Morgunblaðið - 20.08.2007, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 21
eins og
veit að
erðast til
gabréfs-
eð lögleg-
di sem
Þegar við
ég því
gegnum
s að
m hætti
r að það
ví að hann
betur en
haldinu
um áhafn-
rfs-
eirra far-
inn með
fu Ís-
m ís-
a. „Þar
min inn í
rð segir
a sótt um
anda sér,
ð að ræða
nni að þar
klárt og
hún þyrfti ekki að hafa frekari
áhyggjur af skráningu. Að sögn
Söru trúlofuðu þau sig í október, en
þá þegar voru komnar ákveðnar
blikur á loft í sambandi þeirra.
Unnustinn reynist
virkur alkóhólisti
„Viku eftir að ég kom til landsins
datt hann í það,“ segir Sara og tekur
fram að fljótlega hafi hún gert sér
grein fyrir því að unnusti hennar var
virkur alkóhólisti, þó honum hefði
tekist að halda því leyndu fyrir sér á
þeim níu mánuðum sem þau höfðu
þá þekkst. Að sögn Söru drakk mað-
urinn býsna reglulega og þegar
hann var orðinn kenndur fór hann
að tala til hennar með allt öðrum
hætti en ódrukkinn. „Hann sagði að
ég væri heimsk. Hann ásakaði mig
um að vera að nota sig, sem er fjarri
öllu lagi því ég elskaði hann og hafði
fylgt honum um hálfan hnöttinn til
þess að láta reyna á sambandið,“
segir Sara og rifjar í framhaldinu
upp hvernig maðurinn hafi reglu-
lega á fylliríum sínum hent henni út
úr húsinu um miðjar nætur.
„Í fyrsta skiptið sem hann henti
mér út þá var mið nótt, frost úti og
ég klæðalítil. Ég vissi ekki hvert ég
ætti fara og leitaði því skjóls í stræt-
isvagnaskýli skammt frá heimilinu
okkar. Um klukkutíma seinna eða
um fimmleytið um morguninn kom
lögreglan og náði í mig. Þeir sögðu
mér að hann hefði hringt á lögregl-
una. Það var lögreglan sem sagði
mér frá Kvennaathvarfinu og þang-
að fór ég og dvaldi í nokkra daga,“
segir Sara sem sneri aftur heim
staðráðin í því að láta, þrátt fyrir
uppákomuna, á sambandið reyna.
„Ég grátbað hann um að leita sér
hjálpar og fara í meðferð, því ég
elskaði hann,“ segir Sara, sem að
endingu yfirgaf manninn í janúar á
þessu ári eftir að hann hafði í fyrsta
sinn lagt á hana hendur. Þetta var
rétt um ári eftir að þau tóku upp ást-
arsamband.
Flúði út í janúarfrostið á
náttsloppnum einum fata
Að sögn Söru hafði maðurinn ver-
ið að drekka mikið umrætt jan-
úarkvöld. Um tvöleytið um nóttina
hafi hann síðan vakið hana og dregið
út úr rúminu og í framhaldinu reynt
að þröngva henni til samræðis gegn
vilja hennar. Segist hún hafa flúið
inn á baðherbergi og læst að sér
hurðinni, en maðurinn brotið niður
hurðina. Þegar hún hafi haldið
áfram að streitast á móti hafi hann
lagt á hana hendur og tekið hana
kverkataki með þeim afleiðingum að
hún missti meðvitund. „Þegar ég
rankaði við mér aftur lá ég á baðher-
bergisgólfinu og hann stóð yfir mér
og var að sparka í mig. Ég komst
fram hjá honum og reyndi að finna
gemsann minn til þess að hringja í
lögregluna. Þegar hann uppgötvaði
það varð hann enn reiðari og hélt
áfram að berja mig,“ segir Sara sem
að lokum flýði út í janúarfrostið á
náttsloppnum einum fata. Segist
hún hafa falið sig nálægt húsinu og
að endingu komist inn hjá nágranna
sem orðið hafði var við umganginn.
Þangað sótti lögreglan hana síðan,
kom henni upp á spítala þar sem
gert var að sárum hennar og í fram-
haldinu fór hún í Kvennaathvarfið
þar sem hún dvaldi næstu þrjá mán-
uði eða fram í apríl.
