Morgunblaðið - 12.08.2007, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.08.2007, Qupperneq 20
20 B SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sérfræðingur á sviði landfræðilegra upplýsingakerfa Vatnamælingar Orkustofnunar leita að sérfræðingi á sviði landfræðilegra upplýsingakerfa. Viðkomandi getur hafið störf strax. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf þar sem unnið er með náttúrufarsgögn. Viðkomandi mun taka þátt í að móta stefnu í upplýsingatækni og vinna með sérfræðingum frá ýmsum sviðum, bæði sjálfstætt og í hópum. Starfinu getur fylgt útivinna við mælingar og gagnaöflun. Starfið felur m.a í sér: • Ýmiss konar kortagerð með ArcMap. • Framsetningu gagna með ArcIMS. • Úrvinnslu náttúrufarsgagna. • Stefnumótun á sviði landfræðilegrar upplýsingatækni. Hæfniskröfur: • Landfræðingur, jarðfræðingur eða sambærileg menntun. • Þekking og reynsla af landfræðilegum upplýsingakerfum. • Fagleg vinnubrögð, frumkvæði, áhugi og metnaður. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Hæfni til að vinna sjálfstætt og í hópi. Vatnamælingar Orkustofnunar eru sjálfstæð rekstrareining innan Orkustofn- unar. Hlutverk Vatnamælinga er að veita almenningi, fyrirtækjum og hinu opinbera áreiðanlegar upplýsingar um vatnafar og vatnsbúskap. Orkustofnun stefnir að því að hækka hlutfall kvenna og yngra fólks í starfsliði sínu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið veitir starfsmannastjóri Orkustofnunar og Jórunn Harðardóttir, sviðsstjóri upplýsingatækni og umhverfisrannsókna Vatnamælinga. Sími Orkustofnunar er 569 6000. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist starfsmanna- stjóra Orkustofnunar, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík, netfang: gd@os.is, eigi síðar en 27. ágúst 2007. Öllum umsóknum verður svarað. Orkumálastjóri Bílaspítalinn leitar að... Starfsmanni í almennar bílaviðgerðir. Starfssvið Almennar bifreiðaviðgerðir Hæfniskröfur Reynsla í bifreiðaviðgerðum Lipurð mannlegum samskiptum Geta unnið sjálfstætt Stundvísi Góður liðsmaður Starfsmanni í tjónaviðgerðir á bílum. Starfssvið Almennar tjónaviðgerðir Hæfniskröfur Iðnmenntun í bílgreinum Þekking á CABAS Lipurð mannlegum samskiptum Geta unnið sjálfstætt Stundvísi Góður liðsmaður Umsækjendur verða að geta hafið störf sem allra fyrst. Áhugasömum er bent á að senda greinargóðar upplýsingar um menntun og fyrri störf til B&L, annað hvort í pósti eða tölvupósti á netfangið bjarnib@bl.is. Umsóknir þurfa að berast fyrir 23. ágúst nk. Umsækjendum er heitið fullum trúnaði og verður öllum starfsumsóknum svarað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.