Morgunblaðið - 20.08.2007, Síða 16

Morgunblaðið - 20.08.2007, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ VESTURLAND MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfar- andi yfirlýsing frá Tryggva Axelssyni, for- stjóra Neytendastofu. Fyrirsögnin er hans. „Í undarlegum Staksteinum í Morgunblaði sunnudagsins síðasta finnur ritstjóri blaðsins þeirri ákvörðun viðskiptaráðherra að hefja þróun rafrænna verðkannana flest til foráttu. Mætti halda því fram að ritstjóri blaðs allra landsmanna væri að gera tilraun til að gera störf hins unga og nýja ráðherra tortryggileg á annarlegum forsendum. Þó vil ég að sjálfsögðu ekki leggja hinum reynda ritstjóra slíkt til og því hlýtur hann að hafa misskilið ákvörðun ráðherrans um raf- rænar verðkannanir. Því er rétt að árétta mikilvægi hennar. Með ákvörðun stjórnvalda um að lækka virðisaukaskatt á matvæli treystu stjórnvöld á smásala og byrgja til að skila þeirri lækkun til neytenda. Stjórnvöld hafa ekki tæki til að þvinga þá lækkun fram. Verðlag er frjálst. Tækið er verðkannanir sem sýna svart á hvítu hvort lækkunin skilaði sér og síðan sam- keppnisyfirvöld til að rannsaka hvort um raunverulega samkeppni sé að ræða og eðli- leg samskipti birgja og smásala. Það er síðan neytenda að ákveða að lokum hvar skal versla. Verðkönnun ASÍ er vísbending um að lækkunin hafi ekki skilað sér að fullu. Aðrar kannanir gefa til kynna að stærri huti hafi skilað sér. Bestu og skynsamlegustu viðbrögð stjórnvalda eru að skjóta frekari stoðum und- ir verðkannanir og verðlagsrannsóknir. Verð- skyn neytenda þarf að efla hér á landi. Stíga skref til framtíðar. Sú framtíð er að mínu mati rafrænar verðkannanir þar sem óyggj- andi er dregið fram hvert verðlag er og verð- lagsþróun á hverjum tíma. Slíkar verðkann- anir eru nauðsynleg og mikilvæg viðbót við punktmælingar á verði á einstökum vörum. Því var það vel gert hjá viðskiptaráðherra að fela Neytendastofu að gera fram- kvæmdaáætlun um gerð rafrænna kannana. Því er ástæða til að fagna enda vel að verki staðið hjá ráðherra að funda með öllum hlut- aðeigandi og kasta síðan teningum til fram- tíðar með rafrænum, einstaklingsmiðuðum verðkönnunum. Þannig fá neytendur meiri og betri upplýs- ingar um verð og verðþróun enda er það hinn upplýsti neytandi sem hefur lokaorðið. Bæði í búðinni og í kjörklefanum. Varla vill ritstjóri Morgunblaðsins stíga skref til baka og hækka skattinn aftur? Að- hald og þrýstingur á verslun og byrgja er vopn stjórnvalda með fjölbreyttari og tíðari verðkönnunum á matvæli sem og aðrar nauð- synjar í landinu. Þau skerf eru nú stigin og rík ástæða til að fagna því.“ Vel gert hjá viðskiptaráðherra Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur vala@simenntun.is Borgarnes | Stefán hljóp Reykjarvíkur- maraþon á laugardaginn á tímanum 3:43 og hefur verið hlaupandi frá því hann var strák- ur. ,,Það var alltaf draumur hjá mér að hlaupa eitt maraþon og ég fór mitt fyrsta árið 1996, en svo fannst mér það ekki nóg og hef hlaupið 5 hálfmaraþon og þetta var mitt þriðja heilmaraþon. Ég er nefnilega nörd og held skrá yfir allar æfingarnar mínar og öll hlaup í stílabók,“ segir Stefán og sýnir stíla- bækur sem hann hefur samviskusamlega skráð í vegalengdir og tíma. ,,Hver stílabók dugir að meðaltali í svona 11 ár og bækurnar ná aftur til ársins 1985, en eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að skrá þetta niður.“ Stefán segist vera búinn að hlaupa í 40 ár, og keppti í hlaupum á unglingsárum sínum. ,,Já, ég er ekki einn af þeim sem byrja eftir fertugt en mér finnst frábært þegar fólk rífur sig upp á fullorðinsárum, kannski eftir heilsuleysi, og nær flottum árangri og fer í maraþon. Ég var farinn að hlaupa á götum Reykjavíkur 1973 og þá var horft á mann og krakkar kölluðu á eftir manni, maður var bara fyrirbæri.