Morgunblaðið - 20.08.2007, Síða 22

Morgunblaðið - 20.08.2007, Síða 22
22 MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FYRIR tilstuðlan Norrænu ráð- herranefndarinnar innan verk- efnaflokksins, Ny Nordisk Mat, hafa Svíar (Livsmedelsverket) með Norðmenn sér við hlið (Mattilsynet og Norsk Gardsost) leitað samstarfs við hin frjálsu fé- lagasamtök, Lands- byggðarvini í Reykja- vík og nágrenni, LBVRN, í metn- aðarfullu verkefni, sem snýst um vinnslu, framleiðslu og sölu osta í smærri stíl, t.d. á heimavelli. Hug- myndin með þátttöku okkar í verkefninu er að stuðla að fjöl- breytni í atvinnuhátt- um á landsbyggðinni til góða fyrir framtíð lands og þjóð- ar. Nýtt á Íslandi Verkefnið er tímabært, þar sem nýbúið er að opna kerfið og leyfa sölu afurða beint frá búi og bæði landbúnaðarráðuneytið og Bænda- samtökin hvetja til þess núna. Hins vegar eiga heimagerðir ostar sína sögu frá fyrri tíð hér á landi, og jafnvel aldalanga sögu annars stað- ar í Evrópu. Sænska verkefnið, sem þeir nefna „Småskalig ostproduktion“ hefur þegar hotið styrk frá MR- FJLS (livsmedelsavdelningen) í sínu heimalandi. Að læra af öðrum Með samvinnu og heimsóknum til þjóða, sem eru lengra komnar, getum við öðlast reynslu, og þekk- ingu á tækjum og tólum, sem ekki eru fyrir hendi hér á landi. Slíkt getur sparað bæði tíma og fjár- muni. Við setjum markið hátt og viljum leggja lóð á vogarskál til að Ísland geti með tímanum orðið í fremstu röð í framleiðslu osta með sérstökum Íslandsosti, „Icelandic Natural Saga Cheese“, sem eft- irsóttri vöru víða í veröldinni. Við vitum það líka, að góður ár- angur byggist aðallega á þekkingu og þrotlausri vinnu. Vönduð vinnu- brögð, gott starfsumhverfi og and- rúmsloft eru grundvallarskilyrði fyrir, að vel takist. Verðlaun fyrir lofs- verða frammistöðu Í Svíþjóð og Noregi standa stór ríkisfyr- irtæki að nýja verk- efninu. En þau leita eftir samstarfi við lítið félag á Íslandi, Lands- bygggðarvini í Reykja- vík og nágrenni, með rétt rúmlega 100 fé- lagsmenn, en þar er að finna margt framsækið öndvegisfólk. Þetta tækifæri núna væri ekki tilkomið nema vegna þess, að Norræna ráðherranefndin hreifst af hugmyndum okkar, verk- lagi og færni í öðru verkefni, Nor- dic Milk (á ensku), sem á sínum tíma lenti í úrtaki meðal bestu verkefna. Norrænt samstarfsverkefni með áherslu á einföld og skýr vinnu- brögð – Ny Nordisk Mat Samkvæmt samkomulagi er und- irrituð, Fríða Vala Ásbjörnsdóttir, valinn stjórnandi verkefnisins. Ég hef stundað ársnám í verk- efnisstjórnun við Háskóla Íslands, hef próf frá Verslunarskóla Íslands, hef BA-próf í heimilisfræði með áherslu á næringarfræði (að hluta til frá Árósum í Danmörku). Einnig hef ég 12 ára reynslu sem fulltrúi Íslands í norrænni samvinnu. Hólmgeir Karlsson, sem er nán- asti samstarfsmaður minn og fag- legur ábyrgðarmaður verkefnisins hefur meistaragráðu í mjólkurverk- fræði frá Ási í Noregi og mikla reynslu á sviði mjólkuriðnaðar sem framleiðslustjóri og síðar þróunar- og markaðsstjóri Norðurmjólkur á Akureyri um langt árabil. Að auki hefur Hólmgeir leitt norræna sam- vinnu innan