Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 25 Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, ÞÓRARINN SÍMONARSON, Þórsmörk, Garðabæ, er lést á heimili sínu, mánudaginn 13. ágúst, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ, þriðjudaginn 21. ágúst kl. 13.00. Ingunn Ingvadóttir, Bryndís Þórarinsdóttir, Aðalgeir Aðdal Jónsson, Baldvin Þórarinsson, Ingunn Þóra Hallsdóttir, Ólafur Ingi Grettisson, Þórhalla Rein Aðalgeirsdóttir, Axel Ingi Ólafsson, Emil Grettir Ólafsson. ingargrein. Ég þekkti gárungann og félagsmálatröllið en aðrar hliðar á honum síður eða ekki. Þunglyndið sem hann glímdi við þekkti ég eigin- lega bara af afspurn. Samt flutti hann fyrirlestra um reynslu sína í þeirri von að þeir mættu hjálpa öðrum. Þvílíku vikum við oftast til hliðar í okkar sam- tölum. Í þeim komst fátt annað að en léttlyndi. Engu að síður hef ég talið hann vin og kunningja frá því að ég kynntist honum í bíóhúsinu vestur á Ísafirði fyrir meira en tuttugu árum. Með Ásgeiri Þór er fallinn í valinn vinsæll, skemmtilegur og gáfaður maður langt um aldur fram. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst honum og samhryggist fjölskyldu hans og vinum. Þór Jónsson. Vinátta okkar Brynhildar og Ás- geirs Þórs hófst vestur á fjörðum. Maðurinn var fádæma skemmtilegur og einhvern veginn var alltaf líf og fjör þar sem hann fór. Okkur Brynhildi hefur undanfarna daga orðið tíðrætt um stórskemmtilega skötumáltíð á Þorláksmessu með Ásgeiri vestur á Ísafirði fyrir nokkrum árum. Út var hríðarmugga og fjúk en inni skötu- lykt, eitthvað kalt og óhollt með og frábær félagsskapur. Leiðir okkar Ás- geirs lágu oft saman í starfinu innan Sjálfstæðisflokksins. Ég var til dæmis kosningastjóri hjá Ásgeiri þegar hann bauð sig fram í prófkjöri vegna bæj- arstjórnarkosninga í Bolungarvík og þar kynnti hann mig ætíð á fundum sem SAS-manninn sinn, en SAS var skammstöfun á orðunum sérfræðing- ur að sunnan. Ásgeir náði frábærum árangri í kosningunum, varð í öðru sæti og skaut sér eldri og reyndari mönnum ref fyrir rass. En vinur okk- ar barðist við erfiðan og lúmskan sjúkdóm. Svörtu hundarnir hans Churchills bitu hann fastar og fastar þangað til að eitthvað varð undan að láta. Þunglyndi er lífshættulegur sjúkdómur og það fékk vinur okkar að reyna. Það er virkilega sárt að hugsa til Ásu og barnanna allra. Þau yngstu munu einungis þekkja pabba sinn af afspurn. Öll eigum við okkar mynd af samferðamönnunum og oft eru það lítil atvik sem móta minninguna. Mig langar að segja stutta sögu af Ásgeiri, því mér finnst sú saga lýsa týpunni vel. Nokkru fyrir þrítugsafmælið mitt hringir Ásgeir í mig og spyr hvort hægt sé að komast á kranabíl inn á lóðina við hús foreldra minna, en ég hafði fengið húsið þeirra lánað til veisluhalda. Mér fannst spurningin skrýtin og kvað nei við, það væri girð- ing fyrir framan. „Er hægt að fjar- lægja hana?