Morgunblaðið - 30.08.2007, Side 15

Morgunblaðið - 30.08.2007, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 15 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 18:30 - 19:00 Brúnastaðir 25 - Raðhús Sýnum í dag fallegt og vandað 209,8 fm endaraðhús á einni hæð. Í húsinu eru 4 svefnhebergi, 2 stofur, tvö baðherbergi bæði með sturtu. Allar innréttingar eru sér- smíðaðar, einstaklega vel heppnuð innanhúshönnun er í þessu húsi. Sólpallur er í garði, skjólveggir og rafmagnsnuddpottur. Jóhann frá Fasteign.is verður á staðnum. S 860 0399 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Salou í september Sértilboð - frábær gisting frá kr. 34.995 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í íbúð í viku á Cye eða Aqua & Golden. Aukavika kr. 14.000 á mann. Brottför 31. ágúst, 7., 14. eða 21. september. Verð kr. 34.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð í viku á Cye eða Aqua & Golden. Aukavika kr. 14.000 á mann. Brottför 31. ágúst, 7., 14. eða 21. september. Aðeins örfáar íbúðir í boði Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð með gistingu á Cye íbúðahótelinu í Salou eða Aqua & Golden hótelíbúðunum á Pineda ströndinni við Salou. Í Salou er Port Aventura skemmtigarðurinn og Aquapolis vatnsrennibrautagarðurinn er staðsettur í hjarta Pineda. Á báðum íbúðahótelunum eru nýlegar loftkældar íbúðir með góðum aðbúnaði fyrir gesti. Strönd, sól og skemmtun á frábæru verði. TÓNLIST Gljúfrasteinn Kammertónleikar  Beethoven: Fiðlusónata nr. 1 í D Op. 12,1. Kreisler: „Pugnani“ Preludium og Allegro. Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Gerrit Schuil píanó. Sunnudaginn 26. ágúst kl. 16. HEIMILISLEGASTA tónleikaröð höfuðborgarsvæðisins lauk sum- arvertíðinni með 13. stofutónleikum í húsi skáldsins sl. sunnudag við húsfylli að vanda. Sem stundum áð- ur sá maður ljóslifandi fyrir sér tónsamkvæmislíf fyrri tíma í dag- stofunni, enda voru þar skv. beztu upplýsingum haldnir „soirée“- tónleikar að meginlandasið um og upp úr 1950 (þ.á m. með þátttöku Rudolfs Serkin), jafnvel þótt ann- áluð fullkomnunarhneigð nób- elskáldsins tónelska ku hafa bannað því beina þátttöku. Að votta skyldi fyrir stakri hálfklökkri nótu á Steinway-flyglinum gerði þetta bara enn heimilislegra – ekki sízt í ljósi hrópandi fágætis slíkra við- burða í einkahíbýlum okkar tíma. Guðný Guðmundsdóttir, kons- ertmeistari SÍ, og hollenzki atgerv- isinnflytjandinn Gerrit Schuil fluttu fyrst 1. sónötu Beethovens frá 1798; verk í þáv. hefðbundnum Hausmusik-anda – þó að við- urkenna beri strax að gæða- mælikvarði áhugaspilara, er þá mynduðu meginmarkhóp tónskálda í þýzkumælandi löndum, hafi greinilega verið undrahár miðað við seinni tíma. Túlkunin var ljúf og af- slöppuð við hæfi. Síðan tók við tvíþætt „bravúra“- verk fiðlusnillingsins Fritz Kreis- lers kennt við ítalska síðklassíkfiðl- arann Gaetano Pugnani (1731-98); einn margra „frumhöfunda“ er Kreisler skýldi sér löngum að baki í sjarmerandi smástykkjum sínum, þótt gengið hafi loks fram fyrir skjöldu 1935 og viðurkennt að þau væru alfarið hans smíðar eins og Guðný kynnti. Áhugaverðasta spurningin – hvers vegna? – hélzt þó enn sem fyrr ósvöruð. Tónleikarnir mörkuðu jafnframt vígslu nýrrar dökkleitrar fiðlu Guð- nýjar eftir Hans Jóhannsson fiðlu- smið – einn þeirra undra okkar dvergríkis sem jafnvel í tugafalt fjölmennari löndum eru teljandi á fingrum. Í hverfandi endurómun þéttsetinnar dagstofu var að vísu frekar takmarkað hvað hljóðfærið næði að njóta sín. En í átakameira verki Kreislers var þó auðheyrt að það barst mjög vel, og að styrkur og hljómgæði héldust hnífjöfn á öllu tónsviðinu í leiftrandi öruggri meðferð þeirra félaga. Ríkarður Ö. Pálsson Ljúft og leiftrandi Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is NÚTÍMADANSHÁTÍÐ í Reykjavík 2007 er hátíð þar sem nútímadans- verk á mismunandi stigum sköp- unarferlisins eru sýnd og er hátíðin kjörinn vettvangur fyrir nýja sköpun í nútímadansi. Hátíðin breiðir úr sér um