Morgunblaðið - 30.08.2007, Page 2

Morgunblaðið - 30.08.2007, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÍSLAND verður að axla nýja ábyrgð innan NATO að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráð- herra, og þar með taka aukinn þátt í nýjum verkefnum innan bandalags- ins. Þetta sagði Ingibjörg á mál- þinginu „Kapphlaupið um norður- pólinn“ sem haldið var í gær í tengslum við NATO- og friðarsam- starfsæfinguna Northern Challenge 2007, en Ingibjörg nýtti þar tæki- færið til að segja frá breyttum áherslum í varnarmálum. „Fram til þessa hefur Ísland verið meira og minna þiggjandi í varnar- samstarfi vestrænna ríkja,“ sagði Ingibjörg og benti á að sá tími væri nú liðinn, nú þyrfti Ísland að axla ábyrgð. „Ég hef nýtt tímann frá því að ný ríkisstjórn tók við til að und- irbúa gerð vandaðs, faglegs ógnar- mats fyrir Ísland. Slíkt mat hefur skort, það er löngu tímabært og allar áætlanir um viðbúnað eru að mínu mati ófullnægjandi án slíkrar undir- stöðu.“ Ingibjörg sagði jafnframt að beita þyrfti lýðræðislegri vinnubrögðum en hingað til þegar kæmi að þjóð- aröryggi og efla þyrfti umræðuna til að ná sátt um þessa sameiginlegu hagsmuni þjóðarinnar. Í því skyni væri nauðsynlegt að stofna öfluga rannsóknarstofnun um öryggis- og varnarmál sem tæki virkan þátt í al- þjóðlegu fræðasamstarfi. Eins yrði komið á fót samráðsvettvangi stjórn- málaflokkanna til að ræða þessi mál. „Þó Ísland sé hvorki stórt né fjöl- mennt ríki fríar það okkur ekki frá ábyrgð til þátttöku í alþjóðapólitísku samstarfi. […] Við eigum að hafa metnað og þor til þess að láta rödd okkar heyrast.“ Ingibjörg nefndi rekstur loft- varnakerfisins sem dæmi um sjálf- stæða þátttöku Íslands í málefnum NATO, auk aukinna afskipta í frið- argæslumálum. Þó yrði það aldrei hlutverk Íslands að taka að sér „harðar varnir“, né að stofna íslensk- an her, enda væri það ónauðsynlegt og í andstöðu við íslenska hefð. Það væri frekar á færi Íslendinga að senda sérfræðinga til verka þegar byssurnar væru þagnaðar, til að vinna að friðaruppbyggingu. Ógnarmat nauðsyn- legt vörnum Íslands Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ALLT bendir til að í ár verði metár í mjólkurframleiðslu. Innvigtuð mjólk var orðin 120,7 milljónir lítra þegar fimm dagar voru eftir af verðlags- árinu 2006/2007, að því er fram kem- ur á vef Bændasamtakanna. Verð- lagsárið er 1. september til 31. ágúst. Aukning milli verðlagsára var orðin 10,1 milljónir lítra eða 9,31%. Þótti ljóst að innvigtunin yrði ekki undir 122 milljónum lítra. Við það bætist mjólk sem lögð er inn í Mjólku, u.þ.b. ein milljón lítra. Frá árinu 1959 til dagsins í dag var árið 1978 metár þegar innvigtun mjólkur náði 120,2 milljónum lítra. Árið 1979 kom næst með 117,2 millj- ónir lítra og árið 2006 í þriðja sæti með 117,066 milljón lítra. Jón Viðar Jónmundsson, nautgriparæktar- ráðunautur hjá Bændasamtökum Ís- lands, telur það borðleggjandi að mjólkurframleiðsla hér á landi slái fyrri met á þessu ári. „Það getur ekkert orðið annað úr þessu. Bændur hafa fengið það mikla hvatningu frá mjólkuriðnaðinum og farið að ég held fram úr væntingum hans í framleiðslunni. Þeir hafa stað- ið sig frábærlega,“ sagði Jón Viðar. Hann sagði að nú væri hlutfallslega meiri mjólkurframleiðsla á haust- mánuðum en var á árum áður. Engin ástæða sé til að ætla að hún verði verulega minni á hausti komanda en hún var í fyrrahaust. Á vef Landssambands kúabænda (LK) kemur fram að fjöldi mjólkur- kúa á Íslandi sé nú um 25.000 en þær hafi verið um 36.000 í kringum árið 1980. Greiðslumarkið á verðlags- árinu sem nú er að líða, 116 milljón lítrar, skiptist á milli u.