“ „Nei, það er ekki hægt,“ sagði ég og flýtti mér að bæta við að hún væri steypt niður. Nokkur vel val- in orð um steyptar girðingar féllu á hinum enda línunnar en Ásgeir neit- aði að segja mér hvað lægi undir; skýringuna fékk ég síðar. Í afmælis- gjöf hafði hann keypt mosagróna trillu sem hét Kredit ÍS og var geymd einhvers staðar bak við hús austur á fjörðum. Þetta var frægt fley og hafði komið við sögu í meintu rækjukvótas- vindli. Bátinn hafði Ásgeir keypt fyrir nokkur þúsund krónur ásamt 5 kíló- um af ufsakvóta. Í ræðu sem fylgdi gjöfinni kom fram að kvótanum væri ætlað það hlutverk að draga úr skrif- um mínum um þetta leiðinda kvóta- kerfi þar sem ég gæti ekki verið þekktur fyrir að halda rausinu áfram, orðinn kvótaeigandi og samansúrrað- ur hagsmunaaðili. Ásgeir hafði síðan ætlað sér að flytja trilluna að austan og lauma henni í garðinn heima á Langeyrarvegi og láta mig þurfa að útskýra fyrir foreldrum mínum hvað í ósköpunum trillan Kredit ÍS væri að gera í garðinum hjá þeim. Allir eigum við vinir Ásgeirs sögur sem lýsa skemmtilegum, hlýjum og vel af guði gerðum manni. Nú eru minningarnar eftir um góðan dreng sem hafði til að bera sjarma sem fáum er gefinn. Hugur okkar Brynhildar er hjá Ásu og börnunum. Við kunnum engin orð sem geta veitt huggun í þessum harmi, en biðjum góðan guð um að hjálpa þeim á þessum erfiðu og sáru stundum. Illugi Gunnarsson.  Fleiri minningargreinar um Ás- geir Þór Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Nikólína Karls-dóttir fæddist í Hafnarfirði 20. sept- ember 1929. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 13. ágúst síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Stefaníu Maríu Jónsdóttur, f. 16.11. 1901, d. 17.4. 1987, og Karls Kristjáns- sonar, f. 28.7. 1900, d. 21.8. 1958. Systk- ini Nikólínu eru, sammæðra, Fjóla Gísladóttir, f. 1924, gift Gunnlaugi Lárussyni, f. 1923 og alsystkini, Margrét Beit- tel, f. 1926 gift James Beittel, f. 1968, kvæntur Guðdísi Guðjóns- dóttur, f. 1965, börn þeirra eru Anna Katrín, f. 1990, Ólöf María, f. 1994 og Darri, f. 1998, b) Ingi- björg, f. 1969, sonur hennar Egg- ert Georg, f. 1996 og c) Snorri Sig- urður, f. 1980. 2.) Stefanía María, f. 26. mars 1950, gift Einari Magn- ússyni, f. 7. maí 1948, d. 6. janúar 2000, sonur þeirra er Davíð, f. 1986. Stefanía er í sambúð með Þórleifi Ólafssyni, f. 31. des 1947. Hinn 31. desember 1961 giftist Nikólína Snorra Jónssyni, f. í Nes- kaupstað 13.3. 1922, d. 22.12. 2003. Nikólína ólst upp í Hafnarfirði. Hún og Snorri stofnuðu fyrst heimili í Kópavogi og bjuggu þar til ársins 1970 er þau fluttu til Nes- kaupstaðar. Útför Nikólínu verður gerð frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1916, d. 2005, Jón Óskar, f. 1928, d. 1996, kvæntur Huldu Friðriksdóttur, f. 1931, d. 1996, Magn- ús, f. 1930, kvæntur Guðbjörgu Viggós- dóttur, f. 1936, og Bryndís, f. 1935, d. 1987, gift Páli Helga- syni, f. 1933. Nikólína var í sam- búð með Júlíusi Kristjánssyni, f. í Reykjavík 1926. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru 1) Karl Birgir, f. 26.12. 1948, kvæntur Gerði Maríu Gunn- arsdóttur, f. 15. maí 1950. Börn þeirra eru: a) Gunnar Karl, f. Í dag kveð ég hinstu kveðju tengdamóður mína Nikólínu Karls- dóttur eða Línu eins og hún var ávallt kölluð. Ég man fyrst eftir Línu á síldarár- unum þar sem hún var að salta síld á Drífuplaninu í Neskaupstað. Hún var þá nýkomin á Norðfjörð ásamt manni sínum Snorra Jónssyni húsgagna- og skipasmið. Á þessum árum höfðu Lína og Snorri sumarsetu í Neskaup- stað en yfir veturinn bjuggu þau í Kópavogi. Lína kunni strax vel við sig í Nes- kaupstað og seint á sjöunda áratugn- um fluttu þau hjón til Neskaupstaðar. Þar