Líkamsárásin kærð
Að sögn Söru kærði hún líkams-
árás mannsins strax daginn eftir til
lögreglunnar í Reykjavík og lagði þá
fram áverkavottorð frá lækni. Með
aðstoð lögfræðings hjá Alþjóðahús-
inu lagði hún einnig fram skaðabóta-
kröfu. „Þetta snýst hins vegar ekki
peningana. Ég vil bara að honum
verði refsað fyrir það sem hann
gerði mér, því annars er ekkert sem
hindrar hann í því að endurtaka
leikinn gagnvart annarri konu,“ seg-
ir Sara. Eftir því sem blaðamaður
kemst næst hefur hún einnig í
hyggju að kæra fyrrum unnusta
sinn fyrir að hafa smyglað sér til
landsins með ólögmætum hætti.
Segist hún ekki skilja hvers vegna
lögreglan sjái ekki ástæðu til þess
að rannsaka smyglið og ákæra flug-
stjórann fyrir það, þar sem hún viti
nú hvernig Söru var komið til lands-
ins á sínum tíma. Að sögn Söru hef-
ur hún frá því hún kom til landsins
nokkrum sinnum ferðast til útlanda,
bæði ein og með unnusta sínum
meðan þau voru enn í sambandi.
Þannig hafi þau farið saman til Dan-
merkur á haustmánuðum og í nóv-
ember sl. hafi hún farið ein í nokk-
urra daga ferð til Bandaríkjanna, en
þá var Sara að fara út úr Schengen-
svæðinu aftur þó hún hefði, eftir því
sem hún best viti sjálf aldrei verið
skráð inn í það við komuna til Ís-
lands í september. „Þegar ég fór til
Bandaríkjanna gerði starfsmaður
vegabréfaskoðunarinnar at-
hugasemd við það að ég væri hvergi
skráð inn í landið og ekki með neinn
stimpil við komuna inn í Schengen,“
segir Sara og tekur fram að hún hafi
þá gripið til þess ráðs að hagræða
sannleikanum og segja að hún hafi
upphaflega komið til Íslands í gegn-
um Danmörk, sem hefði þá átt að
skrá hana inn í Schengen-svæðið.
Spurð um framtíðina segist Sara
vonast til þess að hún fái að dveljast
áfram á landinu. Segist hún í febr-
úar sl. hafa sótt um dvalarleyfi hjá
Útlendingastofnun og hafa upplýst
starfsmenn þar um aðstæður sínar
og líkamsárásarkæruna. „Þegar ég
lagði inn umsóknina komst ég að því
að maðurinn hafði aldrei skráð mig
með lögheimili á Íslandi og heldur
ekki sótt um makaleyfi fyrir mig. Ég
treysti honum, en komst síðan að því
að hann hafði í raun gert allt til þess
að gera mig ólöglega hérlendis og
halda mér utan við kerfið,“ segir
Sara og bætir við: „Mér finnst mjög
erfitt að vera í þeirri stöðu sem ég er
núna. Ég hef fengið vilyrði frá Út-
lendingastofnun um að mér verði
alltjent ekki vísað úr landi þangað til
að kæra mín fer fyrir dómstóla. Ég
má hins vegar ekki vinna og hef því
enga möguleika á að sjá fyrir mér,“
segir Sara og tekur fram að hún sé
upp á náð og miskunn vinafólks
komið sem hafi gaukað að sér mat.
Segist hún hafa leigt sér lítið her-
bergi úti í bæ eftir að hún fór úr
Kvennaathvarfinu í apríl sl. „Ég hef
neyðst til að vinna svart til þess að
geta séð fyrir mér, en hef enga
vinnu í augnablikinu og veit því ekki
hvernig ég á að fara að því að greiða
húsaleiguna næstu mánaðamót,“
segir Sara, sem aðeins nýverið
komst í samband við Rauða kross
Íslands sem er að skoða aðstæður
hennar.