þ.b. 750 greiðslumarkshafa (kúabænda) en þegar LK var stofnað árið 1986 voru þeir um 1.850 talsins. Jón Viðar sagði að kúm væri hætt að fækka eftir fækkun ár frá ári um áratugaskeið. Raunar hafi þeim nú örlítið fjölgað. Hann sagði að fram- leiðsluaukninguna mætti þó frekar þakka hækkun í meðalafurðum en fjölgun kúa. „Bændur hafa verið hvattir til að framleiða eins og þeir geta og það hefur skilað sér í þessu.“ Framleiðslan á verðlagsárinu sem nú er að líða verður um það bil sjö milljónir lítra umfram greiðslumark- ið upp á 116 milljónir lítra. Á vef Bændasamtakanna er vitnað í viðtal bbl.is við Guðbrand Sigurðsson, for- stjóra MS. Hann segir MS hafa keypt alla umframmjólk á þessu ári og á síðasta ári. Einnig að greiðslu- markið fyrir næsta ár verði 117 millj- ónir lítra og vonast Guðbrandur til að sjá á bilinu 6-7 milljónir lítra af umframmjólk sem hægt verði að nýta til útflutnings. Allar horfur á að árið verði metár í mjólkurframleiðslu                         !   " " #$" %         !   !          ÍBÚÐARHÚS við Vesturveg í Vestmannaeyjum og innbú í því er mikið skemmt, ef ekki ónýtt, eftir eldsvoða í gær. Tilkynnt var um eldinn til lög- reglunnar kl. 17.28. Að sögn lög- reglu brugðust slökkviliðsmenn afar skjótt við kallinu og voru fljótir á staðinn. Þegar þeir komu á vettvang voru þrír fullorðnir, sem verið höfðu í húsinu þegar eldurinn kom upp, komnir út og sakaði þá ekki. Gluggar og gættir voru lokaðar þegar að var komið og var eldurinn kafnaður, að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Eldurinn hafði að öllum líkind- um kviknað út frá steikingar- potti. Eldhúsið var talsvert brunnið og mikill reykur og sót út um allt í húsinu. Stöfuðu hinar miklu skemmdir aðallega af þeim völd- um, að sögn lögreglunnar. Eldsvoði í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Mikill viðbúnaður Slökkviliðið kom fljótt á vettvang við Vesturveg. Fólk sem hafði verið í húsinu var komið út. LÖGREGLA höfuðborgarsvæðisins kom að pilti um tvítugt sem var sof- andi undir stýri bíls sem var kyrr- stæður á miðri götu í Grafarvogi í fyrrinótt. Nokkra stund tók að vekja piltinn sem reyndist vera bæði undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Pilturinn viðurkenndi að hafa ekið bílnum og sagðist hafa fengið ökutækið að láni en vissi bara ekki hjá hverjum. Við frekari athugun kom jafnframt í ljós að pilturinn hafði verið sviptur öku- leyfi fyrr í sumar og var hann hand- tekinn. Kærði tjón, var handtekinn Karl á þrítugsaldri kom á hverfis- stöðina í Breiðholti í fyrradag til að tilkynna um tjón. Ekið hafði verið á bíl hans sem hafði verið lagt á bíla- stæði í hverfinu. Tjónvaldurinn hafði í þokkabót stungið af. Lögreglan efaðist ekki um frá- sögn mannsins en hjá henni vökn- uðu grunsemdir um að hann væri í annarlegu ástandi. Svo reyndist vera og var maðurinn handtekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkni- efna. Undir áhrifum fíkniefna ♦♦♦ DEILISKIPULAG fyrir Helgafells- land var samþykkt í gær á bæjar- ráðsfundi Mosfellsbæjar, samkvæmt tillögu skipulagsnefndar. Hafa íbúar kvartað undan þungaflutningum um veg sem liggur að Helgafellshverfi og segja í raun búið að leggja veginn fyrir samþykkt á deiliskipulagi. „Það er í raun enginn vegur búinn að vera […] við erum að klára deili- skipulagið fyrir umræddan Helga- fellsveg,“ segir Ragnheiður Rík- harðsdóttir, bæjarstjóri Mosfells- bæjar. Skipulag samþykkt Morgunblaðið/Frikki Bitbein Veginum umdeilda í Mos- fellsbæ hefur nú verið lokað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.