Morgunblaðið - 30.08.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 30.08.2007, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Meinafræðingur í Vín heldur því fram að læknir Beethovens hafi ráðið tónskáldinu bana með því að setja óvart of stóran skammt af blýi út í lyf sem Beethoven tók. Aðrir vís- indamenn efast um þetta, en það er þó óumdeild staðreynd að Beethov- en hafði verið alvarlega veikur í nokkur ár áður en hann lést 1827, þá 57 ára. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að Beethoven þjáðist af blýeitrun. Fyrst kom í ljós hættulega mikið magn af blýi í hári af honum, og fyrir tveimur árum fannst það í beinum hans. Þessar niðurstöður höfðu rennt stoðum undir þá til- gátu að blýeitrun hefði hrjáð Beethoven og að endingu leitt hann til dauða. Meinafræðingurinn, Christian Reiter, segir ítarlegar rannsóknir sínar undanfarna mánuði á hárum af Beethoven hafa leitt enn meira í ljós. Niðurstöður hans voru birtar í síðustu viku í Beethoven Journal og sýna að síðustu mánuðina sem Beethoven lifði jókst blýþétting í líkama hans í hvert sinn sem hann fór til læknis síns, Andreas Waw- ruch, vegna vökva í kviðarholi. Þessir stóru skammtar reyndu mjög á lifur Beethovens, sem var veik fyrir, og urðu honum loks að aldurtila, sagði Reiter í viðtali við Associated Press. Það var ekki fyrr en lík Beethovens var krufið í Vín 26. mars 1827 að læknar komust að því að hann hafði verið með skorpu- lifur og bjúg í kviðarholinu. Óvart ráð- inn bani? Beethoven gefið of mikið blý Beethoven Í SKOTINU í Ljósmyndasafni Reykjavíkur verður opnuð í dag sýningin Umkomulausu börn Afghanistan. Þar sýnir ljósmyndarinn Dante myndir af börnum í Afghanistan í daglegu lífi sem einkennist af óróleika stríðs- rekstrar og óstöðugleika á svæðinu eins og alkunna er. Dante stundaði nám í Gerrit Rietveld Acadamy í Amst- erdam, Hollandi og Institute of American Indian Arts, Santa Fe í Nýju-Mexíkó og hefur unnið verk sín að stórum hluta út frá arfleifð sinni sem indíáni. Sýningin stendur til 24. október. Myndlist Umkomulausu börn Afghanistan Umkomulausu börn Afghanistan. HINN heimsþekkti saxófón- leikari og djasskennari Jerry Bergonzi verður með fyr- irlestur í sal Tónlistarskóla FÍH, Rauðagerði 27, í dag kl. 16. Jerry Bergonzi er talinn vera einn virtasti fræðimaður djasstónlistar í dag. Á liðnum árum hefur hann mótað sitt eigið kennsluefni í snarstefjun og er hann höfundur bóka- flokks sem hann kallar Inside Improvisation. Bergonzi mun fjalla ítarlega um bækur sínar í fyrirlestrinum ásamt því að spila tóndæmi á saxó- fóninn. Fyrirlestur Jerry Bergonzi í Tónlistarskóla FÍH Jerry Bergonzi saxófónleikari. JÓNAS Ingimundarson píanó- leikari verður með einleiks- tónleika í Sögusetrinu Hvols- velli í kvöld kl. 21. Tónleikar Jónasar eru liður í menningarveislu Söguseturs- ins þar sem áhersla er lögð á að kynna bæði íbúa og gesti sveit- arfélagsins fyrir menningar- arfleifð svæðisins. Þá eru lista- menn tengdir svæðinu í hávegum hafðir. Jónas er fæddur 30. maí 1944 á Bergþórshvoli í Vestur- Landeyjum, Rangárþingi eystra. Nú heldur hann tónleika á heimaslóðum og er þetta einstakt tæki- færi til að hlýða á frábæran listamann. Tónleikar Jónas spilar í Sögusetrinu Jónas Ingimundar- son píanóleikari. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is VALA Þórsdóttir var í vikunni viðstödd frumsýningu á verki sínu Eða þannig … í Svíþjóð. Forsaga málsins á rætur að rekja til Lapp- lands fyrir nokkrum árum. „Kona sem heitir Ingeborg Spi- ik hefur verið að vinna mikið síð- ustu ár með ferðaleikhúshluta Ríkisleikhússins í Svíþjóð og vinn- ur því mikið með leikhúsum úti um allt land. Hún er að hætta og ákvað að flytja verkið mitt í öllum leikhúsunum sem hún er að kveðja,“ segir Vala. Spiik þessi er í dómnefnd á evrópskri leiklist- arhátíð fyrir konur í Tornio í Lapplandi þar sem þær Vala hitt- ust fyrst árið 2001. Það ár fékk Vala verðlaun fyrir einleik sinn Háaloft sem Spiik hreifst af. „Hún bað mig um að senda sér verkin mín og langaði mest að setja upp Eða þannig … þar sem það átti best við að hennar mati,“ segir Vala. Umræðan um konur „Verkið fjallar um konu sem er nýfráskilin og uppgötvar að hún hefur alla tíð bara gert það sem manninum hennar finnst skemmti- legt en hefur alveg gleymt að hugsa um sjálfa sig. Hún ákveður að berjast gegn dónalegri fram- komu almennings við fráskilda konu og klæðir sig upp sem hug- myndalistaverk, eitt stykki kona í endurvinnslu. Þannig fer hún á ball klædd búningi merktum hinu nýja hlutverki en þar skilur eng- inn hvað hún er að gera svo þetta verður tómt klúður hjá henni,“ út- skýrir Vala sem skrifaði verkið fyrst fyrir 13 árum. Vala segir flutninginn á Eða þannig … hafa tekist mjög vel fyr- ir fullu húsi á þriðjudagskvöld. „Meirihluti áhorfenda voru konur eins og þær virtust skemmta sér vel,“ segir Vala. