi
Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Skriflegar umsóknir berist Velferðarsviði Reykjavíkurborgar,
Tryggvagötu 17, merktar „Heimili fyrir heimilislausa“ fyrir
26. ágúst nk.
Nánari upplýsingar veitir Ellý A. Þorsteinsdóttir,
skrifstofustjóri í síma 411 9000 eða á netfanginu:
elly.alda.thorsteinsdottir@reykjavik.is.