“ Minningarhlaup um pabba ,,Björk konan mín fékk þá skemmtilegu hugmynd, eftir að pabbi dó fyrir rúmum 7 ár- um, að ég myndi hlaupa minningarhlaup um hann. Pabbi var mikill hlaupari, bæði hljóp og gekk mikið, smalaði alltaf á fæti. Hann vann við smíðar með búskap og fór gangandi lang- ar leiðir með dótið sitt á bakinu, oft tugi kíló- metra. Reyndar var hann upp á sitt besta áð- ur en mönnum datt í hug að keppa í hlaupum. Hinsvegar keppti hann í kappslætti, en það er kannski merki um tíðarandann þá – á ár- unum fyrir seinna stríðið.“ Stefán ólst upp norður í Bitrufirði á sveitabænum Gröf og þar býr bróðir hans núna. ,,Við bræðurnir ákváðum sem sagt að hlaupa til minningar um pabba á fæðingardegi hans, sem er 11. september. Við völdum að hlaupa einhverja leið í sveitinni, hlupum fyrstu tvö haustin í kringum Bitrufjörð, af Bitruhálsi suður á Stikuháls, sem eru rúmir 27 km. Síðasti hluti þessarar leiðar er mjög erfiður og upp í móti, þannig að við ákváðum árið 2002 að breyta leiðinni svo þetta yrði ekki minningarhlaup um pabba og syni hans. Síðan þá höfum við hlaupið frá Brunngili, sem er bærinn sem hann fæddist á, að Gröf, þar sem við bjugg- um, en þetta eru um 14 km og tiltölulega lítil hækkun.“ Fyrsta árið sem þeir bræður hlupu sendu þeir miða á bæina í sveitinni um að fólki væri velkomið að hlaupa með þeim. ,,Það komu kannski fimm með okkur og þá aðeins hluta leiðarinnar, en við höfum ekkert verið að auglýsa þetta, enda hefur fólkið elst í sveitinni og því fækkað.“ Stefán á fleiri fótfráa forfeður því langalangaafi hans var Þorleifur Þorleifsson á Hjallalandi í Vatnsdal, en hann á að hafa farið á einum degi frá Svartagili í Þingvallasveit og náð háttum í Hvammi í Vatnsdal. ,,Það mun hafa verið um sumarmál og rifahjarn yfir öllu, og sagan seg- ir að hann hafi verið spurður hvernig hann hefði farið að þessu og hann á að hafa sagt ‘ég brokkaði þetta jafnt’.“ Um hann var sagt að hann hafi verið bæði léttfær og fóthvatur og Stefán segir hann hafa meðal annarra veitt sér innblástur í fjallvegaverkefnið. Ætlar að hlaupa fimmtíu fjallvegi ,,Það var svoleiðis að ég varð fimmtugur fyrr á þessu ári og langaði að gera eitthvað í tilefni af því. Að mér læddist sá grunur að ef ég gerði ekkert, biði mín líkamleg hægfara afturför, allavega ekki framför, og til að halda heilsu og formi ákvað ég að gefa sjálfum mér tvær afmælisgjafir. Önnur var að hlaupa Laugaveginn sem ég fór í sumar og hin af- mælisgjöfin er að hlaupa yfir 50 fjallvegi. Mér líður vel úti í náttúrunni, vil vera meira þar en í skrifborðsstólnum, og í náttúrunni upplifi ég eitthvað sem Laxness kallaði kraftbirting- arhljóm guðdómsins.“ Tilgangur fjall- vegahlaupanna er þríþættur að sögn Stefáns. Í fyrsta lagi að halda líkamanum í sæmilegu ástandi, í öðru lagi að kynnast eigin landi, og svo hugsanlega að vekja áhuga annarra á út- vist og hreyfingu. Hann segist oft hafa ekið helstu vegi á Íslandi án þess að hafa gefið sér tíma til að staldra við skoða landið. ,,Ég ætla ekki að gera þetta á einu ári heldur 5-10 ár- um og ástæðurnar eru tvær. Það þjónar bet- ur fyrsta markmiðinu að dreifa þessu auk þess sem það fellur betur að öðrum mark- miðum í lífinu, því ég ætla t.d. áfram að eiga fjölskyldu og vinna.“ Skilgreiningu á fjall- vegum segir Stefán ekki vera alveg á hreinu. „Ég hef setið í sumar og leitað að fjallvegum, og er kominn með rúmlega 40 sem ég ætla að hlaupa. Sú skilgreining sem ég notast við er: „vegur eða slóð á milli byggða, 10-55 km á lengd sem er ekki fjölfarinn bílvegur“.“ Í sumar er Stefán búinn að fara Laugaveginn, Jökulháls á Snæfellsnesi, á milli Arnarstapa og Ólafsvíkur og um Langavatnsdal og Sóp- andaskarð frá Svignaskarði vestur í Dali. Útbúnaður lykilatriði ,,Hlaupin gefa manni kost á að kynnast ör- nefnum í náttúrunni sem maður vissi ekki að væru til. Þetta snýst líka um að læra. Það er heilmikil rannsóknarvinna að kynna sér að- stæður, t.d. hvort vatnsföll séu á leiðinni. Og til að gefa þessu meira gildi reynir maður að setja sig inn í jarðfræði svæðisins og kynna sér söguna. Við þessar leiðir bjó víða fólk á landnámsöld og miðöldum, þótt nú til dags sé erfitt að ímynda sér það. Til að fá dálítinn nasaþef af þessu hef ég verið að viða að mér gönguleiðarkortum og öðrum aðgengilegum heimildum.