Morgunblaðið - 30.08.2007, Side 10

Morgunblaðið - 30.08.2007, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þvílíkur kuldi, þessi gæti nú hafa verið geymdur á Everest í heilt ár. Nú er Samvinnunefnd um miðhá-lendið á ferð og að fenginni reynslu er ástæða til að fylgjast vel með hvernig þeirri ferð er háttað. Til upprifjunar þá er Sam- vinnunefnd um miðhálendið, nefnd- in, sem vill byggja hótel upp undir Langjökli. Nú ætlar nefndin að bæta aðgengi ferðamanna að Lakagígum, sem hef- ur í sjálfu sér verið alveg bærilegt.     Í frásögn Morg-unblaðsins í gær af þessu máli er vitnað til Ósk- ars Bergssonar, formanns nefnd- arinnar m.a. á þennan veg: „Óskar segir að náttúran liggi undir skemmdum vegna þess, að ekki sé hugsað fyrir því, hvernig sí- fellt vaxandi umferð um svæðið sé stýrt. Annaðhvort verði því að bregðast við túrismanum eða hrein- lega loka hálendinu.“     Það er auðvitað alveg ljóst, að mik-il umferð ferðamanna getur valdið miklu tjóni á vinsælum áfangastöðum í óbyggðum eins og dæmin sanna. En þar með er ekki sagt að svarið við þeirri hættu sé að ráðast í viða- miklar framkvæmdir, hvorki við vegagerð né önnur mannvirki. Svar- ið getur líka verið gjaldtaka.     Ferðafélagi Íslands og ferða-félögum einstakra landshluta hefur tekizt vel að haga skálabygg- ingum þannig að þær séu í hófi. Þessi félög hafa langa reynslu af slíkri umgengni við óbyggðirnar. Það er spurning, hvort ekki eigi að fela þeim umsjón slíkra fram- kvæmda. Þau hafa sýnt í verki í ára- tugi að þeim er treystandi fyrir þeim.     Náttúruverndarsamtök ættu hinsvegar að gefa fyrirætlunum Samvinnunefndarinnar varðandi Laka gaum. STAKSTEINAR Lakagígar Samvinnunefnd á ferð                      ! " #$    %&'  (  )                *(!  + ,- .  & / 0    + -                    12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (     ! ! "   ! ! ! !        #  ! !         :  *$;<                          !      *! $$ ; *! $% & '  % '   (  )'* ) =2 =! =2 =! =2 $('& !  + !,-" )!.  >; ?         *   "# $  !    $ % &      /    '       (&   %  $ )     *+   =7                ,   /# )00  ! )' 1 )  ")+ ! 3'45 @4 @*=5A BC *D./C=5A BC ,5E0D ).C 2 2 2                   2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2                 ÍS L E N S K A S IA .I S K E L 3 88 55 08 /2 0 0 7 Kringlunni · sími 568 4900 www.kello.is Opið til kl. 21 í kvöld Full búð af nýjum vörum. Hlýtt haust VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ómar Ragnarsson | 29. ágúst Óheyrileg spjöll Sú afstaða margra Íslendinga að yppta öxlum yfir Kyotobókuninni og láta sér á sama standa hvernig við förum að ráði okkar í losun gróð- urhúsalofttegunda er ekki ábyrg og gengur ekki til lengdar. Mér hugnast ekki sú af- staða margra að við eigum að segja okkur úr alþjóðlegu samstarfi, verða „frjáls“ í þessum efnum og fara okk- ar fram, reisa olíuhreinsistöðvar og risaálver og virkja alla orku landsins sundur og saman án tillits til þeirra óheyrilegu spjalla sem slíkt veldur. Meira: omarragnarsson.blog.is Ellý Ármannsdóttir | 29. ágúst Slæmur andi „Andfýlan út úr honum er alveg að drepa mig,“ sagði huggulega vin- kona mín sem stendur okkur hinum langtum framar hvað viljastyrk snertir. „Hættu þá að nota hvítlauk!