Morgunblaðið - 20.08.2007, Side 32

Morgunblaðið - 20.08.2007, Side 32
Morðið fyrir átta árum er aðeins toppurinn á ísjaka í gruggugu vatni …36 » reykjavíkreykjavík Snobbflugan sat heldur betur í súp-unni þegar hún leit við á ,,lágmenn-ingarnótt“ sem haldin var á Gaukiá Stöng á föstudagskvöldið þar sem reifir Mínusmenn spiluðu af sönnum ómenn- ingarsið. Viðstaddir stærðu sig af ,,upp- reisninni“ gegn menningarnæturfyrirbær- inu; stoltir og rokkaðir lágmenningarlubbar. Og Dr. Spock lét að sjálfsögðu sitt ekki eft- ir liggja. Hin eina sanna upphitun fyrir menningar-maraþaraþonið hófst þó um há- degisbil næsta dag þegar rennsveittir Glitn- ishlauparar tóku að nálgast markið í Lækj- argötu og sprettu úr spori fyrir utan húsið hennar fröken flugu, sem sat suðandi með tvöfaldan espresso í glugganum heima hjá sér og tók áhugasöm út þróttmikil lærin á gæjunum. Sum þeirra jafn girnileg og belg- ískt súkkulaði, skal ég segja ykkur. Hef ekki miklar mætur á menningarmaraþoninu sjálfu en skellti samt eldsneyti á tankinn og tók lágflug yfir miðbæinn. Lenti á Skóla- vörðustíg, svalasta stræti borgarinnar, dáð- ist að mjaðmahnykkjum magadansmeyjar og nartaði í lífræn epli hjá Yggdrasli. Kom m.a. auga á Magnús Einarsson fyrrverandi fasteignasala og fallegu frú hans Guðrúnu Jóhannsdóttur. Spottaði líka veiðiklóna og tannlækninn Þórarin Sigþórsson (Tóta tönn) sem var á veiðum eftir menningar- viðburðum á Laugaveginum og Haraldur Ólafsson prófessor sást á sveimi í sum- argulum jakkafötum. Um kvöldið var stór hluti mannfjöldans orðinn drukkinn og á skömmum tíma breyttist Lækjartorg í Torg hins ,,himneska ófriðar“. Bakkusblótið aldr- ei langt undan. ,,Mammons-monsterið“ var líka dýrkað í vikunni eða með öðrum orðum; Kringlan átti afmæli. Í það musteri fer miðbæj- arfluga helst ekki ógrátandi en hafði neyðst til þess vegna endurnýjunar birgða af Mac- glossinu geggjaða, Pink Poodle, og fékk smáborgarahroll þegar stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson hóf upp raust sína og söng afmælissönginn. Afmælisveislan stóð enn örfáum dögum síðar þegar kaupa þurfti langlíf kerti í Tiger, en þá æddu skælbros- andi trúðar með blöðrur um ganga og þá rölti músíkantinn og pistlahöfundurinn Doktor Gunni þar um með sæta soninn sinn. Doktorinn var í öllu svörtu og er orð- inn líka svona slank og smart. Verð að deila með ykkur nýjasta æðinu í smábarnatísk- unni: Netslóðin babytoupee.com býður m.a. upp á eftirlíkingar af hári Donalds Trump, Lil Kim, Samuel L. Jackson og Bob Marley fyrir börn. Kannski getur einhver sniðugur íslenskur viðskiptaglanni gert hið sama fyr- ir okkur á Íslandi og boðið upp á hárkollur af frægum samlöndum eins og Ólafi Ragn- ari Grímssyni, Agli Helgasyni, Davíð Odds- syni og Eiríki Haukssyni. Svona fyrir næsta barnaafmæli ... | flugan@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Perla Kristinsdóttir, Jóhann Sveinn Sveins- son, Sigurjón Lýðsson og Þórey Ágústsson. Sævar Markús Óskarsson, Eygló Margrét Lárusdóttir og Fumi Nagasaka. Selma Ragnarsdóttir og Harpa Einarsdóttir. Margrét Klara Jóhannsdóttir, Óskar Alex Sindrason og Ragnar Sigurjónsson. Kristján Ari Arason, Gerður Bjarna- dóttir og Berglind Ómarsdóttir. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Ragnar Darri Daðason, Daði Lárusson, Sif Rós Ragnarsdóttir, Dagur Örn Fjeldsted og Auður Stefánsdóttir. Sigfús Már Pétursson og Helga Ægisdóttir. Þóra Ásgeirsdóttir og Gunnar Ólason. Arnheiður Rós Ásgeirsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir og Fanney Ída Júlíusdóttir. Magni Ásgeirsson, Marinó Bjarni og Eyrún Huld Haraldsdóttir. flugan … Torg hins ,,him- neska ófriðar“ … … Afmælisveisla ,,Mammons- monstersins … Rut Hermannsdóttir og Þóra Tómasdóttir. Stefan Jacobsson og Eli Barraclough. Hlín Agnarsdóttir og Suzanne Osten. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Guðrún Gunnarsdóttir, Kolbrún Birna Hall- grímsdóttir og Sigríður Kristinsdóttir. » Stórtónleikar voruhaldnir á Miklatúni á Menningarnótt » Selma Ragnarsdóttir ogHarpa Einarsdóttir opnuðu nýja fataverslun með eigin hönnun sem heitir Starkiller »Menningargnægðin Reyfi hófst íNorræna húsinu um helgina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.