borgina að degi til en á kvöldin finnur hátíðin sér samastað í Verinu við Nýlendugötu þar sem aðalsýning- arnar eru. Á daginn verður hins vegar boðið upp á dansgöngur um götur Reykjavíkur þar sem dansað verður í búðargluggum og eldhúsum borg- arinnar. Tvær göngur verða frá Aust- urvelli og hefst sú fyrri á föstudag kl. 17 og sú síðari á laugardag kl. 14 en báðar eru um klukkustundar langar. Hátíðin hefst í dag og lýkur sunnu- daginn 2. september. Dautt kjöt dansar Ein þeirra sem eru með verk á há- tíðinni er Margrét Sara Guðjóns- dóttir. Hún lærði dans í Amsterdam og hefur búið þar og í Berlín und- anfarin níu ár. Hún hefur unnið með danshöfundum á borð við Jan Fabre, Thomas Lehmen, Eszter Salamon og Constanza Macras. Á hátíðinni sýnir hún verkið Dead Meat. „Þetta er verk sem ég og fleiri höfum verið að vinna að saman í Berlín þar sem við búum og höfum verið að vinna hjá flokki sem kallast Dorkypark. Þetta verk er brotakennt, þemað er vald og vald- beiting í ýmsum myndum,“ segir Margrét Sara sem vinnur verkið ásamt Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og leikkonunum Ann Tismer og Rachel Savonbelli. Margrét Sara heldur til Suður-Ameríku í mánuð til að sýna og seinna til Japans þar sem hún mun vinna með hinni frönsku Gisele Vienne auk þess sem hún mun ferðast með verk hennar og Ernu Ómars- dóttur, Mysteries of Love, sem fékk Grímuna núna í vor. En hver eru mörk dansleikhúss og annarra lista? „Það fer eftir því hver tekur þátt, það er ný stefna hjá sum- um dönsurum þar sem fólk hikar ekki við að reyna að brjótast úr viðjum formsins, blanda því saman og vinna í samvinnu við mismunandi listamenn til að skapa eitthvað sem opnar nýjar víddir í staðinn fyrir að flokka sig nið- ur í fyrirfram gefin hólf listanna. En eins og í öllum listum snýst þetta allt um hvað er í hausnum á þér, inni í þér, og hvað fær að koma út.“ Myndbandsverk, sólóverk og játningar Önnur verk á hátíðinni eru Crystal, verk eftir Alice Chauchat og Alix Eynaudi; sólóverk portúgalska dans- arans Paulo Castro; Fred Gehrig sýn- ir sólóverk auk þess að vinna að verki með Nadiu Banine; Steinunn Ketils- dóttir er með verk þar sem hún dans- ar með Brian Gerke og Cameron Corbett er einnig með verk. Þá mun Jóhann Freyr Björgvinsson sýna Játningar minnisleysingjans sem sýnt var í Klink og Bank síðasta vor og Ólöf Ingólfsdóttir mun verða með verk ætlað börnum. Peter Anderson hannar videodansverk sem sýnt verð- ur víðsvegar á auðum veggjum bæj- arins og gluggum verslana. Í forsal Borgarleikhússins verður sýnt vid- eoverk eftir Jared Gradinger og það verður einnig sýnt víðsvegar um bæ- inn. Hægt er að kaupa miða sem gildir á alla hátíðina á 2.700 krónur en einn- ig má kaupa miða á staka viðburði. Dansandi fólk um alla Reykjavík www.dancefestival.is Dans Margrét Sara Guðjónsdóttir sýnir verkið Dead Meat á hátíðinni en hún lærði dans í Amsterdam og hefur búið þar og í Berlín undanfarin níu ár. LISTASAFN Reykjavíkur og Landsbankinn hafa gert með sér sam- komulag um samstarf vegna stórrar yfirlitssýningar á verkum Eggerts Péturssonar á Kjarvalsstöðum sem opnuð verður 8. september. Auk þess að styðja sýninguna með veglegu framlagi lánar Landsbank- inn verk á sýninguna, en bankinn á eitt stærsta einstaka safn verka Eggerts. Framlag Landsbankans gerir Listasafni Reykjavíkur kleift að gefa út bók um listamanninn en hluta framlagsins verður einnig varið í sýning- argerðina sjálfa. Bókin, Eggert Pétursson, er 140 blaðsíður að lengd og hana prýða fjölmargar myndir af verkum listamannsins frá uppafi ferl- isins. Verk Eggerts á sýningunni spanna feril hans frá upphafi til dagsins í dag og hafa sum hver aldrei komið fyrir augu almennings áður. Sýning Eggerts Péturssonar stendur til 4. nóvember. Eggert Pétursson á Kjarvalsstöðum Morgunblaðið/G. Rúnar Undirskrift Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Eggert Pétursson og Halldór J. Kristjánsson frá Landsbankanum. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.