byggðu þau sér hús á einum feg- ursta stað í bænum með stórkostlegu útsýni yfir fjörðinn. Lína leit fljótt á sig sem Norðfirðing og ef hún fór eitt- hvað í burtu frá Neskaupstað saknaði hún strax fjarðarins og mannlífsins. Svo miklu ástfóstri tók hún við stað- inn. Þeim Línu og Snorra varð ekki bara auðið en áður hafði Lína átti tvö börn með Júlíusi Kristjánssyni þau Karl Birgi og Stefaníu Maríu og gekk Snorri þeim í föðurstað. Í Neskaupstað vann Lína í góð 30 ár í fiskvinnslu. Fyrstu árin við síld- arverkun en eftir að síldin hvarf vann hún í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Hún var mikill verkalýðssinni og sat um tíma í stjórn Verkalýðsfélags Norðfjarðar. Lína hafði oft á orði að sér litist ekki á þá miklu misskiptingu auðs sem orðin væri í íslensku þjó- félagi. Það sem einkenndi Línu var hið fal- lega yfirbragð og brosið hennar, sem allir Norðfirðingar þekktu. Hins veg- ar bjó mikil alvara undir niðri og gat Lína bæði verið ýtin og ákveðin ef svo bar undir. Lóðin í kringum hús Línu og Snorra í Neskaupstað er stór og mik- il. Þar er fallegur garður sem að mestu er verk Línu. Yfir sumartím- ann mátti oft sjá Línu komna út í garð árla morguns og þar gat hún haldið til, til kvölds. Lína hafði yndi af ís- lenskum steinum og í innkeyrslunni á Blómsturvöllum er tröð alsett stein- um, sem Lína hafði safnað á ferðum þeirra Snorra um landið. Snorri féll frá skömmu fyrir jól 2003 og eftir það var Lína ein í húsi þeirra hjóna. Á árinu 2004 kenndi hún sér þess meins sem stuðlaði að fráfalli hennar. Við sem stóðum henni næst vissum vel hve veik hún var en enginn átti von að kallið kæmi svona snöggt. Sjálf hafði hún á orði nokkrum dögum áður en dauðann bar að, að hún vildi ekki að árin framundan yrðu mörg svona – en þá leið henni mjög illa. Mörg síðustu árin starfaði Lína mikið fyrir Félag eldri borgara í Nes- kaupstað. Innan vébanda félags eldri borgara voru líka margar af hennar bestu vinkonum og í Neskaupstað var HLH flokkurinn þekktur þ.e Hulda, Lína og Heiða, en þær vinkonur á Blómsturvöllunum fengu sér oft gönguferð. Lína var trúuð kona og hjálpaði trúin henni mikið í veikindunum. Þá hafði hún yndi af ljóðum og las þau mikið. Hafði hún mörg þeirra á hraðbergi og oft gat maður heyra hana fara með falleg íslensk kvæði eða að hún raul- aði falleg íslensk lög sem henni þótti ofurvænt um. Að leiðarlokum þakka ég fyrir þær stundir sem ég átti með Línu síðustu árin. Megi Guð varðveita minningu Nikólínu Karlsdóttur og veita henni miskunn sína. Þórleifur Ólafsson. „Það er eins og gerst hafi í gær,“ þessi ljóðlína kemur upp í huga mér nú þegar ég skrifa kveðjuorð um hana Línu frænku mína. Óteljandi minn- ingar eru tengdar henni, allt frá barn- æsku. Í hugum okkar systkinanna var hún einn af þeim máttarstólpum sem skóp heim bernsku okkar og æsku. Máttarstólpum sem sumir hverjir eru horfnir á braut en skilja eftir sig óafmáanleg spor í lífum okk- ar og hafa mótað okkur miklu meir en þau vissu. Norðurbrautin var miðja alheims- ins og húsið nr. 17 var ættaróðalið sem allt snerist um. Þar ólust þau upp börnin hans Kalla í Kötlunum og Stef- aníu konu hans. Þar ólust líka upp margir niðjar þeirra og gera enn. Lína frænka var systir pabba og að- eins 2 ár skildu þau að í aldri. Eldri Hafnfirðingar