Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 B 35 Eldhús/létt þrif Þjónustulipur og jákvæður einstaklingur óskast til starfa við almenn eldhússtörf/matseld og létt þrif hjá öflugu þjónustufyrirtæki. Viðkomandi þarf að búa yfir skipulagshæfni, frumkvæði og þjónustulund. Vinnutíminn er frá klukkan 7.45 á morgnana til klukkan 15.00 á daginn. Áhugasamir einstaklingar skili inn umsóknum til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „20395“ fyrir 16. ágúst nk. Starfsmaður óskast Starfsmaður óskast í fullt starf, í úra- og skartgripaverslun, á höfuðborgar- svæðinu. Umsóknir sendist á auglýsinga- deild Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „U - 20405“. Laust starf hjá sveitarfélaginu Langanesbyggð! Langanesbyggð er sameinað sveitarfélag Skeggjastaða- og Þórshafnarhrepps og þar búa um 530 manns í sérlega fjölskylduvænu umhverfi. Undirstaða atvinnulífsins er öflugur sjávarútvegur - veiðar og vinnsla - sem hefur tryggt sig í sessi undanfarin ár og skapað for- sendur fyrir aukinni þjónustu sveitarfélagsins. Gott og ódýrt íbúðarhúsnæði er til staðar. Í sveitarfélaginu er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar í ósnortinni náttúru. Samgöngur eru góðar, m.a. er flug fimm daga vikunnar til Þórshafnar frá Reykjavík um Akureyri. Íþrótta- og tómstundafulltrúi! Laust er til umsóknar starf íþrótta- og tómstundafulltrúa Langanesbyggðar með aðsetur á Þórshöfn eða á Bakkafirði. Helstu verkefnin felast í því að samræma og efla starfsemi íþrótta- og æskulýðsfélaga í sveitarfélaginu ásamt því að sinna forvarnar- starfi í samvinnu við vímuvarnarráð og vinna almennt að eflingu hvers konar félagsstarfsemi í sveitarfélaginu. Umsækjendur skulu hafa menntun á sviði íþrótta- og tómstundamála og/eða reynslu af störfum á þessum vettvangi. Leitað er eftir einstaklingi með frumkvæði sem er tilbúinn til að takast á við krefjandi en um leið spennandi verkefni í samfélagi sem er í mótun. Umsóknarfrestur um ofangreint starf er til og með miðvikudagsins 15. ágúst nk. og skal senda umsóknir á skrifstofu Langanesbyggðar, Fjarðarvegi 3, 680 Þórshöfn. Nánari upplýsingar veitir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, í símum 468 1220 og 895 1448 einnig má hafa samband með tölvupósti: bjorn@langanesbyggd.is. IKEA býður upp á fjölbreytt og lifandi starfsumhverfi. Starfsfólki gefst tækifæri til að vaxa í starfi, axla ábyrgð og vera mikilvægur hlekkur í kraftmiklu og ört vaxandi fyrirtæki. Við ráðningu er mikið lagt upp úr þjálfun nýliða, bæði almennri sem og sértækri þjálfun. Umsóknum má skila á þjónustuborð IKEA eða fylla út umsóknarform á www.IKEA.is Nánari upplýsingar veitir Fjóla Kristín Helgadóttir fjola@ikea.is) og Elsa Heimisdóttir (elsa@ikea.is) í síma 520-2500. Sölufulltrúi Í Húsgagnadeild og Smávörudeild starfa sölufulltrúar við ráðgjöf og sölu til viðskiptavina. Við leitum að einstaklingum til starfa á báðum deildum. Hæfniskröfur: ● Sjálfstæði í vinnubrögðum ● Samviskusemi ● Góð og rík þjónustulund ● Vönduð vinnubrögð ● Almenn tölvuþekking ● Þekking á Navision kostur, ekki skilyrði Þjónustudeild Við leitum að einstaklingum til að sinna fjölbreyttum störfum á þjónustudeild, t.d. í Smålandi, í stöðu þjónustufulltrúa, á kassa og í heimsendingar. Hæfniskröfur: ● Stundvísi ● Ákveðni ● Þjónustulund ● Samskiptahæfni ● Heiðarleiki og áreiðanleiki Veitingastaður Veitingastaður okkar er einn vinsælasti og mest sótti veitingastaður landsins. Við leitum að einstaklingum til að sinna daglegum störfum á veitingastaðnum og einnig í Sænsku búðinni og Snarlinu sem eru við útgang verslunarinnar. Hæfniskröfur: ● Stundvísi ● Ákveðni ● Þjónustulund ● Grunnþekking í íslensku skilyrði Viðtökur í nýrri verslun IKEA hafa farið fram úr björtustu vonum og okkur vantar alltaf kraftmikið starfsfólk til að þjónusta sívaxandi hóp viðskiptavina. Við stækkum ört Ýmist er um fullt starf eða hlutastarf að ræða. Ráðið verður í stöðurnar sem fyrst. Nánari upplýsingar eru á www.IKEA.is Við erum að leita að traustu, áreiðanlegu, duglegu, jákvæðu, snyrtilegu, kurteisu og mannblendnu fólki til ýmissa starfa á þjónustustöðvum Olís. Við bjóðum upp á skemmtileg störf í snyrtilegu vinnuumhverfi þar sem sérstök áhersla er lögð á lipra og góða þjónustu. OLÍS – við höldum með þér! Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð. Skrifstofur Olís eru að Sundagörðum 2 og þar starfa um 60 manns. Umsóknir berist sem fyrst í tölvupósti til frida@olis.is auk þess sem hægt er að fylla út starfsumsóknir á www.olis.is Ertu að spá í eitthvað sérstakt? H im in n o g ha f / S ÍA Afgreiðsla Verslunin Noma, Bankastræti 9 leitar að starfsmanni í 50% starf. Um framtíðar- starf er að ræða. Verslunin selur töskur, skó og fylgihluti frá Gucci, Dolce & Gabbana og Fendi. Umsækjendur þurfa að vera 25 ára eða eldri. Umsóknir sendist á tomas@leonard.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.