Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ankara. AFP. | Tyrkneska lögreglan yfirheyrði í gær mennina tvo sem rændu tyrkneskri flugvél sl. laugar- dagsmorgun. Mennirnir reyndust vera 27 ára gamall Tyrki og 33 ára gamall Egypti af palestínskum upp- runa, sem ber sýrlenskt vegabréf. Tyrkneska ríkisfréttastofan Anat- olia fullyrðir að sá síðarnefndi hafi verið fengið þjálfun hjá al-Qaida hreyfingunni áður en ránið var fram- ið, en hann mun eitt sinn hafa dvalið í fangaklefa með hátt settum manni innan samtakanna. Nokkrir farþeg- anna í vélinni höfðu áður fullyrt að mennirnir hefðu sagst vera á vegum al-Qaida. Lögreglan hefur nú upplýst að sprengjan sem mennirnir sögðust vera með reyndist vera leirklumpur. Gert er ráð fyrir að mönnunum verði birtar ákærur á miðvikudag. Flugræn- ingjar yf- irheyrðir Annar reyndist Tyrki, hinn Egypti ÞESSAR litríku stúlkur eru hluti af hópi mótmælenda sem tóku sér stöðu við Heathrow-flugvöll á Englandi í gær. Mótmælendurnir hafa áhyggjur af loftslagsbreyt- ingum og söfnuðust saman við flugvöllinn í tilefni þess að byggja á nýja flugbraut við völlinn, en þeir telja að aukin flugumferð sé ekki til bóta. Í gær marseruðu mót- mælendurnir um svæðið, en lofuðu að hindra ekki för flugfarþega. Til smávægilegra átaka kom við lögreglu. AP Mótmælt við Heathrow-flugvöll Pisco. AFP. AP. | Rotnandi lík eru hvarvetna, óprúttnir aðilar fara ránshendi um rústir heimila sam- borgara sinna og heilbrigðisyfirvöld standa í ströngu við að berjast gegn útbreiðslu sjúkdóma, fjórum dögum eftir að jarðskjálfti sem mældist 8 stig á Richter-skalanum reið yfir landið. 500 létust og 1.600 slösuðust. Björgunarmenn eru enn að störfum, en nánast engar vonir standa til þess að finna nokkurn á lífi nú. Alan Garcia, forseti Perú, hefur hótað að setja á útgöngubann til þess að torvelda sveitum ruplara að fara ránshendi um rústirnar. Her- inn skálmar um götur Pisco til þess að gæta þess að ekki myndist al- gjört stjórnleysi, en Pisco er sú borg sem fór verst út úr skjálft- anum. Mörg þúsund eru heimilislaus eft- ir skjálftann og er hungrið farið að sverfa að. Í Chincha reyndi hópur fólks að brjótast inn á spítala í þeirri trú að þar mætti finna neyð- arvistir. Garcia forseti fullyrðir þó að enginn muni svelta. Þegar hafa um 600 tonn af mat og öðrum hjálp- argögnum borist með um 280 flug- vélum. Hjálparstarfsmenn segja að mengað vatn skapi mikla sjúkdóma- hættu, því bæði eru mörg lík enn ófundin og ekki er hægt að losna við úrgang á skipulegan hátt. Ástandið enn erfitt í Perú Glímt við eftirmál jarðskjálftans Xintai. AFP. | 172 námumenn sem tepptust neðanjarðar eru nú taldir af í Shandong-héraði í Kína, en náman hvarf undir flóð á föstudag. Um 200 aðstandendur brutust í gegnum öryggisgirðingu í gær því orðrómur var á kreiki um að björg- unaraðgerðum hefði verið hætt og kom til átaka við öryggisverði. Yfir- maður kínverska vinnueftirlitsins sagði björgunaraðgerðir standa yfir, en að hjálparsveitir þyrftu að fara öllu með gát af ótta við frekari flóð. Ekkert hefur heyrst til mannanna. 172 Kínverj- ar taldir af Bangkok. AFP. | Taílendingar kusu sér nýja stjórnarskrá í gær, í fyrstu kosningunum sem haldnar hafa verið í landinu frá því að valdarán var framið þar í sept- ember sl. Útgönguspár gáfu það til kynna að stjórnarskráin hefði ver- ið samþykkt með um 70% atkvæða og lýsti ríkisstjórn hersins, sem hefur verið við völd allt frá bylt- ingunni, yfir sigri í gær. Sonthi Boonyaratglin, yfirmaður hersins, sagði að þessi niðurstaða þýddi að nú gæti þjóðin aftur siglt lygnan sjó eftir árslangan óvissu- tíma. Hann sagði jafnframt að úr því að stjórnarskráin hefði verið samþykkt yrðu haldnar almennar þingkosningar seinna í ár. Hann vildi ekki staðfesta hvenær þær yrðu haldnar, en sagðist telja við- eigandi að þær yrðu eftir afmæli konungsins, sem er 5. desember. En ekki eru allir jafnánægðir. „Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa blekkt fólkið með því að fullyrða að kosningar yrðu ekki haldnar nema stjórnarskráin yrði sam- þykkt. Þeir takmörkuðu tjáning- arfrelsi fólks með herlögum,“ sagði Chaturon Chaisang, fyrrum leiðtogi stjórnmálaflokksins Thai