Morgunblaðið - 20.08.2007, Síða 6

Morgunblaðið - 20.08.2007, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRIÐRIK Ólafsson stórmeistari sigraði í skák sinni í þriðju um- ferð alþjóðlegs minningarmótsins um Dr. Max Euwe í Arnheim í Hollandi og er með 1,5 vinninga eftir þrjár umferðir og er um miðjan hóp keppenda. Efstur á móti með þrjá vinninga eftir þrjár umferðir er ungur skák- maður frá Zambíu, Simutowe að nafni Friðrik vann í gær hinn unga og efnilega skákmann Færeyinga Helga Ziska í 42 leikjum. Friðrik var með svart og kom upp Sikil- eyjarvörn. Friðrik brá fljótlega út af hefðbundnum leiðum og náði yfirhöndinni í skákinni og hélt henni allt til loka. Önnur umferð á mótinu var tefld á laugardaginn og gerði Friðrik þá jafntefli við hollensku skákkonuna B. Muhren. Friðrik teflir í dag við ungan indverskan skákmann að nafni Barua sem er í 2.-4. sæti á mótinu með tvo vinninga, en alls verða tefldar níu umferðir á mótinu. Sigur Friðrik og Ziska tefla skák sína í Arnheim í gær, sem Friðrik vann í 42 leikjum en hann var með svart og tefldi Sikileyjarvörn. Friðrik vann Ziska AÐGERÐIR á börnum með miklar tannskemmdir, sem samkvæmt fréttum Blaðsins hafa fengið óviðunandi þjónustu þar sem svæfingalæknar fáist ekki til að svæfa þau, verða færðar inn á St. Jósefsspítala. Þar er allur nauð- synlegur búnaður, og eru fyrstu aðgerðir þar fyrirhugaðar 24. ágúst. nk. Er þetta lausn sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt á málinu, segir í frétt á vef Trygg- ingastofnunar ríkisins (TR). Þar kemur ennfremur fram að enn hafi engin formleg krafa borist frá svæfingalæknum til samninga- nefndar heilbrigðisráðherra um að breyta taxta þeirra, en helstu skýringar sem fram hafi komið í fréttum eru að svæfingalæknar uni ekki þeim taxta, sem þeir hafa samið um og gildir út mars á næsta ári, fyrir svæfingar vegna tannlækninga. Það sem af er þessu ári hefur Tryggingastofnun greitt fyrir svæfingu á 170 börnum og fötluð- um vegna tannviðgerða og má því búast við að fjöldi tannviðgerða í svæfingu verði um 200-300 á árinu öllu. Aðgerðir á St. Jósefsspítala ÓLÖF Pálína Úlfarsdóttir var kjörin formaður Land- sambands framsóknarkvenna (LFK) með 60% atkvæða á landsþingi sem haldið var á laugardag. Bryndís Bjarna- son lét af störfum sem formaður sambandsins. Aðrar í nýrri framkvæmdastjórn eru Eygló Harðardóttir, Vest- mannaeyjum, Gerður Jónsdóttir, Akureyri, Inga Ólafs- dóttir, Ísafirði, og Svafa Hinriksdóttir úr Reykjavík. Á þinginu var m.a. samþykkt ályktun um afnám launa- leyndar og ríkisstjórnin hvött til að samþykkja frumvarp um endurskoðun jafnréttislaga. Þá skorar landsþingið á fyrirtæki að fjölga konum í stjórnum og æðstu stjórn- unarstöðum og á atvinnurekendur og stéttarfélög að út- rýma kynbundnum launamun í næstu kjarasamningum. Einnig er skorað á dómsmálaráðherra að tryggja uppbyggingu nýs fangelsis. Þá hvetur landsþingið sveitarstjórnir til að sjá til þess að allir leikskólar á þeirra veg- um hafi tækifæri til að taka við börnum þegar fæðingarorlofi lýkur. Ályktað um jafnréttismál Ólöf Pálína Úlfarsdóttir RÚMLEGA tuttugu unglingar voru færðir í sérstakt athvarf á Menn- ingarnótt. Hringt var í foreldra þeirra og þeim gert að sækja krakkana en ástand sumra var mjög slæmt sökum ölvunar. Af- skipti voru höfð af yfir 100 ungling- um en þeir sem höfðu ekki aldur til að vera úti við var vísað heim eða færðir í athvarf. Þá var miklu magni af áfengi hellt niður. Al- mennt séð var ekki mikið um brot á lögum um útivistartíma en þeim mun meira um brot á áfengislögum. Unglingar færðir í athvarf SIGLINGAR tveggja báta voru stöðvaðar utan við Reykjavík- urhöfn um miðnætti á Menning- arnótt. Engin haffærisskírteini voru til staðar en skipstjóri annars bátsins var jafnframt undir áhrif- um áfengis. Varðskipsmaður sá um að sigla fleyi hans til hafnar