hafa oft haft á orði í gegnum tíðina hversu falleg hún Lína var og sérlega skemmtileg og hláturmild, enda er hún alltaf hlæj- andi í minningum okkar systkinanna. Lína hafði ríka kímnigáfu og ein- staka frásagnarhæfileika og hreif fólk með sér þegar hún talaði. Líklega hefði hún orðið góð leik- kona ef hún kosið að leggja þá list fyr- ir sig. Lína var tignarleg og bar sig sérstaklega vel. Hláturinn hennar var einstaklega smitandi, hún hló af inn- lifun hátt og hvellt og „hún sló á lær sér“ eins og sagt var. Faðmur hennar var einnig hlýr og fengum við systk- inabörnin oft að njóta þess. Já, „það er eins og gerst hafi í gær.“ Sunnudagsmorgnarnir á Skjól- braut 10 eru ógleymanlegir. Lína í eldhúsinu að elda steikina og Snorri í stofunni að hlusta á útvarpsmessuna. Allt var svo hreint og fallegt og ein- hver helgi ríkjandi í húsinu. Við Dedda gengum um hljóðar og stilltar, settumst prúðar undir súðina í eld- húsinu og borðuðum heimsins besta mat. Á meðan á borðhaldinu stóð voru rædd hin ýmsu mál og mér er minn- isstæð sú virðing sem mér, þá barni að aldri, var sýnd. Sterk virðing fyrir börnum og skoðunum þeirra var mjög virkur þáttur í skapferli Línu. Einnig hef ég heyrt að hún hafi verið einstaklega góð við eldra fólkið á Sól- vangi þegar hún vann þar. Það var mikil eftirsjá í huga mínum þegar Lína, Snorri og Dedda fluttu á Norðfjörð. Enn þann dag í dag hlýnar mér um hjartarætur þegar ég geng fram hjá Skjólbraut 10 og ég get aldr- ei fullþakkað allar góðu minningarnar sem ég á úr vesturbæ Kópavogs. Lína var mjög ánægð á Norðfirði og vildi hvergi annars staðar vera. Þó árin liðu og yrðu að tugum og sam- verustundum fækkaði þá slitnaði aldrei sá strengur sem sterkur er of- inn í hjörtu góðra ættingja og vina. Þannig var að hitta Línu, alltaf eins og við hefðum hist í gær. Elsku Dedda, Kalli og fjölskyldur og aðrir ættingjar og vinir Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Innilegar kveðjur frá Bíbí, Magga og börnunum Stefáni Karli, Elínu Maríu, Láru Björk, Kristjáni Ævari og Karólínu Ósk. Vertu sæl að sinni elsku frænka og hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðný Þórunn Magnúsdóttir. Elsku Lína mín hefur flutt sig yfir á annað tilverusvið. Þessi fallegi gull- moli með hlýja brosið sitt og umvefj- andi hlýju. Heimilisvinurinn sem okk- ur á Skorrastað þótti svo vænt um og við fjölskyldan vildum hafa sem mest í kringum okkur og þegar við systk- inin eignuðumst börnin okkar þá sýndi hún þeim sömu hlýjuna. Hún var líka skemmtileg og stutt í hlátur hjá henni þannig að það var mjög gaman að slá á létta strengi við hana og stutt var í húmorinn. Mér finnst eins og ég hafi þekkt Línu allt mitt líf en ég var reyndar orðin unglingur þegar foreldrar mínir og Snorri og Lína urðu bestu vinir. Þau komu oft í heimsókn inn á Skorrastað, duttu þar inn í allt það fjör sem ríkti á stóru heimili. Línu líkaði það vel að vera í fjörinu og það ríkti glens og gaman og margt látið fjúka án ábyrgðar. Ég hef búið í Reykjavík sl. þrjátíu ár en það breytir ekki því að æsku- stöðvarnar, ættingjar og vinir kalla mann til sín, þannig að ég hef farið eins oft og ég hef getað til að hitta allt og alla sem mér þykir svo vænt um fyrir austan. Þar hefur Lína mín skip- að stóran sess, ferðin austur var ekki