Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 B 27 EfnagrEiningarsEtur og raunvísindadEild Forstöðumaður/dósent Laust er til umsóknar starf forstöðumanns efnagreiningarseturs Háskólans, sem jafn- framt gegnir 50% starfi dósents við efna- fræðiskor raunvísindadeildar. efnagreiningarsetur er ný eining sem heyrir undir efnafræðistofu raunvísindastofn- unar. Hlutverk hennar er að efla rannsóknir, framhaldsnám og ráðgjöf í efnagreiningum við Háskóla Íslands og bjóða stofnunum og öðrum óskyldum aðilum upp á efnagreiningar eftir því sem aðstaða leyfir. starfsskyldur forsöðumanns felast að hálfu í kennslu, rannsóknum og stjórnun í samræmi við reglur háskólaráðs um skiptingu starfsskyldna dósenta í 50% starfi og að hálfu í stjórnun efnagreiningarseturs og þeirrar þjónustu sem setrinu er ætlað að sinna. um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um Háskóla Íslands nr. 41/1999 og reglna um Háskóla Íslands nr. 458/2000. sjá nánar á www.hi.is/page/storf og www. starfatorg.is. Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Háskóli Íslands v/suðurgötu, 101 reykjavík, s. 525 4000 Styrktarfélag vangefinna Skemmtilegt og krefjandi starf með börnum og unglingum Dagheimilið Lyngás óskar eftir þroskaþjálfum til starfa. Um er að ræða 100% stöður eða 50-60% hluta- störf eftir hádegi. Æskilegt er að umsækj- endur geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Lyngás er sérhæft dagheimili, staðsett í Safamýri 5 og er opið frá 8.00-16.30 á virk- um dögum. Þangað sækja börn og ung- lingar á aldrinum 1-20 ára þjónustu. Þar fer fram sérhæfð þjálfun í gegnum leik og starf, s.s. þroskaþjálfun, örvun á skyn- hreyfigetu, atferlisþjálfun og sjúkra- þjálfun. Áhersla er m.a. lögð á athafnir daglegs lífs, eflingu líkamsvitundar, tengsla og boðskipta og atferlisþjálfun. Mikið samstarf er við foreldra/ aðstand- endur, ráðgjafa og tengslastofnanir. Upplýsingar veita Birna Björnsdóttir og Hrefna Þórarinsdóttir í símum 553 8228 og 553 3890. Hægt er að nálgast upplýsingar um Styrktarfélagið á heimasíðu þess www.styrktarfelag.is. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamn- ingum. Óskar eftir að ráða næturvörð Unnið er viku í senn og vikufrí á milli. Kröfur: áreiðanleiki, jákvæð og fáguð framkoma, góð enskukunnátta, kunnátta í Word, Excel, Navision og Outlook, 25 ára eða eldri. Áhugasamir sendi ferilskrá til kolbrun@101hotel.is. Umsóknarfrestur er til sunnudagsins 17. ágúst nk. Tímabundið starf Þjónustulipur og jákvæður einstaklingur óskast til starfa við símsvörun og létt skrifstofustörf hjá öflugu þjónustufyrirtæki. Viðkomandi þarf að búa yfir skipulagshæfni og frumkvæði og geta unnið undir nokkru álagi. Vinnutíminn er vaktaskiptur frá klukkan 7.30 á morgnana til klukkan 19.30 á kvöldin. Starfstíminn er áætlaður frá septemberbyrjun til desemberloka/janúarloka nk. Áhugasamir einstaklingar skili inn umsóknum til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „20396“ fyrir 16. ágúst nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.