Heldur enn í vonina
Að sögn Söru hefur hún á umliðn-
um mánuðum reynt að leita sér að-
stoðar m.a. hjá dómsmálaráðuneyt-
inu, íslenska flugfélaginu þar sem
hún og unnusti hennar unnu, sem og
ýmsum félagasamtökum og -stofn-
unum. „Ég hef alls staðar komið að
lokuðum dyrum. Mér er tjáð að
staða mín sé svo flókin að það sé
ekkert hægt að gera fyrir mig.
Tvisvar hefur mér verið boðinn flug-
miði heim aftur til Venesúela,“ segir
Sara og tekur fram að í annað skipt-
ið hafi það verið starfsmaður hjá
flugfélaginu sem um ræðir sem hafi
boðið henni slíkan miða. Að sögn
Söru ræddi hún við yfirmann flug-
stjórans hjá flugfélaginu og lýsti
bæði aðstæðum sínum og árásinni.
„Hann bauð mér flugmiða. Í fram-
haldinu veit ég til þess að flugstjór-
inn var sendur í tuttugu daga með-
ferð og er enn að fljúga.“
Stuttu eftir að Sara sótti um dval-
arleyfið í febrúar sótti hún um
skólavist hjá Háskóla Íslands til
þess að komast í íslensku fyrir út-
lendinga, en Sara er langskólageng-
in í heimalandi sínu, lauk meist-
araprófi í stjórnmálafræði og
stjórnsýslu og talar auk spænsk-
unnar afbragðsgóða ensku. „Ég
fékk inngöngu í námið, en í fyrsta
lagi hef ég ekki efni á að greiða 45
þúsund krónur sem námið kostar og
í öðru lagi hefur mér verið tjáð af
Útlendingastofnun að ætli ég að
fara í nám hérlendis þá þurfi ég að
sækja um dvalarleyfi sem náms-
maður og þar með byrja á öllu um-
sóknarferlinu aftur, auk þess sem
mér skilst að slíku leyfi fylgi ekki at-
vinnuleyfi. Hvernig ætti ég þá að
geta séð fyrir mér?“ spyr Sara sem
heldur enn fast í vonina um lausn
sinna mála.
ð gera mig ólöglega hérlendis“
Morgunblaðið/ÞÖK
sáras fyrrum unnusta síns til lögreglunnar í byrjun árs og íhugar einnig að kæra smyglið á sér. Myndin er sviðsett.
Morgunblaðið/Ómar
á að sjá brottfararspjöld við komuna til landsins.
Í lögum um útlendinga, nr. 96/2002, er í 4. gr.
kveðið á um það að hver sá sem kemur til lands-
ins skuli þegar í stað gefa sig fram við vega-
bréfaeftirlitið eða næsta lögregluyfirvald, nema
um för yfir innri landamæri Schengen-svæðisins
sé að ræða. Í 57. gr. kemur fram að það varði
sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum ef
maður af ásetningi eða gáleysi brjóti gegn lög-
unum. Þar segir einnig að það varði sektum eða
fangelsi allt að tveimur árum ef maður af ásetn-
ingi eða stórfelldu gáleysi aðstoði útlending við
að koma ólöglega hingað til lands.
Eftir því sem blaðamaður kemst næst þá er
starfsvenjan sú að allir borgarar frá þriðja ríki,
þ.e. landi utan EES, fá stimpil í passa sinn þegar
þeir koma inn á Schengen-svæðið. Eins og fram
kemur í viðtalinu við Söru, fór hún ekki í gegn-
um vegabréfaskoðun við komuna til landsins og
var gerð athugasemd við passa hennar þegar
hún í nóvember sl. fór utan til Bandaríkjanna í
nokkra daga. Samkvæmt upplýsingum frá
landamæraeftirliti lögreglunnar á Suðurnesjum
myndi skortur á stimpli valda grunsemdum, en
hins vegar þekkist dæmi þess erlendis frá að lát-
ið hafi verið hjá líða að stimpla í vegabréf borg-
ara frá þriðja ríki við komu viðkomandi inn í
Schengen. Því sé ekki alltaf hægt að sannreyna
með innkomustimpli hvenær viðkomandi hafi
fyrst komið inn á Schengen-svæðið.