tæknigeirans sem for- maður Nordisk Meijeriteknisk Råd, NMR. Við kjósum að hafa hlutina ein- falda og skýra án þess að gleyma upphafinu. Ákveðið er að byrja í fyrstu aðeins með einn mann, norska konu úr Eyjafirði, Beate Stormo, til að framkvæma verkið, ostagerðina undir handleiðslu Hólmgeirs. Beate, sem er þekkt handverkskona, hefur einnig verið að gera athyglisverðar tilraunir með heimaframleiðslu úr mjólk. Verkefnið er til þriggja ára, þannig að vel má vera að fleiri und- irverktakar bætist í hópinn, ef frek- ari fjármögnun verkefnisins gengur vel. Að auki hefur Jónína Stef- ánsdóttir, B.Sc., sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ákveðið að lið- sinna okkur varðandi reglur o.þ.u.l., því að nauðsynlegt er að allir fari eftir alþjóðlegum reglum í þessu dæmi. Eins verður verkefnið, Nor- dic Milk, sem er kveikjan að þessu verkefni, okkar bakhjarl í nýja verkefninu eftir efnum og ástæð- um. Þetta er allt á byrjunarstigi, en það er góður andi í málinu. Ég veit, að til þess að vinna góð verkefni þarf bæði þrautseigju og útsjón- arsemi. Þið, lesendur góðir, fáið að fylgjast með gangi mála. Frjáls félagasamtök í Rvík stuðla að fjölbreytni í atvinnu- háttum á landsbyggðinni Fríða Vala Ásbjörnsdóttir lýsir hér verkefni sem á að stuðla að fjölbreytni í atvinnuháttum á landsbyggðinni »Með samvinnu viðaðrar þjóðir, sem eru lengra komnar, get- um við öðlast þekkingu á nýjum tækjum og tól- um. Slíkt getur sparað bæði tíma og fjármuni. Fríða Vala Ásbjörnsdóttir Höfundur er verkefnisstjóri og formaður Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni. SAMKVÆMT lögum er sveit- arstjórnum heimilt „að lækka eða fella niður fast- eignaskatt sem tekju- litlum elli- og örorkulíf- eyrisþegum er gert að greiða“. Þetta hefur verið gert til að veita tekjulitlu fólki mögu- leika á að búa sem lengst á eigin heimili. Á höfuðborgarsvæðinu giltu almennt þær regl- ur að tekjulægsta fólk- ið borgaði ekki fast- eignaskatta. Á seinni árum hafa sveitarfélögin verið að leggja nýja skatta á húseigendur svo sem holræsagjöld. Einnig hafa orðið breytingar á sorphirðu og sorpgjaldi, lóðaleiga hefur hækkað óhóflega ásamt vatnsgjaldi. Í Garðabæ átti hol- ræsagjaldið að vera tímabundið fram- kvæmdagjald til að greiða stofnkostnað við fráveituna, en virðist vera orðinn fastur skattur til fram- tíðar. Breytingar í Garðabæ Fram til ársins 2003 var afsláttur af fasteignasköttum aðeins tengdur tekjum en það ár var tekinn upp fast- ur afsláttur til allra elli- og örorkulíf- eyrisþega auk tekjutengingar. Tekjutengingin var virk áður, en eftir breytinguna 2003 var afslátt- urinn miðaður við svo lágar tekjur að hann nýttist ekki nema þeim sem voru á lágmarksbótum. Tilgangur laganna er mjög skýr þ.e.a.s. að koma á móts við tekjulágt fólk. Augljóst er að fastur afsláttur eins og hjá Garðabæ gengur þvert á stefnu laganna, enda ekki ætlast til að bæjaryfirvöld veiti hátekjufólki af- slátt af gjöldum. Fyrir breytinguna var afsláttur af fasteignasköttum um 7 milljónir króna til lágtekjufólks, en eftir hana yfir 20 milljónir króna og það að mestu til fólks sem