en um- ræddur skipstjóri var sömuleiðis án skipstjórnarréttinda. Skipstjóri undir áhrifum RÁÐIST var á mann sem reyndi að stöðva skemmdarverk í miðbænum á Menningarnótt. Maðurinn reyndi að stöðva nokkra aðra við að skemma bifreiðar. Þegar hann gerði sig líklegan til þess að gera lögreglu viðvart réðust mennirnir að honum, eltu hann inni í hús og veittu honum þar áverka. Menn- irnir voru handteknir og gistu fangageymslur. Skemmdarvargar lömdu mann Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is SÉRFRÆÐINGAR frá Íslandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð og fleiri löndum munu fjalla um mögulega orkugjafa framtíðarinnar í sam- göngum á ráðstefnunni Driving Sus- tainability sem fram fer í Reykjavík í næsta mánuði. Ráðstefnan er hluti af samgönguviku Reykjavíkurborgar og bakhjarlar hennar eru, auk borg- arinnar, Landsbankinn og Iceland- air. „Með ráðstefnunni er ætlunin að víkka sjóndeildarhringinn í elds- neytismálum með því að kynna og bera saman þá mörgu möguleika sem nú eru í boði. Við ætlum að fá fólk til að sjá tækifærin í þessu og um leið skerpa á allri stefnumótun. Tími einokunarstöðu olíunnar er lið- inn í þessum málaflokki, hér er met- an til að mynda notað til að knýja bíla áfram og það er fleira í pípun- um,“ segir Sigurður Ingi Friðleifs- son, framkvæmdastjóri Orkuseturs og Orkustofnunar. En hvaða vonir skyldi hann binda við ráðstefnu af þessu tagi? „Ég vona að ráðstefnan verði sem spark í rassinn og þeyti okkur aðeins framar í umræðunni um vistvæna orkugjafa. Við höfum þessa vöggugjöf, endurnýjanlega orkugjafa og það má segja að við séum búin að afgreiða rafmagnið og hitann sem allur er framleiddur með endurnýjanlegum orkugjöfum. Nú þurfum við bara að loka hringnum með því að finna samgöngumálum vistvænan farveg,“ segir Sigurður. Hugmynd sem vatt upp á sig „Í upphafi var hugmyndin sú að efna til lítillar ráðstefnu um vistvæn- ar lausnir í samöngumálum, en því fleiri sem við töluðum við þeim mun meira vatt þetta upp á sig og úr varð alþjóðleg ráðstefna um vistvænar samgöngur,“ segir Teitur Þorkels- son, framkvæmdastjóri Framtíðar- orku, sem hefur unnið að skipulagn- ingu ráðstefnunnar frá því í fyrra- haust. Teitur segir að þeir erlendu sérfræðingar sem hann hafi komist í samband við hafi haft mikinn áhuga á því að koma hingað til lands og nota landið sem prófstein (e. case study) á vistvæna orkugjafa. „Ísland er fámenn eyja, við erum heimsmet- hafar í vistvænni orkunotkun og Ís- lendingar eru mjög opnir fyrir nýj- ungum. Þegar við viljum gera eitthvað þá bara er það gert,“ segir Teitur og bætir við að Íslendingar geti skipað sér í fremstu röð á þessu sviði á nokkrum árum, ef viljinn er fyrir hendi. Íslendingar verði í fararbroddi á sviði vistvænna samgangna Gísli Marteinn Baldursson, for- maður umhverfisráðs Reykjavíkur- borgar, bindur miklar vonir við ráð- stefnuna, enda hafi mikið af frum- kvöðlum og sérfræðingum í fremstu röð séð sér fært að koma og deila reynslu sinni með Íslendingum. Að sögn Gísla hefur Reykjavíkurborg að undanförnu verið í fararbroddi að því er vistvænar samgöngur varðar; haldið árlega samgönguviku þar sem fólki hafi verið bent á aðrar leiðir í samgöngumálum og lagt aukna áherslu á notkun almenningssam- gangna og göngu- og reiðhjólastíga. Það sé hins vegar staðreynd að flest- ir borgarbúar treysti á einkabílinn í samgöngumálum og því mikilvægt að leggja aukna áherslu á að bílarnir verði umhverfisvænni. „Við viljum að fólk geti enn þá valið einkabílinn en notað vistvæna orkugjafa sem menga ekki nándar nærri jafnmikið og þeir orkugjafar sem nú eru mest notaðir,“ segir Gísli. Hann nefnir sem dæmi að um 20% af nýjum bíl- um í Stokkhólmi í fyrra hafi verið með vistvænum orkugjöfum. „Við eigum náttúrlega ekki að láta Sví- þjóð eða aðrar þjóðir vera í farar- broddi í þessum málum, með alla þessa hreinu orku hér á Íslandi,“ segir Gísli. 