Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Við eyjarskeggjar byggjum miklar vonir við að þetta samvinnuverkefni vegagerðar og samgönguráðuneytisins eigi eftir að skila sér í verulegri fjölgun ferðamanna. VEÐUR Hafi það farið fram hjá ein-hverjum er ástæða til að vekja athygli á því stríði sem staðið hefur milli vinstrimanna, Samfylkingar og Vinstri grænna frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð. Þetta stríð er hart og biturt. Um það má segja eins og einu sinni var sagt um brezka íhaldsmenn: þau hata hvert annað svo fallega.     Nú hefur ÁrniÞór Sigurðs- son, alþing- ismaður Vinstri grænna og fyrr- um kær sam- starfsmaður ut- anríkisráðherra í borgarstjórn Reykjavíkur gaman af því, að minna á að Ingi- björg Sólrún hefur staðið fyrir her- æfingum á Íslandi með þeim sama Bandaríkjaher og réðst inn í Írak, sem hún hafði stór orð um.     Kæti Árna Þórs yfir þessu hlut-verki utanríkisráðherra leyndi sér ekki í grein eftir hann hér í Morgunblaðinu í gær.     Þess verður áreiðanlega ekkilangt að bíða, að Vinstri grænir ræði ítarlega um það forystu- hlutverk sem utanríkisráðherra okkar gegnir í stríðinu í Afganistan. Flugvélar Atlantshafsbandalagsins, sem sagt er að drepi óbreytta borg- ara þar í landi, eru þar m.a. á ábyrgð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ísland tók ákvörðun um það ásamt öðrum Nató-ríkjum að senda her- sveitir til Afganistans.     Fram að þessu hefur ekki orðiðvart við stefnubreytingu hjá nú- verandi utanríkisráðherra.     Það má búast við skemmtilegumvetri á Alþingi, þegar fyrrum samstarfsmenn í vinstri meirihlut- anum í borgarstjórn ræða aðild okk- ar að stríðinu í Afganistan. STAKSTEINAR Árni Þór Sigurðsson Hið indæla stríð SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                           *(!  + ,- .  & / 0    + -                              12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                 !" #           :  *$;<                  ! "!#    $  % &    !# *! $$ ; *! $% &   %   ' ( )( =2 =! =2 =! =2 $'& * # +,"(-  <; >         =7  ' (       # )     #    8   * (   +       ( !#    ,  % &  ( ' # 6 2  *        + !  -    !       #    .  % &      !# ./ (00 (1 ( "(* # 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B 2 2                               2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2                    Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Vilborg G. Hansen | 19. ágúst 2007 Menningarhelgi? Væri ekki sniðugt að víkka Menningarnótt í Menningarhelgi með því að starta þessu með tónleikum á föstudags- kvöldi og jafnvel draga þetta áfram fram á sunnudag? Greinilega allir búnir að læra; bæði við sem njótum, skipu- leggjendur og lögregla. ... Við tókum eftir fjölda bíla með erlendum núm- erum þannig að greinilegt er að ferðamenn stíla orðið inn á að koma á þessum tíma til að upplifa þetta með okkur. Meira: villagunn.blog.is Ingvar Valgeirsson | 19. ágúst 2007 Erfið helgi á enda Þó svo þessi frjálsi opnunartími skemmti- staða valdi mér svefn- leysi, almennri óreglu, taki tíma frá familíunni og geri mér almennt lífið leitt oft og iðulega í spilamennskunni er ég samt á móti því að breyta sýsteminu á ný. Fólk á jú að fá að ráða hvenær það djamm- ar frá sér ráð og rænu ef það kýs að gera svo og ekki yfirvalda að ákveða hvenær fólk drekkur brennivín og reynir hvert við annað. Meira: ingvarvalgeirs.blog.is Bjarkey Gunnarsdóttir | 19. ágúst 2007 Berjablámi Það segir mér fólk sem komið hefur í Höllina þessa vikuna að hér sé allt fullt af berjum. Ekki hef ég haft tök á því að fara í berjamó en á Skeggjabrekku þar sem ég viðra hundana mína hef ég rölt aðeins og kíkt og tek undir það að vel er af berjunum. Fór