Morgunblaðið - 20.08.2007, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 20.08.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 33 MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson Sjá sýningadagatal á www.landnamssetur.is Miðapantanir í síma: 437-1600 norra na husid e - - Menningargnægð Norræna húsið 18. – 26. ágúst 2007 Mánudagur 20. ágúst Glerskáli: Norræna húsið: Listsýningar alla daga á meðan á hátíðinni stendur: Hönnunarsýning frá Álandseyjum Ljósmyndasýning um arkitektúr Ljósmyndasýning Rebekku Guðleisfdóttur Global Village Heimsþorp “Sköpun úr rusli” og ljósmyndasýning Vinnuskóla Reykjavíkur Sýning á verkum leikskólabarna Kl. 20:00 Kínverskur sverðdans Tónleikar: Kl. 20:30 ET Tumasen Kl. 21:30 Seabear Kl. 22:45 Ane Brun Kl. 12:00 - 18:00 Kvikmyndir um hönnun Kl. 18:00 Suzanne Osten og Ann-Sofie Bárány halda fyrirlestur um leikritagerð fyrir smábörn Kl. 20:00 Finnska kvikmyndin Jade Warriors www.nordice.is - www.reyfi.is LÍK Í ÓSKILUM Lau 1/9 kl. 20 FRUMSÝNING upps. Mið 5/9 kl. 20 Lau 8/9 kl. 20 LADDI 6-TUGUR Fim 23/8 kl. 20 Fös 24/8 kl. 20 Lau 25/8 kl. 20 SÖNGLEIKURINN ÁST Í samstarfi við Vesturport Fös 31/8 kl. 20 Lau 1/9 kl. 20 Fös 7/9 kl. 20 Lau 8/9 kl. 20 BELGÍSKA KONGÓ Mið 12/9 kl. 20 Mið 19/9 kl. 20 Mið 26/9 kl. 20 SÖNGLEIKURINN GRETTIR Fim 30/8 kl. 20 upps. Lau 8/9 kl. 20 Sun 9/9 kl. 20 Lau 15/9 kl. 20 KILLER JOE Í samstarfi við Skámána Fim 6/9 kl. 20 Fim 13/9 kl. 20 DAGUR VONAR Fim 13/9 kl. 20 Fös 14/9 kl. 20 Fös 21/9 kl. 20 Lau 29/9 kl. 20 Miðasala 568 8000 - www.borgarleikhús.is Flestir tengja sjónvarps-áhorf frekar við vetr-artímann og því spenn-andi að kynna sér hvað íslensku sjónvarpsstöðvarnar ætla að bjóða okkur uppá í vetur. Á dag- skránni kennir ýmissa grasa; nýir erlendir þættir í bland við eldri og aukin framleiðsla á innlendu efni til viðbótar við það sem fyrir var. Krakkarnir ráða SkjárEinn ætlar að standa að ís- lenskri framleiðslu á þætti sem hef- ur hinn bandaríska Are You Smar- ter Then a 5th Grader að fyrirmynd. Þar reyna keppendur með sér í spurningakeppni en spurningarnar eru fengnar úr náms- efni nemenda í fimmta bekk grunn- skóla. Nýir þættir af Allt í drasli, Dýra- vinum, Game Tíví, Innliti/útliti og Skólahreysti eru einnig væntanlegir á Skjánum með haustinu og í vetur. Fjöldi nýrra erlendra þátta verða teknir til sýninga á SkjáEinum. Meðal annars má nefna Friday Night Lights sem þykir verðugur arftaki The O.C. sem dramaþættir fyrir unga fólkið. Jeff Goldblum bregður sér í hlutverk lögreglu- mannsins Raines í samnefndum sjónvarpsþáttum og Giada De Lau- retiis matreiðir ítalska rétti í Giada’a Everyday Italian. Í Sport Kids Moms & Dads er fylgst með foreldrum sem leggja allt í sölurnar til að afkvæmi þeirra nái langt á sviði íþrótta. Gamanþættirnir 30 Rock verða teknir til sýninga en í aðal- hlutverkum eru þau Alec Baldwin og Tina Fey úr Saturday Night Live. Kaldastríðs