630 bílar á hverja 1.000 íbúa Gísli segir að ávinningur borgar- yfirvalda af vistvænni orkugjöfum sé tvíþættur. Annars vegar henti slíkt vel til að markaðssetja Reykjavík sem hina hreinu höfuðborg norðurs- ins sem búi yfir gríðarmikill hreinni orku og sé reiðubúin til að nýta hana á öllum sviðum. „Ef við til dæmis næðum því að hafa hérna bíla sem menn stinga í samband á nóttunni og keyra á hreinu rafmagni yfir daginn yrði það ekki breyting, heldur algjör bylting sem hiklaust myndi vekja verðskuldaða athygli á Reykjavík,“ segir Gísli. Hins vegar vaki það fyrir borgar- yfirvöldum að gera Reykjavík að líf- vænlegri og ákjósanlegri búsetustað. „Borg með 630 bíla á hverja 1.000 íbúa er ekki sú borg sem ég held að Reykvíkingar vilji. Þessir bílar sem menn hafa verið að kaupa á síðustu árum eru stórir, þungir og menga mikið og það rýrir okkar lífsgæði. Við eigum að geta búið hér og komist ferða okkar á öruggan og einfaldan hátt án þess að ganga það mikið á umhverfið að við sitjum uppi með verri borg.“ Vistvænir fararskjótar kynntir samfara ráðstefnunni Í tengslum við ráðstefnuna verður fyrsti tengitvinnbíllinn (plug-in hy- brid) á Íslandi tekinn í notkun. Breskir sérfræðingar munu breyta venjulegum Toyota Prius í tengi- tvinnbíl sem stungið er í samband eins og hverju öðru heimilistæki. Rafgeymirinn nægir til allt að 120 km aksturs, en þegar rafmagnið þrýtur tekur bensínvélin við. Þá verða fyrstu etanólbílarnir á Íslandi, Volvo C30 og Ford C-Max, teknir í notkun af sama tilefni, en bílarnir losa allt að 80% minna af gróður- húsalofttegundum en hefðbundnir bílar. Von er á fyrstu etanóleldsneyt- issendingunni í næsta mánuði, en orkugjafinn er framleiddur úr sykurreyr og korni. Samgönguvika Reykjavíkurborg- ar hefst 14. september, en ráðstefn- an sjálf fer fram dagana 17. og 18. september. Fundað um orkugjafa framtíðarinnar í samgöngumálum „Tími einokunarstöðu olíunnar er liðinn“ Morgunblaðið/Jim Smart Straumur Mikilvægi einkabílsins er fremur óumdeilt, en margir eru þó þeirrar skoðunar að aukna áherslu verði að leggja á vistvænni fararskjóta. Í HNOTSKURN »Mikil ráðstefna um vistvænarlausnir í samgöngumálum verður haldin hér á landi í sept- ember. »Frumkvöðlar og sérfræð-ingar á sviði nýrra orkugjafa frá Bandaríkjunum og Evrópu munu þar leiða saman hesta sína og fjalla um kosti og galla þeirra lausna sem nú þegar bjóðast. »Samhliða ráðstefnunni verðatengitvinnbílar og etanólbíl- ar teknir í notkun. STAÐA ellilífeyrisþega er næst- best hér á landi, hlutfallslega, af Norðurlöndunum, ef horft er til lægri tekna og meðaltekna, en best þegar horft er til hærri tekna, samkvæmt nýrri skýrslu Efna- hags- og framfarastofnunarinnar OECD, en frá þessu er skýrt í nýju vefriti fjármálaráðuneytisins. Í skýrslunni eru teknir saman mælikvarðar sem sýna hlutfall elli- lífeyris af launum verkamanns sem vinnur í 45 ár, en miðað er við lág- ar tekjur, meðaltekjur og háar tekjur. Tölurnar eiga við um árið 2004 og samkvæmt þeim er Ísland næst á eftir Danmörku hvað varð- ar lægri tekjur og meðaltekjur, en efst á blaði hvað hærri tekjurnar varðar. Þannig er ellilífeyrir hér 110% af lægri tekjum, 85% af meðaltekjum og tæp 80% af hærri tekjum. Fram kemur að tölur OECD eru í samræmi við aðrar athuganir í þessum efnum svo sem frá Nordisk Socialstatistik. Þá er vakin athygli á því í vefrit- inu að lífslíkur hér á landi eru meðal þess hæsta innan OECD en hærri lífslíkur auki eðlilega álag á viðkomandi lífeyriskerfi, auk þess sem tölur OECD taki ekki til séreignalífeyrissparnaðar, sem mjög hafi farið vaxandi hér á landi á undanförnum árum. Hlutfallsleg staða ellilífeyrisþega góð Morgunblaðið/Þorkell Eldri borgarar Kjör aldraðra eru reglulega könnuð af OECD.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.