er með hærri tekjur. Rétt er að taka fram að þessi breyting var unnin í samvinnu við for- mann Félags eldri borgara í Garðabæ en án samráðs við aðra stjórnarmenn og félagið í heild. Breytingu mótmælt Hinn 27. október 2003 mótmælti ég þessari breytingu með bréfi til stjórn- ar FEBG og sendi afrit til bæj- arstjóra og bæjarfulltrúa. Bæjarstjóri benti á að eðlilegt væri að málið yrði í höndum stjórnar FEBG sem síðan ynni í því með bæj- aryfirvöldum. Engin lausn hefur fengist á málinu þrátt fyrir stöðugan eftirrekstur af minni hálfu. Bæjarstjórinn, Ásdís Halla Braga- dóttir, sýndi jákvæðan vilja og benti á leiðir til lausnar en eftir að hún hætti sem bæjarstjóri hefur málinu ekkert miðað áfram. Staðreyndin er því sú að núverandi formaður félags eldri borgara, Helgi K. Hjálmsson, og bæjaryf- irvöld í Garðabæ hafa lítinn vilja haft til að breyta þessum málum í eðlilegt horf. Allt að 60 tekjulitlir íbúar í Garðabæ hafa undanfarin 4 ár mátt búa við það að hafa þurft að greiða verulega hærri fasteignaskatta en áður. Trúlega er þetta einsdæmi í Íslandi. Hver er svo hækk- unin? Árið 2002 borgaði ég í fasteignagjöld 50.901 kr. Árið 2003 84.105 kr. Hækkunin var því 33.204 krónur eða rúm 65%. Þetta hlutfall hefur að mestu haldist óbreytt og er þessi viðbótarskattur hjá mér orðinn yfir 200 þúsund krónur fram til dagsins í dag miðað við óbreytt kerfi frá 2002. Til að auðvelda bæjarfulltrúum í Garðabæ að leysa þetta mál hef ég sent þeim ýmis gögn, m.a. reglur ná- grannasveitarfélaganna um álagn- ingu fasteignagjalda og afslátt þar ásamt samanburðarútreikningum. Samkvæmt álagningu ársins 2007 greiði ég af húsi mínu í Garðabæ 159.000 kr. Miðað við reglur ná- grannasveitarfélaganna myndi ég greiða: Í Reykjavík 77.000 kr. Á Seltjarnarnesi 82.000 kr. Í Kópavogi 68.000 kr. Það er því augljóst að skattheimta á lágtekjufólki er miklu hærri í Garðabæ en hjá þessum sveit- arfélögum. Í Garðabæ er einnig notað það kerfi að sækja þarf sérstaklega um afslátt en þessi ofangreindu sveit- arfélög hafa fellt það úrelta verklag niður og miða álagningu við útsvar fyrra árs. Sjálfsagt gleyma einhverjir eldri borgarar og öryrkjar að sækja um af- sláttinn eða vita ekki um rétt sinn. Hver eru markmiðin með þessum vinnubrögðum í Garðabæ? Áskorun Ég skora á bæjaryfirvöld í Garða- bæ að breyta nú þegar þessu órétt- láta kerfi og fella niður flatan afslátt (sbr. Kópavog). Á hátíðisdögum og fyrir kosningar talið þið um „áhyggjulaust ævikvöld“ eldri borgara og að „gera eigi sem flestum mögulegt að búa sem lengst heima í stað þess að fara á stofnanir“ (sem e.t.v. eru ekki til). Hættið að skattpína tekjulágt fólk í Garðabæ sem vill búa áfram í eigin húsnæði. Fasteignaskattar hækkaðir á lágtekju- fólki í Garðabæ Jón Fr. Sigvaldason er óánægður með fasteignaskatta í Garðabæ Jón Fr. Sigvaldasom » Allt að 60tekjulitlir íbúar í Garðabæ hafa undanfarin 4 ár mátt búa við það að hafa þurft að greiða verulega hærri fasteignaskatta en áður. Höfundur er ellilífeyrisþegi. NÝLEGA tilkynnti Eimskipa- félag Íslands um hækkun á flutn- ings- og þjónustugjöldum sínum um allt að 