dramað The Comp- any eru sex sjónvarpsþættir fram- leiddir af bræðrunum Ridley og Tony Scott. Í aðalhlutverkum eru Chris O’Donnell, Alfred Molina og Michael Keaton. Kynlíf, eiturlyf og kolsvartur húmor koma mikið við sögu í þátt- unum Californication þar sem Dav- id Duchovny fer með hlutverk upp- gjafa rithöfundar. Þeir sem sakna Sex in the City ættu að geta huggað sig við Lipstick Jungle, þáttum sem byggðir eru á metsölubók eftir Candace Bushnell. Þá má einnig nefna raunveru- leikaþáttinn Kidnation þar sem krakkar á aldrinum 8 til 15 ára fá 40 daga til að byggja sér nýja veröld í gömlum draugabæ án afskipta full- orðinna. Auk áðurnefndra þátta snúa fjöl- margir góðkunningjar aftur, þeirra á meðal House, CSI, America’s Next Top Model, The Bachelor, Dexter, The Office og Survivor. Spurningaþættir, Spaugstofan og sportið Sjónvarpið ætlar að ráðast í veg- lega innlenda dagskrárgerð í vetur. Á mánudagskvöldum verður á dag- skrá fjölbreyttur íþróttaþáttur, Helgarsportið með breyttu sniði. Á þriðjudagskvöldum fram að jól- um mæta þekkt söngvaskáld í sjón- varpssal vopnuð hljóðfærum og leika fyrir áhorfendur. Egill Helgason verður með viku- legan bókmenntaþátt á mið- vikudögum þar sem tekið verður á bókmenntum frá öllum hliðum. Á fimmtudögum verður á dagskrá kvikmynda- og leikhúsþáttur þar sem tekinn verður púlsinn á íslensku leikhúsi og innlendum sem erlend- um kvikmyndum. Ritstjóri þáttarins er Þorsteinn J. en honum til halds og trausts verða þau Andrea Ró- berts, Elsa María Jakobsdóttir og Ásgrímur Sverrisson. Á föstudagskvöldum verður á dagskrá spurningaþáttur í beinni út- sendingu þar sem 24 stærstu sveit- arfélög landsins keppa sín á milli. Þáttastjórnendur verða þau Þóra Arnórsdóttir og Sigmar Guðmunds- son. Spaugstofan verður á sínum stað á laugardagskvöldum með ögn breyttu sniði og fleiri þátttakendum. Að henni lokinni tekur við vikulegur tónlistar- og skemmtiþáttur. Þátta- stjórnendur verða tveir en ekki hef- ur verið gert opinbert hvaða ein- staklingar það eru. Lagahöfundarnir Dr. Gunni, Magn- ús Þór Sigmundsson, Guðmundur Jónsson, Barði í Bang Gang, Magn- ús Eiríksson, Fabúla, Hafdís Huld, Andrea Gylfa og Svala Björgvins hafa verið fengin til að semja hvert um sig þrjú lög en þjóðin fær að velja eitt þeirra laga áfram úr hverj- um þætti. Eftir áramót hafa lands- menn svo valið um hvert þessara 12 laga (níu frá áðurnefndum lista- mönnum og þrjú frá öðrum lagahöf- undum) verður framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva á næsta ári. Á sunnudögum verður svo Eva María Jónsdóttir á sínum stað með sína gesti og Silfur Egils verður í hádeginu á sunnudögum. Snæfríður og Stígur verða áfram umsjónarmenn Stundarinnar okkar og vonir standa til að hægt verði að gera nýtt Jóladagatal Sjónvarpsins. Auk þess verður á dagskrá fjöldi nýrra íslenskra heimildarmynda sem og kvikmynda. Þá ætlar Sjónvarpið að sýna nýja fjögurra þátta