Hefði ekki þurft að vera ólögleg
Þess ber að geta að hefði Sara gefið sig fram
við vegabréfaeftirlitið við komu sína til landsins í
september sl. þá hefði henni verið heimilt að
dvelja hérlendis og á Schengen-svæðinu í allt að
þrjá mánuði, því samkvæmt upplýsingum frá
Útlendingastofnun þurfa ríkisborgarar Vene-
súela ekki vegabréfsáritun til að ferðast til Ís-
lands. Með því að gefa sig ekki fram við landa-
mæraeftirlitið við komuna til landsins varð Sara
sjálfkrafa ólöglegur innflytjandi í landinu og
gerðist brotleg við lög. En ekki bara hún heldur
einnig flugstjórinn sem hafði umsjón með fragt-
fluginu, því samkvæmt 10. gr. reglugerðar nr.
53/2003 um útlendinga skulu skipstjórar og flug-
stjórar við komu til íslenskrar hafnar eða flug-
vallar frá ríki sem ekki tekur þátt í Schengen-
samstarfinu sjá um að farþegar yfirgefi ekki
skip eða loftfar fyrr en vegabréfaskoðun getur
farið fram. Sé brotið gegn þessum lögum er það
á ábyrgð lögreglustjórans í því umdæmi sem
komið var inn í landið að rannsaka málið og gefa
út ákæru þyki ástæða til. Þar sem Sara lenti í
Keflavík er það á hendi lögreglustjórans á Suð-
urnesjum. Samkvæmt heimildum blaðamanns
hefur enn ekki reynt á þessi lög hérlendis.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu er líkamsárásarkæra Söru
til meðferðar hjá lögfræðideild lögreglunnar og
er þar verið að leggja mat á hvort gefin verði út
ákæra. Eftir því sem blaðamaður kemst næst er
í flestum heimilisofbeldismálum ákært á grund-
velli 217 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/
1940. Í þeirri grein segir: „Hver, sem gerist sek-
ur um líkamsárás, enda sé hún ekki svo mikil
sem í 218. gr. segir, skal sæta sektum eða fang-
elsi allt að 6 mánuðum, en fangelsi allt að 1 ári,
ef háttsemin er sérstaklega vítaverð.“
Eins og áður hefur komið fram í Morgun-
blaðinu þá þekkist það að konur af erlendum
uppruna þori ekki að yfirgefa ofbeldisfulla maka
sína af ótta við að verða í framhaldinu vísað úr
landi. Í tilfelli Söru voru hún og unnusti hennar
hins vegar ekki gift og ekki hafði verið sótt um
makaleyfi fyrir hana. Umsókn hennar um dval-
arleyfi í febrúar sl. var því fyrsta umsóknin
hennar í kerfinu. Ekki fengust upplýsingar um
það hvort það gerði stöðu hennar veikari eða við-
kvæmari fyrir en ella.
Málið til skoðunar hjá Útlendingastofnun
„Mál þessarar konu verður skoðað og metið í
heild sinni. Allir þessir þættir verða skoðaðir,“
segir Ragnheiður Böðvarsdóttir, staðgengill for-
stjóra Útlendingastofnunar. Vísar hún þar til
þátta á borð við aðstæður umsækjanda í heima-
landi, tildrög þess að viðkomandi kom til Íslands
og tengsl umsækjanda við landið, auk allra
þeirra sjónarmiða sem umsækjandi kemur á
framfæri við stofnunina. Meðal slíkra þátta gæti
verið líkamsárásarkæra og áverkavottorð.
Spurð hvort til greina komi að veita Söru dval-
arleyfi af mannúðarástæðum segir Ragnheiður
að skoðað verði hvort slíkt eigi við. „Almennt
gildir að ef það er vitneskja um sérstakar að-
stæður þá er horft til þess við ákvörðunartöku.“
Eftir því sem blaðamaður kemst næst hefur
sambærilegt tilfelli og mál Söru ekki komið inn á
borð hjá íslenskum yfirvöldum áður. Ekki er
hins vegar óþekkt að hælisleitendur komi til Ís-
lands á fölskum skilríkjum eða jafnvel skilríkja-
lausir. Það hefur þó ekki útilokað að fólk í þeirri
stöðu hafi getað fengið dvalarleyfi hérlendis.