síðast í morgun og tíndi í munninn þar sem ég og minn kæri gengum í dýrindis veðri með ferfæt- lingana. Meira: bjarkey.blog.is Óttarr Guðlaugsson | 19. ágúst 2007 Fáninn bannaður? Fyrst af öllu vil ég óska verkefnastjórn Menningarnætur til hamingju með stór- glæsilega dag og til hamingju Reykvík- ingar með glæsilega hátíð. Við fjölskyldan fórum í bæinn um kl. 14 til þess að sýna okkur og sjá aðra og vorum við í bænum til mið- nættis. Allt skipulag dagsins var til fyrirmyndar og óhætt að segja að allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi á hvaða aldri sem þeir eru þrátt fyrir að Landsbankatónleikarnir hafi fengið falleinkunn frá ansi mörgum – sökum þess að þar vant- aði skipulag, tónleikastjóri (kynnir) sá sem var settur sem kynnir var viðvaningur á móts við glæsilega frammistöðu Páls Óskars á tónleik- unum á Laugardalsvellinum á föstu- dagskvöldið, einnig leið alltof langur tími á milli hljómsveita enda gáf- umst við upp á þessum tónleikum og gengum þess í stað niður eina skemmtilegustu götu Reykjavíkur þ.e Skólavörðustíginn – sú gata er án efa staður lista og menningar, staður jóla sama hvaða árstími er því þar eru 2 ef ekki 3 jólabúðir sem opnar eru allan ársins hring og óneitanlega gleður það mig þar sem ég myndi helst vilja hafa jólaskraut- ið uppi 365 daga á ári. Það var þó eitt sem við fórum að velta fyrir okkur þegar við sáum ís- lenska þjóðfánann blakta við eitt heimilið í borginni – svo undarlega sem það kann að hljóma þá virðist ís- lenski þjóðfáninn vera bannaður í Reykjavík því borgaryfirvöld flögg- uðu honum hvergi á þessari miklu menningarhátíð. Á dögum sem þess- um ætti fáninn að vera á hverju götuhorni og í öllum verslunar- gluggum ef ekki bara öllum glugg- um, við erum allt of spéhrædd að nota fánann okkar. Því þurfum við að breyta. En maður lifandi hvað Villi borg- arstjóri stimplaði sig rækilega inn með flugeldasýningu aldarinnar. Þetta var flottasta, stærsta og magnaðasta flugeldasýning fyrr og síðar – þó svo það hafi verið erfitt þá sló Vilhjálmur gamla metið hans Davíðs þegar hann var borgarstjóri þegar haldið var uppá 200 ára af- mæli Reykjavíkurborgar. Meira: otti.blog.is BLOG.IS LANDBÚNAÐARSÝNINGUNNI Sveita Sæla lauk í gærdag á Sauð- árkróki. Að sögn framkvæmdastjóra sýningarinnar er áætlað að um fjög- ur þúsund manns hafi komið á svæð- ið þessa þrjá daga sem sýningin stóð. Ekki var að heyra annað en auglýs- endur væru ánægðir með sinn hlut. Búvélainnflytjendur voru með sýn- ingarsvæði við reiðhöllina Svað- astaði og fjöldi manns fékk að prufu- keyra dráttarvélar. Innandyra var fjöldi sýningarbása og þar var hand- verksfólk með vörur til sölu. Á sýn- ingunni voru allmargar dýrateg- undir til sýnis s.s. landnámshænsni, kindur, geitur, kálfar, minkar, kött- ur með kettlinga og fjárhundar sýndu listir sínar við smölun. Enn fremur var hægt að fylgjast með hænuungum koma úr eggjum. Þá gafst fólki kostur á að skoða slát- urhús og mjólkursamlag á Sauð- árkróki í tengslum við sýninguna og nýtt og fullkomið hátæknifjós á bæn- um Birkihlíð var opið fyrir gesti og nýttu margir sér það. ,,Ég held að það sé ekki vafi á að þessi sýning er komin til að vera. Nú nánast tvöfölduðum við gestafjölda frá í fyrra og mér finnst fólk almennt vera ánægt. Það hefur líka mikið að segja að fá svona gott veður, þurrt og sólskin alla dagana. Það verður allt miklu auðveldara við slíkar að- stæður,“ sagði Jón Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri sýningarinnar, þegar henni var að ljúka í gær. Um fjögur þúsund manns sóttu sýninguna Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Fjaðrafok Landnámshænsni voru til sýnis á landbúnaðarsýningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.