sjónvarpsmynd sem kallast Mannaveiðar. Þættirnir eru byggðir á Aftureldingu Viktors Arn- ars Ingólfssonar og leikstjóri er Björn Br. Björnsson. Áramóta- skaupið, sem að þessu sinni er í leik- stjórn Ragnars Bragasonar, og Gettu betur verða einnig á sínum stað. Að vanda verða svo fjöldi er- lendra þáttaraða á dagskrá Sjón- varpsins, nokkrir nýliðar sem og góðkunningjar á borð við Að- þrengdar eiginkonur og Lost. Sveppi skemmtir börnunum Stöð 2 getur einnig státað af nýj- ungum í innlendri dagskrárgerð. Tvær nýjar leiknar þáttaraðir verða teknar til sýninga. Annars vegar Næturvaktin, gamanþættir í leikstjórn Ragnars Bragasonar þar sem þeir Jón Gnarr, Pétur Jóhann Sigfússon og Jörundur Ragnarsson fara með hlutverk starfsmanna á bensínstöð. Hin þáttaröðin nefnist Pressa og er spennuþáttaröð sem sýnd verður í árslok. Leikstjórinn Óskar Jónasson og Sigurjón Kjart- ansson eiga heiðurinn af handrits- gerðinni en þeir fengu í lið með sér krimmasérfræðinga á borð við Yrsu Sigurðardóttur, Ævar Örn Jós- epsson og Árna Þórarinsson. Þekktir einstaklingar ættu að hafa varann á á næstunni því Auð- unn Blöndal ætlar að halda áfram að hrekkja í sjónvarpþættinum Tekinn. Þeir verða á dagskrá á föstudögum eins og þriðja þáttaröðin af Stelp- unum sem lítur dagsins ljós í vik- unni. Kompás verður svo á sínum stað ásamt matgæðingnum Jóa Fel, sem eldar frá Ítalíu í þetta sinn. Sveppi tekur við af Afa og ætlar að skemmta börnum á öllum aldri á laugardags- og sunnudagsmorgnum í vetur og stuðla að því að foreldrar geti sofið út. Ráðamenn á Stöð 2 hafa verið iðn- ir við að uppgötva hæfileikafólk á sviði tónlistar um allt land, fyrst í Idol og nú síðast í X-Factor. Í vetur ætlar svo sjálfur Bubbi Morthens að ferðast um landið og leita að næstu popp- eða rokkstjörnu þjóðarinnar í Bandinu hans Bubba. Erlendir sjónvarpsþættir setja einnig svip sinn á dagskrána. Meðal nýrra þátta má nefna gamanþáttinn Back To You sem markar end- urkomu Kelsey Grammer í sjónvarp síðan Fraiser. Damages eru spennu- þættir með Glenn Close í aðal- hlutverki og Dylan McDermott fer fyrir ofursvölum félögum í þætt- inum Big Shots, sem stundum hafa verið nefndir Aðþrengdir eig- inmenn. Til Death er svo ný gam- anþáttaröð þar sem Brad Garrett (Robert úr Everybody Loves Ray- mond) fer með hlutverk fúllynds ná- granna. Erlendu þættirnir American Idol, Prison Break, 24 og Grey’s An- atomy snúa aftur, svo fáir einir séu nefndir. Pressa, Mannaveiðar og Allt í drasli Hreinlegar Þær Eva Ásrún og Margrét ætla að taka til hendinni hjá óþrifn- um Íslendingum í Allt í drasli á Skjá einum. Morgunblaðið/RAX Fjölhæfur Egill Helgason sér um Silfrið sitt sem og vikulegan bók- menntaþátt í Sjónvarpinu. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Fjölbreytt vetrardagskrá sjónvarpsstöðvanna Fyndin Stelpurnar og vinir þeirra bregða á leik á Stöð 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.