“ Stefán segir að fjölskyldan taki þátt í þessu verkefni með ýmsum hætti, son- ur þeirra hlaupi talsvert, og hin fylgist með. ,,Björk hefur stutt mig og hvatt mig til dáða, hún fer gjarnan með og við gistum einhvers staðar í tjaldi og svo sækir hún mig á hinn endann, þannig að við getum þá ferðast sam- an og ég slepp við að hlaupa til baka.“ Stefán leggur áherslu á að útbúnaður sé lykilatriði, allur bómullarklæðnaður sé t.d. bannaður, en mest noti hann föt úr gerviefnum s.k. ,,dry fit“. Skórnir þurfi yfirleitt að vera ,,ut- anvegaskór sem eru með grófari botni en venjulegir hlaupaskór“. ,,Ég er að þreifa mig áfram með orkubirgðir á hlaupum, t.d. gel- poka sem hafa kolvetni og steinefni, ég tek þetta með vatni til að viðhalda eðlilegri lík- amsstarfsemi í svona langri áreynslu. Það stangast reyndar á vissan hátt við þá sýn sem ég hef á mataræði því ég vil frekar borða al- gengan íslenskan sveitamat, og dagana og vikurnar fyrir langhlaup vil ég helst sem mest af fjölbreyttum venjulegum mat sem er sem minnst unninn og tek reglulega lýsi og fjölvítamíntöflur með steinefnum.“ Heilsubætandi og umhverfisvænt ,,Ekki er ákveðið hvað verður næst, sum- arið er að verða búið en t.d. langar mig að fara Síldarmannagötur og Skarðsheiðarveg syðri, sem hvort tveggja er svo sem innan seilingar. Svo ætla ég til Rómar 16. mars á vetri komanda og hlaupa maraþon á pálma- sunnudag. Þar erum við reyndar alls ekki að tala um neitt fjallvegahlaup, heldur miklu frekar torgahlaup. Ég hef ekkert hlaupið er- lendis nema bara í Lundi þegar ég bjó í Sví- þjóð. Núna reyndi ég að finna álitlegt hlaup í borg, sem um leið væri áhugaverð fyrir Björk að skoða. Róm er mjög spennandi fyrir þá sem hafa áhuga á fornminjum og sögu, en jafnframt er þetta mikil áskorun, því það er erfitt að vera í maraþonformi í mars.“ Stefán er að gera sérstaka vefsíðu um fjall- vegahlaupin og má finna tengil inn á blogg- síðu hans www.blog.central.is/stefangisla. Til- gangurinn með vefsíðugerðinni hangir saman við þriðja markmiðið hans. ,,Ég vil gjarnan að fólk sláist í för með mér, og eftir hverja ferð skrifa ég ferðasögu með GPS-punktum o.fl. í þeirri von að þetta verði áhugaverðar leiðir fyrir fólk, hvort sem það ákveður að fara með mér eða seinna. Ég segi eins og í aðdraganda kosninga, ég hef fundið fyrir ákveðnum með- byr og mörgum finnst þetta spennandi. Svo tengist þetta sjálfbærri þróun og eykur lífs- gæði. Þarna er ekki verið að ganga á náttúr- una heldur ganga í henni, og ef ég get stuðlað að því að fleiri auki lífsgæði sín um leið og ég eyk lífsgæði mín, með einhverju sem er bæði heilsubætandi og umhverfisvænt, þá er ég bara glaður.“ ,,Maður var bara fyrirbæri“ Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur ætlar að hlaupa 50 fjallvegi næstu 5 til 10 árin Morgunblaðið/Guðrún Vala Fimmtugur í ár Stefán hefur haldið skrá yfir æfingarnar sínar allt frá árinu 1985. Í HNOTSKURN »Hver stílabók dugir Stefáni að með-altali í 11 ár og bækurnar ná aftur til ársins 1985. »Stefán á fótfráa forfeður. Langa-langaafi hans var Þorleifur Þorleifs- son á Hjallalandi í Vatnsdal, en hann á að hafa farið á einum degi frá Svartagili í Þingvallasveit og náð háttum í Hvammi í Vatnsdal. » Í sumar er Stefán búinn að faraLaugaveginn, Jökulháls á Snæfells- nesi, á milli Arnarstapa og Ólafsvíkur og um Langavatnsdal og Sópandaskarð frá Svignaskarði vestur í Dali. Fjallvegahlaupin ákvað hann að gefa sjálfum sér í afmæl- isgjöf en hann hljóp sitt fyrsta maraþon árið 1996. Hann segist vera nörd og heldur skrá yfir allar æfingarnar sínar og hlaupin í stílabók. FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.