fullkomin nema að hitta Línu. Nú verður breyting á, en eins og við vit- um þá er ekkert af okkur eilíft, við fæðumst, fáum mismunandi tíma til ráðstöfunar hér á jörðu og við deyj- um. Línu tími var komin og hún stóð eins og hetja fram á hinstu stund, fal- leg, hlý og gefandi. Ég og dætur mínar sendum börn- um Línu og þeirra fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Lína er ein af perlunum sem ég geymi í hjarta mínu. Blessuð sé minning hennar, Sólveig María. Á erfiðri skilnaðarstundu er margt sem sækir á hugann. Ég minnist þess þegar kynni okkar hófust, elsku Lína mín. Við unnum þá á sama vinnustað þar sem með sanni mátti segja að lífið væri fiskur. Þar kynntist ég strax þeim góðu eiginleikum sem voru svo sterkir í eðli þínu, þ.e. hjálpsemi og kærleikur. Þú vissir að okkur vantaði sárlega húsnæði fyrir börnin okkar sem voru að hefja nám í Reykjavík. Og hjálpin kom frá ykkur hjónum, þér og þínum góða eiginmanni, Snorra Jónssyni. Upp úr þessu óx okkar góða vinátta sem aldrei brá skugga á. Þið voru okkar bestu fjöl- skylduvinir sem voruð með okkur hjónum, börnum okkar og barna- börnum á öllum gleðistundum. Það var eins sjálfsagt og orðið gat að þið kæmuð, hvort sem um var að ræða barnsskírnir, fermingar eða af- mælisveislur. Ég tala nú ekki um þorrablót eða aðrar samkomur hjá fjölskyldunni. Gamárskvöldin höfum við átt saman sl. 30 ár með fáum und- antekningum. Það er margs að sakna. Þú hafðir einstakt lag á því að hæna alla að þér. Börnin okkar og barna- börn elskuðu þig og virtu og fannst aldrei þau vera búin að koma í heim- sókn nema hitta Línu sína. Það var oft glatt á hjalla hjá okkur vinkonum bæði í vinnunni og utan hennar. Þú hafðir góða kímnigáfu og áttum við létt með að hlæja saman. Þú varst að sama skapi auðsærð, enda næmari á fólk og umhverfið en al- mennt gerist. Það fór aldrei framhjá þér ef einhverjum leið illa og alltaf varstu fljót að rétta fram hjálpar- hönd. Þetta kom vel í ljós þegar við unnum í fiskinum þar sem þú vannst við eftirlitsstörf og hafðir góða yfir- sýn yfir salinn. Á okkar starfsárum var mikil þörf fyrir vinnandi hendur við sjávarsíðuna, því var starfsfólkið margt og breitt aldursbil, allt frá 12 ára aldri og upp í áttrætt. Allt þetta fólk átti jafnan aðgang að þér. Þegar starfsárum lauk þá einbeitt- um við okkur að starfi í Félagi eldri borgara hér í bæ. Þar blómstruðu þínir góðu kostir og nærvera þín sem heillaði alla. Þú varst gjöful á sjálfa þig eins og fyrr. Því var mikið til þín leitað með alls konar kvabb. Þér þótti líka vænt um félagið þitt og vannst því allt sem þú máttir, allt til hinsta dags. Við andlát þitt verðum við öll svo miklu fátækari. Við höfðum öll vonast til þess að fá að hafa þig lengur, en Guð ræður. Við Lalli sendum hug- heilar samúðarkveðjur til barnanna þinna, Deddu og Kalla, barna- barnanna og langömmubarnanna. Þeirra er missirinn mestur. Við Lalli viljum, elskulega vinkona, kveðja þig með hjartans þakklæti fyrir allt sem þú varst okkur. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast svo margt, sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð. Þín minnig er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl í friði mín, kæra vinkona Jóhanna Ármann. Nikólína Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.