Rak Thai, sem nú hefur verið leystur upp og bannaður. Aðrir segja niðurstöðuna vera skilaboð frá Taílendingum um að þeir vilji fá að kjósa sér stjórn. Þeir sem eru andsnúnir nýju stjórnarskránni segja að hún dragi úr völdum þjóðkjörinna embættis- manna, dragi til baka þær fram- farir sem fyrri stjórnarskrá frá árinu 1997 fól í sér, og ýti undir veikar samsteypustjórnir sem her- inn gæti auðveldlega beygt undir sig. Taílendingar samþykkja nýja stjórnarskrá Kosningarnar þær fyrstu sem haldnar hafa verið frá valdaráninu í fyrra Reuters Kosning Meðlimur í Hmonghæðar- ættbálknum greiðir atkvæði. Í HNOTSKURN »Um sextíu prósenta kjör-sókn var í kosningunum. »Stjórnarskrá landsins frá1997 var ógild við valda- ránið. »Á síðustu 75 árum hefur 18sinnum verið gert valda- rán í Taílandi og 24 forsætis- ráðherrar hafa setið á valda- stóli. Baghdad. AFP. AP. | Utanríkisráð- herra Frakka, Bernard Kouchner, birtist óvænt í Bagdad um kl. 18 í gærkvöld og hyggst dvelja í Írak í þrjá daga. Heimsóknin hafði ekki verið tilkynnt fyrirfram, heldur greindu frönsk stjórnvöld frá henni þegar Kouchner var kominn til Írak. Kouchner bauð Írökum stuðning við að stöðva blóðbaðið í landinu. „Við erum tilbúin til þess að gera gagn, en lausn vandans er í höndum Íraks, ekki Frakklands,“ sagði ráðherrann í gær. Tímamótaheimsókn Frakkar hafa árum saman átt í nokkuð stirðum samskiptum við Bandaríkjamenn vegna ástandsins í Írak. Er heimsókn Kouchners fyrsta heimsókn fransks ráðherra til Íraks frá innrás Bandaríkjanna árið 2003. Franska utanríkisráðuneytið sagði heimsóknina vera til þess að bera Írökum „skilaboð um franska sam- stöðu“ og að Kouchner væri þar í boði Jalals Talabani, forseta Íraks. Heimsókn Kouchners kemur í kjölfarið á fundi Nicolas Sarkozy og George Bush í Bandaríkjunum, þar sem vel virtist fara á með þeim. Kouchner fór til Írak Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@mbl.is FELLIBYLURINN Dean skall á Jamaíku í gærkvöldi og var þá orðinn fjórða stigs fellibylur. Þegar í gær- kvöldi hafði Dean orðið að minnsta kosti sex manns að bana eftir æðis- gengna ferð sína um Karíbahafið. Hús voru rýmd allt frá Cayman- eyjum til Texas og skemmtiferðaskip hafa þurft að sigla á fullri ferð í skjól. Ferðamenn hafa flykkst heim frá hin- um vinsælu sólbaðsstöðum sem eru í braut bylsins, en ekki komust allir á brott áður en flugvöllum var lokað. Í Mexíkó hafa 530 neyðarskýli verið reist og ferðamenn flúið frá Yucatan- -skaga í stríðum straumum. Í gær var tólf tómum flugvélum flogið á staðinn til þess að ferja fólk á brott. Ekki fóru allir í skjól Forsætisrráðherra Jamaíku sár- bændi íbúa að leita skjóls, skömmu áður en bylurinn kom að ströndum eyjunnar, en nokkur misbrestur virt- ist vera á því að því boði hans væri hlýtt. Stjórnvöld höfðu sett upp um 1.000 neyðarbyrgi, t.d. í skólum og kirkjum, en að sögn yfirmanns al- mannavarna á eyjunni var aðeins fólk í 47 þeirra þegar stormurinn skall á. Allir lögregluþjónar, slökkviliðsmenn og fangaverðir á eynni voru kallaðir út til þess að vinna að björgunarstarf- inu. Óttast var í gærkvöldi um örlög 17 spænskra kafara, sem höfðu neitað að yfirgefa sandgrynningarnar Pedro Cays, 80 kílómetra suður af Jamaíku, en talið er ómögulegt að hefja björg- unaraðgerðir eftir að bylurinn er skollinn á. Veðurfræðingar búast við því að Dean eigi enn eftir að magnast og muni ná fimmta og efsta stigi flokk- unarkerfis fellibylja áður en hann nemur land á Cayman-eyjum og svo í Mexíkó. Í Texas búa yfirvöld sig undir komu Dean miðað við að hann skelli beint á ríkinu, sem þó er heldur ólík- legt, en yfirvöldum eru mannskaða- fellibyljirnir Ríta og Katrín í fersku minni. Fellibylurinn Dean er orðinn einn af stærstu skrásettu stormum veðursögunnar Dean æðir í átt að Mexíkó             ! " # $%   % & '%  (  )" * +  "  ,-) +  .  /* #(+ * + ! +  + 01 " "  * + %  / +1           ! "  # !% & ' ( )  *' "&+  !   , 2   -!./& !  01 23 45 -6 14 67 41 +4 * #!        3 4 3 4 5   "& " % 1  8   98 5   "( + : 8 ; <%  !% &=,>  6?3@A B +62 6 +'  B +62 , +*   B +62  %%  B +62 "   +62 3   B +62 ,#   CD ,&, *, !&, ? 7  "' & -&, ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.