“ sagði ég og reyndi að róa hana niður. „Ellý, það er eitthvað mikið að honum því lykt- in út úr honum er ógeð,“ sagði hún og bætti við: „Ég er fyrir löngu hætt að kyssa hann með tungunni.“ „Góða vertu ekki svona pjöttuð. Þú sem elskar manninn svo mikið,“ svaraði ég. „Pabbi hans er eins!“ stundi hún. Meira: ellyarmanns.blog.is Dögg Pálsdóttir | 28. ágúst Ánægjuleg skipun Forseti Íslands hefur að tillögu dómsmálaráðherra skipað nýjan dómara við Hæstarétt, dr. Pál Hreinsson. Ég hafði veðjað á annan umsækjanda, m.a. vegna ungs aldurs Páls, en hann er yngst- ur þeirra sem sóttu um að þessu sinni. Það hefur verið ákveðin tilhneiging til að skipa í rétt- inn einstaklinga sem orðnir eru fimmtugir, þótt vissulegar séu nokkrar undantekningar frá því. Ég er ánægð með þessa skipun og trúi ekki öðru en að hún verði óumdeild. Meira: doggpals.blog.is Guðríður Haraldsdóttir | 29. ágúst Kúlurass og Strætó Að ferðast með strætó er góð skemmtun. Að ferðast með mörgum strætisvögnum sama morguninn er bara stórkostlegt. Það rigndi mikið á Akranesi en steypta skýlið við stoppistöðina á Garðabraut er ónothæft því að skemmtanaglaðir utanbæjarmenn nota það til að kasta af sér vatni um helgar og hafa víst gert í fjöldamörg ár. Því var hárið blautt, krullað og krúsílegt þegar stigið var upp í 7.41 vagninn í morgun. Ég bauð bílstjór- anum gott kvöld, þar sem ég var klukkutíma seinna á ferð en vanalega en það var viljandi. Það tók þennan klukkutíma að hrekja óvænt haus- verkjarkvikindi á brott. Held svo að Jónatan Bíbí hafi elt mig út á stoppi- stöð, alla vega heyrðust undurþýð hljóð frá mávi sem settist á ljósa- staurinn við stoppistöðina. Við farþegar í leið 15 lentum í um- ferðarsultu á leið inn í höfuðborgina og það var voða spennandi, allt geng- ur vanalega svo snurðulaust fyrir sig og það verður leiðigjarnt. Blá löggu- ljós í göngunum „voru alveg að gera sig“ líka og virkilega æsandi að velta fyrir sér hvernig fólk löggan greip þar og fyrir hvaða glæpi. Ákvað að fara út hjá Ártúni og rifja upp kynnin af milljóntröppunum, undir brúnni og lúmsku brekkunni og taka 18 í vinnuna. Ekki séns að ég nennti labba frá Vesturlandsveginum núna, ég var nógu blaut fyrir. Leið 18 er hætt að ganga Stórhöfðann, við heil- mikla sorg mína og annarra, heldur gengur upp í Árbæinn áður en hann fer hjá Lynghálsinum. Fullt af vögn- um fer í Árbæinn, alla vega leið 5, og því óskiljanlegt að láta okkur afplána þennan rúnt, samt næs fyrir Árbæ- inga að fá loksins góða þjónustu. Ég velti því fyrir mér í morgun hvort það gæti verið að erfiðleikar mínir við að fá strætófar alla leið í vinnuna tengdust því að Strætó bs vildi að ég hefði flottan kúlurass af brekku- göngu á morgnana? Neeee, hugsaði ég, þeir vita af Nóa Síríus á leiðinni og hættunum þar, nema þeir séu að stjórna því að ég fái kúlurass og reyni á sjálfstjórnina í leiðinni. Allir velkomnir með mér á þetta frábæra námskeið hjá strætó. Gangan upp Súkkulaðibrekkuna hefst stundvís- lega kl. 7.25 á morgnana. Meira: gurrihar.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.