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verk Völu eru leikin á erlenda tungu. „Háaloft var sýnt árið 2002 í Tyrklandi. Það var svolítið öðru- vísi upplifun því ég skil ekki tungumálið,“ segir Vala. „Það er gaman að sjá erlendir áhorfendur virðast hlæja á sömu stöðum og fá tár í augun á sömu stöðum í verkunum og Íslend- ingar.“ Verk Völu virðast höfða til fólks um alla heim, er eitthvað í þeim að finna sem allir geta samsamað sig við? „Já, ætli það ekki. Verkin mín snúast öll að mestu leyti um konur og manneskjurnar að baki þeim. Við glímum öll við svipuð vanda- mál í hinum vestræna heimi. Svo er ekkert svo mikið af verkum sem eru eingöngu skrifuð fyrir konur,“ segir Vala og segir hluta af útbreiðslu verka hennar mega rekja til þess hve hún hefur verið dugleg að sækja leiklistarhátíðir þar sem eitt leiðir oft að öðru í kynnum við fólk í sama geira. „Ég var í Tyrklandi í sumar og komst að því að verið er að kenna verkin mín í leiklistarskólum þar í landi, en bók með þremur verkum eftir mig kom út þar fyrir fimm árum,“ segir Vala. „Það er mikil umræða um stöðu konunnar í Tyrklandi um þessar mundir og það hefur eflaust áhrif,“ segir Vala en verið er að þýða verk hennar, Eldhús eftir máli, á tyrk- nesku og auk þess er líklegt að verkið Háaloft verði sett þar upp á næstunni. Leikverk Völu Þórsdóttur frumsýnt í Ríkisleikhúsinu í Svíþjóð Háaloft, Eða þannig … VERK eftir Völu Þórsdóttur hafa verið leikin í Svíþjóð og Tyrklandi. Auk þess hafa þrjú leikverka hennar verið þýdd á tyrkneska tungu nú þegar og þessa dagana er unnið að þýðingum á fjórða leikverkinu auk þess sem ör- sagnasafn eftir Völu kemur út þar í landi á næsta ári. Leikverkin eiga víða við Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is LISTASAFN Íslands mun halda sýningu á verk- um Kristjáns Davíðssonar þann 3. nóvember næstkomandi og sama dag mun koma út bók um listamanninn sem varð níræður í sumar en er þó enn í fullu fjöri sem myndlistarmaður. Meðal þeirra sem skrifa í bókina er tékkneski rithöfund- urinn Milan Kundera, en þeir Kristján eru ágætis vinir og verk Kristjáns hafa prýtt nokkrar bækur höfundarins. Það var að ósk Kundera sem málverk eftir Kristján birtist á kápu Bókarinnar um hlátur og gleymsku þegar hún kom út á íslensku og þá var frönsk útgáfa sögunnar Með hægð – La lenteur með kápumynd eftir Kristján sem og ensk útgáfa Óljósra marka – Identity og sú kápumynd var einnig notuð á norska og franska útgáfu bók- arinnar. Í Frakklandi hafa raunar verk tveggja listmálara verið notuð á bækur Kundera, verk Pablos Picassos og verk Kristjáns Davíðssonar. Kundera og Kristján Listaverk Kristjáns Ensk útgáfa Óljósra marka má sjá lengst til vinstri en sama mynd var not- uð á frönsku og norsku útgáfuna. Næst kemur kápa franskrar útgáfu Með hægð og loks íslensk kápa Bókarinnar um hlátur og gleymsku. ♦♦♦ Morgunblaðið/Árni Sæberg Vala Leikverk eftir hana eru nú kennd í leiklistarskólum í Tyrklandi. ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð í Reykjavík í sam- starfi við Jazzhá- tíð Reykjavíkur, sýnir í kvöld og á morgun í Tjarn- arbíói, heimilda- og tónleikamynd- ina Thelonious Monk: Straight, No Chaser (1988) um ævi og feril píanósnillingsins Thelonious Monk (1917-1982). Monk var ein af goðsögnum djass-heimsins og er sagður hafa verið upphafs- maður „bebop“-stefnunnar. Fyrst og fremst er Monk þekktur fyrir einstakan spunastíl og það tók djass- heiminn mörg ár að átta sig á sér- stökum áherslum hans í píanóleik, sem líktist gjarnan leik á áslátt- arhljóðfæri. Monk var frægur bæði sem píanóleikari og tónskáld og stjarna hans skein skærast á sjötta og sjöunda áratugnum. Thelonious Monk hvarf af sjónarsviðinu árið 1970 og lést 12 árum síðar. Stórsveit Reykjavíkur og Eivör Í kvöld kl. 20 gefst útvarpshlust- endum svo fágætt tækifæri til að hlýða á Stórsveit Reykjavíkur í beinni útsendingu með færeysku söngkonunni Eivöru Pálsdóttur und- ir yfirskriftinni „Tröllum gefin“. Ei- vör gerði fyrir þremur árum geisla- disk með stórsveit danska ríkisútvarpsins, þar sem Peter Jen- sen og Jesper Riis útsettu lög Ei- varar fyrir stórsveit og nú mun Stór- sveit Reykjavíkur spreyta sig á þeirri tónleikabók. Ítarlega dagskrá Jazzhátíðar í Reykjavík má finna á www.jazz.is. Thelonious Monk í Tjarnarbíói Thelonious Sphere Monk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.