Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 37 / AKUREYRI / KEFLAVÍK FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS eeee FGG - Fréttablaðið eeee ÓHT - Rás2 eeee Morgunblaðið 50.000 GESTIR RATATOUILLE m/ensku tali kl. 9 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 6:40 LEYFÐ THE TRANSFORMERS kl. 9 B.i. 10 ára BLIND DATING kl. 7 B.i. 10 ára VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKAHLJÓÐ OG MYND WWW.SAMBIO.IS RATATOUILLE m/ensku tali kl. 8 - 10:15 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ THE TRANSFORMERS kl. 6 - 9 B.i. 10 ára RUSH HOUR 3 kl. 8 - 10 B.i. 12 ára RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 8 LEYFÐ THE TRANSFORMERS kl. 10 B.i. 10 ára / SELFOSSI SÍMI: 482 3007 ÞÓ ÞÚ SÉRT BARA EINN VERÐUR HEFDIN FRÁ ÞEIM ÖLLUM ÞEIRRA STRÍÐ. OKKAR HEIMUR FRÁ MICHAEL BAY OG STEVEN SPIELBERG eee F.G.G. - FBL V.I.J. – Blaðið STJÖRNUSTRÍÐSPARIÐ Natalie Portmann og Hayden Christensen hafa verið kosin sem minnst sannfærandi elskhugar hvíta tjaldsins. Parið hafði betur held- ur en Ben Affleck og Jennifer Lo- pez í myndinni Gigli en þau hlutu annað sæti. Um 3.000 kvikmyndahúsagestir komust að þessari niðustöðu í könnun á vegum tímaritsins Pe- arl and Dean. Hjónin fyrrverandi, Tom Cruise og Nicole Kidman, má einnig sjá á listanum fyrir frammistöðu sína í Eyes Wide Shut. Breska parið Keira Knightley og Orlando Bloom þóttu ekki standa sig vel í túlkun sinni á sjóræningjaturtildúfunum í Sjó- ræningjum Karíbahafsins. Ben Affleck verður þess vafa- sama heiðurs aðnjótandi að sitja í tveimur sætum á listanum. Hann komst einnig inn á topp tíu lista yfir lélega rómantíska túlkun fyr- ir Pearl Harbour þar sem hann lék á móti Kate Beckinsdale. Hugh Grant og Andie McDo- well eru í sjötta sæti fyrir kvik- myndina Four Weddings and A Funeral. Samkynhneigt samband Heath Ledger og Jake Gyllenhaal í Brokeback Mountain þótti hins vegar sannfærandi og aðeins 5% þátttakenda sögðust ekki hafa látið heillast. Ósannfær- andi stjörnu- stríðsástir Reuters Ósannfærandi Natalie Portman og Hayden Christensen úti á engi. SERBNESKA sígaunasveitin KAL tryllti tónleikagesti á Vorblóti síðasta árs með ærslum sínum, skrækjum og glensi. Sveitin leggur nú leið sína að nýju hingað til lands, og leikur fyrir darradansi og hverskyns djöfullátum á Nasa við Austurvöll laugardags- kvöldið 22. september næstkomandi. KAL var stofnuð snemma á þess- ari öld af þeim bræðrum Dushan og Dragan Ristic. Sögðu þeir hvatann hafa verið að streitast gegn for- dómum og hindrunum sem sígaunar mæta hvarvetna. Tónlist sveitarinnar er jafnan lýst sem „sígaunatónlist tuttugustu og fyrstu aldarinnar“, eða sem „sígauna- rokkabillí“. Þeir reyna þó ævinlega að vera upprunanum trúir. Sumir herma jafnvel að þeir greini Tom Waits- legan óm í tónsmíðum KAL, en slíkan óm má vísast greina víða, og senni- lega eðlilegast að hlusta á hina táp- miklu sígauna á þeirra eigin for- sendum. KAL hefur hlotið rífandi dóma fyr- ir konserta sína, sem þykja hentugur vettvangur sprells og fjörugra takta. Samnefnd frumburðarsveit bandsins hefur einnig hlotið prýðisviðtökur gagnrýnenda hér og hvar um jörð. Miðasala á konsert Balk- ansveiflutröllanna hefst hinn 20. ágúst kl. 10 í verslunum Skífunnar, BT Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og á www.midi.is. Miðaverð í forsölu er 2.500 krónur. Sjóðandi heit sígaunasveit á Nasa Gleðigjafar Sígaunasveitin KAL hleypir fjöri undir iljar dansfúsra. ÞÓTT FÆSTIR kannist við nafn Spencers Elden hafa flest okkar séð hann … og það meira að segja nak- inn! Hinn 17 ára Elden er nefnilega barnið sem sést undir yfirborði vatns á plötu Nirvana, Nevermind. Elden, sem er framhalds- skólanemi í Kaliforníu, segir það ekkert sérstaklega góða tilfinningu hversu marg- ir hafi séð hann nakinn, þótt hann hafi ungur að árum setið fyrir. „Mér líður svolítið eins og þekktustu klámstjörnu í heimi,“ sagði Elden í viðtali við MTV sjónvarpsstöðina. „Ég er reyndar vanur þessu. Ég hef alla ævi verið þekktur sem Nirv- ana-barnið.“ Nevermind sló eftirminnilega í gegn og seldist í 10 milljónum ein- taka í Bandaríkjunum einum. Elden segist þó ekki hafa grætt neitt á plötusölunni, en einstaka sinnum sé hann fenginn í viðtöl. Nirvana- barnið í framhalds- skóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.