10%. Félagið rökstyður þessa hækkun með auknum kostnaði og gengisstyrkingu krónunnar. Önnur skipafélög hafa siglt í kjölfarið og tilkynnt um svipaðar hækkanir. Flutningskostnaður hefur mikil áhrif á vöruverð Af þessu tilefni við FÍS benda á hversu mikil áhrif þessar hækkanir hafa á verð- myndun á íslenskum neytendamarkaði. Það eru jú neytendur sem borga þetta á end- anum. Hér á Íslandi er ríkjandi það úrelta kerfi að allur kostn- aður við innflutning vörunnar til landsins fer inn í toll- verð og er þ.a.l. grundvöllur álagn- ingar ríkissjóðs á vörugjöldum og tollum. Þetta þýðir einfaldlega að hækkanir skipafélaganna hafa mun víðtækari áhrif en virðist við fyrstu sýn. Benda má á sem dæmi að nær allur fatnaður sem fluttur er inn til landsins er í 15% tolli og því hagn- ast ríkissjóður um 15 krónur af hverjum 100 krónum sem skipa- félögin hækka þjónustugjöld sín. Of- an á þetta bætist síðan álagning heildverslunar og smásöluverslunar og 24,5% virðisaukaskattur. Áhrif hækkana skipafélaganna á verð vör- unnar til hins endanlega neytenda eru því gríðarleg. Skortur á samkeppni? Það kann að vera að skipafélögin hafi reiknað út „þörf“ sína fyrir hækkunum og síðan gefið út til- skipun um þær. En hvernig er þessi „þörf“ til komin? Hefur virki- lega ekkert áunnist í hagræðingu hjá skipa- félögunum? Er nægj- anleg samkeppni milli skipafélaganna? Að okkar mati gerðu menn ekki svona í eðli- legu samkeppn- isumhverfi, þeir kæm- ust hreinlega ekki upp með slíkt. FÍS hefur í gegnum tíðina barist fyrir eðli- legu og heiðarlegu samkeppn- isumhverfi og hvetur til virkrar samkeppni á öllum sviðum atvinnu- lífsins. Félagsmenn FÍS verða að geta boðið íslenska markaðinum vörur á samkeppnishæfu verði, ann- ars koma vörurnar eftir öðrum leið- um. Fyrirtæki innan okkar vébanda eru því í mikilli alþjóðlegri sam- keppni. Í nýlegri samanburð- arkönnun sem félagið lét gera kom í ljós að verð á vörumerkjum fé- lagsmanna okkar er fyllilega sam- keppnishæf við verð þeirra vara í nágrannalöndum okkar. Hæstu farmgjöld í heimi Við Íslendingar búum að öllum líkindum við hæstu farmgjöld í heimi. Það kostar t.d. mun meira að flytja gám frá Hamborg til Reykja- víkur en frá Austurlöndum fjær til Hamborgar. Þrátt fyrir þessa stað- reynd hefur félagsmönnum FÍS tek- ist að bjóða vörur sínar inn á ís- lenska markaðinn á svipuðu verði og í nágrannalöndum okkar. Ég hvet því skipafélögin til að endurskoða þessar ákvarðanir sínar og láta Ís- lendinga njóta þeirrar hagræðingar sem hlýtur að hafa átt sér stað inn- an skipafélaganna. Þá vil ég lýsa yf- ir furðu minni yfir því að aðrir hags- munaaðilar hafa ekki látið í sér heyra vegna þessa. Hér hafa fleiri hagsmuna að gæta en félagsmenn FÍS, ekki satt? Hækkanir skipafélaganna Skúli J. Björnsson vill að lands- menn njóti hagræðingarinnar hjá skipafélögunum »Hér á Íslandi erríkjandi það úrelta kerfi að allur kostnaður við innflutning vörunnar til landsins fer inn í toll- verð. Skúli Björnsson Höfundur er formaður Félags ís- lenskra stórkaupmanna.                            Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.